Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIOT^ATJGARDAGUR 22. APRÍL 1978 velja menn, sem verða að uppfylla öll skilyrði með tilliti til þessara verkefna — menn, sem verða að standa vörð um eiginleg og óeigin- leg verðmæti okkar alla tíð, á því veltur gæfa okkar og gengi. Þess vegna verðum við að þekkja fortíð þeirra af öllu góðu og ætíð að gæta að því fyrir hvað við kynntumst þeim fyrst. Hin dag- lega pólitíska barátta villir um fyrir okkur, en í kjörklefanum veljum við ekki rógbera og mann- leysur til þess að takast á við okkar mikilvægustu og háleitustu verkefni. Ef það á sér stað, þá er það, vegna þess að þjóðin hefur verið beitt blekkingum. Ef lýðræðisöflin í heiminum eru ekki lengur fær um að velja sér forystumenn, sem berjast gegn einræðinu róginum, illmennskunni og láta aldrei henda sig að beita þeim aðferðum, sem fylgja ill- mennum, þá eru engin öfl í heiminum fær um það. Þeir, sem brjóta af sér, eiga að fá sína refsingu, slíkt þarf í rauninni ekki að ræða. Það gefur okkur hins vegar engan rétt til þess að svívirða þá ógæfumenn opinberlega dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár — hvílíkur viðbjóður að geta hugsað sér að eiga slíkt geymt og skjalfest í sinni fortíð og pólitískri sögu þjóðarinn- ar. Við leitum að afbrotamönnum til þess að refsa þeim, dæma þá, en ekki til að misþyrma þeim, að ég ekki tali um þá, sem sætt hafa misþyrmingum opinberlega og eru eða voru sakfelldir og því ekki einu sinni sekir, samkvæmt okkar mannúðlega réttarfari. Það er óhjákvæmilegt, þegar rógsfyrirbrigðið á Islandi er rætt, að minnast örlítið á eftirlit hins opinbera með fjármálum. Þá er ekki úr vegi að rifja upp hvaða kröfur þjóðin sjálf hefur gert til sinna forystumanna í þeim efnum undanfarna áratugi. Þegar ég hugleiði þetta atriði, klingir í eyrum mér „skattalögregla", “skattalögregla". Ég sé hana fyrir mér hundelta smáfyrirtæki, sem ekki eru talin standa skil á opinberum gjöldum. Er þjóðin búin að gleyma því, að eitt af auðsætt, að þarna er hvert orð satt. Höfundurinn ritar gott ög viðfelldið mál, og frekar er það kostur en hitt, að þar koma fyrir nokkur sérskaftfellsk orð. Sama máli gegnir um héraðsbundið orðalag, sem fyrir bregður í frásögninni á stöku stað. En mest er um það vert, hve skýrt og frábærlega skipulega höfundurinn segir frá því, sem máli varðar með hliðsjón af því marki, sem hann hefur sett sér. Öll aðstaða, viðhorf, heimílis- og verkshættir verða lesandanum allt að því eins ljósir og hann væri með óskertu minni að rifja upp sjálfs sín minningar. Þrennt vil ég nefna, sem dæmi um afbrigða skýrar lýsingar á fram- kvæmd verka, sem unnin voru á hverju sveitaheimili á bernsku- og æskuárum höfundarins, en vefjast mundi fyrir flestum að lýsa þannig, að hvert smáatriði verði ekki aðeins ljóst, heldur jafnvel framkvæmanlegt hverjum verk- högum unglingi. Þetta þrennt er gerð reipa, heybinding og rakstur sauðargæru. Lesandinn fylgist og fast með höfundinum frá því að hann man fyrst eftir sér og fylgir honum því næst á braut áfella, sem hann hlýtur sakir vaknandi vilja til aukinna afreka og sjálfræðis. Þá fáum við kynni af þeim leikjum hans, sem mótast af lífsbjargar- háttum fullorðna fólksins, og svo kemur að beinni og árvaxandi þátttöku í þeim nytjastörfum, sem voru við hæfi aldurs hans og getu. Þar fáum við allglögga þekkingu á umhverfinu, kostum þess og hverju því, sem ber viðsjált, kynnumst búfénu og samskiptum drengsins við hina ferfættu þjóna, hestinn og hundinn, sem voru til skamms tíma ómetanlega gagnleg- ir hverjum bónda. Grannar koma og auðvitað er þeim vel tekið og veitt á hinu stóra, skaftfellska rausnarheimili. Þar ber og að grundvallarmálum frelsisbarátt- unnar á síðustu öld var baráttan fyrir verslunarfrelsi. Þá skildu allir hvað felst i orðunum, „frjáls verslun", af því að íslendingar vissu þá hvað það var að hafa ekki frjálsræði í þeim efnum. Allt okkar eftirlit með fjármálum hefur frá upphafi beinst að frjálsum einkafyrirtækjum, þörfin á eftirliti með hinu opinbera hefur af þjóðinni sjálfri ekki verið talin nauðsynleg hingað til. Ef þau öfl eru að styrkjast, sem hafa það markmið að kynna sér fjárreiður opinberra fyrirtækja og stofnana, þá tel ég það að vissu marki góðs viti. Hugsanleg spilling og misferli í því sambandi er hins vegar afleiðing af því, sem þjóðin valdi sér sjálf og lagði blessun sína yfir — með afskiptaleysi einu saman — ár eftir ár, kjörtímabil eftir kjörtímabil. Mennirnir, sem hugsanlega hafa fengið með þessu tækifæri til að ástunda fjárdrátt eða annað ólöglegt athæfi, eiga að fá sína refsingu, verði afbrot sönnuð, það er ljóst, en endurbæt- ur okkar á þjóðfélagskerfinu fara hins vegar ekki eftir því hversu illa okkur tekst að fara með þessa menn, séu þeir finnanlegir, heldur hvaða öfl við viljum styrkja í náinni framtíð til þess að skapa hinu opinbera aðhald og auka eftirlit með því. Um leið verðum við að gæta þess að styrkja ekki öflin, sem tileinka sér vinnubrögð rógberans. Rógberinn gerir engan greina- mun á eðli áfbrotanna, sem hann nærist á. Hann leitar eins og þefdýr að æti og gæðir sér aðeins á því, sem honum finnst gott, hollustan er látin liggja á milli hluta. Að því kemur, að hann étur eitthvað, sem gerir honum sjálfum illt, en hversu miklum skaða er hann búinn að valda á þeim tíma, sem hann lék lausum hala? Við skulum einnig hafa það í huga, að þeir sem hafa vakið grunsemdir fólks um að hafa ástundað fjár- málasvindl eða á einhvern annan hátt hafa brotið landslög, eiga kannske sínar fjölskyldur, sín börn, sem ekki verða síður svo hræðilega fyrir barðinu á níðskrif- garði franska strandmenn, sem dveljast þar um hríð — og vegna strandsins koma sýslumaður, læknir og hreppstjóri og' hafa nokkra dvöl. Skipstranda á fjörum Skaftfellinga er þarna að öðru ekki getið, þar eð höfundur hefur um þau fjallað í annarri bók, en Þykkvibær átti fjöru og þar tilkall til reka, og einn kaflinn í Leikur og líf og hann gagnmerkur heitir Fjaran, og verður ljóst af honum, að þótt ekki kæmu til skipsströnd, voru afnot af reka allveigamikill þáttur í bjargræði þeirra bænda, sem tilkall áttu til slíkra hlunn- inda. Á þá fjöru, sem Þykkvibær í landbroti nytjaði, rak ærið margt, bæði ætt og óætt. í kaflanum um fjörunytjarnar mun það ekki sízt þykja forvitnilegt á þessari gullöld loðnuveiðanna, hvernig þessi litli og fagri fiskur var nytjaður á skaftfellskum rekajörðum, þegar brimsjóir fleygðu honum í tugþúsundatali á fjörur. * Þá eru það mannlýsingarnar. Skýrastar verða að vonum lýsing- ar höfurtdar á foreldrum hans, en þeim hefur hann með bókinni reist verðugan varða. Af öðrum, sem við sögu koma, verða eftirminnilegust Mangi vinnumaður, mikill vexti og sterkur og heimilinu traust stoð, og hin fróða, ýkna og að sama skapi skemmtilega Kata gamla, að ógleymdum Elíasi Bjarnasyni frá Hörgsdal, sem helgaði hæfi- leika sína fræðslu og handleiðslu ungviðis á skólaaldri í Kirkju- bæjar- og Hörgslandshreppum um langt skeið, en síðar varð vinsæll og mikilsvirtur yfirkennari í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykjavík. Það er augljóst af frásögn Þórarins Helgasonar, að af lagni, ljúfmennsku og festu hefur Elías sem farandkennari lagt í fræðslu og leiðsögn slíka áherzlu á þróun jafnt andlegs sem líkamlegs heilbrigðis og þroska, að vafalaust hefur ráðið framkomu Jón Börkur Ákason Unum og róginum. Þegar við ræðum eðli afbrota, þá er einnig nauðsynlegt að hafa nokkur dæmi úr raunveruleikanum til viðmiðun- ar, þannig getum við.betur áttað okkur á eðlilegri framkvæmd rannsóknar sakamála og refsinga í beinu framhaldi af því. Maður, sem brýst inn í verslun, hann hefur framið afbrot, sem leiðir til refsingar, ef hann á annað borð næst,- Refsingin grund- vallast á skaðabótum og svo varðhaldi eða fangelsisvist, að mati dómsvaldsins. Sá, sem hugsanlega stendur slíkan mann að verki og nær því að framkvæma handtöku, hefur engan rétt til þess að beita hann pyntingum eða barsmíð, heldur ekki að svívirða hann opinberlega. I sjálfsvörn geta átök átt sér stað, en þá erum við að ræða innbrot og líkamsárás, öllu alvarlegra afbrot. Verslunar- eigandinn hefur heldur ekki rétt til þess að byggja upp varnarkerfi, sem ætlað er að slasa eða að klófesta innbrotsþjóf á hættulegan hátt. Um leið og búið er að klófesta sökudólginn með þeim mannúð- legu aðferðum, sem unnt er að beita, þá er hann í höndum lögreglunnar, sem hefur það verk- efni. að framselja hann í hendur dómsvaldsins í landinu. Síðan bíðum við eftir framkvæmd rann- sóknar og dóms. Það er ljóst, að öll meðferðin, Þórarinn Helgason hans og gerðum dýrmæt hugsjön, og þó að nú sé fyrirkomulag fræðslumála okkar svo til ger- breytt frá því sem það var á fyrstu áratugum aldarinnar, mættu jafnt leiðtogar í uppeldismálum sem skólastjórar og kennarar gefa gaum að frásögnum af leiðsögn og fræðslustarfi þeirra manna víðs vegar um landið, sem voru snortn- ir af hugsjónum „aldamótamann- anna“ — hvað sem líður kennara- háskóla og stúdentsprófum. Það er fleira en krónan, sem fallið hefur í verði. Mörgum er kunnugt að Þórarinn Helgason reyndist ekki aðeins góður bóndi á föðurleifð sinni, heldur og forystumaður um sitt- hvað í héraði sínu og stétt, og vissulega hefur hann, svo sem sjá má af þessari og fleiri bókum hans, náð að verða liðtækur rithöfundur. Hann átti til góðra að telja, en tvennt var það, sem mætti honum í bernsku, er mörgum dreng minni gerðar og lakar settum hefði vissulega orðið ærið frá því að afbrotamaðurinn frem- ur verknaðinn, og þar til að hann hefur tekið út sína refsingu, grundvallast á því að hann er maður, sem á rétt á mannúð af okkar hálfu og hann á rétt á því að byrja nýtt líf og betrumbæta sig eftir að hafa tekið út sína refsingu. Þegar um er að ræða afbrot, framin af mönnum í æðri stöðum, að ég ekki minnist á, ef viðkom- andi er blekktur eða hefur verið falið mikið ábyrgðarstarf, þá er eðli afbrotsins annað og alvar- legra. Sá hinn sami á hins vegar nákvæmlega sama rétt til með- ferðar og sá, sem brýst inn. Við höfum hvorki leyfi til að beita hann líkamlegum né andlegum pyntingum. Ef við leyfum okkur slík vinnubrögð, erum við ekki aðeins að brjóta landslög, heldur eitt af ákvæðum íslensku stjórnar- skrárinnar, dýrmætust eign okkar. Þeir menn, sem þjóðin þekkir nú fyrir að hafa brotið þessar grund- vallarreglur lýðræðisins, eru mennirnir, sem okkur ber að varast, þeim fylgir ekki aukin mannúð, þeim fylgir ekki siðbætt þjóðfélag, þeir eru mannorðsþjóf- ar og hættulegir í áhrifastöðum. Ég var rétt að enda við að ræða meðferðina á afbrotamönnum. Ég minntist hér að framan á menn- ina, sem voru sakfelldir, með- höndlaðir eins og þeir væru sekir, svivirtir og reyndust að endingu saklausir. Sér fólk nú hvað okkur Islend- ingum hefur orðið alvarlega á í messunni? Enn sem fyrr vil ég beina máli mínu beint til þeirra, sem eru sammála mér, og biðja þá að láta nú til sín taka, hvar sem og hvenær sem þeir hafa aðstöðu til þess. Krefjumst skýringa af þess- um mönnum, króum þá af, hvar sem til þeirra næst. Þó að nú sé til umræðu ný misferli, hugsanleg, þá er það einungis ábending til okkar Is- lendinga um að láta ekki sömu ömurlegu atburðarásina endur- taka sig og fela ekki framkvæmd hugsanlegra refsinga, örlög okkar og annarra, í hendur þeim mönn- örlögþrunginn trafali á brautinni til heilbrigðs þroska og veraldar- gengis, en mun hafa örvað og stælt Þórarin og jafnvel reynzt honum, þjálfun til manndóms og menning- arauka. Svo sem tíðkaðist á flestum heimilum í bernsku hans, var allsnemma Sarið að kenna honum að stafa. En sú fræðsla þótti honum ekki aðeins leiðinleg, heldur allt að því kjánaleg. „Það var engin íslendingasaga í staf- rófskverinu." Og svo varð þá námsárangurinn nauðalitill. Þegar Þórarinn var níu ára, réð faðirinn kennara á heimilið. Það var gamall maður, föðurfrændi ÞóraV- ins, greindur og vel að sér. Mikill var hann vexti og vörpulegur og vanur var hann að því að um hann munaði, þar sem hann gekk að verki. Hann beitti Þórarin hörku, nú skyldi piltur verða læs. En reyndin varð önnur. Drengurinn tók sér nærri hörku hans og ruglaðist þeim mun meir í stöfun- arlistinni, sem kennarinn varð byrstari. Lærisveinninn tók sér þetta nærri, og hver einasta kennslustund endaði með því, að hann kom engu orði upp fyrir gráti. Dagar og vikur liðu, og þar kom, að drengurinn fylltist heift og hatri í garð kennarans og undirbjó hefndir. Móðir hans komst svo af tilviljun að því, hvað í vændum var, og þá var tekið í taumana, drengurinn látinn hætta þótt lítt hefði honum farið fram. Kennarinn sagði svo föður Þórarins, „að þessi sonur hans yrði varla nokkurn tíma læs, en frægur skrifari myndi hann verða." Þórarinn segir, að hvorugt hafi rætzt og megi hann vel við una. En næsta vetur hóf hann nám hjá Elíasi Bjarnasyni. Og nú skyldi drengurinn, vart stautlaus, nema margar námsgreinar. Það varð honum mikil þraut í fyrstu, en nú var öðruvísi að honum farið en veturinn áður, og svo kom bæði til menntaður og sterk löngun til um, sem svívirtu íslensku þjóðina svo og beittu hana slíkum blekk- ingum, að hún réðist óviljandi á sína bestu menn og bar á þá hluti, sem hún sér alla tíð eftir. Margir kunna að ætla, að ég sé að reyna að gera lítið úr efnahags- vandamálunum. Ég vona, að eng- inn haldi, að ég sé svo illa staddur andlega, að ég láti mér detta slíkt í hug. Ég þekki erfiðleikana samfara verðbólgu af eigin reynslu. Ég er einungis að benda á þá staðreynd, að þó að efnahagur þjóðarinnar sé svo bágborinn nú, þá megum við ekki gleyma æðri markmiðum og við verðum að gæta að því, að glundroðinn, sem skrif ákveðinna blaða hafa valdið, er eini möguleikinn, sem ákveðnir menn, sjúkir af ofmetnaði, hafa til þess.að komast til áhrifa. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú á því, að ábyrgu öflin í þjóðfélaginu, öflin sem eru í raun máttarstólpi íslenzks þjóðfélags, taki höndum saman og um leið ýti öllum minni háttar pólitískum þrætuefnum til hliðar og verjist ágangi og rógburði lítilmennanna og tryggi þjóðinni áframhaldandi og örugga mannúðarstefnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Dæmum aldrei út frá of litlum eða röngum upplýsingum. Enginn veit hver næstur verður fyrir barðinu á óþverrunum. Gefum mönnum, sem ráðist er á dag hvern, tækifæri til þess að koma með skýringar. Látum ekki dómgreind okkar stjórnast eða truflast af fyrirsögnum blaða, sem við þekkjum af svo hræðilegum mistökum í þeim efnum. Penninn er hræðilegt vopn, sé honum misbeitt. Ég treysti því, að allir þeir, sem þessar línur lesa og sjá í hvaða hættu við íslendingar erum, láti sitt ekki eftir liggja og krefjist skýringa af mönnunum, sem bera ábyrgð á íslenska rógsfyrirbrigð- inu — lægstu hvötum mannskepn- unnar — Sigurinn er vís, þeim sem láta stjórnast af hvötum, sem grundvallast á mannúð, skilningi og heiðarleika. Berjumst til sigurs. I einlægri von um árangur. Jón Börkur Ákason stýrimaður að gera hinum skilningsríka og umhyggjusama kennara til hæfis. Og brátt sýndi það sig, að drengurinn þurfti ekki að verða eftirbátur annarra við nám. Þá varð hann fyrir því áfalli, að sundur skárust hásinarnar á vinstra fætinum, og varð þar ekkert að gert annað en hann lægi í rúminu, unz sárið holdfylltist, — hásinarnar urðu aldrei græddar saman. Þetta var að sumri til, þegar mest var um að vera í bjargræðisvegum heimilisins, og var Þórarinn lengstum einn dag- langt, en móðir hans sinnti honum eftir því, sem hún bezt gat á slíkum annatíma, hugsaði jafnt um andleg sem líkamleg sár hans af nærfærni og ástúð og kom í veg fyrir að hann færi of snemma að reyna á særða fótinn. Þetta bætti mjög um fyrir honum, og vissulega hafði svo rúmlegan og einveran jákvæð áhrif á bæði hugmynda- og hugsanalíf drengsins. Þegar sár hans var að fullu gróið og holdfyllt, þjálfaði hann sig brátt í að komast greitt áfram þrátt fyrir heltina. Auðvitað þótti. öllum furðulegt og sumum hlálegt að sjá hann hendast áfram á andkannanlegu valhoppi. En vilji hans og sjálfsvitund styrktist við þjálfunina og erfiðið, svo að vissulega mun hann hafa komizt fjótlega í það jafnvægi, að hann lét sér á sama standa, hvað aðrir hugsuðu og spáðu um sjálfs- bjargargetu hans í framtíðinni. Og það efa ég, að án þeirra miklu erfiðleika, sem höfðu mætt honum á viðkvæmu og um flest óráðnu skeiði bernskuáranna, hefði hann haft manndóm og sjálfsvirðingu til að taka þá afstöðu gagnvart altarisgöngu að lokinni fermingu, sem frá segir í lokakafla bókarinnar. Ég þakka honum þá erfðaskrá, sem lætur eftir sig og bið hans nánustu blessunar. Guðmundur Gíslason Hagalín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.