Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 21
MORGUNBLÁÐlÐ; 'LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 21 Steinþór Gestsson, form. fjárveitinganefndar: Ráðstöfunarfé tíl vega- gerðar 9.300 m. kr. Hækkar um 2.300 m. kr. frá gildandi vegaáætlun Steinþór Gestsson, íor- maöur fjárveitinganefndar, mælti fyrir nefndaráliti um vegaáæítun 1977—1980. Fer framsaga hans hér á eftiri Samkomulag í fjárveitinganefnd Þingsályktunartillögu um breyt- ingu á vegaáætlun var vísað til fjárveitinganefndar að venju og hefur hún haft áætlunina til umfjöllunar um skeið. Hún hefur notið aðstoðar Snæbjarnar Jónas- sonar, vegamálastjóra, Helga Hallgrímssonar, forstjóra tækni- deildar og annarra starfsmanna Vegagerðarinnar eftir því sem þörf hefur verið fyrir upplýsingar um ákveðin verkefni. Sú aðstoð hefur verið fljótt og vel af hendi leyst jafnt við fjárveitinganefnd í heild, einstaka þm. og þingmanna- hópa kjördæmanna. Eg vil þakka þeim öllum þeirra þátt í gerð vegaáætlunarinnar, um leið og ég tjái nefndarmönnum öllum bestu þakkir fyrir samstarf- ið við gerð tillagna um endurskoð- un vegaáætlunar, en samkomulag varð í nefndinni um skiptingu fjár milli kjördæma, en að venju hafa þingmenn einstakra kjördæma skipt ráðstöfunarfé á sérstaka verkþætti. Að sjálfsögðu hefur fjárveitinganefnd farið yfir þær tillögur og stendur að þeim og ber þær fram. 9.300 m.kr. til ráðstöfunar Sú endurskoðun sem nú hefur verið gerð á vegaáætlun er aðeins bundin framkvæmdum á árinu 1978, og er það í samræmi við yfirlýsingu hæstv. samgönguráð- herra á Alþingi 28. marz 1977 og eftir ákvörðun Alþingis við gerð fjárlaga fyrir árið 1978, þar sem ráðstöfunarfé til vegagerðar ríkis- ins var ákveðið 9.300 millj. króna á árinu 1978 í stað 7.000 millj. kr., sem gildandi vegaáætlun fól í sér. Ráðstöfunarfé er því 2.300 millj. krónur umfram gildandi vegaáætl- un og verkefni fjárveitinganefndar var að skipta því viðbótar fjár- magni en þess var aflað eins og hér segir: • 1. Markaðir tekjustofnar eru nú áætlaðir 1.500 millj. krónum hærri en vegaáætlun gerði ráð fyrir. Sú hækkun er að hluta til vegna sérstakrar hækkunar á bensíngjaldi, sem ákveðið var með lögum fyrir áramótin síðustu, ásamt tilsvarandi hækkun þunga- skatts. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að nýta heimild í lögum um hækkæun gjaldstofna í samræmi við hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar eftir því sem þörf verður á, til þess að ná á árinu 1978 ofangreindum tekjuauka af mörkuðum tekjum. • 2. Ríkisframlag haekkar um 400 millj. króna. Sú ákvörðun var tekin við fjárlagagerðina fyrir árið 1978 enda er gert ráð fyrir því að sú hækkun svari til þess tekjuauka af söluskatti, sem leiðir af hækkun bensingjalds á tímabilinu. • 3. Lánsfjáröflun til vegagerðar er með tvennum hætti: Annars- vegar er hin sérstaka fjáröflun til Norður- og Austurvegar aukin um 300 millj. kr. og hinsvegar er almenn lántaka til vegamála aukin um 100 millj. kr. og eru þessar lántökur í samræmi við lánsfjár- áætlun fyrir árið 1978. Skipting ráðstöfunarfjár Fjárveitinganefnd leggur til að þessu aukna ráðstöfunarfé verði varið þannig í stórum dráttum (sbr. breytt. á þskj. nr. 576): Til stjórnar og undirbúnings framkvæmdum er gert ráð fyrir að framlag hækki um 138 m.kr. og er það áætlað að svara til launa- og verðlagshækkunar á þeim grunni sem er í gildandi vegaáætlun, en ekki reiknað með auknu starfsliði frá því sem þar var ákveðið. Til viðhalds vegum á sumri og vetri er tillaga um hækkun um 537 m.kr. og eftir áætlun Vegagerðar ríkisins mun sú fjárhæð hvergi nærri svara til þess sem áætluð heildarfjárþörf vegaviðhaldsins er, en mun þó verða nokkru nær raunverúlegri áætlaðri fjárþörf en var á árinu 1977. Til nýrra þjóðvega er tillaga um að ráðstöfunarfé hækki úr 2.560 m.kr. í 3.721 m.kr. eða um 1.161 m.kr. Fjárveitinganefnd gerði tillögu ' ■■ íslenzk stafsetning: Meirihluti allsherj- arnefndar mælir með z í stofni orða Minnihlutinn vill vísa málinu frá Allsherjarnefnd sameinaðs þings hefur klofnað í afstöðu til þingsályktunar um íslenzka staf- setningu. Tillagan felur m.a. í sér tilraun til samkomulags um „það atriði íslenzkrar stafsetningar, sem mestur styr hefir staðið um“, þ.e. að „fara bil beggja um notkun z, hafna henni ekki alls staðar eins og gert var 1973—1974, heldur halda henni að mestu skv. eldri venju í orðstofnum, en sleppa henni víðast hvar í þeim beyging- arendingum sagnorða, sem helzt hafa valdið erfiðleikum," eins og segir í nefndaráliti meirihl. alls- herjarnefndar, sem leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingu á sérstöku þingskjali. í meirihluta nefndarinnar eru Ell- ert B. Schram, Lárus Jónsson, Jónas Árnason og Ólafur G. Einarsson. Minnihluti nefndarinnar, Jón Helgason, Magnús T. Ólafsson og Jón Skaftason, leggja hins vegar til að tillagan verði afgreidd með rökstuddri dagskrá, svohljóðandi: „Það sem fyrir Alþingi liggur á þingskjali þrjú frumvörp mennta- málaráðherra um setningu reglna um íslenska stafsetningu, þar sem fjallað er um undirbúning staf- setningarreglna í heild og hlut- deild Alþingis í setningu þeirra, telur sameinað Alþingi ekki ástæðu til að taka eina stafsetn- ingarreglu af mörgum út úr og láta hana sérstaklega tii sín taka. með þeim hætti sem tillagan gerir ráð fyrir og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Steinþór Gestsson. um að henni skyldi skipt milli kjördæma í sömu hlutföllum og skipt er í gildandi vegaáætlun og unnu þingmannahópar hinna ein- stöku kjördæma eftir því við ákvörðun um framlög til einstakra verka í nýbyggingu vega og vísast til þingskjals nr. 576 um þær skiptingar. Tillaga er gerð um það að framlög til búgarða hækki úr 337 m.kr. í 563 m.kr. Þegar tillit hafði verið tekið til áætlaðra kostnaðar- hækkana við þær brúabyggingar sem eru á gildandi áætlun, þá taldist fært að byggja að auki brú á Víðidalsá í Húnavatnssýslu, á Heydalsá á Ströndum og á Markarfljót við Emstrur og er tillaga gerð um það á þskj. 576. Til fjallvega er áætluð hækkun urn 7 m.kr. og er það til samræmis við verðlagshækkanir. Framlög til sýsluvega hækka um 31 m.kr. Að nokkru er hækkunin afleiðing kjarasamninga og ann- arra hækkana til 1. des. 1977. Einnig hefur heimild um aukið framlag sveitarfélaga leitt til hærra ríkisframlags en gert hafði verið ráð fyrir. Til vega í kaupstöðum og kaup- túnum verður hækkun um 168 m.kr. sem verður í samræmi við lögákveðinn hluta af mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar. Til vélakaupa og áhaldahúss er' tillaga um lækkað framlag um 6 millj kr. og má segja að þar sé um þann eina niðurskurð að ræða, sem fjárveitinganefnd sá sér fært að gera frá því sem er í gídandi vegáætlun. Fjárveiting til tilrauna er ákveðifi í lögum, ákveðinn hundraðshluti af mörkuðum tekj- um vegasjóðs og hækkar um 8 m.kr. Til greiðslu á halla fyrri ára var, á gildandi vegaáætlun, gert ráð fyrir að 30 m.kr. gengju upp í hann, en sú upphæð var aukin um aðrar 30 m.kr. svo að til ráðstöfun- ar í þessu skyni verð 60 m.kr. á árinu 1978. Eigi að síður standa eftir 176 m.kr. eins og sjá má á þskj. nr. 576. Það er álit fjárveit- inganefndar, stutt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins að áætlanir um framkvæmdakostnað séu svo traustar að ekki komi til óvænts halla á þessu ári. Sérstök verkefni. Eins og kom fram í upphafi máls míns er að þessu sinni einungis fjallað um skiptingu á því aukna ráðstöfunarfé, sem kemur til nota á árinu 1978 umfram gildandi vegaáætlun fyrir það ár. Regluleg endurskoðun vega- áætlunar kemur ekki til fyrr en á næsta þingi og verður að sjálf- sögðu viðameiri en sú endurskoðun sem verið er að Ijúka með þessari umræðu. Fjárveitinganefnd gerði tillögu um skiptingu fjárins milli kjördæma, eins og ég gat um áðan, en að auki lagði hún til að ákveðnum fjárhæðum skyldi varið til nokkurra sérstakra verkefna, en þau eru Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Vesturlandsveg- ur á Kjalarnesi og Þingvallavegur. Allt eru þetta verkefni sem þannig eru sett að þau geta tæplega verið áhugaverð fyrir eitt kjördæmi öðru fremur og eru auk þess kostnaðarsöm. Mér þykir líklegt að til álita komi að framvegis þurfi að hafa sama hátt á um stór verk sem ráðast þarf í og annað tveggja teljast tæpast til eins kjördæmis eða eru þá svo stór að þau rúmast ekki innan þeirrar hefðbundnu skiptingar milli kjör- dæma sem að mestu leyti er farið eftir við gerð vegaáætlunarinnar. Herra forseti. Ég tel ekki þörf á að rekja hér úr ræðustóli, skiptingu fram- kvæmdafjárins í smáatriðum eða til einstakra verka. Skýrsla um það atriði er greinilega sett upp á þingskjali nr. 576 og vísa ég til þess. Ég get því látið máli mínu lokið um störf fjárveitinganefndar að þessu sinni. Eins og kemur fram í nefndar- áliti hennar á þskj. nr. 579, þá stendur hún öll og ber fram breytingatillögur á þskj. nr. 576, og leggur til að þær verði sam- þykktar. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í nefndinni hafa þó þann fyrirvara á, að þeir áskilja sér rétt að flytja eða fylgja breytingartillögum, sem fram kunna að koma við afgreiðslu málsins. fllMOGI VegaframkVæmdir síðustu ára: Hringvegur, Djúpvegur, jarðgöng í Oddsskarði 828 km af nýjum malarvegum,50 km með bundnu slitlagi og 57 brýr 10 m og lengri Halldór E. Sigurðsson, sam- göngumálaráðherra, mælti í gær fyrir skýrslu um fram- kvæmd vegamála 1977 og vega- áætlun 1977—1980. I máli ráðherra kom m.a. fram eftirfarandi, varðandi vegamál á líðandi kjörtímabili (1974-1977). • AIls hafa verið lagðir 50 km af bundnu slitlagi, þar af 46 km á stofnbrautum. • Malarvegir, sem lokið var við og teknir til umferðar, eru alls 828 km, þ.e. 506 km á stofnbrautum og 322 km á þjóðbrautum. • Byggðar hafa verið 57 brýr, 10 m og stærri, og er heildar- lengd þeirra 1815 km. • Loks hafa verið byggðar 282 smábrýr og er lengd þeirra alls 282 m. Af einstökum verkum, sem framkvæmd hafa verið á þessu bili, eru þessi helzt: • Lokið var framkvæmdum á Skeiðarársandi og hring- vegurinn þar með opnaður. • Suðurlandsvegur frá Sel- fossi austur í Holt hefur verið endurbyggður með bun^nu slitlagi. • Garðskagavegur frá Kefla- vík að Gerðum hefur verið byggður með bundnu slitlagi. • ' Framkvæmdir hófust í Borgarfirði og á Holtavörðu- Halldór E. Sigurðsson, sam- göngumálaráðherra. heiði og munu verða mikil samgöngubót þegar lokið verður. • Djúpvegur var opnaður á tímabilinu og gerbreyttust samgöngur á Vestfjörðum við það. Þá var einnig opnaður Vestfjarðarvegur við Hörgs- nes. • Á Norðurlandi vestra má nefna vegagerð í Hrútafirði og um Hrútafjarðarháls (þó enn sé ekki lokið) og nýja brú á Austurós Héraðsvatna. • Á Norðurlandi eystra hefur verið unnið að framkvæmd- um á Öxnadalsheiði. Enn- fremur hefur verið unnið að vegagerð norðan Akureyrar og á Svalbarðsströnd. • Á Austurlandi ber hæst opnun jarðganga í Odds- skarði við Neskaupsstað. Ennfremur framkvæmdir á Fjarðarheiði og ný leið fyrir Hvalnesskriður. Ráðherrann rakti og breyt- ingar á löggjöf, er snerta vegaframkvæmdir, bæði sem gerðar hafa verið og gera þurfi. Hann vék að tekjuöflun, sem ekki hefði staðizt fyllilega á síðasta ári, miðað við áætlanir. Rauntekjur af bensíngjaldi hefðu reynst 2350 m.kr. en verið áætlaðar 2410 m.kr. Þungaskattur hefði reynzt 79 m.kr. lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Það sem vantaði á að markaðar tekjur heimtust hafi verið bætt með auknu ríkis- framlagi 1977, sem nam alls 901 m.kr. í stað 779 m.kr. sem áætlað hafi verið. Lánsfé til vegaframkvæmda hafi numið 1600 m.kr. Þar af var hlutur spariskírteina 1350 m.kr. en happdrættisskuldabréfa 250 m.kr. Af þessu lánsfé var hlutur áætlunar um Norður-Austurveg 850 m.kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.