Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐÁGUR 22. APRÍL 1978
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkyæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuöi innanlands.
i lausasölu 100 kr. eintakiö.
Viðhorfin á
vinnum arkaðnum
Það var hyggileg ákvöröun hjá Verkamannasambandi
íslands að fallast á undanþágur frá hinu svonefnda
útflutningsbanni á Höfn í Hornafiröi og í Vestmannaeyjum.
Sjá mátti fyrir, begar útflutningsbannið var boðaö, aö bað
mundi leiöa til stöövunar frystihúsa vegna skorts á
geymslurými og Þar af leiðandi atvinnuleysis hjá verkafólki
í fiskvinnslustöövum og hjá sjómönnum. Sjálfsagt hefur Það
ekki veriö tilgangur Verkamannasambandsins aö valda
slíku atvinnuleysi en engu að síöur er baö staöreynd, aö
til stórfellds atvinnuleysis hefði komiö í Vestmannaeyjum
og á Höfn í Hornafiröi, ef undanþága hefði ekki veriö veitt.
Útflutningsbann Verkamannasambandsins er í raun
runniö út í sandinn. Þegar baö var boöaö, var jafnframt
tilkynnt, að Verkamannasambandið mundi sjá til þess aö
löndunarbann yröi sett á íslenzkan fisk í erlendum höfnum
til bess að koma bannig í veg fyrir að sjómenn og
útgeröarmenn gætu bjargaö sér, bótt fiskmóttaka í landi
stöóvaðist. Reiöi almennings vegna bessara áforma
Verkamannasambandsins varð slík, aö forystumenn bess
hörfuöu og tilkynntu, aö beir mundu ekki grípa til slíkra
aögeröa. Sú tilkynning var aö vísu loöin aö orðalagi en ekki
fór á milli mála hvað Verkamannasambandiö var aö reyna
aö segja án bess aö éta ofan í sig hvert einasta orð, sem
forystumenn bess höföu látiö frá sér fara um hiö
væntanlega löndunarbann. Eftir aö undanbágur hafa verið
veittar í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafiröi er auövitað
Ijóst, aö Verkamannasambandió getur ekki haldiö viö
útflutningsbanniö á bann veg, að bað leiði til stöövunar
frystihúsa og atvinnuleysis meðal starfsmanna beirra. bess
vegna hefur útflutningsbanniö í dag fyrst og fremst
táknræna býöingu fyrir verkalýöshreyfinguna. baö er til
marks um vissa óánægju innan verkalýöshreyfingarinnar
vegna efnahagsráöstafana ríkisstjórnarinnar fyrr í vetur.
Ríkisstjórnin getur ekki horfið frá beim ráöstöfunum, sem
hún beitti sér fyrir í vetur. Þaö er alveg Ijóst. Þær voru fyrst
og fremst til komnar vegna Þess, aó verkalýðshreyfingin og
vinnuveitendur geröu kjarasamninga fyrir tæpu ári, sem
hlutu aö kalla á afskipti ríkisstjórnarinnar að lokum, eins
og allt var í pottinn búiö. Ríkisstjórnin hefói verið stórlega
gagnrýnisverö, ef hún heföi ekkert aöhafzt. Þaö veröur aó
vera grundvallaratriöi í umræöum um bessi mál, aö fráhvarf
frá efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar kemur ekki til
greina.
Að bví sögöu er hins vegar sjálfsagt aö kanna, hvort
einhverjir möguleikar séu til bess meö öörum hætti aó
greiöa fyrir bví, aö sæmilegur friður geti skapazt á
vinnumarkaðnum. Ófriöur af hvaöa tagi sem er, hvort sem
um er aó ræóa allsherjarverkfall, skæruverkfall, útflutnings-
bann eða hverju nafni, sem bessar aögerðir nefnast, er
engum til góós, en Þjóöarbúinu í heild, atvinnufyrirtækjum
og launbegum sjálfum til tjóns. Þess vegna er auóvitaö
æskilegt aö tryggja vinnufriö en Þaö veröur aö gera á Þann
veg, aö efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinnar standi.
Til viöbótar bví, aö æskilegt er út frá almennum
sjónarmiðum, að vinnufriöur ríki, veröum við einnig aö hafa
í huga, aö kjarasamningar í heild sinni renna út hinn 1.
desember n.k. bar sem einungis kauplióum beirra var sagt
upp í kjölfar efnahagsráöstafana ríkisstjórnarinnar. Gerö
nýrra kjarasamninga er mikilvægur páttur í baráttu okkar
gegn veróbólgunni. Til bess má ekki koma aó sagan frá
sumrinu 1977 verði endurtekin viö gerö næstu kjara-
samninga. Þeir veröa að vera lykillinn aö lausn veröbólgu-
vandans. Til bess að slíkir samningar geti tekizt barf
vinsamlegt andrúmsloft aö ríkja milli verkalýössamtaka,
'innuveitenda og ríkisvalds, vinsamlegra en baö, sem nú
íkir. Æskilegt væri að beina umræöum um viöhorfin í
Ajaramálum inn í jákvæöan farveg meö bessi almennu
sjónarmiö í huga.
I hvað fóru peningar i
Fjórða hver króna
í launagreiðslur
Um helmingur ríkisútgjalda til heil-
brigðis- trygginga- og menntamála
Ríkisreikningurinn ffyrir áriö 1977 var lagöur ffram á Alpingi í gær og
jafnframt sendi fjármálaráöuneytiö út fréttatilkynningu ásamt línuritum um
afkomu ríkissjóös á sl. ári. Fer fréttatilkynning fjármálaráöuneytis hér á
eftir:
Ríkisreikningur
Ríkisreikningur A-hluti fyrir
árið 1977 hefur nú verið fullgerður
af hálfu ríkisbókhaldsins. Reikn-
ingurinn var undirritaður hinn 17.
apríl s.l. og var lagður fram á
Alþingi í dag. B-hluti hans verður
lagður fyrir Alþingi næsta haust.
Fjármálaráðuneytið hefur áður
gert grein fyrir afkomu ríkissjóðs
árið 1977, fyrst með bráðabirgða-
tölum um heildarniðurstöður árs-
ins í fréttatilkynningu frá 12.
janúar s.l., og síðan með skýrslu
fjármálaráðherra frá febrúar sl.,
en í henni var gerð itaríeg grein
fyrir afkomunni skv. bráðabirgða-
tölum.
Ríkisreikningurinn er með öðr-
um niðurstöðutölum en í þeirri
skýrslu greinir, þar sem hann er
gerður upp á grundvelli álagðra
tekna og áfallinna gjalda en ekki
greiðslna á árinu eins og fyrr-
greind skýrsla er byggð á.
Helstu niðurstöður Ahluta
ríkisreiknings fyrir árið 1977 eru
þær, að gjöld námu 102.821 millj.
kr., tekjur 100.278 millj. kr. og
gjöld umfram tekjur því 2.543
millj. kr. Breyting lánareikninga
utan Seðlabankans og viðskipta-
reikninga ýmissa fól hins vegar í
sér greiðslur í ríkissjóð umfram
útgreiðslur að fjárhæð 799 millj.
kr. Greiðsluafkoma ársins 1977
varð því óhagstæð um 1.764 millj.
kr. Sú fjárhæð kemur fram í
breytingu sjóðs, bankareikninga
og lánareikninga við Seðlabank-
ann. Lausafjárstaða ríkissjóðs við
aðra en bankakerfið batnaði hins
vegar um 2.605 millj. kr. á árinu
1977. Greiðsluafkoma ríkissjóðs
skv. ríkisreikningi er 399 millj. kr.
hagstæðari en bráðabirgðatalan
var í fyrrgreindri skýrslu fjár-
málaráðherra. Þar er um að ræða
aukningu sjóðs og bankainni-
stæðna stofnana, sem upplýsingar
lágu ekki fyrir um, er sú skýrsla
var samin.
Gjöld
Skipting útgjalda
eftir verkefnum
Sé litið á skiptingu útgjalda
ríkisreikningsins fyrir árið 1977
eftir verkefnum kemur í ljós, að
nálægt þriðjungi þeirra, 33,6%, er
varið til heilbrigðis- og trygginga-
mála eða 34,6 milljörðum króna.
Taka almannatryggingar að með-
töldum atvinnuleysistrygginga-
sjóði til sín 24% heildarútgjald-
anna eða 24,5 milljarða króna.
Næst í röðinni eru menntamál,
sem nema 15,6% heildarútgjald-
anna, eða 16 milljörðum, og munar
þar mest um kostnað við grunn-
skóla, sem er 7% af heildinni eða
7,3 milljarðar króna. Til verkefna
á sViði félagsmálaráðuneytisins er
varið 4,6% heildarútgjaldanna eða
4,7 milljörðum, að meginhluta til
húsnæðismála, eða 3,8%, sem
svarar til 3,9 milljarða króna.
Þannig er meira en helmingi
ríkisútgjaldanna, eða 55,3 millj-
örðum króna, 53,8%, varið til
þeirrar félagslegu þjónustu, sem
framangreindir þrír málefnaflokk-
ar. fela í sér. Samgöngumál taka til
sín 10,1% ríkisútgjaldanna eða
10,4 milljarða króna, þar af er
6,2% eða 6,4 milljörðum króna
varið til vegamála. Til niður-
greiðslna á vöruverði innanlands
og olíustyrkja er varið 6,3%
heildarútgjaldanna eða 6,5 millj-
örðum króna, og 5,4% til landbún-
aðarmála eða 5,9 milljörðum
króna, þar af 2,6% til útflutnings-
uppbóta eða 2,7 milljörðum króna.
Til dómgæslu og lögreglumála er
varið 6,4% ríkisútgjaldanna eða
6,5 milljörðum króna, til vaxta-
greiðslna 3,3% eða 3,4 milljörðum
króna, og 14,7% eða 14,8 milljarð-
ar heildarútgjalda ríkissjóðs skip-
ast á önnur verkefni.
Skipting útgjalda
eftir tegundum
Skipting ríkisútgjalda eftir
gjaldategundum er í stórum drátt-
um þannig, að laun nema 25,3%
heildarútgjaldanna eða 26,9 millj-
örðum, ýmis rekstrargjöld 7,8%
eða 8,3 milljörðum, viðhalds 2,8%
eða 3,0 milljörðum króna fyrst og
fremst vegaviðhald, vaxtagjöld
3,3% eða 3,4 milljörðum króna,
gjaldfærður stofnkostnaður 7,5%
eða 8,0 milljörðum króna og hvers
konar tilfærslur aðrar en vaxta-
gjöld 53,3%. Af þessum tilfærslum
eru framlög til almannatrygginga
24% eða 24,5 milljarðar króna,
eins og fram er komið, til niður-
greiðslna, olíustyrkja og útflutn-
ingsuppbóta 8,9% eða 9,2 milljarð-
ar króna, tilfærslur til sveitarfé-
laga vegna rekstrar og fram-
kvæmda 3,2% eða 3,4 milljarðar
króna, framlög til fyrirtækja og
sjóða í B-hluta að frátalinni
Tryggingastofnun ríkisins og At-
vinnuleysistryggingasjóði, 13,6%
eða 14,5 milljarðar króna, og
ýmsar aðrar tilfærslur til ein-
staklinga, samtaka, fyrirtækja og
atvinnuvega nema 3,6% af heild-
arútgjöldum ríkissjóðs á árinu
1977.
Tekjur
Ríkissjóður aflar 14% tekna
sinna í formi beinna skatta eða 14
milljarða króna, 84% með óbein-
um sköttum eða 84,4 milljarða
króna og 2%, 2 milljarða, með
öðrum hætti, svo sem vaxtatekj-
um, arðgreiðslum og ýmsum öðr-
um tekjum. Af beinu sköttunum er
tekjuskattur mikilvægastur og
nemur 9,6% eða 9,6 milljörðum
heildarteknanna, persónuskattar,
þ:ðgjöld lífeyristrygginga,
slysa- og atvinnuleysistrygginga-
16 %<
82
\
2 % <
Hlutfallsleg skipting ríkissjóðstekna
1976
3,2 %
■ 1.7..X.
11,1 %
16,7 %
4,2 %
5,4 %
34,8 %
5,7 %
8,6 %
6,6 %
Personuskattar
Eignarskattar
Tekjuskattar
Aöflutningsgjðld
Innflutningsgjöld
Sérstakt tlmabundiö
vðrugjald
14 %
Sölugjald
84 % <
Launaskattur
A.T.V.R.
Aðrir óbeinir skattar
Ýmsar tekjur
\
2 % <
1977
3,0 %
9,6 %
16,8 %
4,9 %
5,9 %
36,1 %
5,9 %
8,2 %
6,2 %