Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRIL 1978 — Hver var... Framhald af bls. 15 . maður að stofnun Kennarafélags Eyjafjarðar og fyrsti formaður þess. Óhætt er að segja, að Kennarafélagið hafi verið einn áhrifamesti vettvangur nýjunga í skólamálum Norðurlands og reyndar um allt land. Tímaritið Heimili og Skóli var stofnað í tengslum við Kennarafé- lagið og var Snorri einn af stofnendum þess. í inngangsorðum fyrsta blaðsins segir Snorri á þessá leið: „Það er mála sannast, að oft er þörf, en nú er nauðsyn á því, að glæða og dýpka skilning manna á vandamálum uppeldisins, að efla þjóðræktar- og þegnskap- arhugann og auka og treysta samstarf heimila og skóla til þess að ala upp drengskaparmenn og batnandi.„ 17) Blaðið var gefið út af Kennarafélagi Eyjafjarðar í 32 ár, eða þar til 1974 að Kennara- samband Norðurlands Eystra tók við útgáfunni. Heimili og Skóli hefur allt frá stofnun verið eitt af öndvegistímaritum þjóðarinnar og geymir mikinn fróðleik um upp- eldis- og skólasögu þjóðarinnar. Er enginn vafi á því, að áhrifa Snorra hefur þar mikið gætt. Skólablaðið Snorri gerði sér snemma grein fyrir því að kennarastéttinni var nauðsynlegt að eiga öflugt tímarit um uppeldis- og skólamál. Arið 1913 ritaði Snorri grein í Skólablaðið þar sem hann segir: „Það þykist ég vita, að öllum kennurum muni þykja vænt um Skólablaðið. Ég tel það víst vegna þess, hve þess konar blöð eru afar nauðsynleg kennarastétt inni.“18) Síðan segir Snorri hver vettvangur Skólablaðsins eigi að vera: „Skólablaðið á að ræða skólamál eða uppeldismál, gefa leiðbeiningar, fylgjast með fram- förum í uppeldismálum, vekja athygli kennara á góðum kennslu- bókum o.fl. o.fl., með öðrum orðum Skólablaðið á að vera örvandi og leiðbeinandi hollvinir kennarans. Svona á Skólablaðið að vera og sé það svo, er það enginn smáliður í uppeldisstarfinu." 18) Síðan kem- ur áhuginn og athafnaþráin upp í Snorra og hann heldur áfram: „En ég held að við útbreiðum Skólablaðið of lítið. Það er ekki nóg að hver einasti kennari haldi það, við þurfum líka að koma því inn á heimilin, sem við störfum fyrir." Og hvers vegna segir Snorri þetta? „Með því munum við fá aukinn skilning heimilanna á uppeldisstörfum og uppeldisstofn- • unum (skólum), en af því mundi leiða að heimilin og skólarnir ynnu meir og betur saman en nú á sér víða stað.“l8) Skólablaðið átti lengst af nókkuð erfitt uppdráttar og árið 1918 lætur Snorri í Ijós áhyggjur við Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóra, um framtíð blaðsins. Snorri skildi vel hlutverk góðs skólamálablaðs, enda veitti hann Skólablaðinu og síðar Menntamálum öflugan stuðning, svo ekki sé minnst á aðild hans að Heimili og Skóla, sem áður er getið. Hann hafði forystu um gerð fræðslu- laganna 1936 Árið 1934 var Snorri skipaður í nefnd til þess að endurskoða fræðslulögin frá 1926, og var Snorri formaður nefndarinnar. Auk hans störfuðu í nefndinni þeir Pálmi Jósefsson og Sigurður Thor- laeius. Störf þessarar nefndar voru með eindæmum um allt skipulag og vinnubrögð. Nefndin hóf störf í júní og skilaði tillögum í 30 greinum ásamt greinargerð í október sama ár. Frumvarpið var strax tekið fyrir á Alþingi og vorið eftr var frumvarpið kynnt skóla- nefndum og kennurum víðs vegar um land. Gert var ráð fyrir að skólanefndir létu í ljós skoðun á frumvarpinu með því, að svara ákveðnum spurningum. Svör bár- ust frá 148 skólanefndum. Auk þess bárust svör og umsagnir frá 30—40 einstaklingum, nefndum og félögum. Auk þess var frumvarpið rætt á fjölmörgum kennarafund- um og hjá hreppsnefndum. Efni frumvarpsins verður ekki - rætt hér, en benda má á, að nefndin lagði til, að það nýmæli yrði tekið upp að sérstaklega skyldi búið að afbrigðilegum börnum. Sú grein frumvarpsins náði þá reyndar ekki fram að ganga á Alþingi, en viðleitni nefndarinnar í þessa átt talar eigi að síður sínu máli. I frumvarpinu var kafli um námsstjórn. Skyldu 6 kennarar vera settir til þess starfs og til 5 ára í senn. En að lögum varð, að þeir skyldu aðeins vera 4. Liðu svo nokkur ár, að ekki var fé til þess veitt. En 1941 fékk þáverandi fræðslumálastjóri, Jakob Kristins- son, því framgengt, að nokkru fé var veitt til þessa máls. Voru þá fjórir kennarar valdir til þess að hefja starfið. Eftirlits- og leiðbeiningarstarfi hafði reyndar verið komið á fót með fræðslulögunum 1926. Einn kennari átti að sinna þessu starfi fyrir hverja sýslu, ferðast um og fylgjast með starfi skólanna. Þessir námsstjórar fengu kostnað greiddan, en engin önnur laun, enda voru þeir allir starfandi skólastjórar eða kennarar. Snorri var skipaður námsstjóri í V-ísafjarðarsýslu 1929, en þar sem hann hafði þá þegar hafið störf á Akureyri var hann aldrei námsstjóri þar. Árið eftir var hann svo skipaður námsstjóri fyrir Eyjafjörð og vann ötullega að því. Um það starf segir Snorri: „Þótt ég væri önnum kafinn á Akureyri hin fyrstu ár þótti mér bæði gaman og fróðlegt að fara um sýsluna þessara erinda, því að það hafði ég að nokkru gert tuttugu árum áður og var nú forvitinn að kynnast þeim framförum, sem ég hugði að orðið hefðu." 14) „Stálhraustur, aðeins 57 ára gamall og ýmsu volki vanur“ Eins og áður er getið voru síðan fjórir námsstjórar skipaðir árið 1941 og varð Snorri þá fyrir valinu fyrir Norðurland og kom það engum á óvart. Um það segir Snorri í Ferðinni frá Brekku. „Það kom sér vel, að ég var stálhraustur, aðeins 57 ára gamall og ýmsu volki vanur.“14) Starfinu lýsir Snorri með þessum orðum: „Þetta var erfitt starf, en þó ánægjulegt og átti vel við mig á ýmsan hátt og stælti umbótaviljann.“14) Snorri var síðan námsstjóri til sjötugs og mestan þann tíma var hann einnig skóla- stjóri Barnaskólans á Akureyri. í bréfi, sem Snorri skrifaði fræðslumálastjóra, Helga Elías- syni, í nóvember 1951 segir hann á þessa leið: „Kæri vinur. Örfá orð. Ég kom í nótt að austan. Fór i Ax. og K.hv., yfir Mýv.öræfi og Hóls- sand. — Hálfgerð glæfraför, því allt var að verða ófært, en allt slarkaði af.“ 19). í lok bréfsins segir: „Hef komið í alla skóla frá Bakkafirði að Siglufirði. Nú fylgist ég vel með og gef ekkert eftir. Menn sjá að í þessu er alvara og ekkert kák. Það er líka nauðsyn.“19) Þessi glefsa gefur smá inngrip í andann, sem á bakvið lá og sýnir glöggt að Snorri hafði hreina unun af starfinu þótt erfitt væri. Allstaðar virkur, en hvergi stærri en innan veggja skólans Ásgeir Ásgeirsson lýsir athafnaþrá Snorra vel á eftirfar- andi hátt: „Snorri var ólatur, svo ekki sé meira sagt. Hann var síldarmatsmaður, lengst af yfir- matsmaður fyrir Vesturland. Stundaði auk þess heyskap fyrir kú sína og kindur og réri til fiskjar þegar tóm gafst til. Kosinn var hann í hreppsnefnd og iengi oddviti hennar." Tók upp mó, plægði kúfisk, var söngstjóri og hrókur alls fagnaðar á samkom- um. Þar væri langt upp að telja öll aukaverkin, sem Snorri lagði gjörya hönd að.“ 9) Snorri Sigfússon var alloft kallaður til nefndarstarfa ýmiss konar í þágu skólamála, auk þeirra, sem áður er getið. Hann átti m.a. sæti í nefnd, sem skipuð var á Þingvöllum árið 1919, en Ásgeir Ásgeirsson var formaður hennar. Þá flutti Snorri alloft erindi í útvarp, sem flest birtust síðan á prenti. Alls staðar þar sem Snorri kom nálægt einhverju verki reyndist hann afkastamikill. Meðan hann stundaði nám í Noregi tók hann virkan þátt í félagslífi og flutti erindi um ísland og tók þátt í fundahöldum og umræðum um skóla- og menn- ingarmál. Hann tók virkan þátt í sönglífinu alls staðar þar sem hann starfaði, stofnaði lestrar- félög og ungmennafélög, bæði fyrir vestan og norðan og stofnaði unglingafarskóla í Svarfaðardal, sem hann stjórnaði á árunum 1910 og 1911. I bréfi, sem Snorri skrifaði fræðslumálastjóra, Ás- geiri Ásgeirssyni 1930 segir hann á þessa leið: „Vilhjálmur læknír vill endilega fá mig að skólanum á ísafirði, en allra helst sem útibússtjóra við Útvegsbankann. Hvernig lýst þér á?“ 20) Þessu hefur Snorri augsjáanlega haft gaman af og þótt hann hafi víst aldrei leitt hug að því að hverfa frá skólastarfinu var aug- ljóst, að hann var liðtækur og eftirsóttur á fleiri sviðum, en í skólastarfinu. Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, segir um Snorra: „Það mun mála sannast, að stærstur hafj Snorri verið innan skólaveggjanna." 21) Undir þessi orð munu flestir geta tekið, sem til þekkja. Andrés Kristjánssón kemst m.a. svo að orði um Snorra: „Þeir, sem þekkja Snorra Sigfússon persónu- lega, vita, að hann er engum manni líkur að fjöri sínu, áhuga og starfsþreki, enda er ævistarf hans eftir því... Þótt við höfum átt margt afbragðsmanna í skóla- starfi á liðnum áratugum, hika ég ekki við að segja — án alls samanburðar að öðru leyti — að Snorri Sigfússon er engum þeirra líkur.“ 22) Þannig eru ummæli allra helstu skólamanna þjóðar- innar um þennan einstaka mann. Heimildir> 1. Gunnar Stefánsson. „Á nfrœðisafmæli Snorra Sigfússonar*. fslendinxaþættir, 7. ágúst, 1974. 2. Þórarinn Kristján Eldjárn, „Fóstbrúð- ur minnst“, Tíminn, 5. september, 1954. 3. Snorri Sigfússon, „Yfirlitsskýrsla um námsstjórn á Norðurlandi 1941—1954“, 1954. 4. Snorri Sigfússon. Ferðin frá Brekku, Minningar II, 1969. 5. Snorri Sigfússon, „Bréf frá Flateyri", Skólablaðið, júif, 1915. 6. Snorri Sigfússon. „Mark og leiðir“, Ileimili og skóli, janúarapríl hefti, 1946. 7. Ilalldór Kristjánsson, „Þegar Snorri Sigfússon er nfræður“, Tfminn, 4. september, 1974. 8. Helgi Elíasson, „Snorri Sigfússon námsstjóri sjötugur*. Morgunblaðið, 31. ágúst, 1954. 9. Ásgeir Ásgeirsson. „Formáli“ í Ferðin frá Brekku, Minningar 11, 1969. 10. Snorri Sigfússon, Bréf til Jóns Þórar inssonar, fræðslumálastjóra, í septem- ber 1912. 11. Hannes J. Magnússon, „Snorri Sigfús- son námsstjóri sjötugur“, Heimili og skóli, maf-ágúst hefti, 19 4. 12. Snorri Sigfússon, „Skýrsla til fræðslu- málastjóra“, 1919. 13. Snorri Sigfússon, Ferðin frá Brekku, Minningar I, 1968. 14. Snorri Sigfússon, Ferðin frá Brekku, Minningar III, 1972. 15. Snorri Sigfússon, „Skýrsla til fræðslu- málastjóra“, 1952. 16. Snorri Sigfússon, „Hugleiðingar f jólafríinu 1908 -09“, 1909. 17. Snorri Sigfússon,_Frá útgefendum”. Heimili og skóli, janúarfebrúar hefti, 1942. 18. Snorri Sigfússon, „Hugleiðingar“, Skólablaðið, september, 1913. 19. Snorri Sigfússon, Bréf til Helga Elfassonar, fræðslumálastjóra, f nóvem- ber 1951. 20. Snorri Sigfússon, Bréf tii Ásgeirs Ásgeirssonar, fræðslumálastjóra, f september 1930. 21. Jakob Kristinsson, „Skólastörf Snorra Sigfússonar“, Menntamál, októ- ber-nóvember hefti, 1947. 22. Andrés Kristjánsson, „Nokkur aðfarar orð“ f Ferðin frá Brekku, Minningar 111, 1972. 1 !%<% AUGLÝSINGASÍMINN ER: SLÚÐRIÐ frum- sýnt í Lindarbæ í GÆRKVÖLDI frumsýndi Ncmendaleikhúsið í Lindarbæ, nánar tiltekið 4. bekkur H. Lciklistarskóla íslands, nýtt ís- lenzkt leikrit, SLÚÐRIÐ eftir Flosa Ólafsson. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir þennan leikhóp og þar af leiðandi miðað við þarfir hans og sérstöðú, sem er sú að hópurinn telur átta manns, þar af sjö konur. Er það ekki ósvipað kynjahlutfall og í hænsnahúsi, því valdi Flosi það sem bakgrunn að verkinu. Lagt er út af ævnintýrinu um fjöðrina sem varð að fimm hæn- um, eftir H.C. Andersen. Síðan er sú saga hermd upp á mannfélagið. Þetta leikrit er lokaverkefni bekkjarins, sem stundað hefur nám við Leiklistarskólann í fjögur ár, og fer útskrift fram að lokinni frumsýningu. Þau sem útskrifast eru: Elfa Gísladóttir, Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Þórðar- dóttir, Helga Thorberg, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Kolbrún Halldórsdótt- ir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hildur Þorleifsdóttir, Leiktjöld og búninga gerði Messína Tómasdótt- ir. Tónlistina samdi Leifur Þórarinsson. Tæknimaður sýningarinnar er Olafur Örn Thoroddsen. Sýningar á SLÚÐR- INU eru í Lindarbæ. Vortónleikar tónlist- arskólans í Keflavík FYRSTU vortónleikar tónlistar- skólans í Keflavík verða haldnir í sal skólans föstudaginn 28. apríl n.k. Aðrir tónleikar skólans verða haldnir föstudaginn 19. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 18. Nemendur úr öllum deildum skólans koma fram á þessum tónleikum. í skólanum í vetur voru um 50 nemendur í undirbúningsdeild og um 125 í hinum deildum skólans. Afmælistónleikar voru haldnir 11. marz s.l. í Keflavíkurkirkju í tilefni 20 ára afmælis skólans. Á þessum tónleikum komu eingöngu fram elstu nemendur skólans ásamt skólahljómsveitinni undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Fjórar lúðra- sveitir með styrktarhljóm- leika í dag FJÓRAR lúðrasveitir halda hljómlcika í dag kl. 2 í Háskólabíói til styrktar vist- mönnum á Kópavogshæli. Dagskrá verður fjölbreytt. Lúðrasveitirnar halda hljóm- leikana að eigin frumkvæði, en þær eru Lúðrasveitin Svanur, stjórnandi Snæbjörn Jónsson, Lúðrasveit. Reykjavíkur, stjórn- andi Brian Carlile, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, stjórnandi Hans Ploder Fransson, og Skólahljóm- sveit Kópavogs, stjórnandi Björn Guðjónsson. Kynnir á hljómleikunum verður Jón Múli Árnason. Skólinn efndi til starfskynning- ar í Barnaskóla Keflavíkur til að kynna nemendum þar starfsemi skólans. Börnunum voru sýnd öll hljóðfæri sem kennt er á í skólanum og leikið fyrir þau. 13 kennarar störfuðu við tónlist- arskólann í vetur þar af 6 fastráðnir. Skólaslit verða 21. maí og verða þar afhent prófskírteini og verðlaun til handa þeim sem hafa skarað fram úr. Fundur FÍB á Akureyri FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda heldur almennan fund um vega- má) og skattlagningu umferðar- innar að Hótel KEA Akureyri sunnudaginn 23. apríl n.k. kl. 14.30. Framsögumenn verða Áskell Einarsson framkvæmdastjóri og Þór Hagalín sveitarstjóri. Samgönguráðherra, fjármála- ráðherra, vegamálastjóra og þing- mönnum kjördæmisins er boðið að sækja fundinn. Leiðrétting Prentvillupúkinn var á ferð í leiðréttingu um bilanir í Gullfaxa á Kanaríeyjum í blaðinu á mið- vikudaginn. Nokkrir stafir féllu niður þannig að orðið brennsluoliu-hitaventill varð að brennsluolíventill. Varð því merk- ingin allt önnur. Leiðréttist þetta hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.