Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2H«rgttnbUbitt
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JRttrgunbtafcib
Nítján manna við-
skiptanefnd frá
Portúgal til íslands
NÍTJÁN manna viðskipta-
nefnd frá Portúgal er
væntanleg til íslands eftir
helgi og munu nefndarmenn
eiga viðræður við fulltrúa
íslenzkra stjórnvalda, út-
flutningssamtaka, innflytj-
enda, ferðaskrifstofa og
Flugleiða á miðvikudag og
fimmtudag.
Þórhallur Ásgeirsson ráöu-
Framhald á bls. 26
S.Í.F.:
SÖLUSAMBAND ísl. fiskfram-
leiðcnda hefur farið fram á
undanþágu frá rfkjandi út-
flutningsbanni á 1500 tonnum af
saltfiski, sem fara eiga til
Spánar, og á að vera kominn
þangað 17. maí n.k., samkvæmt
útgefnu innflutningsleyfi
spánskra yfirvalda. Ef undanþág-
an fæst ekki, getur svo farið að
erfitt verði að fá nýtt inn-
flutningsleyfi og að saltfiskurinn
skemmist.
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóri Sölusambands ísl. fiskfram-
leiðenda, sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að af þeim
6000 lestum af saltfiski, sem samið
hefði verið um sölu á til Spánar
fyrir nokkru, ættu 1500 tonn að
koma til afskipunar á næstunni,
og eins og flestum væri kunnugt
um væru saltfisksölur til Spánar
háðar innflutningsleyfum þar-
lendra stjórnvalda.
„Nú er leyfi komið fyrir fyrstu
1500 tonnin, og hefur tekið langan
tíma að fá það. Þetta leyfi rennur
út 17. maí og fiskinn þarf að taka
Framhald á bls. 26
Portúgalsviðskipti:
Mikið fjölmenni tók þátt í hátíðahöldum sumardagsins fyrsta í miðborg Reykjavíkur og naut um
leið góða veðursins. Að sögn lögreglunnar var mannfjöldinn mun meiri en búizt hafði verið við,
en allt gekk að óskum og slysalaust fyrir sig. Ljósm. ói.k.m.
S.LF. vill draga úr saltfisk-
framleiðslu vegna söluóvissu
Samið um sölu fyrir 5 milljarða kr. til Ítalíu, Grikklands og Spánar
SÖLUSAMBAND ísl. íisk-
framleiðenda sendi öllum
saltfiskframieiðendum sím-
skeyti s.l. miðvikudag, þar
Undanþágur veittar
ef stöðvun vofir yfir
sem vakin var athygii þeirra
á því, að enn hefðu ekki
tekizt sölusamningar við
Portúgal, og því ríkti algjör
óvissa um þann markað.
Hins vegar hefur SÍF samið
um sölu á samtals um 10.000
tonnum af saltfiski til
(iriggja landa, Grikkiands,
talíu og Spánar, og er
útflutningsverðmæti þess
fisks um 5000 milljónir
króna.
Þegar Morgunblaðið spurði
Friðrik Pálsson framkvæmda-
stjóra S.I.F. í gær hver ástæðan
væri fyrir þessu skeyti, sagði
hann:
„Á meðan þetta óvissuástand
ríkir og samningar hafa ekki
tekist, töldum við 'rétt að vekja
athygli framleiðenda á þessu. Það
hefur áður dregist fram eftir vori
að samningar hafi tekizt við
Portúgali, en vegna þess hve
Portúgalsviðskiptin hafa verið
mikið í fréttum að undanförnu,
hefur verið spurt mikið um
framvindu sölumála þar og þar
sem um þessar mundir er há-
punktur vertíðarinnar, þótti rétt
að láta framleiðendur vita hvernig
málin stæðu."
Þá sagði Friðrik, að nú væri búið
að tryggja sölu á megin hluta
Framhald á bls. 26
Sækir um undanþágu
til að skipa út saltfiski
Vidrædum VMSÍ og vinnuveitenda:
Deilunni vísad til sátta-
semjara eftír næsta fund?
ALLMIKIÐ hefur borizt af
undanþágubeiðnum til Verka-
mannasamhands íslands frá út-
flutningshanninu, sem nú virðist
vfða farið að kreppa að hjá
frystihúsunum úti um land. Sam-
þykktar hafa verið undanþágur á
Neskaupstað. Höfn í Hornafirði,
Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn
og hafa þær verið samþykktar til
þess að létta á, þar sem reksturs-
stöðvun hefur legið við. Hins
vegar hefur öllum beiðnum, scm
sannanlega hafa verið til þess að
bæta hag fyrirtækja, verið
synjað, liggi ekki við reksturs-
stöðvun.
Þessar upplýsingar fékk
Morgunblaðið frá Guðmundi J.
Guðmundssyni. Hann sagði t.d., að
á Norðfirði hefðu menn verið
farnir að setja í gangana á
frystiklefunum. Þá liggja yfir
undanþágubeiðnir frá Fáskrúðs-
firði og Eskifirði og taldi Guð-
mundur að vel yrði brugðizt við
þeim, enda ástandið á Fáskrúðs-
firði þannig, að þar eru tvö
frystihús — Sambandsfrystihús,
sem enn á nægilegt frystirými og
SH-frystihús, sem er að stöðvast.
Guðmundur kvað Verkamanna-
sambandið ekki mundu gera upp á
Framhald á bls. 26
VIÐRÆÐUFUNDUR vinnuveit-
enda og Verkamannasambands
íslands, sem haldinn var í gær,
stóð í hálía þriðju klukkustund.
Að fundinum loknum var ákveðið
að aðilar hittust á ný næstkom-
andi miðvikudag klukkan 15. Á
fundinum gerðu fulltrúar Verka-
mannasambandsins tillögu um að
deilunni yrði vísað til sátta-
semjara ríkisins, en fulltrúar
vinnuveitenda vildu íhuga málið
fram yfir helgina.
Samkvæmt upplýsingum
Guðmundar J. Guðmundssonar,
formanns Verkamannasambands-
ins, lögðu fulltrúar sambandsins
þá spurningu fyrir vinnuveit-
endur, hvort þeir væru tilbúnir að
hækka Iaun láglaunafólks, taxta
Verkamannasambandsins, þótt
þeir gætu ekki hækkað alla taxta
innan Alþýðusambands íslands.
Guðmundur kvaðst ekki hafa
fengið nein svör við því, en þessu
fylgdi að sjálfsögðu að félagar
innan Iðjufélaganna fengju einnig
kjarabót, sem samsvarar þessu.
Fulltrúar vinnuveitenda bentu á
að þessir láglaunahópar, Verka-
mannasambandið, Iðjufélögin og
lægstlaunuðu verzlunarmenn,
væru mjög mikill hluti Alþýðu-
sambandsins og spurðu fulltrúa
VMSI að því hve stór hann væri.
Ekki munu hafa fengist svör, en
talið er að þessir hópar séu um 70
til 80% allra launþega sem aðild
eiga að ASÍ. Þá kom fram að krafa
VMSÍ var ekki aðeins um dag-
vinnutaxta heldur á allar álögur
einnig.
Ólafur Jónsson, forstjóri VSÍ,
kvað vinnuveitendur hafa bent á
að aðkvörðunin um skertar vísi-
tölubætur væri pólitísk aðgerð
ríkisvalds og ef það vildi á
einhvern hátt gera eitthvað til að
koma til móts við kröfur launþega-
samtakanna án þess að það yki
útgjaldabyrði atvinnuveganna, þá
Framhald á bls. 26
Verkfall
á Sudur-
nesjum?
FUNDUR hefur verið boðaður
í Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur og nágrennis næst-
komandi mánudag. Fundar-
efni er viðhorfin í kjaramálun-
um og mun stjórn félagsins
jafnframt fara fram á heimild
til vinnustöðvunar.
Allherjarnefnd sameinaðs þings:
Umboð stjórnarskrárnefnd-
ar falli niður nú þegar
Nefnd skipuð til tillögugerdar um
kjördæmaskipan, kosningalög o.fl.
ALLSHERJARNEFND sam
einaðs þings hefur flutt tillögu
til þingsályktunar þar sem lagt
er til að umboð núverandi
stjórnarskrárnefndar falli nið-
ur nú þcgar, en skipuð verði ný
7 manna nefnd, eftir tilnefn-
ingu þingflokka, “til að endur
skoða stjórnarskrána, til að
gera tillögur um breytingar og
þá sérstaklega á kjördæma-
skipan og ennfremur á
ákvörðunum stjórnarskrár og
iögum um Alþingi og á kosn-
ingalögum.“ Stærstu þing-
flokkarnir tveir tilnefni tvo
fuiltrúa hvor í nefndina, en
aðrir þingflokkar einn. Nefnd-
in skili tillögum sfnum i tæka
tíð, svo unnt sé að leggja þær
fyrir næsta þing.
I greinargerð með tillögunni
er sagt að stjórnarskrár nefnd
hafi verið skipuð árið 1972 og
hafi menn lengi beðið eftir
tillögum hennar og hafi því
öllum tillögum og þingmálum,
sem snerta stjórnarskrá, Al-
þingi og kosningalög, verið
Framhald á bls. 26