Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 Náttúruverndarþing, sem ætl- að er aú móta á þriggja ára fresti stefnu náttúruverndarráðs, var haidið um helgina og var það þriðja þingið síðan ný lög voru sett 1971 um náttúruvernd. Fjöl- mörg mál voru rædd og afgreidd með ályktunum áður en þing- störfum lauk kl. 5 á sunnudag. Menntamálaráðherra skipaði ráð- inu nýjan formann, Eyþór Ein- arsson grasafræðing þar eð Ey- steinn Jónsson gaf ekki lengur kost á sér, og varaformann Jónas Jónsson. Á þinginu voru kjörnir í aðalstjórn Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur, Arnþór Garð- arsson dýrafræðingur, Vilhjálm- ur Lúðvíksson efnaverkfræðing- ur, Páll Líndal lögfræðingur, Sigurður Biöndal skógræktar stjóri og Bjarni Eymundsson tilraunastjóri á Möðruvöllum. Og í varastjórn Iljálmar Bárðarson siglingamálastjóri, Snæhjörn Jónasson vegamáiastjóri, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Jón Ólafsson haffræðingur, Agnar Ingólfsson líffræðingur og Elín Pálmadóttir blaðamaður. í þingbyrjun var lögð fram skrá um 49 friðlýsta staði á Islandi og náttúruminjaskrá með 150 nöfn- um. Einnig þrjár merkilegar skýrslur, sem náttúruverndarráð hafði látið vinna varðandi úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum lands- ins til undirbúnings að verndun vatna og jarðhitasvæða. Hafði Sigurður Þórarinsson unnið skýrslurnar um fossa á Islandi og um hveri og laugar, en Arnþór Garðarsson um vatnsvernd — undirstöðuverk, sem þingfulltrúar þökkuðu með sérstakri samþykkt og fólu náttúruverndarráði að vinna áfram að þessum málum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila til frekari undirbúnings að vernd- araðgerðum. Benti þingið sérstak- lega á nauðsyn þess að hraða líffræðilegri könnun laugasvæða. Verður sagt frá skýrslunum sér- staklega nú í blaðinu. Verndun Breiðafjarðar- eyja og Þingvalla Fjallað var um friðlýsingar og gerðar ályktanir um friðlýsingar á tveimur merkum svæðum, vernd- un Breiðafjarðareyja og verndun Þingvalla. Þar segir: Náttúruverndarþing 1978 lýsir yfir þeim vilja sínum að sett vérði sérstök lög um verndun Breiða- fjarðar og Breiðafjarðareyja, hlið- stæð þeim lögum sem sett voru um verndun Mývatnssveitar 1974. Æskilegt er að lögin taki tillit til þess sérstæða hlunnindabúskapar, sem tíðkast hefur á Breiðafirði og annarrar starfsemi á svæðinu, með það fyrir augum að viðhalda búsetu þar. I framsöguerindi sínu um end- urskoðun náttúruverndarlaga, hafði Páll Líndal m.a. fjaliað um þjóðgarði-nn á Þingvöllum og stöðu hans en hann fellur undir sérstaka Þingvallanefnd. Þingið ályktaði svohljóðandi um verndunarmál Þingvallasvæðisins: Náttúruverndarþing 1978 telur brýnt að sett verði hið fyrsta lög um vatnasvæði Þingvallavatns hliðstæð þeim sem sett hafa verið um verndun Mývatns- og Laxár- svæðisins. Jafnframt verði unnið að stækkun þjóðgarðsins á Þing- völlum frá því sem nú er og náttúruverndarkönnun gerð á Landnýting- arskipulag um land allt, reist á þekk- ingu á náttúru og auðlindum svæðinu með tilliti til verndarað- gerða og undirbúnings að landnýt- ingarskipulagi. Þingið telur óverj- andi að selja jarðir við Þingvalla- vatn úr opinberri eigu eða binda not þeirra umfram það sem nú er og lýsir eindreginni andstöðu við sölu eða leigu lands til einstakl- inga undir sumarbústaði við Þing- vallavatn nema samkvæmt' stað- festu skipulagi. Náttúruverndar- þing telur eðlilegt að Alþingi feli náttúruverndarráði stjórnun þjóð- garðsins, nema þinghelginnar, er Þingvallanefnd hafi áfram umráð yfir samkvæmt nánara samkomu- lagi. Þingið felur náttúruverndar- ráði að vinna að þessum málum í samráði við Þingvallanefnd, heimaaðila og aðra sem hlut eiga að máli. I friðunarnefnd þingsins var einnig fjallað um eldstöðvar á Reykjanesskaga og ályktaði þingið þar um: Vegna mikillar ásóknar í gjall og hraun á Reykjanesskaga sakir þéttbýlis, beinir náttúru- verndarþing því til náttúruvernd- arráðs, að það gangist fyrir skjótri könnun á eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaga til þess að sem allra fyrst megi koma á skipulegri verndun og nýtingu þeirra. Landnýtingarskipulag Á þinginu var fjallað um skipu- lagsmál varðandi nýtingu á landi og auðlindum, skipan umhverfis- mála og landgræðsluáætlun. Voru gerðar um þessi mál samþykktir. Um landgræðsluáætlun segir svo: Náttúruverndarþing 1978 tel- ur tímabært að nú þegar verði hafist handa um undirbúning að næstu 5 ára áætlun um land- FLATIYO ELDiY® OSURTSiY FRIÐLYST SVÆÐI I APRIL 1978 NATTURUVERNDARRAÐ ■ Þjóógaróar EU Mývatn og Laxá Hl Friólönd Fólkvangar E3 Náttúrovætti Friðlýstir staðir á landinu eru 49. Þetta kort sýnir friðlýst svæði í aprfl 1978. meiriháttar framkvæmdum, er geta haft í för með sér breytingu á umhverfi, nýtingu lands og auðlinda, að þeir sem að þeim standa, hafi áður gert grein fyrir líklegum áhrifum umhverfis og samfélags; 5. að þeir, er tiltekið skipulag snertir, fái upplýsingar um fyrir- hugaðar breytingar og aðstöðu til áhrifa á lokaniðurstöður; 6. að víðtækt og samfellt skipu- lag í þá átt, sem hér er vikið að, verði greint í þætti og áfanga og ákvarðanir teknar eftir því sem við getur átt fyrir landið sem heild, einstaka landshluta og sveitarfélög. Er æskilegt að gera hlut byggðanna og samtaka al- mennings á hverjum stað í undir- búningi og ákvörðun um skipu- lagsmálin sem stærstan. Þingið felur náttúruverndarráði að hvetja til endurbóta í skipu- lagsmálum og hafa frumkvæði þar að lútandi eftir því sem við getur átt í samvinnu við aðra. Verndun og nýting auðlinda Náttúruverndarþing 1978 minn- ir á nauðsyn þess að skynsamlega verði farið með auðlindir þjóðar- innar þannig að þær komi að sem bestum notum til lífsbjargar og farsældar fyrir landsmenn um ókomin ár. Sérstaklega þarf að gæta að endurnýjunarmætti hinna lífrænu auðlinda lands og sjávar, viðhafa ráðdeild í notkun þeirra sem takmarkaðar eru og velja þær nýtingaraðferðir sem koma samfé- laginu að sem bestum notum. Jafnframt þarf að huga að þörfum komandi kynslóða. Náttúruvernd- arþing telur því brýnt að teknir verði upp þeir starfshættir er miði að skipulegri nýtingu og verndun auðlindanna með hliðsjón af fjöl- þættum þörfum samfélagsins. Draga þarf saman á einn stað græðslu, gróðurvernd og nýtingu lands. Náttúruverndarþing telur að ekki megi verða hlé á sókn til þeirra markmiða, sem Alþingi setti Islendingum með land- græðsluáætluninni 1974. Um skipulagsmál og landnýt- ingu ályktaði þingið: Náttúru- verndarþing 1978 vekur athygli á nauðsyn þess að skipuleggja notk- un lands og nýtingu auðlinda með heilbrigt umhverfi og þarfir kom- andi kynslóða í huga. Ráðstöfun lands og náttúrugæða getur haft áhrif um langa framtíð. Slíkar gjörðir þarf því að byggja á staðgóðri og víötækri þekkingu, sem m.a. leiðir í ljós líkleg áhrif á náttúru, efnahagslíf og félags- legt og menningarlegt umhverfi. Mikið skortir á að þessara sjónar- miða sé gætt við skipulag og áætlanagerð hérlendis. Náttúru- verndarþing telur því brýnt: 1. að löggjöf um skipulagsmál verði tekin til endurskoðunar hið fyrsta, m.a. með það að markmiði að tengja saman skipulag vegna mannvirkjagerðar, hagræna áætl- anagerð, félagslega þætti, landnýt- ingu og ráðstöfun auðlinda; 2. að landnýtingarskipulag verði reist á góðri þekkingu á náttúru landsins, auðlindum þess og hag- rænum áætlunum og þar verði lagt til grundvallar ráðstöfun lands og landgæða; 3. að slíkt skipulag taki til landsins alls, þéttbýlis, byggða og óbyggða; 4. að það sé forsenda fyrir öllum Eysteinn Jónsson, fráfarandi formaður náttúruverndarráðs og Eyþór Einarsson, nýskipaður formaður, taka á móti forseta íslands, Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru, er þau koma til þings. Fránáttúru- vemdarþingi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.