Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 19
—- — MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 19 Hverfafundir borgarstjóra... Hverfafundir borgarstjóra Guðmundur Jasonarson spuröi hvenær gjaldskrám Strætisvagna Reykjavíkur og sundstaöa yröi breytt þannig aö þeir sem notuðu þessa þjónustu greiddu hana að fullu og ekki aðrir. Varðandi þessa fyrirspurn upplýsti borgarstjóri að sá háttur hefði veriö haföur á aö borgarsjóður greiddi 40% kostnaðar við rekstur sundstaö- anna, en aðgangseyrir væri um 60%. Við höfum ekki treyst okkur til að ganga öllu lengra í þessu efni — þetta er heilsugæzluatriði fyrir borg- arbúa aö geta stundaö sundlaugar og fólk á aögang að ýmsum öðrum íþróttamannvirkjum endurgjaldslaust og þess vegna höfum við ekki treyst okkur til að hækka þetta meira og þetta er sú regla sem reynt hefur verið að miða við í mörg ár. Varðandi strætisvagnana gegnir öðru máli. Þar hefur þátttaka borgarsjóös í rekst- urshalla SVR orðið æ meiri frá ári til árs. Þar hefur verðlagi veriö haldiö niðri af verðlagsyfirvöldum ríkissjóðs. Við vildum hafa þá meginreglu að strætisvagnarnir sjálfir stæðu undir sínum rekstrarkostnaöi, en borgar- sjóður greiddi hins vegar nýjar fjárfestingar t.d. nýja strætisvagna, nýjar verkstæðisbyggingar og annaö þess háttar. Þetta hefur okkur ekki tekizt vegna verðlagsyfirvalda. Hins vegar erum við að reyna að örva notkun fólks á strætisvögnum, létta þar með á umferðarkerfinu og með því á óbeinan hátt að draga úr bifreiðanotkun. Guðmundur Jasonarson spurði einnig hvort einhverjir starfsmenn borgarinnar eða ríkisins notuðu þessa þjónustu án gjalds og ef svo væri þá hverjir. Borgarstjóri sagði sér ekki vera kunnugt um það nema að það væri talinn liður til þjálfunar lögreglu- manna að þeir fengju aðgang að sundstööum og greiddi ríkissjóður til borgarinnar fyrir þá þjónustu. Hitaveitu- stokkur á brú? Ottó Michelsen spuröi hvort ekki mætti nota hluta væntanlegrar brúar yfir Kringlumýrarbraut fyrir nýja hitavatnsleiðslu og væri hægt að setja upp nánast við bæjarmörk Reykjavíkur og Kópavogs eins konar minnismerki og spurði einnig hvort gamli stokkurinn legðist niður meö tilkomu nýju leiðslunnar. Ekki er fyrirhugað að hitaveitu- leiðslan komi í brúnni sagði borgar- stjóri, heldur undir götuna, enda ekki vitað hvenær brúin verður gerð og sú framkvæmd væntanlega dýrari fyrir hitaveituna en vera þyrfti. Gamli stokkurinn fellur ekki niður, heldur er hin nýja leiöslan sem hrein viðbót við þá gömlu sem fyrir er. Ottó Michelsen spuröi einnig um byggingu húsa við Háagerði, hvort leyft heföi verið að nýbyggð hús þar heföu kjallara þar sem eldri hús hefðu þaö ekki. í svari borgarstjóra kom fram að dregist hefði aö hús þessi hefðu veriö byggð og kjallari heimilaöur, en það ætti ekki að vera í ósamræmi viö ytra útlit húsanna allra. Ottó Michelsen spuröi um fram- kvæmdir á lóö Borgarspítala, hvort þar yrðu sömu mistök og ringulreið og væri á Landspítalalóð, en sér virtist vísir aö þéirri ringulreiö þegar kominn í Ijós. Brotið hefur verið uppá nýjum stíl við byggingar á lóð Borgarspítalans, sagði borgarstjóri og er skoðað er líkan af öllu svæöinu eins og það verður fullbúiö þá er ekki verið að skemma heildarsvipinn með því að taka upp annan stíl, enda verður hann hinn sami í öllum framkvæmd- um, en ekki eins og á Landspítalalóö- inni þar sem öllu ægir saman. Ottó Mishelsen spuröi aö lokum um trimmherferð þá er var komið á fyrir nokkrum árum og stóð í ár, hvort ekki hefði eitthvað meira verið fyrirhugað í þeim efnum. Borgarstjóri upplýsti að þessi trimmherferð hefði veriö skipulögö aö tilhlutan íþróttahreyfingarinnar og hefði verið framtak íþróttafélaganna sjálfra og heföi borgin ekki átt þar hlut að. Lýöur Jónsson spuröi um fram- kvæmdir við leikvöll við Garðsenda sem heföi aö sínu áliti veriö vanrækt- ur í um 20 ára skeið. Svar borgarstjóra var á þá leið aö framkvæmdum viö umræddan leik- völl myndi Ijúka í sumar og frágangi útivistarsvæðis þar við og sagöi hann að kannað yrði með framkvændir viö gangstéttir aö strætisvagnabiðstöð þar rétt hjá. Hjördís Guðmundsdóttir spuröi hver ætti að sjá til þess að malbikaö væri á svæði framan við Grensás- kjör. Á lóöum eiga húseigendur sjálfir að sjá um allan frágang og þar með malbikun, sagði borgarstjóri og því hlyti það í þessu tilfélli einnig aö koma í hlut eigenda. Gissur Sigurðsson spuröi hvernig væri með gömlu sandgryfjurnar við Blesugrófina, hvort ekki væri hægt að leyfa að losaður væri þar uppgröftur úr húsgrunnum, nú þyrfti að fá slíkum uppgrefti ekið alla leið upp í Gufunes og kostaði það húsbyggjendur allt að 200—300 þúsundir króna. Borgarstjóri sagði svæði þetta vera eiga hluta af útivistarsvæöis í Elliðaárdalnum og væri það ekki frágengið endanlega enn. Því hefði verið talið óvarlegt að leyfa losun þar, ekki sízt vegna þess að erfitt væri að treysta því að ekki væri þar losað sorp og annar úrgangur, en ekki eingöngu mold og uppfyllingar- efni. Utivíst í Nauthólsvík Sigurður Antonsson spuröi um útivistarsvæði í Nauthólsvík og hvort ekki mætti skipuleggja þar svæði er nýtzt gæti fyrir ferðamannaiðnað og sjóböð og fleira í þeim dúr. Borgarstjóri sagði að ekki hefði verið lagt neitt í þetta svæði, m.a. vegna mengunar sem stafaði af holræsum bæði Reykjavíkur og Kópavogs, en til stæði að framlengja þau og væri ekki vitað hvernig þessu svæði yrði ráðstafað í smærri atriðum. Aslaug Guðjónsdóttir spuröi hvort ekki væri hægt að fá gerðan sparkvöll á svæðinu vestan við hús aldraöra við Furugerði. Kjartan Jónsson spuröi hvort umræddri lóð hefði verið ráöstafað eöa úthlutaö. Þessari lóð hefur verið úthlutaö, sagði borgarstjóri en gert er e.t.v. ráð fyrir að það breytist eitthvaö, en ráðgert var að á henni allri væru verzlanir, en ekki er víst að af því veröi. Mun ég láta kanna hvort hægt verður að verða við óskum um eitthvert útivistarsvæöi. Grundar- geröisgaröurinn Margrét Ólafsdóttir spuröi um skrúögarö þann er liggur milli Grundargeröis, Akurgerðis og Soga- vegar hvenær yrði orðið við óskum íbúa við þessar götur um að taka eitthvaö af skrúðgarðinum undir leiksvæði fyrir börn, þar sem þaö vantaöi tilfinnanlega í þetta hverfi. Grundargeröisgaröurinn er reynd- ar fullbúinn af hálfu borgaryfirvalda og hefur orðið til nokkurrar prýði í umhverfinu. Ég skal kanna það við garöyrkjustjóra sem skipulagöi þenn- an garö hvort hann teldi að ekki væri möguleiki á því til að garðurinn nýttist betur, að þar yrði komiö fyrir einhvers konar leiktækjum og er það í samræmi viö þá stefnu okkar að við viljum gjarnan koma upp aðstööu í þessum skrúðgörðum til að draga að fólk en þeir séu ekki einungis upp á punt eins og margir þeirra hafa reynst vera. Margrét Ólafsdóttir spuröi einnig hvers vegna ekki væri merkt varúð- arlína á gangbraut viö Breiöageröis- skóla. Ég skal koma því áleiöis til umferðardeildar, sagði borgarstjóri, varðandi varúðarlínur á Breiðagerð- ið, en þess ber að geta að umferðar- deild gerði mjög nákvæma úttekt á umferð að og frá nágrenni allra helztu skóla borgarinnar og hefur gert sínar tillögur til úrbóta í þeim efnum. Bann við vinstri beygjum? Guðmundur Ámundason spuröi hvort ekki væri tímabært að afnema bann við vinstri beygju frá Grensás- vegi inná Sogaveg þar sem umferðin beindist nú frekar að gatnamótunum næstu fyrir sunnan, þ.e. við Heiðar- gerði og ylli þar auknu ónæði í næstu húsum, og hefðu nokkur umferðar- óhöpp orðið beinlínis vegna þessa. Borgarstjóri sagði að þetta bann hefði verið sett vegna mjög eindreg- inna óska íbúa við Sogaveg er vildu fá takmarkaða umferð um Sogaveg- inn, m.a. bægja frá umferð á leið í Breiðholtshverfi. Ég held að þessi aðgerð hafi e.t.v. ekki haft þau áhrif sem henni var ætlað sagöi borgar- stjóri, en veit því satt að segja ekki hvort ég á aö treysta mér til að aflétta banni á vinstri beygjur, sem við viljum að sjálfsögöu hafa sem fæstar. Friðrik Þorsteinsson spuröi um svæðið sunnan við hinn nýja miðbæ hvort þar væri gert ráð fyrir íbúðum. Borgarstjóri sagði að þetta svæði hefði ekki verið skipulagt nema 1. áfangi og 2. áfangi í grófum dráttum en þar væri gert ráð fyrir að úthlutað yrði íbúðum í fjölbýlishúsum til byggingaraöila. Um frekara skipulag sagði borgarstjóri að það yrði vart um lóðaúthlutanir að ræða fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 ár og þar yrði væntanlega um að ræða blandaða byggð. Kristín Guðmundsdótíir spuröi hvort ekki væri hægt að koma því þannig fyrir að SVR leiðir nr. 8 og 9 gengju sömu leið á kvöldin og um helgar og þær gera á daginn, þ.e. á Miklubraut og Háaleitisbraut í staö Kringlumýrarbrautar og sagöi hún það furðulegt að þjónustan skyldi versna með hverri fargjaldahækkun. Borgarstjóri svaraði því til aö ekki væri hann sammála því að þjónustan færi versnandi, en veriö gæti að breyting til hagsbóta fyrir suma kæmi illa niður á öðrum og kvaðst hann koma ábendingunni til forstjóra og stjórnar SVR. Kristín Guðmundsdóttir spuröi einnig hvað hefði orðiö um þá grænu byltingu hvað varðaði umhverfi Austurvers og kvað viöhald leikvallar þar í grennd vera til skammar. Kvartanir hafa lengi borizt frá íbúum þessa svæðis, sagði borgar- stjóri, ekki sízt vegna mikilla moldar- hauga er þar stóðu til skamms tíma, en nú hefur framkvæmdum að mestu verið lokið og lóðareigendum er skylt að ganga frá sínum lóðum, borgin hefði staðið við þaö sem henni bæri, nemá hvað í sumar yrði breytt nokkuð aðkomunni að Austurveri, og hefði borgin að þessu leyti farið á undan með góðu fordæmi, t.d. komið upp myndverki skammt frá horni Hvassaleitis og Háaleitisbrautar, norðan við Austurver. Sigurður E. Haraldsson kvaö slæma umgengni sífellt spilla gróðri í borgarlandinu og spuröi hvort ekki væri hægt að virkja löggæzluna á einhvern hátt til aðstoðar. Birgir ísleifur GunnarsSon kvaðst ekki hafa trú á að lögreglan fengi verulega úr þessum málum bætt, miklu fremur þyrfti aö koma til álit almennings og skólar, foreldrar og heimili þyrftu aö sameinast um átak í að kenna börnum hreinlega um- gengni. Kosningabaráttan um borgarmál Sigurður E. Haraldsson spuröi einnig hvort borgarstjóri héldi að þaö myndi veikja baráttustööu borgar- stjórnarmeirihlutans ef . stjórnmála- umræðum alnaennt væri blandað saman við borgarstjórnarmálefni. í svari borgarstjóra kom m.a. fram að það væri álit meirihlutar borgar- stjórnar að umræður snerust einkum um borgarmál er kosningabaráttan væri annars vegar, en sagöist viðurkenna er litið væri aftur í tímann að niðurstööur gætu stundum ráðist af ástandinu í landsmálum, t.d. er sjálfstæöismenn væru í stjórnar- meirihluta eða stjórnarforystu þá veikti það stööu borgarstjórnarinnar. En hitt hefði einnig sýnt sig að eftir t.d. vinstri stjórn árið 1974 hefði meirihluti sjálfstæöismanna í borgar- stjórn bætt við sig einu sæti. Þriöji áffangi Fossvogsskóla Helga Gröndal Björnsson sagöi aö nýlega hefði foreldra- og kennarafé- Félagsmál og fræðslu- mál stærstu útgjalda- liðirnir Rúmlega 200 manns sóttu hverfafund borgarstjóra sem haldinn var á miðvikudagskvöld og var hinn fjórði í röðinni. Fjölbrauta- skólinn stærsta verkefnið á þessu kjörtímabili lag Fossvogsskóla samþykkt að beina þeirri áskorun til borgarstjórn- ar aö hraða framkvæmdum við þriðja áfanga skólans og kvaðst vilja spyrja um hvað liði framkvæmdum í því máli. Borgarstjóri sagöi aö þriöji áfangi skólans hefði ekki enn komist á dagskrá en gert væri ráð fyrir að setja niður við hann 1—2 færanlegar kennslustofur í vetur. Helga Gröndal Björnsson gat einnig um það álit félagsins að hverfa ætti frá hugmyndum um lagningu hraðbrautar um Fossvogsdal og fremur ætti að byggja sundlaug og útivistarsvæði fyrir hverfisbúa. Atriðinu um Fossvogsbraut var svarað hér að framan og sagði borgarstjóri um sundlaugina að því miður yrðu íbúar Fossvogs að bíða alllengi eftir henni, en í gangi væri sundlaugarbygging í Breiöholti III sem tekin yrði í gagnið í árslok eða snemma á næsta ári. Helgi Þ. Guðmundsson spuröi um óræktaö svæði suðaustan lóðar við Safamýri 52—56, þar þyrfti m.a. að setja göngustíg þar sem sífellt væri gengið gegnum trjábelti og væri kominn göngustígur nú þegar sem þyrfti að gera varanlegan. Borgarstjóri sagði að hann myndi taka mál þetta upp við garðyrkju- stjóra. Árni Jóhannsson spurði hvenær mætti vænta frágangs svæðis við Ármúlaskóla. Birgir ísleifur sagði að frekari framkvæmdir væru fyrirhugaðar við skólann og því yrði ekki um endan- legan frágang að ræða þar strax. Hákonargarður Hermann Ragnar Stefánsson spurði hvað liöi framkvæmdum við svonefndan Hákonargarð austan Bústaðakirkju; þar væri hið ákjósan- legasta útivistarsvæði sem ekkert væri hirt eða skipulagt. Borgarstjóri kvaöst sammála því aö garðurinn væri ekki nægilega vel hirtur en garðyrkjustjóri hefði tjáð sér að eitthvað hefði verið gert í þessum efnum en leggja mætti meiri rækt og vinnu við hann. Eyþór Heiðberg spuröi hvenær ætti að ganga frá svæöinu milli Tunguvegar og Réttarholtsvegar og við enda raðhúsanna við þær götur. Borgarstjóri sagði að á þessum slóðum hefði þegar verið unnið allmikið að frágangi á liðnum sumr- um og væri hér um aö ræða land borgarinnar myndi hún að sjálfsögðu annast það, en þar sem lóðareigend- ur sjálfir ættu hlut aö máli bæri þeim að sjá um frágang. Snorri B. Ingason spurði hvenær ætti að ganga frá kanti við Sogaveg sem sneri að Byggðarenda svo hægt yrði að ganga þar frá lóðum. Borgarstjóri kvaðst koma þessu áleiðis til patnamálastjóra. Baldur Olafsson spuröi hvort ekki mætti nýta betur svæðið vestan við svæöi Fram við Álftamýrarskóla þar sem nú væri kargaþýfi og væri brýnt fyrir börn í hverfinu að fá meira rými til leikja en nú væri, þar sem ekki væri um annað en garða við hús, og ekki nyti við Framvallarins þar sem færi fram þjálfun takmarkaðs fjölda unglinga. Borgarstjóri upplýsti að hér væri um vallarsvæði Fram að ræða og það væri á valdi félagsins hvernig og hvenær frágangi svæðisins lyki og Framarar ættu allt frumkvæði að því sjálfir. Aö lokum þakkaði borgarstjóri fundarmönnum fyrir þátttökuna og kvaðst vonast eftir áframhaldandi samstarfi, því aö slíkt væri nauðsyn- legt og fundir sem þessir væru gagnlegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.