Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAI 1978 30 Dr. Magni Guðmundsson: Er grundvöllur f yrir g j aldey r isbr ey tingu ? Síðast liðið haust sendi ég1 „Velvakanda" stuttan pistil undir fyrirsögninni „Þung króna“, sem á jafnvel enn meira erindi til lesenda Morgunblaðsins nú en þá. Tilefnið var, að vinur minn Jónas Pétursson, fv. alþingismaður, hafði í útvarpsþætti alllöngu áður lagt tii, að gefnir væru út nýir seðlar tveim núllum færri. Síðar flutti Olafur G. Einarsson þings- ályktunartillögu þessa efnis. Nú er málið komið í hendur Seðlabank- ans og hefir hlotið hefðbundna meðferð af hendi þeirrar stofnun- ar. Hinn stutti pistill, sem ég nefndi, segir í rauninni flest það, sem mestu varðar við gjaldmiðils- breytingu. Þess vegna ætla ég að leyfa mér að taka hann upp hér, en drepa síðan á fáein atriði til viðbótar: „Sú hugmynd hefir skotið upp kollinum öðru hverju, að við ættum að gefa út „þunga krónu", sem jafngilti t.d. 100 krónum. Þetta hafa ýmsar þjóðir gert við sinn gjaldmiðil, svo sem Finnar og Frakkar. Málið var m.a. á döfinni sl. vetur. Við það tækifæri var sú skoðun sett fram, að ráðstöfun í þessa átt hafi raunverulega verið framkvæmd með því að sleppa aurunum. Það er auðvitað hugs- anaskekkja, að krónan verði þyngri, þótt hætt sé að deila henni í einingar (aura). Hins vegar eykst kaupmáttur hennar margfait, ef ein króna er látin gilda fyrir margar. Hann eykst hundraðfalt, ef ein króna er látin standa fyrir 100 krónur. Hvað vinnst við það að þyngja krónuna? Einhver hagræðing fylg- ir því, en ávinningurinn er helzt talinn sálrænn — sá að skapa meiri trú á gjaldmiðilinn. Til þess að það megi takast, þarf um leið að tryggja verðgildi hans með öllum tiltækum ráðum. Tímabil verðbólgu og gengissigs hentar ekki vel til þeirra hluta. Við slíkar aðstæður verður þung króna aftur létt að fáum árum liðnum. Aðgerð- in er þá ekki aðeins gagnslaus, heldur getur hún grafið undan því trausti, sem landsmenn kunna enn að bera til gjaldmiðilsins." Nú vaknar spurningin: Hyggst ríkisstjórnin gera stórátak til að stöðva verðbólguna og koma á jafnvægisbúskap? Ég hefi ekki annað fyrir mér en „Hagtölur mánaðarins", en jan-hefti þetta ár fjallar um lánsfjáráætlun 1978, sem er samræmd efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þar segir á bls. 3, að áætlunin sé við það miðuð, að „verðbólguhraði og viðskiptahalli verði ekki meiri 1978 en 1977.“ Skv. þessu virðist gert ráð fyrir a.m.k. 30% verðbólgu í ár. Er þá vandséð, hvaða tilgangi gjaldmiðilsbreyting getur þjónað. Það er að sjálfsögðu einber barnaskapur, að ný mynt- eining geti ein sér orðið stjórn- völdum „brýning til að takast á við verðbólguvandann" eða „skapað samstöðu um leiðir í efnahagsmál- um“ — eins og fram kemur í greinargerð Seðlabankans fyrir blaðamenn. Gjaldmiðilsbreyting í Frakk- landi (1960) og Finnlandi (1963) komu í kjölfar viðamikilla efna- hagsaðgerða. í báðum löndum reyndust nýju seðlarnir rugla verðskyn almennings. Menn héldu áfram að reikna í fyrri einingum, einkum stærri verðmæti. Var horfið að því ráði að hafa um langa hríð báða gjaldmiðlana í umferð samtímis. Þannig varð gamli frankinn sentíma (eyrir) í „þunga“ frankanum, og sama gilti um finnska markið. Kæmi vissu- lega til álita að hafa þennan hátt á hér — og spara myntsláttuna. Frá hvorugu landinu hafa borizt fregnir um hagstæð sálræn áhrif af gjaldmiðilsbreytingunni. Miklu máli þykir skipta að hafa leynd um gjaldmiðilsbreytingu. Ein af ástæðunum er sú, að slík ráðstöfun getur leitt til gróða- bralls. Það er stutt bil milli seðlaskipta og eignakönnunar, og ræður framkvæmdin öllu um það. Skýtur skökku við, að hér skuli gert slíkt veður út af þessum áformum. Blaðamannafundur er boðaður, sjónvarpsvélar settar í gang og bókstaflega allir frétta- miðlar virkjaðir. Með þessu kann væntanlegum árangri þegar að hafa verið spillt. Vmsir sjá þó a.m.k. einn ávinn- ing við gjaldmiðilsbreytingu, sem hefir í för með sér fækkun á núllum. Hann er sá að gera reiknivélar landsins nothæfar enn um tíma. — Skeifudagurinn „Spörun” Þessí mynd er af Þóri Steingrímssyni og Sigurveigu Jónsdóttur í hlutverkum Ilelenu, móðurinnar léttúðarfuilu, og kærasta hennar, Peters, í leikritinu Ilunangsilmi, sem Leikfélsg Akureyrar hefur sýnt undanfarið við góðar viðtökur og aðsókn. Nú verður að flýta sýningum á verkinu, þar sem Leikfélag Akureyrar hugsar sér til hreyfings um landsbyggðina með fjölskyldusýninguna Galdraland. Næsta sýning á Ilunangsilmi verður annað kvöld, sunnudagskvöld en síðasta sýning Galdralands á Akureyri verður í kvöld, laugardags- kvöld. í Morgunblaðinu 29. apríl notar Guðmundur Magnússon, prófessor orðið „spörun" sem tækniorð fyrir „þann hluta tekna sem ekki er varið til eyðslu á líðandi stund“. Orðið á að útiloka allt gæðamat. Þá kröfu verður að gjöra til tækniorða að í minni manna hafi þau ekki aðra merkingu en tæknin ætlar þeim. Lítum nú á spörun: Blöndalsorðabók leggur það að jöfnu sparsemi. Hvorki er heim- ilda getið né orðið staðsett. Vel mætti því vera að orðið hefði slæðst með, svo sakleysislegt er það að yfirbragði, en fráleitt hefur það verið aigengt enda ekki getið í orðabók Árna Böðvarssonar. En orð leyna oft á sér og hafa blæbrigði sem ekki verður ráðið í að óreyndu. Svo er með orðið spörun. Sigfús Johnsen, bæjarfó- geti í Vestmannaeyjum, nam þá merkingu af vörum móður sinnar, Önnu Sigríðar Árnadóttur bónda á Hofi í Öræfum Þórarinssonar — Frá Náttúru- verndarþingi Framhald af bls. 11. ástandi þeirra stofna, er hér eru veiddir. I ljósi niðurstöðu þeirrar könnunar geri ráðið opinberlega grein fyrir stöðu málsins og leggi fram tillögur um frekari gagna- söfnun og eftirlit með veiðum eftir því sem nauðsynlegt kynni að vera talið. Þá voru áréttaðar ályktanir frá síðasta náttúruverndarþingi um áhrif fiskvinnslu á lífríki fjarða og mengunarvarnir fiskmjölsverk- smiðja, um endurskoðun reglna um búnað olíugeyma við íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og um vörueft- fæddri 1855 en dáinni 1930, en til Vestmannaeyja bárust þau Anna Sigríður og Árni á leið í veg fyrir hið mikla Ameríkufar Kamúens, sem aldrei kom, svo að bæði feðginin gerðu stans í Vestmanna- eyjum til æviloka. Merking spörunar verður best lýst með orðtæki sem Sigfús johnsen lærði af móður sinni: Hún spillir spörunin. Spörun er óæski- leg athöfn, andstætt sparsemi. Spörun getur þvi ekki gegnt því hlutverki sem prófessorinn ætlar henni, hvort sem merking Blönd- als (sem ég raunar tel hæpna) eða merking Önnu Sigríðar Árnadótt- ur, móður Sigfúsar Johnsens, er lögð til grundvallar. Þetta litla dæmi sýnir að fræðimenn verða að vanda vel til vals tækniorða og ganga gaum- gæfilega úr skugga um inntak þeirra orða sem þeir velja sér að tækjum. Jón Á. Gissurarson. irlit vegna skaðlegra umhverfisá- hrifa. Nokkrar deilur höfðu orðið í nefnd um afstöðu til Blönduvirkj- unar og skiptust menn í tvo hópa, sem hvor um sig bar fram tillögu, er þingfulltrúar stóðu frammi fyrir í þinglok. Náttúruverndarráð hafði áður fjallað um og lagt mat á frumáætlun um virkjun Blöndu og lagðist ekki gegn virkjun. Urðu málalok þau að tillögunum var vísað frá með dagskrártillögu frá fundarstjóra. Náttúruverndarþing hafði stað- ið sleitulaust í tvo daga frá kl. 9 að morgni og lauk því með þvi að fundarmenn héldu til ráðherrabú- staðarins og hresstu sig á kaffi kl. rúmlega fimm á sunnudag. — Heilsu- hagfræði Framhald af bls. 33. heilbrigðismálum. Þessi verkefní hafa verið látin í hendur lækna og heilbrigðisstétta. Með hjálp þrýstihópanna heíur síðan hinn frekasti fengið að ráða en heilsu- arðsemin gleymst. Tilgangur þessarar fræðsluráð- stefnu, sem hér er haldin er meðal annars sá að vekja athygli á þessu vandamáli og kynna nokkrar af aðferðum heilsuhagfræðinnar. Framhald af bls. 16 leyfir fyrir slúttið, Skeifukeppn- ina. Nokkrir ætluðu að gera hrossin hugguleg og fóru í baðferð. Eftir þá ferð var auglýst eftir kútum, því menn fóru víst meira í kaf en hrossin. En eitt verður að minnast á. Þá viku, sem Reynir er búinn að vera hér, er hann búinn að gera kraftaverk í því að lága ásetu og allt í sambandi við það að ríða hesti, svo hann komi vel fyrir. Með sinni ákveðni og röggsemi, tókst honum að gera þetta að horfandi sé á og á hann þökk og heiður skilið. En nú í dag er stundin runnin upp, heppnin, spennan, gleðin og vonbrigöin allt á sama augnablik- inu. En menn mega ekki taka þetta of nærri sér, þetta er leikur og mun alltaf verða það. Mest er um vert, að menn séu ánægðir með hrossin sín og hafi ánægju og yndi af. Með von um, að allir geri þetta að ánægjulegum degi. Sigurbjörn Björnsson En bara munum það, að samver- an við hrossin og allt manniífið í kringum það gefur hestamennsk- unni gildi, en ekki metingurinn um hver eigi besta hrossið eða hver sé besti knapinn. S.B.“ Veður var einstaklega gott og margir áhorfendur. Skólastjórinn, Magnús B. Jónsson, ávarpaði nemendur og óskaði þeim alls góðs með hesta sína og til hamingju með þennan hátíðisdag o.fl. Að lokum minnti hann viðstadda á, að öllum væri boðið í kaffi, s'em var hin veglegasta veizla í hinum fallega bændaskóla Hvanneyrar. Með mettan maga og þakklæti í hjarta héldu gestir heim á leið með minningu um góðan dag. F.Þ. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins • Látiö okkur vita um stuöningsfólk Sjálfstæöisflokksins, sem veröur ekki heima á kjördag. • Viö veitum upplýsingar um kjörskrá • Viö veitum aöstoð við kjörskrárkærur. • Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er í Valhöll, 3. hæö, Háaleitisbraut 1. Símar: 84037 — 84302 — 84751. • Upplýsingar um kjörskrá og aðstoö viö kjörskrárkærur eru veittar í símum: 82900 — 84037. • Sjálfstæöisfólk, vinsamlegast látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins er ekki veröa heima á kjördegi. • Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum. Sveitarstjórnarkosningar 1978 Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði Opið kl. 8.45 til kl. 20.00 á virkum dögum, á laugardögum kl. 10.00 til kl. 20.00, á sunnudögum og öðrum frídögum þ.á.m. 1. maí, uppstignlngardag, hvítasunnudag og 2. hvítasunnu kl. 13.00 til kl. 19.00. Utankjörfundaratkvæöagreiösla fyrir Hafnarfjörð fer fram á skrifstofu embættisíns Strandgötu 31, Hafnarfiröí. Skrifstofa Sjálfstæöisflokksins, Strandgötu 29 er opin kl. 10—5 alla virka daga, síml 54592. Sjálfstæöisfólk vinsamlegast látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur flokksins sem ekki veröa heima á kjördegi. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi heldur fund mánudaginn 8. maí 1978, aö Hamraborg 1, 3. hæö kl. 20.30. 1. Kosning fulltrúa á aöalfund kvenfélags- sambands Kópavogs 18. maí n.k. 2. Kosið í nefndir KSK. 3. Axel Jónsson, alþingismaöur flytur ræöu. 4. Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri, ræöir bæjarmál. 5. Góöar veitingar. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.