Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 21 Rúmir 3 milljarðar til fjárfestingarlánasjóða SKULDABRÉFAKAUP lífeyrissjóðanna af fjárfestingarlánasjóðum námu á síðasta ári alls 3.091 milljónum króna og var um 50,2% aukningu að ræða frá árinu 1976, segir í nýútkomnu fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða. Skuldabréfakaupin námu alls 2.058 milljónum króna árið 1976. 1976 % 1977 % Byggirigarsjóður ríkisins 970 47,1% 983 31,8% Stofnlánadeild landbúnaðarins 152 7,4% 305 9,9% Veðdeild Búnaðarb. 60 2,9% 100 3,2% Verzlunarlánasj. 100 4,9% 160 5,2% Stofnlánadeild samvinnuf. 8 0,4% 171 5,5% Veðdeild Iðnaðarb. 25 1,2% 78 2,5% Framkvæmdasjóður 743 36,1% 1.294 41,9% 2.058 100,0% 3.091 100,0% yængir ráðgera Ólafsfjarðarflug FLUGFÉLAGIÐ Vængir ráðgerir að hefja fastar flugferðir til Ólafsfjarðar frá Reykjavík, þcgar flugvöllurinn á Ólafsfirði cr tilbúinn, en í frétt félagsins segir að flugbrautin sé til en Grímnir sýn- ir í Kópavogi Stykkishólmi, 5. maí. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi sýnir leikritiö Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson í Kópavogsbíói í dag, laugardaginn 6. maí, og hefst sýningin klukkan 20:30. Næsta sýning verður á Selfossi á sunnudag. Leikstjóri er Signý Pálsdóttir. Fréttaritari. Firmakeppni Fáks í dag HIN árlega firmakeppni Hesta- mannafélagsins Fáks verður hald- in í dag og hefst hún klukkan 3 á félagssvæði Fáks að Víðivöllum. Um 150 fyrirtæki eru skráð til keppninnar og er aðgangur að henni ókeypis segir í frétt frá Hestamannafélaginu Fáki. ólokið sé ýmsum öðrum þáttum. Þá hafa Vængir fjölgað ferðum til Siglufjarðar og eru þær nú daglega. Vængir fljúga nú fastar ferðr til 14 staða. Til Mývatns verður flogið daglega frá og með 1. júní, en tvær ferðir kvölds og morgna verða þangað um helgar í sumar. Ferðum til Blönduóss hefur fjölgað um eina á viku hverri og verða nú alls fimm ferðir þangað í sumar. Flugvélakostur Vængja h.f. í sumar, verða tvær TWIN OTTER skrúfuþotur og tvær ISLANDER, tveggja hreyfla vélar, en auk þess ræður félagið yfir smærri vélum í leiguflug. Vængir h.f. fljúga reglubundið flug til Bíldudals, Blönduóss, Búðardals, Flateyrar, Gjögurs, Grundarfjarðar, Hólmavíkur, Múvatns, Reykhóla, Siglufjarðar, Stykkishólms, Suðureyrar, Ólafs- víkur og Hellissands Búið í haginn fyrir kríuna í T j arnarhólmanum UNDANFARNA tvo daga hafa starfsmenn borgarinnar verið að búa í haginn fyrir kríuna í Tjarnarhólmanum, en fyrstu kríurnar sáust á uppstigningar- dag og fleiri í gær, Þeir þrífa þá illgresi úr hólmanum og setja í hann sand og torf, eftir því sem best hentar kríunni. Fyrir nokkrum árum var varpið alveg að hverfa úr hólmanum, enda þá orðið of mikið gras og gróður fyrir hreiðrin. Var þá farið að reyna að búa kríunni betri bústað og laða hana aftur að, og er það nú gert á hverju vori. Kríuvarpið hefur nú í tvö ár heppnast vel. Voru 102 hreiður þar í fyrra og ungunum farnaö- ist sæmilega vel. Æðarfuglinn heldur áfram að fjölga þar líka og voru í fyrra 44 hreiður, hafði fjölgað um 15 frá fyrra ári. Var æður búin að verpa í eitt hreiður í gær. Gengur æðarbúskapur Reykvík- inga svo vel í Tjarnarhólmanum að hinn bjartsýni garðyrkju- stjóri, sem hefur umsjón með Tjörninni hefur látið í ljós vonir um að með sama áframhaldi megi reikna með að dúntekja geti borið uppi kostnað við Tjörnina árið 2000. Ennþá þarf samt að verja varpið fyrir vargfugli, og hefur verið sett upp fluglahræða i hólmanum — dauður svartbakur. Myndirnar tók Friðþjófur í gær í Tjarnar- hólmanum. Greinargerð frá Almennum trygging- um vegna strands b.v. Rauðanúps Kaffisala í Lindarbæ KVENNADEILD Borgfirðinga- félagsins heldur sína árlegu kaffi- sölu á morgun í Lindabæ frá klukkan 14—18. Kvennadeildin hefur nú starfað í 14 ár og hafa menningar- og iíknarmál verið efst á dagskrá félagsins segir í frétt frá félaginu. Auk kaffisöl- unnar verður skyndihappdrætti. Fyrirtœki Tilboð Aœtlaöur kostn. bráöab. Togarinn Rauðinúpur strandaði við Deildarárós 12. apríl s.l. Björgunaraðgerðir hófust þegar og um 16 klst. eftir að skipið strand- aði, tókst að draga það á flot. Var það dregið að bryggju á Raufar- höfn. 13. apríl var haft samband við Slippstöðina á Akureyri og óskað eftir að skipið yrði tekið þar í slipp. Það reyndist ekki unnt, þar sem slippurinn var lokaður næstu 3 vikur vegna viðgerðar. Útgerðar- félag skipsins lagði mjög þunga áherzlu á að viðgerð yrði hraðað sem mest og fékkst heimild hjá flokkunarfélagi skipsins (Lloyd's Register of Shipping) til að draga það til Reykjavíkur. Skipið kom til B/V Rauöinúpur ÞH 160. Saraanburöur á tilboðum Aœtlaður Viögeröar- AœtXaöur kostn. Reykjavíkur aðfararnótt 18. apríl, en þá þurfti að gera vissar ráðstafanir vegna hættu á olíu- mengun. Skipið var síðan tekið upp í slipp eftir hádegi 19. apríl. Fljótlega eftir strandið höfðu ýmsir aðilar, innlendir og erlendir, samband við félagið, um að fá að gera tilboð í viðgerð á skipinu. Vegna þeirrar miklu áherzlu, sem útgerðarfélagið lagði á það, að viðgerð tæki sem stytztan tíma, var ákveðið að gefa mjög skamm- an frest til að skila tilboðum. Þessum aðilum var því tilkynnt, að tilboðum skyldi skila til Ragnars Bjarnasonar, skipaskoðunar- manns, fyrir kl. 15.00 fimmtudag- tírai bráðab. tími við Aætlaöur viðbótar- tími, vegna Samtals dagar Heildar- upphæö I Stálvík og kr. 54.500.000 kr. 1.500.000 3 dagar 4 vinnu- vikur kr. * 300.000 1 dagur 32 kr. 1 56.300.000 1 Hörður hf. og Suöa hf. kr. ' 44.406.100 kr. 1.500.000 3 dagar 6 vinnu- vikur kr. 300.000 1 dagur 46 kr. 46.206.100 Stálsmiöjan hf. og fl. kr. 52.000.000 7 vinnh- vikur 49 kr. 52.000.000 H.V.0, Holland ca. kr. 31.900.000 kr 1Í500.000 3 dagar vinnu- vikur 4.2 kr. 13.500.000 12 dagar 44.5 ca. kr. 46.900.000 Swan Hunter EngHand ca. kr. 30.500.000 kr. 1.500.000 3 dagar 3 vinnu- vikur kr. 10.500.000 10 dagar 34 kr. 42.500.000.- Swan Hunter miðaö við Stálvík og fl., mismunur ca. kr. 13.800.000, Stálvík 2 dögum skemúr Swan Hunter miðað viö Höröur og fl., mismunur ca. kr. 3.706.100, Swan Hunter 12 dögum skemur Swan Hunter miöaö viö Stálsm. og fl. mismunur ca. kr. 9.500.000, Swan Hunter 15 dögum skemur Swan Hunter miöaö við H.V.0. Holland mismunur ca. kr. 4.400.000, Swan Hunter 10,5 dögum skemur ca. inn 20. apríl.* Er skipið var tekið upp, voru mættir fulltrúar nokk- urra viðgerðaraðila og hófu þeir þegar skoðun á sjáanlegum skemmdum, en við þær átti að miða tilboðin. Þrjú tilboð bárust fyrir lok frestsins, eitt innlent og tvö erlend. Sameiginlegt tilboð frá Stálvík, Skipasmíðastöð Njarðvík- ur, Bátalóni og Dröfn, er hljóðaði upp á kr. 111.000.000.- eitt hundr- að og ellefu milljónir — og 7 vinnuvikur. Tilboð frá H.V.O. Hollandi hljóðaði upp á kr. 31.900.000.- þrjátíu og ein milljón og níu hundruð þúsund — og rúmar 4 vinnuvikur. Tilboð frá Swan Hunter, Englandi, hljóðaði upp á kr. 30.500.000,- þrjátíu: milljónir og fimm hundruð þúsund — og 3 vinnuvikur. Var þegar ákveðið að þétta skipið til siglingar og áætlaði Ragnar Bjarnason að það tæki 2'/2-3 daga. Hófst það verk að morgni laugardagsins 22. apríl. Um hádegi þann dag var vinna við viðgerðina stöðvuð af Guðjóni Jónssyni, formanni Félags járn- iðnaðarmanna, á þeim forsendum, að innlendum aðilum hefði ekki gefist sama tækifæri að gerá tilboð í verkið og erlendum aðilum. Má það heita furðuleg og óskiljan- leg athugasemd, þar sem allir höfðu sama tækifæri til að vera við, þegar skipið var tekið í slipp og sama tímafrest. Innlendir aðilar hljóta að hafa betri aðstöðu til að vinna slík tilboð hér, en erlendir aðilar, sem dvelja á hótelum. Hins vegar má ætla, að hinir erlendu aðilar hafi mun meiri reynslu í gerð tilboða á þessum grundvelli. Var því ákveð- ið, að gefa bjóðendum tækifæri til að endurskoða tilboð sín, svo og að gefa nýjum aðilum kost á að gera tilboð. Var frestur gefinn til kl. 10.00 þriðjudaginn 25. apríl. Bár- ust þá eftirfarandi fimm tilboð (sjá töflu). Samanburður á tilboðsverðum, vinnuvikum og fyrirsjáanlegum aukakostnaði var gerður af Ragn- ari Bjarnasyni og sýnir hann ótvírætt að tilboð frá Swan Hunter, Englandi var hagstæðast. Tekið skal fram, að gert er ráð fyrir, að heimsigling skipsins frá Énglandi til Raufarhafnar taki 3 sólarhringa, en sé viðgerð fram- kvæmd hér, þarf skipið allt að einu að sigla til Raufarhafnar, að viðgerð lokinni, en sú sigling tekur um 1V4 sólarhring. Þá skal tekið fram, að vátryggjandi verður að greiða mannhaldskostnað, sem verður þeim mun meiri, sem viðgerð tekur lengri tíma, en hér hefur þessum kostnaði ekki verið bætt við. Þá er rétt að taka fram og leggja á það áherzlu, að þar sem Almennar Tryggingar h.f., eru frumtryggjendur togarans Rauða- núps, bar félaginu að koma fram fyrir alla þá vátryggjendur, sem áhættu bera vegna vátryggingar togarans. Félaginu bar skylda til að afla þeirra hagstæðustu tilboða, sem völ var á, ekki eingöngu með tilliti til hagsmuna endurtryggj- enda heldur og vegna útgerðarfé- lags Rauðanúps. Við mat á því, hvaða tilboð þætti hagstæðast höfðu Almennar Tryggingar h.f., og útgerðarfélag Rauðanúps fullt samráð við endur- : Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.