Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
37
Ný árbók frá þing-
eyskum söfnurum
Fyrir rúmu ári gat ég um það
merkilega framtak þingeyskra
frímerkjasafnara að gefa út
fjölritaða árbók með greinum
um margs konar frímerkjaefni,
sem varðar Þingeyjarsýslu. Nú
hafa þeir sent frá sér 2. árgang
bókar sinnar. Vil ég nota hér
tækifærið og benda lesendum
þáttarins á þessa árbók. Þeir,
sem hug hafa á að eignast hana,
geta haft samband við Eystein
Hallgrímsson í Grímshúsum í'
Aðaldal eða aðra stjórnarmenn
í Frímerkjaklúbbnum Öskju á
Húsavík. Bókin kostar 400 krón-
ur.
Efni árbókarinnar er eins og
í fyrra að mestu tengt S.-Þing-
eyjarsýslu. Fyrst er ársskýrsla
klúbbsins yfir fyrsta starfsár
hans 1976—1977. Segir þar, að
nokkrir áhugamenn um frí-
merkjasöfnun hafi komið saman
í félagsheimilinu á Húsavík 29.
apríl 1976 til þess að stofna
félag fyrir þingeyska frímerkja-
safnara, sem dreifðir eru um
sýsluna, svo að auðveldara sé
fyrir þá að stunda þessa
skemmtilegu tómstundaiðju.
Félagið heitir Frímerkjaklúbb-
urinn Askja, og er félagssvæði
hans Húsavík og S.-Þingeyjar-
sýsla. Stofnendur voru 16, en
síðan hefur félagsmönnum
fjölgað nokkuð. Á liðnu starfs-
ári var stærsta verk klúbbsins
frímerkjasýning, sem haldin var
í Barnaskóla Húsavíkur um
páskaleyti 1977. Voru 26 ramm-
ar á þeirri sýningu og mest af
sýningarefni frá félagsmönnum
sjálfum. Tveir félagsmenn úr
F.F. í Reykjavík, Sigurður
Ágústsson og Sigurður Péturs-
son, áttu þar efni í fimm
römmum. I sambandi við sýn-
inguna var gefið út sérstakt
umslag, og seldist það mjög vel.
Hér má svo skjóta því að, að
annað umslag er komið út á
vegum klúbbsins, og var sagt frá
því í þætti 11. marz sl.
Eiður Árnason á Hallbjarnar-
stöðum gerir grein fyrir um-
slagaútgáfu klúbbsins í þessari
árbók. Kemur þar fram, að
umslögin eru af sömu stærð og
póststjórnin notar undir fyrsta-
dagsstimplun sína. Ætlun
þeirra norðanmanna er sú að
gefa út eitt umslag á ári með
myndefni úr sýslunni. Eru
umslögin einkum hugsuð til
notkunar á útgáfudögum nýrra
frímerkja og stimplunar á
Húsavík og öðrum póststöðvum
í S.-Þingeyjarsýslu, en vitaskuld
er hverjum í sjálfsvald sett,
hvernig hann notar umslögin.
Eiður getur þess, að Jón Krist-
insson sé þegar búinn að teikna
umslög næstu fjögurra ára.
Kostar hvert umslag 150 krónur.
Þá ritar Eiður Árnason um
stimpla í S.-Þingeyjarsýslu.
Loks á hann grein um kílóvöru
póststjórnarinnar og segir þar
allrækilega frá henni og hvað
Póstmannasjóðurinn ber úr být-
um. Eru það vissulega miklar
fjárhæðir. Eiður birtir skrá yfir
verð kílóvörunnar allt frá 1958,
og þarf ekki að fara í grafgötur
um það, að hún hækkar með
hverju ári eins og annað á
verðbólgutímum.
Eysteinn Hallgrímsson í
Grímshúsum hefur tekið saman
greinarkorn, sem hann kallar:
Örlítið brot úr póstsögu S.-Þing-
eyjarsýslu. Hefur hann stuðzt
við ýmsar heimildir og rekur
þróun mála allt frá lokum 18.
aldar. Segir hér í stuttu máli frá
póstleiðum um sýsluna og póst-
stöðvum.
Er fengur í þess konar yfirliti,
enda getur það auðveldað mönn-
um ýmislegt í sambandi við
stimplasögu o.fl.
Þá er í árbókinni kort yfir
allar póststöðvar í sýslunni frá
upphafi og fylgja því skýringar.
Eins hafa útgefendur bókarinn-
ar dregið saman ýmsar töluleg-
ar upplýsingar, m.a. um al-
mennar og bókfærðar póstsend-
ingar eftir pósthúsum í S.-Þing-
eyjarsýslu á árunum
1976-1971. Slíkur tölulegur
fróðleikur segir vitanlega sína
sögu um þróun þessara mála.
Af því, sem hér hefur verio
sagt frá, er ljóst, að ótrúlega
mikið efni er í ekki stærri bók,
en hún er 22 bls. Eins og ég
sagði í fyrra geta margir
öfundað þingeyska frímerkja-
safnara af framtaki þeirra.
Fjölritun bókarinnar er því
miður ekki nógu góð, og mér
virðist frágangur hennar sýnu
lakari en í fyrra. Eins eru
prentvillur óþarflega margar.
Nefni ég þetta einungis til þess
að brýna „kollegana" fyrir
norðan til að vanda sig betur
næst í þessu tilliti, en alls ekki
til að rýra starf þeirra. Ekki veit
ég, hversu stórt upplag árbókar-
innar er, en ég er sannfærður
um, að margur safnarinn vill
eignast hana.
Eysteinn Hallgrímsson segir
mér, að ekki sé margt að frétta
af starfi þeirra fyrir norðan
umfram það, sem hér hefur
verið rakið. Þó hafa þeir þrisvar
í vetur haldið uppi leiðbeining-
arstarfi fyrir unglinga, og hafa
um 30 manns verið á hverjum
fundi. Verður ekki annað sagt
en það sé hið ágætasta starf.
Var svo ætlunin að stofna
unglingaklúbb núna síðast í
apríl. Vonandi hefur það tekizt,
og sendi ég þeim Öskjumönnum
árnaðaróskir af því tilefni og
um leið þakkir fyrir allan
fróðleikinn um starfsemi þeirra.
Frímerkjasýningar
á þessu ári
Því miður er ekki unnt að
minnast á margt af því efni, sem
vel á heima í þætti sem þessum.
Eitt er það að segja frá frí-
merkjasýningum. Nú er ákveðið
að halda litla sýningu í Hafnar-
firði í sambandi við næsta
landsþing L.Í.F. í byrjun júní-
mánaðar. Nefnist hún HAFNEX
78. Verður greint frá henni og
væntanlegu landsþingi í næsta
þætti. Enda þótt fæstir íslenzkir
safnarar eigi heimangengt á
erlendar sýningar, er engu að
síður fróðlegt að fylgjast með
þeim.
í apríl var haldin alþjóðafrí-
merkjasýning í Luxemborg fyrir
unglinga, JUPHILUX 78, og var
hún undir vernd F.I.P., þ.e.
Alþjóðasambands frímerkja-
safnara. Dagana 20.—25. þ.m.
verður sýning í Frankfurt í
Vestur-Þýzkalandi, NAPOSTA
78.
TORONTO
OIPEX*78
JUNE 9-18,19785 5
Alþjóðafrímerkjasýning
verður svo í Toronto í Kanada
9.—18. júní, CAPEX ‘78 og undir
vernd F.I.P. Önnur alþjóðasýn-
ing verður svo í Prag í Tékkósló-
vakíu 8.—17. sept. i haust,
PRAGA 1978. Verður hún stór i
sniðum og um 7 þúsund rammar
á sýningunni.
Norræn sýning verður í
Þrándheimi í Noregi 19.—24.
sept., og nefnist hún NIDARÖ
78.
Enda þótt hér hafi aðeins
verið lauslega minnzt á væntan-
legar frímerkjasýningar, má
söfnurum vera ljóst, að töluvert
er fram undan í frímerkjaheim-
inum. Ég hef áður vikið að því,
hvert gagn söfnurum er að því
að sækja frímerkjasýningar og
kynna sér það, sem boðið er upp
á, og gerist þvi ekki þörf að
endurtaka það hér.
F rímer k jauppboð
13. maí nk.
Áður hefur verið sagt frá
frímerkjauppboði því, sem nýja
fyrirtækið Hlekkur sf. heldur
13. þ.m. Engú að síður vil ég
minna safnara á það, þótt þess
gerist tæplega þörf. Uppboðið
fer fram í ráðstefnusal Hótels
Loftleiða og hefst kl. 13.30.
Sýningarefnið verður til sýnis í
dag á Hótel Esju í sal 1 milli kl.
14-17.
VINNINGAR
HAPPDRÆTTI
1. FLOKKI í
ae
1978-1979
íbúðarvinningur kr. 10.000.000
13262
Lada Sport bíll 2121 kr. 2.700.000
39059
Bifreið eftir vali kr. 1.000.000
13171 33566 49205 69723 73352
18314 44548 55117 71298
Utanlandsferð eftir vali kr. 300.000
57630
Utanlandsferð eftir vali kr. 200.000
42686 74612
lltanlandsferð kr. 100 þús.
4693 16045 24118 38433 63329
8033 16271 292 54 41637 70783
9673 19701 32622 55723
14007 22302 33959 56443
144C8 22814 34207 57018
Húsbúnaður eftir vali kr. 50 þús.
1326 13796 23329 31863 52874
3364 18383 24282 33209 54191
4782 18474 25352 36881 63162
5054 20610 26422 39416 64599
6978 21223 26968 42102 66790
7259 21322 27835 48188 67294
10871 21961 28924 50340 72035
11692 22361 29595 51081 72419
Húsbúnaður eftir vali kr. 25 þús.
104 7292 15397 24973 35426 43557 54353 64846
193 7701 15482 25434 35450 43868 54588 65509
390 7753 15657 25637 35507 44045 54808 65620
484 7763 15725 25675 35518 44343 55316 65643
512 8046 15750 25961 35755 44444 55339 66124
758 8125 16406 25988 36234 44702 55453 66723
799 8158 16933 26202 36588 44997 55671 66836
987 8427 17010 26336 36749 45026 56240 66875
1058 8567 17073 26536 36761 45116 56306 66881
1165 8796 17237 26694 36802 45452 56444 66919
1427 8893 17379 27226 36844 46073 56495 67023
1512 9050 17414 27271 37276 46088 56664 67075
1592 9146 17586 27468 37281 46689 56832 67156
1642 9178 17652 27540 37386 46880 57067 67178
1652 9308 17797 28007 38160 46918 57108 68048
1714 9370 17915 28136 38246 46955 57214 68346
1807 9745 18017 28400 38253 47051 57328 68383
1897 10316 18113 28458 38427 47346 57387 68500
2038 10427 18433 28585 38523 47432 57411 68502
2173 10686 18518 28647 38563 47551 57422 68653
2174 10694 19043 28890 38864 47643 57704 68926
2276 11180 19153 29121 38987 47802 58332 68936
2297 11420 19344 29721 39024 48019 58449 69302
2421 11492 19584 29954 39107 48149 58504 69413
2477 11498 197v05 29964 39231 48224 58853 69840
2884 11560 20133 30220 39458 48495 58874 6992 3
2410 11615 20158 30234 39481 48497 5902 6 70753
3221 11664 20247 30353 39483 49138 59523 70844
3326 11715 20437 30693 39516 49266 59576 71144
3640 11799 20606 31238 39776 49373 59586 71166
3944 11965 20812 31499 39789 49728 59667 71265
4247 12312 20975 31558 39945 49734 59709 71702
4348 12324 21C44 31621 39949 50149 59824 71800
4682 12375 21211 31674 39986 50270 60689 72030
4760 12617 21261 32032 40083 50275 60724 72031
4853 12683 21271 32689 40256 50512 61102 72076
4871 12815 21384 32729 40340 50541 61557 72256
4893 12824 21574 33108 40719 50758 61625 72484
4977 12854 21871 33220 40733 50768 61769 72714
5031 13235 22781 33335 41022 51559 61840 72849
5321 13331 2282C 33475 41050 51748 61971 72 88)
5543 13443 22888 33526 41099 51856 62009 72961
5711 13537 22916 33823 41146 52148 62197 73119
5717 13718 22968 34007 41420 52187 62578 73648
5736 14065 23093 34141 41790 52500 62627 73667
6004 14287 23302 34229 41876 52870 63722 74433
6686 14305 23618 34440 42166 52919 64074 74468
6923 14466 24C39 34841 42501 53324 64088 74486
6938 14534 24431 34863 42572 53572 64343 74526
6988 14864 24558 34920 42808 53828 64366 74791
7212 14891 24586 34981 43139 53922 64509 74793
7241 15008 24756 35355 43341 54027 64574 74821
7285 15037 24902 35406 43515 54213 64681 74875
UNA SIGURÐAR-
DÓTTIR — KVEÐJA
Að morgni 30. apríl lést að
heimili sínu, Álfaskeiði 78, Hafn-
arfirði, vinkona okkar Una Sigurð-
ardóttir.
Við viljum með þessum fáu
línum þakka henni fyrir órofa
tryggð okkur til handa. Við eigum
góðar minningar um Unu, frá því
að hún gætti okkar síðastliðið
sumar. Alltaf var hún létt og
hress.
Þakkir færum við henni fyrir
ánægjulegar samverustundir.
Blessuð sé minning hennar.
„Ákvörðun mín og mæld er stund
mitt líf stendur í þinni hiind.
andlát kemur eitt sinn að,
einn vciztu, Guð, nser skeður það."
Hjörleifur og Friðrik