Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. Hættulegur áróður Stuðningsmenn meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hvar sem þeir annars skipa sér í flokk í landsmálum, verða að gæta sín á þeim áróðri minnihlutaflokk- anna, að Sjálfstæðisflokkurinn sé öruggur um að halda meirihluta sínum í borgarstjórnarkosningunum, sem fram fara eftir aðeins þrjár vikur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið öruggur um að halda meirihluta sínum í borgarstjórn og er það ekki nú. Það er að vísu rétt, að í síðustu kosningum til borgarstjórnar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn yfir helming greiddra atkvæða í borginni og 9 borgarfulltrúa kjörna. En þá er þess að gæta, að þegar gengið var til kosninga vorið 1966 hafði Sjálfstæðisflokk- urinn einnig 9 borgarfulltrúa í borgarstjórn og hefði því mátt ætla í þeim kosningum, að flokkurinn væri öruggur um að halda meirihluta sínum. En því fór fjarri. í þeim kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 8 fulltrúa í borgarstjórn og færri mega þeir ekki vera til þess að meirihlutinn haldist. Einungis munaði 276 atkvæðum, að meirihlutinn tapaðist. í kosningunum 1970 munaði aðeins 483 atkvæðum, að áttundi maður á lista sjálfstæðismanna næði ekki kosningu. Þegar úrslitin 1966 eru höfð í huga verður ljóst, hve andvaraleysið er hættulegt og hve sá áróður minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn, að sjálfstæðismenn séu öruggir um að halda meirihluta sínum er varasamur. Til þess að meirihlutinn haldist verða allir þeir Reykvíkingar, sem stuðla vilja að því, að samhentur og traustur meirihluti verði áfram við völd í borgarstjórn Reykjavíkur, að leggja sitt af mörkum með atkvæði sínu á kjördegi. Alþýðubandalagið vill opinbera forsjá Reykjavík og atvinnulífið í höfuðborginni er fyrst og fremst byggt upp með framtaki og frumkvæði einstaklingsins. Hvergi á landinu hefur það notið sín í jafn ríkum mæli í uppbyggingu og atvinnulífi og einmitt í höfuðborginni. I því felst styrkur Reykjavíkur sem höfuðborgar og leiðandi afls í atvinnulífi landsmanna. Tillögur þær um atvinnumál, sem borgarstjóri lagði fram fyrir nokkrum mánuðum í borgarstjórn Reykjavíkur og samþykktar voru endanlega í síðustu viku, eru byggðar á þessum kjarna atvinnulífsins í Reykjavík. Þær miða að því að auðvelda einstaklingum og samtökum þeirra uppbyggingu og endurnýjun í atvinnulífinu. Þetta grundvallarsjónarmið gengur þvert á viðhorf helzta andstöðuflokks sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Alþýðubanda- lagið hefur haft allt á hornum sér vegna atvinnumálastefnu borgarstjóra af þeirri einföldu ástæðu, að það krefst opinberrar forsjár í málefnum atvinnulífsins, sem á öðrum sviðum. Það er umhugsunarefni fyrir þá fjölmörgu einstaklinga, sem hafa byggt upp atvinnurekstur í Reykjavík og þá fjölmörgu einstaklinga, sem stunda sjálfstæða atvinnu, þótt ekki sé um fyrirtækjarekst- ur að ræða eins og t.d. iðnaðarmenn og fjölmarga aðra að stefna helzta minnihlutaflokksins í borgarstjórn er einmitt sú, að taka forsjá þeirra mála í sínar hendur. Þessi fjandskapur Alþýðubandalagsins við atvinnufyrirtæki í Reykjavík er ekkert nýtt fyrirbrigði. Árum og áratugum saman hafa borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins lagt fram tillögur um að stórhækka skattaálögur á atvinnureksturinn í Reykjavík með því að þyngja verulega aðstöðugjöld. Árum saman hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins á Alþingi rekið áróður fyrir því að stórhækka skattaálögur á atvinnureksturinn í landinu almennt. Árum saman hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn kvartað undan því að atvinnureksturinn greiddi ekki nægilega há gatnagerðargjöld og þeir hafa sakað meirihluta sjálfstæðis- manna um að ívilna atvinnufyrirtækjum í borginni. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þann grundvallarmun, sem er á stefnu meirihluta borgarstjórnar í atvinnumálum og afstöðu helzta minnihlutaflokksins. Atvinnumálastefna borgarstjóra byggir á því meginsjónarmiði að efla atvinnurekstur einstakl- inga í borginni og greiða fyrir honum. Afstaða Alþýðubandalags- ins til atvinnumála í borginni er sú að krefjast opinberrar "orsjár í einu og öllu. Að þessum stefnumun þurfa hinir fjölmörgu, sem stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi ogþeir sem byggja lífsafkomu sína á henni, að huga. Stór svæði utan 200 mflnamiakoma í hlut íslands — Rætt við Hans G. Andersen í Genf EFTIR að kortið aí hafsvæðum heims var lagt íram á hafréttar- ráðstefnunni í Genf í síðustu viku hefur Hans G. Andersen rætt við fulltrúa margra þjóða og sérfræð- inga um hagsmuni íslands og heldur þeim urnræðum áfram. Morgunblaðið átti samtal við Ilans G. Anderscn og sagði hann þar m.a.i „Almennt samkomulag er um það á ráðstefnunni, að botn landsgrunnssvæðisins, einnig utan 200 mílna, tilheyri strandríkinu. En hins vegar verði um að ræða arðskiptingu milli strandríkisins og Alþjóða hafsbotnsstofnunar- innar, þegar þar að kemur. Margar kenningar eru uppi um það, hvernig eigi að afmarka land- grunnssvæðið. Vilja þar sumir miða við ákveðna fjarlægð frá ströndum, t.d. Rússar, sem gera tillögur um 300 mílur, en aðrir vilja miða við efnasamsetningu botnsins, þannig að greint sé milli þeirra efna, sem teljast eðlilegt framhald af landinu og efnasam- setningar þar fyrir utan. Blandast þá inn í ýmsar kenningar um þykkt setlaga, hallagráðu botnsins og almenna lögun hans. Mest fylgi nú virðist hafa írsk formúla, sem tekur öll þessi atriði meira og minna til greina, og kort það sem minnzt er á í upphafi er aðallega byggt á henni. Kortið sýnir mjög stórt svæði setiaga sunnan íslands utan 200 mílnanna, þar sem talið er að olía og gas gæti leynzt. Rís þá spurning um, til hvaða hluta þess íslands gæti gert tilka.ll. Svarið við því verður að byggjast á ofangreindum atriðum, þ.e.a.s. lögun botnsins, halla og þykkt setlaga og þarfnast það allt nánari rannsókna. Eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja, er ekki hægt að ganga út frá því með vissu, að miðlína sú, sem sýnd er á kortinu mundi gilda, og upplýsingar liggja raunar þegar fyrir um, að lögun og gerð landgrunnsins út af Bretlandi og írlandi mundi geta leitt til kröfu- gerðar af þeirra hendi langt út fyrir miðlínu. Islenzka sendinefndin verður að vera vel á verði í þessum efnum, enda hefur engin formúla endan- lega verið samþykkt. Og hvað sem öðru líður er ljóst, að talsverður hluti svæðisins hlýtur að koma í hlut íslands og er það talið mjög efnilegt svæði, þar sem merkt er inn á kortið, með langlínum efst á setlagasvæðinu. Einnig þarf að athuga vel öll önnur svæði í námunda við Island, t.d. svæðið norðaustur af landinu, sem einnig er merkt inn á kortið með línum. Eru þessi mál öll nú rædd meðal sérfræðinga, og verður þeim athugunum haldið áfram eftir að fundinum hér lýkur. Þess skal getið, að enda þótt kortið sýni 200 mílna mörk um- hverfis Rockall þá er það vegna þess, að slík mörk eru sett á þessu korti um alla þá staði, sem standa upp úr sjó. Nú þurfum við að eii okkur að hafsbotninum kunna að vera mikil ver — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm Eyjóíur Konráð Jónsson. alþm. er nýkominn heim af fundi hafréttarráðstefnunnar í Genf, og hefur Morgunhlaðið átt við hann viðtai það, sem hér fer á eftir um stöðuna í hafréttarmál- um á ráðstefnunni nú. ræða yfirráðarétt og hagnýtingu u.þ.b. % hluta yfirborðs jarðar. Vissulega væri það einhver merk- asti atburður í þróun alþjóðaréttar í allri mannkynssögunni, ef tækist að setja allar deilur niður friðsam- lega um slíkt. — Það fer ekki á milli mála, segir Eyjólfur Konráð Jónsson, að síðustu tvær vikur hefur veruleg hreyfing verið á hafréttarmálum og í ýmsu tilliti miðað í samkomu- lagsátt. Vinnunefndirnar sjö, sem fengust við ýmsan erfiðan ágrein- ing, hafa nú lokið störfum og einungis eftir allsherjarfundir, þar sem formenn nefndanna gera grein fyrir störfum þeirra. Það er mál manna í Genf, að verulegur árangur muni nást á þessum fundi ráðstefnunnar, án þess þó að fullt samkomulag verði um heildar- samning, þannig að enn verður ráðstefnan að koma saman til fundar og allt óákveðið, hvenær það mundi verða. — Má búast við því, að hafrétt- arráðstefnan ljúki yfirleitt störf- um og niðurstaða fáist? — Það er eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvort ráðstefnan muni dragast á langinn í það óendanlega og jafnvel „fara út um þúfur“. En jafnvel þótt svo færi er alveg Ijóst, að þessi ráðstefna hefur haft gífurlega þýðingu fyrir þróun hafréttarmála og strandríki eru í raun að ná fram þeim réttindum, sem þau hafa barizt fyrir, þ.e.a.s. annars vegar fullum yfirráðum yfir 200 mílna efna- hagslögsögu og hins vegar yfir botni landgrunnsins. Menn mega ekki gleyma því, að hér er um að — En hvað um það sem að okkur Islendingum snýr? — Auðvitað fer ekkert á milli mála, hve gífurlegum árangri við höfum náð og það sést bezt á því, að aðeins eru 4'/z ár liðin síðan íslenzka þjóðin sá í fyrsta skipti á sjónvarpsskermi kort af 200 mílna lögsögu Islands. Þótti þá ýmsum, sem stefna sú, sem Morgunblaðið barðist fyrir og Sjálfstæðisflokk- urinn markaði, væri óraunsæ og jafnvel glæfraleg. Menn minnast enn orða á borð við þau, að 50 mílurnar væru „dagsverkefnið", en 200 mílurnar „kynnu að koma einhvern tima í framtíðinni, þegar hafréttarráðstefnu lyki“ og að við mundum „lenda upp á Grænlands- jökli“, ef við mörkuðum 200 mílna stefnu. Þá var talað um „málefna- lega einangrun Morgunblaðsrit- stjórans á sjónvarpsskermi" og ennfremir „að við verðum að vera undir það búnir, að stríðið (við Breta um 50 mílurnar) standi í 3—4 ár“. Og á það var bent, að það gæti jafnvel tekið 8 ár að fá nýjan hafréttarsáttmála staðfestan eftir að hafréttarráðstefnu lyki! Um þetta efni þarf ekki að hafa fleiri orð. En að því er einstök efnisatriði varðar skal tekið fram, að enn hefur ekki verið gerð tilraun til að koma út „islenzka ákvæðinu" svonefnda, sem nú er 71. gr. uppkastsins að hafréttarsáttmála og tryggir, að 69. og 70. gr. sem fjalla um fiskveiðiréttindi land- luktra og landfræðilega afskiptra ríkja taki ekki til íslenzkrar fiskveiðilögsögu. 61. og 62. gr. sem heimila strandríki að ákveða heildarafla og hvernig hann sé hagnýttur mun einnig án efa standast þessa umferð umræðn- anna. Þannig ættu hagsmunir okkar að vera tryggðir að því er 200 mílurnar varðar, þótt að sjálfsögðu verði héðan í frá sem hingað til að standa vel á verði, þvi að hver hugsar um sig, og „sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær“. — Hvað um réttindi strand- Fulltrúar íslands á halréttarráðst* Jón Jónsson, Guðmundur Eiríkssoi Þórarinn Þórarinsson, Már Elísst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.