Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Lokakeppni íslandsmóts í sveit-
um hófst í Kristalsal Hótels
Loftleiða á miðvikudagskvöld.
Átta sveitir keppa þar um hinn
eftirsótta titil. En alls hafa 7—800
manns tekið þátt í fyrri hlutum
mótsins. Næstum ótrúlegur fjöldi.
Má því ætla, að í úrslitahríðinni
séu sterkustu sveitir landsins og
að keppnin verði skemmtileg og
spennandi. Sýningartafla hefur
verið í notkun fjölmörgum áhorf-
endum til ánægju. En keppninni
lýkur á morgun.
Spilið í dag kom fyrir í 1. umferð
mótsins.
Austur gaf og allir voru á hættu.
Norður
S. KD1053
H. ÁD6
T. 9
L. ÁD98
Nei! — Þessi lykt er af henni aila daga!
Þakklát
breytingunni
Fulltrúi nokkurra íbúa við
Grettisgötu í Reykjavík skrifar
eftirfarandi og beinir máli sínu til
forráðamanna Stjörnubíós.
En nú er blessaður bíóstjórinn
sem sagt búinn að breyta þessu og
erum við íbúarnir umhverfis bíóið
hans honum innilega þakklátir.
„Velvakandi.
Viltu gera svo vel að skrifa fyrir
fyrir okkur sem búum hér um-
hverfis Stjörnubíó, hjartans þakk-
ir til forstjóra eða eigenda bíósins
fyrir að breyta loksins bíó-tíman-
um þannig á kvöldin að nú eru
seinustu sýningar kl. 9 en ekki kl.
10 eins og þær hafa verið í lengri
tíma, okkur öllum til mikils ama
og pirrings.
Annað mál er það að svona
skemmtistaði almennt ætti ekki að
leyfa innan um íbúðarhverfi, það
veldur alltaf óánægju sem von er.
Ætti því eigandi Regnbogans að
feta í fótspor eiganda Stjörnubíós
og láta sér nægja 9-sýninguna sem
lokasýningu á kvöldin. Til hvers og
fyrir hverja eru þessar næstum
því nætursýningar nema fyrir
einhverja unglinga sem væri
Mikið bílaþvarg, start og flaut,
og alls konar hávaði hefur dunið
á okkur þegar sýningum er lokið,
sem oft eru ekki búnar fyrr en
töluvert uppúr miðnætti. Margt af
íbúum hér þarf að vakna snemma
til vinnu dag hvern og vill þá geta
farvð til hvíldar fyrr heldur en
eftir kl. 12 á kvöldin, en það hefur
verið hæpið að reyna það án þess
þá á hrökkva upp þegar ósköpin
dynja yfir. Á fólk þá oft bágt með
að festa svefninn strax á eftir sem
von er og er engin furða þó að fólk
verði taugaveiklað og er víst nóg
af taugaveikluðu fólki fyrir sbr.
fréttir um pilluát, og verður fólk
þreytt á að fá ekki svefnfrið.
sannarlega hollara fyrir að fara að
sofa á skikkanlegum tíma. Þeir
hljóta að geta farið á öðrum tíma
í bíó ef þeir ætla sér það á annað
borð.
Að lokum kær kveðja og þakkir
til forstjóra Stjörnubíós, hann
hlýtur að lesa Morgaunblaðið eins
og allir aðrir.
íbúar við Grettisgötu.“
• Tveir
rauðmagar
„Nú er lokið einhverri glæsileg-
ustu vörusýningu, sem haldin
Vestur
S. G842
H. G10T43
T. 1063
L. 5
Austur
S. Á97
H. K9
T. 8542
L. KG42
Suður
S. 6
H. 852
T. ÁKDG7
L. 10763
Suður varð sagnhafi í þrem
gröndum en austur og vestur
sögðu alltaf pass.
Vestur spilaði úi út hjarta-
fjarka. Lágt frá borðinu, austur lét
níuna og fékk slaginn. Hann
spilaði sig út á tígli og suður fékk
siaginn. Til greina kom, að taka
strax tígulslagina. En spilarinn sá,
að erfitt yrði að finna afköst frá
blindum.
Hann spilaði því laufi. Enda
ekki ólíklegt að tían yrði seinna
innkoma á hendina. Austur drap
drottninguna og spilaði aftur
laufi. Suður lét lágt, vestur hjarta
og borðið fékk slaginn á áttuna.
Þar með var spilið tapað. Betra
hefði verið að taka á ásinn og spila
aftur laufi.
Eftir laufásinn var austur látinn
fá á gosann. Hann spilaði sig út á
hjartakóng og þar með var blindur
endaspilaður. Austur gaf spaða-
kónginn og fékk vörnin því tvo
spaðaslagi og fimm siagi í allt.
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Sirnenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði
35
og opnaði hafði ekki farið f
önnur föt. hún var enn í
himinbláa flegna sloppnum.
— Hver er það?
— Rannsóknarlögreglan.
t- Hvað viljið þér? Mérdatt
f hug að þessi kauði myndi
valda mér vandræðum, tautaði
hún og horfði iilskulega á
Lappointe.
— Það er betra að við tölum
saman inni.
— Ég skal ekki varna ykkur
að ganga inn. Ég hef engu að
leyna.
— Hvers vegna vilduð þér
ekki viðurkenna að hr. Louis
hefur búið hér?
— Af því að það kom þessum
strákiingi ekki ha'tishót við.
Hún hafði opnað inn í dag-
stofu, þar sem var alltof heitt,
þar voru útsaumaðir púðar í
æpandi litum, kettir, hjörtu og
nótur. Dagsbirtan fékk ekki
þrengt sér inn í þessa vistar
veru en hún kveikti á stórum
lampa með skærgulum skermi.
— Jæja, hvað viljið þér mér?
Maigret tók mynd af hinum
nýjarðsetta upp úr vasa sfnum.
— Það er hann, ekki satt?
— Jú, auðvitað verð ég að
viðurkenna það. Þér komist
hvort sem er að því.
— Hve lengi leigði hann hér
hjá yður?
— Tæplega tvö ár — eða
kannski aðeins iengur.
— Hafið þér marga leigjend-
ur?
— Húsið er of stórt fyrir
einstæða konu og nú er ekki
auðvelt fyrir fólk að finna stað
til að búa á.
— Ilve margir?
— Þrír sem stendur.
— Og eitt laust hcrbergi?
— Já, það sem ég sýndi
pollanum. En ég grunaði hann
strax um græsku.
— Hvað vitið þér um hr.
Louis?
— Hann var friðsemdar-
maður. Ekkert röfl með hann.
Þar sem hann vann á
nóttunni...
— Vitið þér hvar hann
vann?
— Nei. ég er ekkert að
hnýsast í svoleiðis. Hann fór
héðan á kvöldin og kom aftur
á morgnana. Hann hefur ckki
þurft að sofa mikið. Ég sagði
stundum við hann, aö honum
veitti víst ekki'af því að leggja
sig, en svona verða þeir víst
sem vinna á næturnar.
— Komu einhverjir að heim-
sækja hann?
— Eftir hverju eruð þér
annars að slægjast maður
minn?
— Lesið þér blöð?
Það lá blað á borðinu rétt
hjá.
— O, ég veit svo sem hvað
þér eruð að fara. En ég verð
líka að tryggja mig gegn því að
þið farið ekki að valda ein-
hverjum vandræðum. Ég hcld
ég þekki þessar löggur.
Maigret var Iíka viss um að
hún var einhvers staðar á skrá
hjá lögreglunni, jafnvel þótt
hún hefði kannski haldið sér á
mottunni síðustu árin.
— Ég er ekkert að hrópa það
út um stræti og torg að ég sé
með leigjendur og ég er ckki að
segja til þeirra heldur. Það er
vonandi ekki glæpur. En ef ég
lendi í einhverju þrasi...
— Það er undir yður sjálfri
komið.
— Lofið þér því? Má ég fyrst
fá að vita hvað þér eruð hátt
skrifaður í löggunni?
— Eg er Maigrct lögreglu-
íoringi.
— Nú, það var ekkert
minna. Þá er þetta víst alvar-
legra en ég hélt. Ég hélt
kannski þetta væri úr „siða-
regludeildinni" eins og ég kalla
hana.
— Jú. víst vcit ég að hann
hefur verið myrtur, ég neita
því ekki. Annað veit ég ekki.
— Hvaða nafni skrifaði
hann sig undir.
— Louis. Hr. Louis. Ekkert
annaö.
— Það kom dökkha-rð kona
tii hans, um fertugt eða svo.