Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
23
Nixon sótt-
ur til saka
San Jose, Kaliforníu,
5. mai, Reuter.
NOKKRIR skattborgarar
lögðu í dag íram ákæru á
hcndur Richard Nixon fyrrum
Bandaríkjaforseta og kröfðust
þess. að af honum yrði tekin
greiðsla sem hann fékk fyrir
einkaréttinn að útgáfu endur-
minninga hans. Lögfræðingur
hópsins sagði forsetann vera
sekan um að hafa auðgazt á
ólögmætum verknaði sem
hann framdi í forsetatíð sinni.
Hópurinn, en nöfn voru ekki
gefin upp, krefst 1,3 milljóna
Bandaríkjadala í skaðabætur
og einnig að minnsta kosti 20%
af verðmæti eigna Nixons.
Krafist er að peningarnir renni
í ríkissjóð.
I fréttatilkynningu frá hópn-
um segist hann vera að sækja
Nixon til sakar fyrir hönd allra
bandarískra skattborgara, sem
greitt hafa skatt frá 1972.
Stúdentar frá Chad með setu-
verkfall í Moskvusendiráði
Japanski ferðalangurinn Naomi Uemura flaggar hér þjóðfánum
fjögurra ríkja á Norðurpólmun. Ilann kom þangað eftir tveggja
mánaða ferðalag á hundasleða um heimskautaísinn. Uemura er
fyrsti maðurinn sem fer einn síns liðs á Norðurpólinn.
Margrét med
magabólgu
VEÐUR
víöa um heim
Amsterdam 17 skýjaö
Apena 27 sól
Berlín 19 sól
BrUssel 19 bjart
Chicago 9 rigning
Kaupmannah. 12 skýjað
Frankfurt 18 skýjað
Genf 18 mistur
Helsínki 10 sól
Jóhannesarb. 19 sól
Lissabon 17 bjart
London 19 rigning
Los Angeles 18 bjart
Madrid 15 skýjað
Moskva 13 skýjað
New York 15 rigning
Ósló 14 skýjað
París 22 rigning
Rómaborg 21 skýjað
San Francisco 18 bjart
Stokkhólmur 15 skýjað
Tel Aviv 21 bjart
Toronto 8 skýjað
Vancouver < 13 sól
Vínarborg 21 bjart
Tveir Albanir leita
hælis í Grikklandi
Á myndinni sjást örþreyttir flóttamenn frá Víetnam um borð í litlum fiskibáti koma til
flóttamannabúða í Suðaustur-Thailandi. Margir slfkir flóttamannabátar verða fyrir árás sjóræningja
eða sökkva áður en þeir ná á leiðarenda ýmist í Thailandi eða Malaysiu. Það hefur og komið fyrir
að flóttamönnum frá Víetnam hefur tekizt að komast til Ástralíu um borð í slíkum farkosti þótt
ekkisé hann burðugur
stjórn. Frá þessu sagði gríska
lögreglan í kvöld.
Diplómatískar heimildir sögðu,
að þrátt fyrir nokkur vandkvæði
sem af þessu gætu leitt vegna þess
að Albanir og Grikkir hafa sýnt
viðleitni í þá átt að efla samskipti
sín á milli, myndi mönnunum
trúlega veitt hæli eins og þeir-
óskuðu eftir, þar sem Grikkland er
aðili að alþjóðlegum samningum
varðandi slík mál.
Lögreglan sagði að mennirnir
tveir hefðu komið hvor í sínu lagi
og þeir hefðu gefið sig fram við
lögregluna um síðustu helgi. Þeir
voru sagðir bændur, báðir á
fertugsaldri og nafn annars þeirra
var sagt vera Ahmed Roussi.
Austur-Evrópubúar hafa iðu-
lega leitað hælis í Grikklandi, en
ekki er vitað um nema eitt dæmi
þess áður að Albanir leiti þangað.
Það var í febrúar sl. að fimm
Albanir komust til Grikklands.
Grikkland og Albanía tóku að
nýju upp stjórnmálasamband árið
1971 og hefur töluvert áunnizt í
bættum samskiptum landanna. í
sl. mánuði var meðal annars
gerður samningur um flug milli
Aþenu og Tirana og þótti það
meira en litlum tíðindum sæta.
Farþegar sluppu
úr brennandi vél
London 5. maí Reuter
Á ANNAÐ hundrað farþegar
sluppu ómeiddir út úr brennandi
Boeing 737 flugvél er hún var að
lenda á Lutonflugvelli. Vélin
sem var í eigu Britannia Air-
ways var að koma frá Diisseldorf
og með henni voru 124 farþegar.
þar á meðal tvö ungbörn.
Eldur kom upp er vélin var að
renna eftir brautinni við lending-
una. Slökkviliði vallarins tókst
síðan að ráða niðurlögum eldsins
og segir í fréttaskeytum að það
þyki allt hin mesta mildi að
farþegar skyldu komast svo snar-
lega út, svo og hversu greiðlega
gekk að slökkva eldinn.
Moskvu^ð. maí AP
FJÖRUTÍU stúdentar frá
Chad skipulögðu setuverkfall
í sendiráði lands síns í Moskvu
í dag til að mótmæla því, að
Frakkar hefðu herlið í land-
inu. Kröfðust þeir þess að
Frakkar færu umsvifalaust á
brott og sögðust ekki víkja á
braut fyrr en einhver litur
yrði sýndur á því að verða við
því sem þeir álitu rétt. Sendi-
herrann var erlendis þegar
stúdentarnir komu í sendi-
ráðið og samkvæmt alþjóð-
legum lögum um sendiráð má
Eignir Daouds
verða þjóðnýttar
Kabul, Afganistan
5. maí AP
NÝJA ríkisstjórnin í Afganistan
tilkynnti f dag að meðal fyrstu
ákvarðana hennar væri sú að
þjóðnýta eigur Mohammeds
Daouds fyrrverandi forseta, og
stórkostlegt átak yrði einnig gert
í menntamálum.
Talsmaður byltingarstjórnar-
innar sem komst til valda i síðustu
viku sagði að eignir Daouds og
fjölskyldu hans myndu verða
þjóðnýttar vegna þess þær hefðu
verið rændar frá vinnandi stétt
Afganistan. Þá sagði talsmaður
byltingarstjórnarinnar að þetta
þýddi þó ekki að stjórnin myndi
ekki virða meginreglu eignar-
réttarins, en óeðlileg auðæfi
einnar fjölskyldu á kostnað
vinnandi manna væri svívirða við
þá.
Greint var frá því í Aden í gær
að Suður Jemen — en þar er
marxísk stjórn — hefði ákveðið að
viðurkenna nýju stjórnina í
Afganistan. Suður-Jemen er
fyrsta Arabaríkið sem gerir það.
London; 5. maí AP.
MARGRET Bretaprinsessa
mun verða á sjúkrahúsi í
London að minnsta kosti fram
á mánudag en þá munu lliggja
fyrir niðurstöður rannsókna
sem hún hefur gengið undir. Er
talið að hún sé með bólgur í
maga. Sagði í tilkynningu King
Edward Vll-sjúkrahússins að
líðan hennar væri góð, en hún
færi ekki af sjúkrahúsinu fyrr
en rannsókn væri lokið og
meðferð hefði verið ákveðin í
samræmi við niðurstöðu henn-
ar.
Aþenu 5. maí AP
TVEIR ALBANIR hafa beðið um
pólitískt hæli í Grikklandi og
segja ástæðuna vera að þeir gcti
ekki unað þeirri kúgun og því
ófrelsi sem almennir borgarar
sæti í Albaníu undir núvcrandi
Jakobssen sjávarútvegsráðherra
sagðist í dag einnig ætla að athuga
hvort gerlegt væri að leggja hluta
flotans vegna hinna takmarkuðu
aflaheimilda.
Dönsk stjómvöld vinna
að máhim siómannanna
Kaupmannahöfn, 5. maí.
AP-Reuter.
DANSKIR sjómenn. sem eru
mjög óánægðir með veiðikvóta
sinn í Eystrasalti, lokuðu í dag
sex höfnum með um 500 bátum.
Ollu aðgcrðir þeirra siglingum
flutningaskipa mikum vandræð-
um en urðu þó til þess að
stjórnvöld ræddu við sjómennina
og lofuðu að veita málum þeirra
sérstakan forgang.
Anker Jörgensen forsætisráð-
herra lofaði sjómönnum í dag að
ræða mál þeirra sérstaklega við
dönsku fiskimálastofnunina hið
fyrsta, og er jafnvel búist við að
Jörgensen eigi fund með fulltrúum
stofnunarinnar á laugardag.
Svend Jakobssen sjávarútvegs-
ráðherra Danmerkur lofaði einnig
sjómönnum í dag að farið yrði
fram á sérstakan fund með nefnd
Eystrasaltsríkja sem fer með
fiskveiðimál. Þessi fyrirlýsing
Jakobssens er talin vera mikill
sigur fyrir sjómennina sem kvart-
að hafa sáran yfir því að Efna-
hagsbandalagið (EBE) hafi ekki
tryggt þeim réttlátan hlut í
veiðunum í Eystrasalti og krefjast
að Danmörk fái á eigin spýtur að
semja við aðilarlönd.
Sjómennirnir sem flestir hverjir
eru frá Borgunarhólmi eiga nú
eftir að veiða um 10 þúsund tonn
af þorskkvóta sínum í Eystrasalti
og er það um 15 daga veiði. Þeir
segja að í ár verði þeir fyrir um
40% tekjutapi og krefja dönsk
stjórnvöld um skaðabætur vegna
þessa.
sovézka lögreglan ekki grípa
til íhlutunar. Alls munu um
400 stúdentar frá Chad vera
við nám í Moskvu, og sögðu
talsmenn hópsins í dag, að
þeir stæðu allir einhuga að
þessari kröfu.
Frakkar sendu 1700 manna
lið til Chad að beiðni ríkis-
stjórnar Felix Malloum forseta
þar sem hann taldi sig þurfa
aðstoð við að ná vopnahléi við
skæruliða. Sovétmenn hafa
opinberlega gætt hlutleysis í
átökum þeim sem hafa nú
staðið meira og minna í fjórtán
ár í norðurhluta Chad milli
uppreisnarmanna og hermanna
stjórnarinnar.
ERLENT