Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
27
Ólafur B. Óskarsson:
Nýting raforku í stað
olíu í atvinnurekstri
Hér íer á eftir framsaga Ólafs B. óskarssonar (S),
varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins úr Norðurlandskjör-
dæmi vestra, með tillögu hans um notkun raforku í stað
olíu í atvinnufyrirtækjum.
Nægilegt framboð
á raforku
Eins og fram kemur í tillögu-
greininni og meðfylgjandi greinar-
gerð, er lagt til með þessari tillögu,
að kannaðir verði möguleikar þess
að nota raforku í stað olíu í
atvinnufyrirtaekjum.
I þessu sambandi ber að hafa í
huga þann gjaldeyrissparnað sem
felst í því að nota innlenda orku
í stað innfluttrar í sem ríkustum
mæli. í greinargerð með tillögunni
er bent á það, að ætla megi að
innan tíðar verði fyrir hendi
nægilegt framboð á raforku fram-
leiddrar með vatnsafli og jarð-
gufu. Bæði hefur verið unnið að
miklum virkjunarframkvæmdum
að undanförnu, og aðrar standa
fyrir dyrum s.s. Hrauneyjarfoss-
virkjun, auk annarra, sem eru á
rannsóknar- og undirbúningsstigi,
t.d. Blönduvirkjun o.fl. Allt verður
þetta að teljast liður í eðlilegri
nýtingu einnar af mestu auðlind-
um lands okkar, — jarðvarma og
vatnsorku.
En jafnhliða því sem unnið er að
öflun orkunnar verður að huga að
markaðinum. Þar kemur venjulega
fyrst í hugann ýmis konar nýr
orkufrekur iðnaður og má þar
nefna, að nú virðist nokkur
hreyfing í þá átt að nýta ýmiss
innlend jarðefni til iðnaðarfram-
leiðslu t.d. perlustein o.fl.
En jafnframt því sem hugað er
að nýjum iðngreinum í þessu
sambandi, er ekki síður nauðsyn
að huga að aukinni nýtingu
innlendrar orku í þeim atvinnu-
greinum sem fyrir eru. Þar koma
að sjálfsögðu til greina bæði
raforka og jarðvarmi, þó að við
flutningsmenn þessarar till.
höldum okkur við þann þátt er
snýr að raforkunni.
Segja má að þegar þetta mál er
athugað, að það séu einkum 3
þættir sem mest þörf er á að beina
athyglinni að.
• I fyrsta lagi bein nýting
raforku, -þar sem olía er notuð nú
og fyrst og fremst yrði um notkun
forgangsorku að ræða.
• I öðru lagi könnun á aukinni
notkun afgangsorku.
• Og í þriðja lagi könnun á
staðsetningu, og leiðbeiningar um
Deilt um jöfnunargjald:
Ovenjulegar skipt-
ingar í þingnefndum
Skipting þingnefnda í umsögn
um tvö þingmál vakti sérstaka
athvgli þingfréttamanna í gær.
Hin fyrri skiptingin felst í
umsögn allsherjarncfndar s.þ.
um tiílögu Eyjólfs K. Jónssonar
(S) um greiðslu rekstrar- og
afurðalána til bænda, sem sagt er
nánar frá á fréttasíðu Mbl. í dag.
Þar mæla fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags, sem
skipa meirihluta nefndarinnar í
þessu máli, með samþykkt tillög-
unnar. Minnihlutinn. 2 fram-
sóknarmenn og 1 frá SFV, hafði
ekki skilað áliti, þegar þessi frétt
var skrifuð.
Hin skiptingin er í umsögnum
fjárhags- og viðskiptanefndar efri
deildar um stjórnarfrv. til laga um
jöfnunargjald. Það frv. gerir ráð
fyrir 3% innflutningsgjaldi á
svonefndar EFTA-vörur, þ.e. vöru-
flokka, sem innflutningstollar
hafa verið lækkaðir á. Gjald þetta
nemur rúmum 1000 m.kr. og
hækkar verðlagsvísitölu um
0.7—1%. Hluti gjaldsins á að
renna til eflingar iðnþróun og til
að endurgreiða uppsafnaðan sölu-
skatt á útfluttar iðnvörur.
Meirihluti fjárhags- og við-
skiptanefndar:
IlalldórÁsgrímsson (F), Axel
Jónsson (S), Jón Helgason (F) og
Jón G. Sólnes (S) mæla með
samþykkt frumv. Minnihlutan
skipa hinsvegar Jón Ármanna
Héðinsson (A), Albert Guðmunds-
son (S) og Ragnar Arnalds (Alb).
Hann leggur til að frv. verði fellt.
Minnihlutinn viðurkennir rétt-
mæti þess að endurgreiða upp-
safnaðan söluskatt. Frv. fjallaði
hins vegar ekki um endurgreiðslu
hans, heldur um nýtt innflutnings-
gjald, sem hækki vöruverð og ýti
undir víxlhækkanir vöruverðs og
kaupgjalds. Minnihlutinn telur þó
réttlætanlegt „að lágt gjald verði
sett á sama grunn og fv. gerir ráð
fyrir til eflingar ísl. iðnaði,
iðnþróun, og til að skapa ný
atvinnutækifæri í iðnaði, ásamt
því að styrkja verkþjálfun hjá
iðnverkafólki."
staðsetningu nýrra fyrirtækja,
auk þess sem kannaðar verði leiðir
til samræmingar í orkunotkun
með það fyrir augum að heildar-
framleiðsla og dreifikerfi nýtist
sem best.
Nýting raforku í
stað innfluttrar orku
Varðandi fyrsta þátt þess sem
ég nefndi hér áðan má benda á
ýmsa möguleika. Þar má nefna
ýmiss fyrirtæki, sem nota gufu-
katla kynta með olíu, en kynda
mætti með rafork'u í staðinn. Þar
sem katlar þessir eru mjög dýrir
kemur mjög til greina, að veita
fyrirtækjum sérstaka fyrir-
greiðslu í því skyni að skipta um,
og einnig að sjálfsögðu að greiða
fyrir því að ný fyrirtæki velji
fremur tæki sem knúin eru raf-
orku.
Þá skal nefnt atriði sem e.t.v.
heyrir ekki beinlínis atvinnu-
rekstri, en rétt er þó að vera
vakandi fyrir, en það er notkun
rafknúinna ökutækja. Mér er sagt,
að sumstaðar erlendis séu slíkar
bifreiðar í notkun og eru það enn
sem komið er aðallega fremur
smáir sendiferðabílar.
Þá verður ekki hjá því komist að
nefna stóra orkunotendur á landi
hér, þar sem eru loðnubræðslurnar
í landinu.
Tæknilegir möguleikar munu
vera á því að nota að mestu eða
öllu leyti raforku í verksmiðjum
þessum í stað svartolíu sem nú er
notuð, og yrði þá væntanlega að
taka upp gufuþurrkun í verk-
smiðjunum. Til þess að átta sig á
því orkumagni sem hér þyrfti til
skal þess getið, að hver verksmiðja
þarf 6—10 mw. orku miðað við
notkún raforku eingöngu.
Vandamálin við þetta eru
hinsvegar þau, að aðalvinnslutími
verksmiðjanna er yfir vetrar-
tímann, þegar önnur orkuþörf er
mest og því um mikla notkun
forgangsorku að ræða.
Þá ber að nefna sem vandamál
hinn stutta árlega notkanartíma
verksmiðjanna, og síðast en ekki
síst skal það nefnt, að dreifikerfi
raforku eru engan veginn svo úr
garði gerð að þau geti tekið við því
álagi sem þarna skapaðist og
miklar fjárhæðir kostar að endur-
bæta þau, þannig að þau gætu
flutt þá orku sem hér þarf til.
Hins vegar er á það að líta, að
olíunotkun þessara verksmiðja
kostar einnig miklar fjárhæðir og
skal það nefnt til dæmis, að
Síldarverksmiðja S.R. á Siglufirði
notaði olíu fyrir 1,3—1,4 millj. kr.
á sólarhring, miðað við það
olíuverð sem gilti á seinni hluta
árs 1976 og fyrri hluta árs 1977.
Það er því fyllsta ástæða til að
þessu máli sé gaumur gefinn,
Sáttatillag um stjórnarskrá:
Ný stjómarskrámefnd skili
tillögum tnnan 2ja ára
- flutt af formönnum fimm flokka
SVO SEM frá hefur verið skýrt á
þingSíðu Mbl. beitti Geir Hall-
grímsson, forsætisráðherra, sér
fyrir samstöðu þingflokka um,
hvern veg skyldi tekið á endur-
skoðun stjórnarskrár, meðferð
kjördæmaskipunar, endurskoðun
kosningalaga og skipulags- og
starfshátta Alþingis. I gær kom
síðan fram breytingartillaga við
tillögu allsherjarnefndar s.þ. um
skipan nýrrar stjórnarskrárnefnd-
ar, flutt af Geir Hallgrímssyni (S),
forsætisráðherra, Ólafi Jóhannes-
syni (F), dómsmálaráðherra, Lúð-
vík Jósepssyni, formanni Alþýðu-
bandalagsins, Benedikt Gröndal,
formanni Alþýðuflokksins, og
Magnúsi Torfa Ólafssyni, for-
manni SFV.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar, að þar scm 6
ár eru liðin síðan stjórnarskrár-
neínd var kosin, og það er lengri
tími en venjulegur kjörtími þing-
kjiirinna nefnda og ráða, skuli að
loknum kosningum til Alþingis
tilnefna að nýju 9- menn í
stjórnarskrárnefnd af hálfu
þeirra stjórnmálaflokka, sem
fulltrúa eiga á nýkjörnu Alþingi,
og í hlutfalli við þingmannatölu
þar. Skal hin nýja nefnd skila
innan tveggja ára álitsgerð og
tillögum um endurskoðun stjórn-
arskrárinnar og taka sérstaklega
til meðferðar kjördæmaskipun.
kosningaákvæði stjórnskipunar-
laga. skipulag og starfshætti
Alþingis og kosningalög."
Gera verður ráð fyrir, að með
hliðsjón af flutningsmönnum til-
lögunnar, að hún „fljúgi í gegn“ í
þingi, þrátt fyrir það að hún
kemur ekki fram fyrr en á næst
síðasta starfsdegi þess.
Ólafur B. Óskarsson.
sérstaklega þegar þess er gætt, að
olíuverð getur stórhækkað hvenær
sem er, auk þess sem spár eru um
að beinlínis verði um olíuskort að
ræða á heimsmarkaði á næstu
áratugum.
Nýting afgangsorku
í sambandi við það að auka
nýtingu framleiddrar raforku er
eflaust um ýmsa möguleika að
ræða, og ekki ástæða til að fara út
í langa upptalningu á slíku.
Þó skal þess getið að heyköggla-
verksmiðjurnar ef í þeim væri
notuð raforka í stað olíu eins og nú
Þinglausnir í dag;
Fundir
framá
sl. nótt
I gær vóru fundir í samein-
uðu þingi og þingdeildum.
Gert var ráð fyrir að fundir
myndu standa í allt ga'rkvöld
og c.t.v. næturlangt. Stefnt
var á þinglausnir í dag en ekki
var vitaö um tímasetningu
þeirra þegar þessi frétt var
skrifuð. Miðdegis í gær var
búið að samþykkja fern lög.
• Fjáraukalög 1976.
• Rikisreikning 1976.
• Frv. til laga um söluskatt.
• Frv. um embættisgengi
kennara og skólastjóra.
Meðal frv. sem líkur eru á að
orðið hafi að lögum í gær-
kveldi eða nótt eru. ný skatta-
lög (frv. til laga um tekju- og
eignaskatt). frv. að iðnaðar
lögum. frv. um Iðntækisstofn-
un íslands, frv. um heilbrigðis-
þjónustu. frv. um umferðarlög
og e.t.v. frv. um bann við
erlendum fjarhagst. við ísl.
stjórnmálaflokka. Frá af-
greiðslu í lokaskorpu þingsins
verður nánar skýrt í Mbl. á
þriðjudag.
Meðal þingsályktunartil-
lagna sem samþykktar vóru í
sameinuðu þingi í gær, eru.
• Tillaga Sverris Hermanns-
sonar og Péturs Sigurðssonar
um leit að nýjum karfamiðum.
• Tillaga Sverris Hermanns-
sonar o.fl. um íslenzkukennslu
í fjölmiðlum m. breytingu frá
allsherjarnefnd s.þ.
• Tillaga Sigurlaugar
Bjarnadóttur o.fl. um fram-
hald Inndjúpsáætlunar m. br.
frá atvinnumálanefnd.
• Tillögur til þingsályktunar.
sem ekki var vitað, hvort fengi
endanlega afgreiðslu. eru. til-
laga Sverris Hermannssonar
o.fl. um íslenzka stafsetningu.
tillaga Pálma Jónssonar um
öryggisbúnað smábáta. tillaga
um úrsögn íslands úr Nato
o.fl.
Skýrsla iðnaðarráðherra um
Kröfluvirkjun var á dagskrá
s.þ. í gærkveldi — og var búizt
við nokkrum umræðum um
hana síðla kvelds eða í nótt.
er gert, þá væri þar að verulegu
leyti um afgangsorku að ræða og
ber því sérstaklega að greiða fyrir
því að þar verði breytt um til
notkunar raforku.
Þá ber að nefna hina svokölluðu
aflmarkstaxta, sem bændur eiga
kost á að fá. Ég hef þær upplýsing-
ar, að þessi raforkusala sé fremur
hagstæð fyrir rafmagnsveiturnar,
og byggist það á því að þar er
álagstoppnum haldið niðri en
hagur notandans felst í því að ná
sem bestri nýtingu orkunnar
innan hins tilgreinda taxta og er
þá með góðri nýtingu hægt að fá
mjög hagstætt orkuverð. Það
kemur því að mínu áliti til greina
að gefa öðrum atvinnurekendum
kost á að kaupa raforku með
svipuðum hætti, telji þeir sig geta
nýtt afgangsorku þannig að
meðalverð til þeirra gæti lækkað
verulega.
Orkuframleiösla og
dreifikerfi
nýtist sem bezt
Ég nefndi það áðan hér sem 3.
atriði þeirrar könnunar sem gera
þarf, að nauðsynlegt væri eftir því
sem hægt er að leiðbeina um og
skipuleggja orkunotkun þannig, að
orkuframleiðsla og dreifikerfi
nýtist sem best.
Þetta er atriði sem eflaust er
erfitt í framkvæmd, en ber samt
fullkomlega að hafa í huga m.a.
með tilliti til orkusparnaðar.
Þar er nauðsynlegt að hyggja að
hagkvæmri staðsetingu orku-
frekra fyrirtækja. Og auk þess,
— Þar sem um er að ræða
fyrirtæki með árstíðabundna
starfsemi, að fyrirtæki sem starfa
á mismunandi árstímum séu
byggð upp á sama veitusvæði og
þannig verði dreifikerfin arðbær-
ari, og ætti það að geta leitt til
lægra orkuverðs. Auk þess sem
þetta er að sjálfsögðu atvinnu-
spursmál.
Það mun flestum ljóst að alltaf
má búast við stórfelldum
verðhækkunum á olíu á heims-
markaði, eins og dæmin sanna,
auk hættu á beinum olíuskorti.
Það hlýtur því einnig að vera
ljós nauðsyn þess að markvisst
verði stefnt að nýtingu innlendrar
orku í atvinnurekstri landsmanna,
þannig að við verðum sem óháðust
innfluttu eldsneyti þegar að því
kemur að það stórhækkar í verði,
eða verður jafnvel illfáanlegt.
— „Moro verð-
ur drepiniT
Framhald af bls. 1.
Tveir framkvæmdastjórar iðn-
fyrirtækja voru í gærkvöldi skotn-
ir í fæturnar í Milanó og Genova.
Talið er að Rauðu herdeildirnar
hafi verið þar að verki.
Lögreglan á ítaliu yfirheyrði í
dag þrjá nána aðstoðarmenn Aldo
Moros, sem undanfarið hafa verið
talsmenn fjölskyldu hans. Var
talin ástæða til að kanna hvort
fjölskylda Moros stæði í leynilegu
sambandi við ræningja hans.
Ekkert hefur verið látið uppi um
þessar yfirheyrslur, en ýmislegt
hefur þótt gefa til kynna að
fjölskyldunni hafi borizt bein boð
frá hryðjuverkamönnunum.
— Árás víða
fordæmd
Framhald af bls. 1.
allt og haft með sér skjöl sem
staðfesti að árásunum hafi ein-
göngu verið beint gegn búðum
SWAPO-manna. Stjórn Angóla
krafðist þess í dag að Öryggisráð
S.Þ. léti málið til sína taka þegar
í kvöld og var undirbúningur
boðaður kl. 18 í gærkvöldi að New
York tíma. Ovist er hvort formleg-
ur fundur verður haldinn í ráðinu
fyrr en á mánudag, en þá ætluðu
fulltrúar hinna vestrænu ríkja í
ráðinu að eiga fund með fulltrúum
frá SWAPO um tillögu sína um
framtíð Namibíu.
SWAPO-hreyfingin tilkynnti í
kvöld að til að hefna árásanna á
stöðvar sínar myndi hún skipu-
leggja árásir á verustaði óbreyttra
s-afrískra borgara í Namibíu.