Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
25
Myndin sýnir setlagasvæðið utan 200 mflnanna. Þverstrikaða svæðið er talið líklegt undir öllum
kringumstæðum að falli í hlut íslands en nyrzti hlutinn talinn líklegastur til olíuleitar. Þá eru sýnd setlög
norðaustur af Islandi. utan 200 mflnanna. Dregin er miðlína milli íslands annars vegar og Skotlands
og Irlands hins vegar, þegar ekkert tillit er tekið til Rockall. Þá er sýnt hvernig Reykjaneshryggurinn
teygir sig í suðvestur.
Samkvæmt samningsuppkast-
inu, eins og það er nú, mundi
Rockali hins vegar enga lögsögu
nbeita
— þar
ðmæti
ríkja utan 200 mílna og kort það
sem lagt var fram á ráðstefnunni.
— Við Islendingar höfum af
eðlilegum ástæðum einbeitt okkur
að fiskveiðiréttindum og má
kannski segja, að við höfum ekki
gætt þess sem skyldi að tryggja
réttindi okkar utan 200 mílnanna.
Í fjórða kafla uppkastsins að
hafréttarsáttmála, sem fjallar um
landgrunnssvæðið, er strandríki
þó veittur réttur út að ytri
mörkum lándgrunns, sem við
eigum langt út fyrir 200 mílur.
Strandríkið hefur rétt til vinnslu
jarðefna, olíu og gass en einnig til
að hagnýta lífverur, sem annað
hvort eru hreyfingarlausar á eða
undir botninum eða ekki eru á
fá, og er okkar reglugerð frá 15.
júli 1975 í samræmi við það, svo
og samningurinn við Breta frá 1.
hreyfingu án snertingar við botn-
inn.
Þótt engu verði um það spáð á
þessu stigi, hvað miklir hagsmunir
þarna gætu verið á ferðinni, ýmist
við vinnslu þeirra efna, sem þarna
eru að finna, eða við veiðar á
skelfiski eða öðrum lífverum,
þegar fram í sækir, er alveg ljóst,
að við Islendingar hljótum að
halda til streitu réttindum okkar.
Þróun hafréttarmála er svo ör, að
nú beinist athyglin mjög að
hafsbotninum utan 200 mílna, og
á næsta fundi ráðstefnunnar
verður áreiðanlega hart barizt um
þau yfirráð. En niðurstaðan verð-
ur að mínu mati sú, að strandríkin
halda eignarréttinum, en hins
vegar eru líkur til, að um arðskipt-
ingu verði að ræða, þannig að
alþjóðleg stofnun fái nokkra
hundraðshluta af arði þeim, sem
athafnir á þessu svæði kunna að
gefa.
I viðtali við Hans G. Andersen,
sem birtist hér á síðunni, skýrir
hann nokkuð með korti þetta mál,
en því má bæta við, að írska
reglan, sem hann talar um, er
byggð á því, að þykkt setlaga þurfi
að vera 1% fjarlægðarinnar frá
svonefndum brekkufæti (þ.e.a.s.
neðri brún landgrunnsbrekkunn-
júní 1976, þar sem þeir viðurkenna
fiskveiðitakmörk okkar sam-
kvæmt reglugerðinni.
ar) að ytri mörkum landgrunnsins.
M.ö.o.: til að ná 10 km belti þarf
100 m þykkt. Til að ná 100 km (eða
54 mílna) belti þarf 1000 m þykkt
setlag. Þó skulu ytri mörk alltaf
ná 60 mílum frá brekkufæti. En
það sem fyrst og fremst verður
þráttað um eru setlagasvæðin
utan hinnar svonefndu land-
grunnsbrekku. Þess má geta til
fróðleiks, að setlagasvæðið suður
af íslandi, sem sýnt er á kortinu,
er tvöföld til þreföld stærð ís-
lands, en á því svæði er einnig
gamalt land.
Þegar við fyrir tæplega hálfum
áratug tókum upp harða baráttu
fyrir einhliða útfærslu í 200 mílur,
gerðum við okkur naumast grein
fyrir því, hve miklum og skjótum
árangri tækist að ná. Nú þurfum
við að einbeita athygli okkar að
hat(sbotninum, enda kunna þar að
vera mikil verðmæti, ýmist lífræn
eða ólífræn. Sjálfsagt er að mínum
dómi að mótmæla því kröftuglega,
að Bretar eigi nokkurn rétt til
Rockall, og jafnvel þótt þeir ættu
það, að mótmæla því, að sá klettur
geti verið grundvöllur nýr grunn-
línupunktar. En í 3. mgr. 121. gr.
uppkastsins er sagt, að klettur,
sem ekki getur haldið uppi sjálf-
stæðu efnahagslífi, skuli ekki hafa
neina efnahagslögsögu né land-
grunnsréttindi. Rockall mun vera
áðeins um 40 m í þvermál.
Raunar má segja, að nú sé ljóst,
að við hefðum strax átt að
mótmæla tilraunum Breta til að
sölsa klettinn undir sig, en betra
er seint en aldrei.
— En hvað um Jan Mayen?
— Ég tel, að við eigum nú þegar
að taka upp viðræður við Norð-
menn um réttindi okkar og þeirra
í norðurhöfum. Ekki er fullljóst,
hvort Jan Mayen muni fá sjálf-
stæða efnahagslögsögu, en sam-
komulag, sem kynni að nást milli
Norðmanna og Islendinga um
yfirráð þessa hafsvæðis, mundi
væntanlega hafa úrslitaþýðingu.
Fyrir okkur er það líka spurning,
hvort æskilegt sé, að þarna yrði
um opið svæði að ræða eða eyjan
fengi sjálfstæða efnahagslögsögu.
En sjálfsagt er þó æskilegast
samkomulag milli þessara ríkja,
sem hindri að fisktegundir, sem
um þetta hafsvæði ganga séu e.t.v.
þurrkaðar upp af ryksuguskipum
annarra.
>fnu. Frá vinstrii Jón L. Arnalds, Hans G. Andersen, Gunnar G. Schram,
i, Gils Guðmundsson, Eggert G. Þorsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson,
>n.
21 viðkomustað-
ur í sumaráætlun
innanlandsflugs
SUMARÁÆTLUN innanlands-
flugs á vegum Flugfélags íslands.
Flugfélags Norðurlands og Flug-
félags Austurlands gekk í gildi 1.
maí s.l. Með tilkomu sumar-
áætlunar fjölgar ferðum allveru-
lega. en samtals verður flogið til
21 viðkomustaðar. Flugfélag
íslands ílýgur til 11 staða,
Flugfélag Norðurlands til 9 og
Flugfélag Austurlands 7 staða,
segir í fréttabréfi frá Flugleiðum
nýverið.
Þegar sumaráætlun hefur að
fullu gengið í gildi verður ferðum
frá Reykjavík hagað sem hér segir:
Til Akureyrar verða fimm ferðir
daglega fyrri part viku en sex
ferðir á föstudögum, laugardögum
og sunnudögum. Samtals 37 ferðir
í viku.
Til Egilsstaða verða tvær ferðir
á dag virka daga en þrjár ferðir á
sunnudögum, samtals 15 ferðir í
viku. Til Hafnar í Hornafirði
verða ferðir þriðjudaga, fimmtu-
daga, föstudaga, miðvikudaga og
sunnudaga, samtals fimm ferðir í
viku.
Til Húsavíkur er flogið daglega
og að auki tvær ferðir á þriðjudög-
um og fimmtudögum. Samtals níu
ferðir í viku.
Til Isafjarðar verða tvær ferðir
á dag, samtals 14 ferðir í viku. Til
Norðfjarðar verður flogið á laug-
ardögum.
Til Patreksfjarðar verður flogið
á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum, þrjár ferðir í viku. Til
Sauðárkróks verða ferðir alla
daga nema laugardaga og sunnu-
daga.
Til Vestmannaeyja verða fjórar
ferðir á dag nema á þriðjudögum
og föstudögum, þá eru þrjár ferðir.
Samtsls 26 ferðir í viku.
Til Þingeyrar veröur flogið
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga. Alls verða brottfarir frá
Reykjavík 118 í viku samkvæmt
áætlun.
Flugfélag Austurlands hefur
bækistöð á Egilsstöðum og flýgur
þaðan til Bakkafjarðar, Borgar-
fjarðar, Djúpavogs, Hornafjarðar,
Norðfjarðar og Vopnafjarðar.
Þessar ferðir eru í sambandi við
ferðir Flugfélags Islands til Egils-
staðaflugvallar. Til Bakkafjarðar
verður flogið á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum. Til
Borgarfjarðar verður flogið alla
virka daga. Til Djúpavogs á
mánudögum og fimmtudögum. Til
Hornafjarðar á mánudögum,
fimmtudögum og föstudögum. Til
Norðfjarðar alla virka daga. Til
Vopnafjarðar verður flogið á
mánudögum, föstudögum og mið-
vikudögum. Flugfélag Austurlands
hefur til umráða Islander-flugvél
sem tekur níu farþega.
Flugfélag Norðuriands heldur
uppi ferðum frá Akureyri til
Egilsstaða, Grímseyjar, Húsavík-
ur, ísafjarðar, Kópaskers, Raufar-
hafnar, Vopnafjarðar og Þórs-
hafnar. Frá Akureyri verður
ferðatíðni sem hér segir: Til
Egilsstaða verður flogið á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum. Til Grímseyjar á þriðju-
dögum og laugardögum, til Húsa-
víkur á þriðjudögum og föstudög-
um. Til ísafjarðar á mánudögum
og föstudögum, til Kópaskers
fimmtudaga, mánudaga, miðviku-
daga. Til Raufarhafnar verður
flogið alla virka daga. Til Vopna-
fjarðar verður sömuleiðis flogið
alla daga nema laugardaga og
sunnudaga. Frá Akureyri til Þórs-
hafnar verður flogið alla virka
daga. Brottfarar- og komutímar til
og frá Akureyri eru samræmdir
flugi Flugfélags íslands. l'lugfélag
Norðurlands hefur þrjár flugvélar
til að sinna sumaráætlun, þ.e.
einni Twin-Otter, einni Piper-
Navajo, einni Piper-Aztec, segir að
lokum í frétt frá Flugleiðum.
Alykta um vega-
mál í Eyjafirði
Á AÐALFUNDI Búnaðarfélags
Hrafnagilshrepps, sem haldinn
var að Laugarborg nýlega, var
eftirfarandi ályktun samþykktt
Fundurinn vill vekja athygli
stjórnvalda, yfirmanna samgöngu-
mála og þingmanna Norðurlands-
kjördæmis eystra á því ófremdar-
ástandi, sem ríkir í vegamálum í
fram Eyjafirði. Að meginhluta eru
vegirnir enn þeir sömu og byggðir
voru í upphafi bílaumferðar, og
þola þeir á engan hátt þá marg-
földun, sem orðið hefur á umferð
um þá. Þá er viðhald veganna í
algjöru lágmarki, þannig að oft á
tíðum eru þeir illa færir eða ófærir
venjulegum ökutækjum. Þá vill
fundurinn ítreka margframkomn-
ar áskoranir ýmissa aðila um
nauðsyn þess, að byggð verði hið
fyrsta brú á Eyjafjarðará mið-
svæðis í héraðinu til að tengja
saman vaxandi byggðir beggja
megin ár, svo og til að nýta megi
betur skólahúsnæði beggja megin
fjarðarins. Telur fundurinn, að
frumvarp Lárusar Jónssonar um
könnun á brúarstæði yfir Eyja-
fjarðará, sem lagt var fram á
síðasta þingi, sé góð byrjun, en
betur má, ef duga skal. Að lokum
skorar fundurinn á.alla þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra að
fylgja því fast eftir við yfirvöld
vegamála, að myndarlegt átak
verði gert í byggingu vega í fram
Eyjafirði, svo þeir hæfi vel og
þjóni sem best hinum myndarlega
og þróttmikla búskap. sem er
rekinn í héraðinu.
Listi Sjálfstæðisflokks-
ins á Neskaupsstað
BIRTUR hefur verið framboðslisti
Sjálfstæðisflokksins á Neskaup-
stað til bæjarstjórnarkosninganna
í vor. Skipa hann: 1. Hörður
Stefánsson flugvallarvörður, 2.
Gylfi Gunnarsson framkvæmda-
stjóri, 3. Reynir Zoéga gjaldkeri, 4.
Hjörvar Ó. Jensson bankamaður,
5. Elínborg Eyþórsdóttir frú, 6.
Sigurjón Valdimarsson bílstjóri, 7.
Stefán Pálmason rafvirki, 8. Dag-
mar Þorbergsdóttir frú, 9. Brynjar
Júlíusson afgreiðslumaður, 10.
Magnús B. Þórlindsson vélstjóri.