Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 47 ENN SETUR i GUÐRÚNMETj GUÐRÍJN Ingólfsdóttir USÚ er iðin við kolann og metin. Á kastmou ▼ Ármenninga á Laugardalsvellinum á uppstigningardag bætti hún ^ nokkurra daga gamals íslandsmet sitt í kringlukasti. Kastaði Guðrún * 39.24 sem er 20 sentimetra bæting. Á sama móti kastaði Guðrún ▼ kúlunni 11.96 metra. en hermt er að hún hafi kastað lengra en 4 gildandi íslandsmet á æfingu daginn áður. — ágás. ^ Meistaramót- 4 ið í fimleik- ♦ um um helgina f MEISTARAMÓT íslands í íim- 1 leikum fer fram um helgina. ▼ Keppt verður í íþróttahúsi Kenn- A araháskólans og hefst keppni kl. * 15 báða dagana. í dag, laugardag, ▼ verður keppt í skylduæfingum ▲ karla og kvenna en á sunnudag Z verður keppt í frjálsum æfingum. ▼ Allt besta fimloikafólkjandsins ^ bessi 10 ára hnáta, bóra Guðjohn- sen, sigraði í firmakepþni Fim- leikasambandsins um síðustu helgi verður meðal keppenda á mótinu. . Hefur mikil gróska verið í 4 fimleikum hér á landi að undan- ▲ förnu, og eigum við nú ágætu ▼ fimleikafólki á að skipa. Má því búast við skemmtilegri keppni á mótinu. Mót þetta átti upphaf- lega að fara fram í marsmánuði en því varð að fresta þá. Fim- leikafólkið ætti því að koma vel undirbúið til mótsins. A Alex Stepney tekst þarna að verja frá Frank Stapleton í leik Arsenal og Manchester United í 1. deildinni T ensku fyrr f vetur. Arsenal vann þann leik 3>1. Aðrir leikmenn á myndinni eru MacDonald, Liam Brady, ▼ Lou Macari og Stewart Houston. Lóa stórbætti heimsmetið DANSK íslenzka stúlkan Lóa Ólafsson endurheimti heldur bet- ur heimsmet sitt í 10 kílómetra hlaupi þegar hún hljóp vega- lengdina nýverið á 3L45.4 mínút- um á móti í Kaupmannahöfn. Á síðasta ári hljóp Lóa á um 33i35 nu'nútum og setti hcimsmet sem rúmenska stúlkan Natalia Mara- sescu bætti í 32i43,2 á móti í Rúmeníu í janúar. Árangur Lóu er mjög athyglis- verður. Hún hljóp hlaupið mjög jafnt að því er ráða má af millitímanum. Fyrri 5 kílómetr ana hljóp hún á 15.47,7 mfnútum og hina si'ðari á 15.57,7 mi'nútum. Frá upphafi vega hafa aðeins þrír íslenzkir karlmenn hlaupið vega- lengdina á skemmri tíma en Lóa. Eins og áður segir er Lóa hálfíslenzk, en það er aðeins fyrir örfáum árum að hún gerðist danskur þegn. Faðir hennar er íslenzkur. fyrrum bakari, sem nú rekur þvottahús Kaupmannahöfn. NDrrebro — ágás. ÞOR HÉLT Austur- bergshlaup Frjálsíþróttadeild íþróttafé- lagsins Leiknis efnir i' dag til Austurbergshlaups. Hlaupið hefst kl. 14 en innritun keppenda hefst klukkan 13 i' kjallara Hólabrekkuskólans. Næstu Aust- urbergshlaup verða haldin 13. og 20. mai'. öldungamótið verðurí dag ÓLDUNGAMÓTINU á skíðum, sem vera átti á fimmtudaginn. varð að fresta vegna veðurs. Mótið verður því haldið í dag ef veður leyfir og verður keppt í þremur flokkum, 35—40 ára, 41 —45 ára og 46 ára og eldri. Unglingar úr skíðafélögunum í Reykjavík sjá um mótið og gefa til þess öll verðlaun. Nafnakall verður klukkan 13, en mótið hcfst klukkan 14. ___ FRAM MEÐ KÖKUSÖLU Handknattleiksdeild Fram heldur kökubazar í Framhcimil- inu í dag. Salan á kræsingunum hefst klukkan 14. SINU ÞÓR VANN Breiðablik 28:23 í seinni leik liðanna um lausa sætið í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik karla. Leikið var á Akureyri, en fyrri leiknum, sem fram fór syðra, lauk einnig með sigri Þórs, 19:18. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 12:12 en Þórsarar tóku öll völd í seinni hálfleik og unnu örugglega. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 6, Jón Sigurðsson og Árni Gunnarsson 5 mörk hvor, Gunnar Gunnarsson 4, Aðalsteinn Sigur- geirsson og Valur Knútsson 3 mörk hvor, Ragnar Sverrisson og Rögnvald Erlingsson 1 mark hvor. Mörk Breiðabliks: Hannes Ey- vindsson og Hörður Már Kristj- ánsson 6 hvor, Kristján Gunnars- son 4, Brynjar Björnsson, Ólafur Bjarnason, Sigurjón Randversson 2 mörk hver og Árni Tómasson 1 mark. — Sigb.G. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ♦ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ♦ 4 ENSKIR fréttamenn líta á viður- eign Arsenal og Ipswich í úrslit- um ensku bikarkeppninnar i' dag sem leik Davíðs og Golíats. beirra skoðun er að Arsenal muni sigra og rökstyðja hana með getu Arsenal að undanförnu, meiðsl- um leikmanna Ipswich í vetur og síðast en ekki sízt með því að líta á spjöld sögunnar. Samkvæmt þeim hefur Arsenal átta sinnum leikið til úrslita í keppninni og fjórum sinnum unnið, en leik- menn Ipswich hafa aldrei fyrr komizt í úrslit bikarkeppninnar, hápunkt keppnistímabilsins hjá enskum knattspyrnuliðum. Ips- wich er 46. liðið. sem kemst í úrslit keppninnar á 106. árum. Af leikmönnum Arsenal var Pat Rice sá eini, sem var með Arsenal- liðinu, sem tapaði fyrir Leeds á Wembley í úrslitum bikarkeppn- innar fyrir sex árum. Árið á undan vann Arsenal á Wembley og gerði betur þann vetur, því þá vann liðið tvöfalt, þ.e. bæði deild og bikar í Englandi. Tveir aðrir leikmenn Arsenal hafa þó áður leikið í úrslitum bikarkeppninnar. Mal- colm Macdonald var í liði New- castle, sem tapaði á Wembley 1974, og Pat Jennings var í liði Totten- ham, sem vann þessa skemmtilegu keppni fyrir 11 árum. Lið Arsenal var valið í vikunni og skipa það eftirtaldir 11 leik- menn: Jennings, Rice, Nelson, Price, 0‘Leary, Young, Brady, Sunderland, MacDonald, Staple- ton, Alan Hudson og varamaður verður Graham Rix. í þessu liði : eru sex írar, þ.e. þrír frá N-írlandi og þrír frá írska lýðveldinu. Leikmenn Ipswich gera sér grein fyrir því að róðurinn verður erfiður hjá liðinu í leiknum við Arsenal í dag. En þeir gera sér líka grein fyrir því að þegar út í leikinn er komið er ekki spurt hverjir hafi verið betri á keppnistímabilinu, heldur hverjir séu betri í sjálfum leiknum. Þeir hafa það líka í huga að á síðustu árum hafa óvæntír hlutir gerzt á Wembley og ekki Arsenal spáð sigri, en lið Ipswichætlar sér líka sigur mörg ár síðan leikmenn Southampton og Sunderland lyftu bikarnum að loknum úrslitaleik á Wembley. Ipswich hefur aðeins einn lands- liðsmann í sínum hóp, fyrirliðann og hinn sókndjarfa Mick Mills. Reyndar hefur Kevin Beatty verið í landsliðinu og ætti þar sæti hefði hann ekki átt við sífelld meiðsli að stríða. Þá hefur Mariner leikið landsleiki á tveimur síðustu árum, en aðeins Mills er í enska landslið- inu um þessar mjundir. Meiðsli á meiðsli ofan hafa sett strik i -eikninginn í vetur hjá Ipswich og liðið var aðeins rétt fyrir ofan þau félög, sem börðust á botni deildar- innar í vetur. Bobby Robson hefur lýst þessu keppnistímabili sem þv versta, sem hann muni eftir. E.t.v. endar þessi slæma vertíð hjá Ipswich með sigri í bikarnum? Robson hefur enn ekki valið endanlega það lið, sem leikur gegn Arsenal í dag, enn spila meiðslin inn í hjá liðinu. Hann hefur þó valið 16 leikmenn og eru þeir eftirtaldir: Cooper, Burley, Mills, Talbot, Hunter, Beattie, Osman, Osborne, Wark, Mariner, Why- mark, Geddis, Woods, Lambert, Gates, Turner. IPSWICH-leikmennirnir Kevin Beattie og Roger Osborne fallast í faðma að loknum leik liðsins við West Bromvich Albion í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrr í vetur. Ipswich vann þann leik 3t0. A»J<AiÆPPOle KfieEA L'10* BBAauáoMeMKi wJAUSLS O- (oysiCALAMD - OÚCtí'- ^ftAKLtCLAKiO - UOR.OU12_ '(RLAKJD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.