Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 31 Stefnir Helgason; Sjálfstæðisfólk—sjálf- stætt fólk í Kópavogi í bókinni „Sjálfstætt fólk“ segir Bjartur í Sumarhúsum á einum staö: „En náttúrulega dettur mér ekki í hug að jafna mér við stórmenni, nema hvað mér finnst að ég sé nógu mikið stórmenni fyrir sjálfan mig og biðst þarafleiðandi undan öllum afskiftum af mínum högum og kæri mig ekki um að vera í félagi við neinn.“ Laxnes hefur greint frá því að fáar persónur séu algengari í íslendingasögum en hetja sem lýtur svo ströngu siðalögmáli að hann gerir sér allan heiminn að óvini og berst uns yfir lýkur við sjálfan sig, guð og menn. Og það er ekki aðeins í strjálbýli til sveita sem þessi manngerð á heima, hliðstæðu hans og furðu nákvæma líkingu er að finna í stórborgum veraldar. Upphafi Það þarf því engan að undra þótt að í Kópavogi finnist fólk með sama hugsunarhætti, en því dettur mér þetta í hug 'að þeir sem við töldum hér fyrir skömmu vera sjálfstæðismenn og það á fundi þar sem samþykktur var fram- boðslisti Sjálfstæðisflokksins í Tólistarskólinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Austurbæjarbíói í dag klukkan 14.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir, J.S. Bach, Berkeley, Propora-Kreisler, Poulenc, Fauré Rameau-Leschetizky, Liszt, Rouss- el, Schumann, Bloch, Skrjabin, Béla Bartók og Chopin. Þeir sem koma fram eru Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Gunnar Messa úr í DAG, laugardaginn 6. maí, kl. 5 síðd., verður guðsþjónusta í Kap- ellu háskólans. Þar syngur Kirkju- kór Akraness undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra. Organisti er Fríða Lárusdóttir, Friðrik J. Hjartar stud. theol. prédikar, en séra Björn Jónsson Kópavogi, eru nú sér á lista og eðlinu samkvæmt kalla sig sjálf- stæðisfólk eða sjálfstætt fólk. Þessum einstaklingum kemur ekkert við þótt settar hafi verið reglur um prófkjör þar sem ákveðnum skilyrðum er beitt, reglum sem þeir sjálfir samþykktu á sínum tíma. Þeim kemur ekkert við þótt 80% þeirra sem sam- kvæmt sömu reglum ber að ákveða framboð séu þeim ekki sammála, þeir einir eru boðberar lýðræðis- Gunnarsson, Sigríður Helga Þor- steinsdóttir, Inga Huld Markan, Dagný Björgvinsdóttir, Haukur Hannesson, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Birna Bragadóttir, Guðmundur Magnús- son, Hjálmur Sighvatsson, Björn Leifsson, Hrönn Geirlaugsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Þórhall- ur Birgisson og Jónas Sen. ísraelsför prestur á Akranesi þjónar fyrir , altari. Þessi 50 manna kór flytur sömu messu og í ísraelsför sinni um jólaleytið s.l. vetur. Að sjálfsögðu er öllum heimill aðgangur að þessari messu, sem Akraneskórinn flutti m.a. suður í Rómaborg. ins, en kæra sig ekki um að vera í félagi við neinn, rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum. Framboð Umræddir einstaklingar taka sig því til og stofna til framboðs, en þá bregður svo við að lýðræðis- hugsjónin dagar uppi. Sá sem skilyrðislaust hefði átt að vera í öðru sæti endar í fjórða sæti, en á milli koma menn sem ekki voru í prófkjöri flokksins og eru því augljóslega ekki tilkomnir vegna vilja almennings þ.e. eftir þeirra eigin túlkun og sé listinn skoðaður í heild kemur í ljós að mikill hluti frambjóðenda hefur aldrei starfað né verið félagsmenn í sjálfstæðis- félögunum í Kópavogi. Samstarfsviljh Geta þessir einstaklingar, hver með sína eigin ástæðu til brott- hlaups ásamt hópi af flokks- leysingjum starfað saman að kosningum loknum? Nei, slíkt verður að teljast útilokað, hópur einstaklinga sem samanstendur af hatri, þótt eng- inn þeirra hati það sama, getur ekki starfað saman málefnalega, fyrri reynsla hefur sannað það óumdeildanlega. Útilokun til starfat Voru þessir einstaklingar sem störfuðu í félögum sjálfstæðis- manna beittir órétti af þeim sem eftir sitja og virða samþykktir flokksins? Svari nú hver fyrir sig, en rétt er að benda á að umræddir einstaklingar eiga sæti í fulltrúa- ráði, flestir hafa setið landsþing flokksins og verið í nefndum félaga og á vegum bæjarins. Samstaða sjálfstæðismannai Sjálfstæðisflokkurinn einn allra flokka hefur hingað til borið gæfu til þess að vera laus við einkenni allra annarra flokka, þ.e. að skiptast í smærri einingar, til- raunir hafa þó verið gerðar til sérhagsmunaframboða, en alltaf endað á þann veg að flokkurinn kom sterkari út en áður og svo mun einnig fara nú. Samnefnari Bjarts í Sumarhús- um verður alltaf til, svo lengi sem land byggist, en okkur hinum ber hins vegar að byggja afl okkar á sterkum samtökum sem hafa það að markmiði að vinna gagn fyrir fjöldann, eins og við raunar höfum borið gæfu til fram að þessu. Vortónleikar Tónlistarskólans Kópavogur í 8 ári Kópavogur í dag líkist lítið Kópavogi fyrir 8 árum. Þau 8 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið ábyrgð á málefnum bæjarins hafa orðið okkur öllum til mikilla hagsbóta og þarf ég ekki að nefna nein dæmi, þau þekkja allir Kópavogsbúar og má þó ekki gleyma því að tveir bæjarfulltrúar flokksins brugðust, fyrst Egg- ertSteinsen sem ekki vildi hita- veitu, mesta framfaramál bæjar- ins fyrr og síðar, hann sprengdi þáverandi meirihluta vegna máls- ins, en öðrum og framsýnni aðilum tókst að bjarga málinu og síðar sagði Sigurður Helgason sig úr bæjarstjórn án þess að fram kæmi nokkur ástæða, en báðir þessir menn eru nú í framboði fyrir sinn hvorn listann og segir það sína sögu. Kópavogur — Reykjavíki Það er engin tilviljun að bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins miða stöðugt við Reykjavík í kröfum þeirra til margra mála- flokka, ástæðan er einföld, þar stjórna sjálfstæðismenn, munur- inn er aðeins sá að þar hafa þeir hreinan meirihluta og því sýnu færari um að stjórna af viti og væri það mikil gæfa fyrir Kópavog ef svo yrði einnig hér, rétt eins og það væri mesta ógæfa Reykjavíkur að lenda í sömu aðstöðu og öll þau bæjarfélög sem við samstjórn búa, hversu sam- stæður sem meirihluti tveggja eða fleiri flokka er, gefur það aldrei möguleika til að stjórna á sama hátt og þegar hreinn meirihluti eins flokks er við stjórn og á þetta ekki síður við um stjórn landsins. Rökrétt afleiðingi í komandi kosningum verður ekki kosið milli tveggja lista sjálfstæðismanna, tilkoma ein- staklingslistans „Sumarhúsalistans" getur aðeins leitt það af sér að áhrif Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi til stjórnar bæjarins hverfa og við tekur Alþýðubandalagið. Um það eitt verður kosið og er ég þess fullviss að þeir sem þekkja sögu Kópavogs fyrir 1970 standa fast með D-list- anum og þá ekki síður þeir fjölmörgu sem flutt hafa frá Reykjavík og þekkja stjórn sjálf- stæðismanna þar. Þá er ég þess fullviss að þeir ágætu sjálfstæðismenn sem blekktir hafa verið á röngum forsendum m,unu ekki stuðla að sundrungu með þvf að styðja lista Sumarhúsamanna. vitandi að með því einu að styðja D-listann er tryggt að Kópavogi verður stjórnað af festu og með það eitt í huga að bæjarbúar fái notið þjónustu eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu. Stefnir Helgason Eldhúsdagsumræðurnar: Efnahagsmálin í brennidepli H vatt til víðtæks samráðs um kjaramál Efnahafsmálin voru í brenni- depli í útvarpsumræðunum frá Alþingi. og nær allir þátttakend- ur stjórnmálaflokkanna lögðu út af efnahagsvanda þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti. Fram komu tillögur um að komið yrði á víðtæku samstarfi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórn- ar um skipan kjaramála og komið á einhvers konar kjarasáttmála. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í þessum umræðum gerðu grein fyrir því sem þeir töldu hafa áunnizt og nefndu einkum hvernig tryggja tókst full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu Islands, hvernig tekizt hefur að halda upp fullri atvinnu hér á landi, sem verið hefur lielzta vandamál er ríkisstjórnir í nágrannalöndum hafa átt við að stríða, og byggða- stefnu. Minntu þeir jafnframt á að efnahagsvandinn væri ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði heldur vanda- mál sem við væri að etja í flestum ríkjum Vesturlanda í einni eða annarri mynd. Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, sem ásamt Einari Ágústssyni utanríkisráðherra var fulltrúi Framsóknarflokksins í þessum umræðum, lagði áherzlu á endurskoðun vísitölukerfisins og varpaði fram þeirri hugmynd hvort ekki mætti ákveða hlutfall milli hæstu og lægstu launa með samkomulagi eða jafnvel með lagasetningu, því mikilvægt væri að eyða þeirri tortryggni er nú ríkti í þessum efnum, og varpaði jafnframt fram þeirri hugmynd hvort hugsanlegt væri að koma á fót launamálaráði eða fulltrúum hins opinbera, launþegum og atvinnurekendum til að safna upplýsingum um raunverulega tekjuskiptingu. Einar Ágústsson tók í svipaðan streng. Fulltrúar Alþýðuflokksins í þessum umræðum, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Sighvatur Björg\dnsson, Bragi Sigurjónsson og Benedikt Gröndal, lögðu áherzlu á að Alþýðuflokkurinn hefði þegar lagt fram mótaðar tillögur til lausnar efnahagsvandanum, þar sem þó væri á engan hátt um að ræða nein kraftaverkameðul heldur leiðir sem tækju sinn tíma að verka. Sighvatur Björgvinsson taldi nauðsynlegt að koma yrði að samráði og samstarfi milli aðila vinnumarkaðar með aðild ríkis- stjórnar, og gerður kjarasáttmáli, þar sem framfylgt væri lág launastefnu ASÍ en ríkisstjórn jafnframt gefið svigrúm til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Alþýðubandalagsmenn, þeir Ragnar Arnalds, Garðar Sigurðs- son og Karl Sigurbergsson, deildu allir hart á ríkisstjórnina fyrir stjórn hennar á efnahagsmálum og fyrir vísitöluskerðinguna, og að ráðstafanir ríkisstjórnar beindust fyrst og fremst að launafólki meðan til afgreiðslu væru á Alþingi frumvörp um verðlagsmál og skattamál sem þeir töldu ívilna verzluninni og fyrirtækjum. Lögðu þeir áherzlu á að Alþýðubandalag- ið væri eini kostur þeirra sem kjósa vildu gegn núverandi ríkis- stjórn. Karvel Pálmason deildi einnig á efnahagsmálastefnu ríkisstjórnar- innar, hvað hana í reynd hafa gefizt upp við að leysa verðbólgu- vandann. Hann taldi Vestfirðinga afskipta í fjárveitingum hins opinbera, einkum í samgöngumál- um, og sagði að hið flokkspólitíska vald ýtti undir spillingu ýmiss konar, er hér hefði verið að skjóta upp kollinum. Magnús Torfi Ólafsson, hinn fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, deildi á fjármála- stjórn ríkisstjórnarinnar og taldi að henni hefði verið með eindæm- um mislagðar hendur í þeim efnum. Hann sagði að í dögun nýs kjörtímabils væri þörf nýrra vinnubragða og nú reyndi á hvort alþingismenn þekktu sinn vitjun- artíma því að kjósendur hefðu dregið sinn lærdóm af liðinni tíð. ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Fjalltoss Skógatoss Lagartoss Fjallfoss ROTTERDAM: Reykjafoss Fjallfoss Lagarfoss Fjallfoss FELIXSTOWE: Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HAMBORG: Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss PORTSMOUTH: 5. maí [jpj 10. maí Lf| 17. maí iFjil 23. maí ^ . \É 8. maí 15. maí lifj 22. maí |CJj 29. maí rpj , frl 11. mai 18. maí JJi 27. maí rri Bakkafoss Goðafoss Bakkafoss GAUTABORG Laxfoss Háifoss Laxfoss 11. maí irl 18. maí ni 2. júní | 8. maí ® 16. maí 'p. 22. maí KAUPMANNAHÖFN: ÍF Laxfoss 9. maí JJ Háifoss 17. maí Laxfoss 23. maí hj_ HELSINGBORG: ^ 11. maí [fj 18. maí g Tungufoss Grundarfoss Tungufoss MOSS: Tungufoss Grundarfoss Tungufoss 25. mai f 12. maí 19. maí (Pfj 26. maí [rt Úðafoss 8. maí öj Tungufoss 13 maí m Grundarfoss 20. maí [rrj Tungufoss 27. maí .J STAVANGER: m Skeiösfoss 8. maí lírj Grundarfoss 22. maí [|vj GDYNIA: i Múlafoss 5. maí rjdJ írafoss 22. maí LISBON: m Stuðlafoss 8. maí XTi VALKOM: Í írafoss 20. maí ípJ Múlafoss 30. maí Í£j WESTON POINT: Iri Kljáfoss 16. maí TJj Kljáfoss 30. maí J l'rl gi p i I I 1 Reglubundnar feröir alla mánudaga frá Reykjavik til Isafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-skála. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.