Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
45
w1
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
KM
hefur verið hérlendis, og ábyggi-
lega þeirri stærstu í einni vöru-
grein.
Hin alþjóðlega vörusýning bif-
reiða, AUTO 78, varð og verður
þeim sem að henni stóðu til mikils
sóma. Þegar maður gengur um
þessa sýningarsali, í tveim stór-
hýsum, og lítur yfir sýningardeild-
ir bílaumboðanna, þá fer ekki hjá
því, að manni verði hugsað til
þeirra krafta, þess stórhugar og
hugkvæmni, sem bak við allt þetta
liggur. Smæð okkar Islendinga er
augljós, þegar við berum saman
íbúatölu þjóðarinnar við aðrar
þjóðir, en þessi sýning ber engin
merki þessa mismunar það ég bezt
fæ séð.
Vörusýningar eru tiltölulega nýr
þáttur í viðskiptum á heimamark-
aði íslendinga, áttu sér auðvitað
litla möguleika meðan haftakerfið
var voðalegast og samkeppni
útlæg að mestu. Nú erum við að
rétta smátt og smátt úr þessum
niðurlægingarkút, og þá skapast
grundvöllur fyrir alls konar kaup-
stefnur og vörusýningar. Hingað
til hafa vörusýningar að lang-
mestu leyti beinst til heimamark-
aðarins, en áður en langt líður, er
þess að vænta að sýningar okkar
dragi hingað erlenda viðskipta-
menn, og gætu það orðið þáttaskil
í markaðsleit okkar fyrir íslenzkar
iðnaðarvörur og aðrar afurðir.
Innflutningur til Islands er að
stórum hluta byggur á þátttöku
íslenzkrar verzlunarstéttar í er-
lendum vörusýningum og skilning-
ur manna almennt vex óðfluga á
þessu mikilvirka markaðstæki.
Mörgum finnst að skemmtanalíf
okkar í þessu landi sé fremur
fábrotið. Ekki er hægt að sakast
við neina sérstaklega um þetta. I
raun réttri er þetta að mestu leyti
afleiðing fámennisins. Þess vegna
er það e.t.v. ekki eins merkilegt og
sumum kann að finnast, þegar vel
gerðar vörusýningar draga til sín
fjórðung þjóðarinnar eða meir á
fáum dögum. Það er ótrúlega mikil
tilbreyting frá hinu hefðbundna
skemmtanalífi okkar, að ganga um
sýningar eins og bílasýningin að
Bíldshöfða var. Til viðbótar þeirri
þekkingu, sem þar fæst í bifreiðum
og samanburði verða og gæða, sem
mörgum mmun í hag koma nú og
síðar, þá er þetta viðburður í
borgarlífinu og fyrir alla lands-
menn og hin bezta skemmtun að
ganga þarna um sali.
Maður verður því dálítið undr-
andi, þegar menn taka sér penna
í hönd, og agnúast yfir því að
inngangseyrir á þessa sýningu
skuli vera 800.- krónur. Ég held ég
hafi séð fleiri en einn pistil í
blöðunum, þar sem að þessu var
fundið, og hefði frekar mátt búast
við einhverjum viðurkenningar-
orðum. Auðvitað hafa flest blöð
sýnt þessu ágæta framtaki Bíl-
greinasambandsins verðuga at-
hygli, og auðvitað hugsar þorri
almennings eitthvað svipað því
sem ég skrifa hér, en ég gat ekki
stillt mig um að setja þessar
hugsanir á blað, eftir að ég borgaði
800,- krónur í fiskbúðinni áðan
fyrir tvo rauðmaga.
Bl. sk.“
• Þungt kerfi
Faðiri
— Mér finnst kerfið í kring-
um útvegun ökuleyfis á bifhjól eða
létt bifhjól heldur þungt í vöfum.
Strákurinn minn var að fá sér
svona hjól og til að fá réttindi þarf
skoðun á hjólið hans og því þarf
hann að fá sér sendibíl í bifreiða-
eftirlitið með hjólið og fá á það
skoðun og síðan er því er lokið þarf
hann að fara í próf til lögreglunn-
ar og þangað þarf hann einnig að
taka sendibíl með hjólið, því ekki
ekur hann því þangað próflaus.
Mér finnst að lögreglan ætti að
hafa hjá sér einhverja hjólatík,
sem hægt er að láta strákana taka
prófið á. Meðan á núverandi kerfi
stendur þarf sem sagt að taka
sendibíl á leigu hingað og þangað
með hjólið til að öðlast skoðun
fyrir það og ökuréttindin, en til að
fá prófið verður að hafa skoðað
hjól og þess vegna þarf að fara
þangað fyrst. Þetta kerfi þyrfti að
einfalda.
Þlðpife
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
• Hætt búninga-
leigu
Þóra Borg kvaðst vilja fá að
benda á það af marggefnu tilefni
að hún væri löngu hætt að leigja
út búninga ýmiss konar t.d. fyrir
grímuböll, en hún hefði svo mikið
ónæði af þessum hringingum og
fyrirspurnum að óþolandi væri.
Kvað hún þessar hringingar bæði
í síma og á öllum dyrabjöllum
hússins trufla heimilisfrið íbú-
anna, og ekki aðeins hjá sér heldur
jafnvel hjá nágrönnum. Á sama
hátt bað hún að þess yrði getið að
hún væri löngu hætt að leigja út
kjólföt og pípuhatta og hún hefði
aldrei átt skautbúning, en hún
fengi sífelldar hringingar varð-
andi það kringum 17. júní.
HÖGNI HREKKVÍSI
Er þetta þroskaleikfang?
Hávaða- og
titringsmælingar
Briiel & Kjær, Danmörku mun halda námskeiö og
sýningu á hávaða- og titringsmælum og meöferö
þeirra.
Námskeiöiö veröur haldiö þriöjudaginn 9. maí aö
Hótel Loftleiðum.
Nánari uppl. hjá umboösmönnum Briiel & Kjær, Rafís
h.f. í síma 86620 alla virka daga milli kl. 13—17.
■ig
Wesper
hitablásarar
fyrirliggjandi í eftirtöldum stæröum:
2500 k.cal 12800 k.cal. — 17600 k.cal.
Sérbyggöir fyrir hitaveitu og þeir hljóölátustu á
markaönum. Vegna óreglulegs viötalstíma þá
hringiö í næstu viku á milli kl. 12—13.
Helgi Thorvaldsson,
Háageröi 29,
Reykjavík, sími 24932.
Happdrætti
Lionsklúbbsins
Fjölnis
Vinningsnúmer
Nr. 23.911 26“ Luxor litsjónvarpstæki.
Nr. 11.739 20“ Sharp litsjónvarpstæki.
Nr. 18.249 20“ Sharp litsjónvarpstæki.
Nr. 10.809 20“ Sharp litsjónvarpstæki.
Nr. 14.074 Sólarlandaferð með Sunnu, á kr. 15.000,—
Nr. 926 Sólarlandaferð með Sunnu, á kr. 100.000.—
Nr. 20.068 Sólarlandaferð með Sunnu, á kr. 100.000.—
Nr. 18.208 Sharp ferðaútvarpstæki.
Nr. 9.303 Sharp ferðaútvarpstæki.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Vortónleikar skólans veröa haldnir í Austurbæjar-
bíói laugardaginn 6. maí kl. 2.30 síödegis.
Mjög fjölbreytt efnisskrá. Velunnarar skólans
velkomnir á tónleikana.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
Vesturbær
Nýlendugata.
Upplýsingar í síma 35408
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SIMINN KR:
22480