Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. „Munum herða róðurinn og þjappa okkur betur saman” r segir Olafur Jóhannesson for maður Framsóknarflokksins „Ék er auðvitað ekki ánægður með úrslitin, sérstaklega hvað Framsóknarflokkinn varðar hér í Reykjavík, í öðrum kaupstöðum utan Reykjavíkur er ekki umtals- verð breyting, sums staðar bæt- um við við okkur atkvæðum og sums staðar töpum við, eins og gengur,“ sagði Ólafur Jóhannes- son formaður Framsóknarflokks- ins þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Á því áfalii sem Framsóknar- flokkurinn varð fyrir í Reykjavík kann ég enga skýringu enn. Auðvitað er það sýnilegt að allmikill straumur er til stjórnar- andstöðuflokkanna, sem byggist að sjálfsögðu að einhverju leyti á landsmálapólitíkinni, þó ekki megi horfa fram hjá því að staðbundnar aðstæður koma til greina, þar á meðal í Reykjavík, þar sem áhugi hefur verið mikill hjá minnihlutaflokkum á að fella meirihluta sjálfstæðismanna. Er hugsanlegt að þetta hafi haft einhver áhrif á atkvæði einhverra um hvaða flokki þeir greiddu atkvæði sitt. Hreyfingin í þessum kosningum er meiri en venjulega og út af fyrir sig er ekki nema gott eitt um það Framhald á bls. 30. „Upphaf f rekari sókn- ar Alþýduflokksins” — segir Kjartan Jóhannsson vara formaður flokksins „FYRIR hönd Alþýðuflokksins verð ég að segja að niðurstöður kosninganna eru mjög ánægju- legar og tel úrslitin vera upphaf sóknar flokksins. Víða hefur Alþýðuflokkurinn stórlega aukið fylgi sitt og t.d. tvöfaldað fylgi sitt ( Reykjavík og Kópavogi og annars staðar hefur flokkurinn aukið fylgið stórlega,“ sagði Kjartan Jóhannsson varaformað- ur Alþýðuflokksins þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöidi. „Þegar litið er á heildarúrslitin hefur Alþýðuflokkurinn aukið fylgi sitt um 70% ef miðað er við fyrra fylgi. Sjálfur á ég von á að þessi þróun haldi áfram í komandi þingkosningum og reynslan hefur verið sú hjá Alþýðuflokknum, að gengið hefur betur í alþingiskosn- ingum heldur en sveitarstjórnar- kosningum og við höfum fengið ýmis merki um að fylgisaukning verði áfram í alþingiskosningun- um. T.d. hefur fólk talað um að þótt það geti ekki kosið okkur í sveitarstjórnarkosningum, þá muni það kjósa Alþýðuflokkinn til alþingis. Að lokum vil ég þakka öllu því fólki sem hefur stutt okkur og unnið fyrir okkur við þessar kosningar," sagði Kjartan. „Þegar Reykvíkingar skiptu gerðu þeir það annars hugar” — segir Magnús Torfi Ólafsson Magnús Torfi Ólafsson, formað- ur Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna sagði, þegar Mbl. leitaði álits hans á kosningaúrslit- um> „Eftir á að hyggja hefðu menn átt að geta séð fyrir, að þegar Reykvíkingar létu verða af því að skipta um borgarstjórnar- meirihluta, gerðu þeir það annars hugar. Áhugi á borgarstjórnar- kosningunum sjálfum var með daufara móti eins og sést á dræmri kjörsókn, en fjöldi fyrri kjósenda stjórnarflokkanna var staðráðinn í að hegna þeim við fyrsta tækifæri fyrir frammistöðuna við stjórn landsins á kjörtímabilinu og nú hafa þeir efnt þetta svo rækilega að borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins féll um leið.“ — Viltu spá einhverju um fram- vinduna í alþingiskosningunum í næsta mánuði, helzt fylgi stjórnar- andstöðuflokkanna eins og það kemur fram núna? „Ég treysti mér nú ekki að gerast spámaður, en það sem mér finnst liggja ljóst fyrir er að tap sjórnar- flokkanna er svo mikið á lands- mælikvarða að fyrirsjáanlegt má telja að endurtekning þess í alþingiskosningunum hafi í för með sér að núverandi stjórnarsam- starf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins taki enda að þingkosningunum loknum.“ Sigur G-listans í Rvík stærri en nokkurn grunaði - segir Ragnar Arnalds RAGNAR Arnalds. formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðiði „Úrslit borgarstjórnarkosning- anna í Reykjavík eru tímamóta- markandi viðburður í íslenzkum stjórnmálum, sem hugsanlega á eftir að draga verulega úr þeirri yfirburðaaðstöðu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lengi haft á Reykjavíkursvæðinu. Sigur Alþýðubandalagsins í Reykjavík varð raunar stærri en nokkurn grunaði, eins og bezt sést á því aö atkvæðahlutfall flokksins varð rúmlega 50% hærra en Alþýðu- bandalagið hefur nokkurn tíma áður fengið í borgarstjórnar- kosningum í Reykjavík. En sigur Alþýðubandalagsins var einnig stófelldur víða annars staðar um land og má sem dæmi nefna að á Dalvík þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt, jók atkvæða- tölu sína úr 63 atkvæðum í 202 og bætti. við einum fulltrúa. Mjög víða annars staðar bætti flokkúr- inn við bæjarfulltrúum. Alþýðubandalagið er ótvírætt sigurvegari þessara kosninga, en stjórnarflokkarnir hafa beðið eftirminnilegan ósigur. Alþýðu- flokkurinn bætti einnig talsvert við sig, en við mat á þessum Framhald á bls. 31 Mikið tjón er kalda- yatnsgeymirinn í Hvera- gerði splundraðist IIvoraKorói 27. maí AÐFARARNÓTT laugardags sprakk kaldavatnsmiðlunar geymir vatnsveitu Hveragerðis. Geymirinn. sem rúmaði 500 tonn. splundraðist gjörsamlega, en hann var fyrir neðan hamrana sem eru ofan við þorpið. Þegar geymirinn sprakk ruddist vatnsflaumurinn að gróðrarstöð- inni Hlíðarhaga, sem er þarna rétt hjá. Vatnsflaumurinn brauzt inn í 250 fermetra gróðurhús og sópaði út svo til öllu sem í því var en þar hafði eigandinn, Ásgeir Ólafsson, fullt hús af chrysantemum. Þetta er mikið tjón hjá Ásgeiri, en hann hafði nýlega keypt Hlíðarhaga. Það er mál manna hér, að ef geymirinn hefði sprungið að degi til, hefði getað orðið stórslys, þar sem vatnið bar með sér björg sem voru mörg hundruð kíló að þyngd, en að degi til er fölk ávallt á ferðinni á þessum slóðum. Georg. Jón G. Tómasson gegn- ir störfum borgarstjóra til fimmtudags Birgir ísleifur Gunnarsson hefur nú látið af störfum sem borgarstjóri. en umboð hans rann út þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Samkvæmt lögum Reykja- víkurborgar á borgarritari, Gunnlaugur Pétursson, að gegna embætti borgarstjóra þar til nýr borgarstjóri hefur verið kjörinn. cn þar sem Gunnlaugur er nú erlendis gegnir Jón G. Tómasson skrifstofustjóri Reykjavíkurborg- ar cmbætti borgarstjóra þar til að nýkjörin borgarstjórn kemur saman n.k. fimmtudag. Þegar borgarstjórn kemur saman mun aldursforseti, Kristján Benedikts- son, sitja í forsæti á fyrsta fundi. Starfsmenn FÍ huga að sprungnu hjólbörðunum á Fokker-vélinni á ísafjarðarflugvelli. Ljósm. Mbl.: Jóhannes Tómass. Sprakk á Fokker á ísafjarðar- flugvelli HJÓLBARÐI sprakk á Fokker Friendship flugvél Flugfélags- ins í lendingu á ísafjarðarflug- velli s.l. sunnudagskvöld. Sprungu báðir hjólbarðar hægra megin vélarinnar og varð vélin að bíða á ísafirði meðan fengnir voru flugvirkjar með vél frá Reykjavík með varahjól. Ekki er vitað um ástæður þess að hjólbarðarnir sprungu, en talið hugsanlegt að bremsur hafi læstst og hjólin því ekki snúizt greiðlega um leið og vélin snerti völlinn. Tafðist vélin um þrjár klukku- stundir en ekki hafði þetta önnur áhrif og ekki urðu neinar aðrar skemmdir á vélinni. Flugstjóri var Haukur Hlíðberg. Listahátíð: Miðasala gengur vel „ÞAÐ er óhætt að segja að miðasalan hafi gengið mjög vel,“ sagði Guðríður Þórhalls- dóttir forstöðumaður miðasölu Listahátíðar þegar Morgun- blaðið ræddi við hana í gær. Sagði Guðríður að mjög vel gengi að selja miða á stóru „konsertana" og kvaðst hún spá því að uppselt yrði á 2—3 atriði fyrir 1. júní, en annars væru miðar seldir á 30 atriði Listahátíðar. Skipað í stöður hjá Skógræktinni Landbúnaðarráðherra hefur skip- að Þórarin Benedikz skógarvörð í stöðu forstöðumanns Rannsókna- stöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Þá hefur ráðherrann skipað Ágúst Ágústsson skógar- vörð í Borgarfjarðarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.