Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
111. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Vinstri stjóm
í Reykjavík
Formaður yfirkjörstjórnar, Björgvin Sigurðsson, les upp úrslitin í leikfimisal Austurbæjarskólans í
fyrrinótt. Aðrir stjórnarmenn, sem eru á myndinni erui Helgi V. Jónsson, Hjörtur Torfason, Guðmundur
Vignir Jósefsson og Ingi R. Helgason. Ljósm.: rax.
□ ------------------------------------------------—----------------- □
Sjá forystuKrÞÍn
□ ------------------------------------------------------------------. □
VINSTRI stjórn tekur við í Reykjavík næstu daga. Talsmenn
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. sem sameigin-
lega hafa meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit
borgarstjórnarkosninganna á sunnudag lýstu því yfir í gær, að þeir
hygðust standa saman að myndun meirihluta í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem frá 1930 hefur farið með stjórn
borgarinnar missti meirihlutann, er Alþýðubandalagið felldi 8. mann
flokksins og kom sjálft 5 mönnum að í borgarstjórn. Hefur Birgir
ísleifur Gunnarsson nú látið af starfi borgarstjóra eftir að hafa gegnt
því í 5 ár. Mjótt var á mununum milli 5. manns G-listans og 8. manns
D-listans.
Niðurstöðutölur eftir talninguna, sem lauk í fyrrinótt klukkan 05,25
voru þær, að
A-listinn hafði fengið 6.261 atkvæði og 2 menn kjörna,
B-listinn hafði fengið 4.367 atkvæði og 1 mann kjörinn,
D-listinn hafði fengið 22.109 atkvæði og 7 menn kjörna og
G-listinn hafði fengið 13.862 atkvæði og 5 menn kjörna.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt
meirihluta sínum í Seltjarnarnesi,
í Garðabæ og Mosfellssveit, en
missti meirihluta sinn í Bolungar-
vík, Njarðvíkum og Gerðum,
Blönduósi og Hveragerði.
Frá síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum var breyting á fylgi flokk-
anna miðað við kaupstaði lands-
ins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
9,1%, Alþýðubandalagið jók fylgi
Framhald á bls. 31
Birgir ísleifur Gunnarsson í viðtali við Morgunblaðið:
Sýnum fulla einbeitni
en sanngimi í stjómar-
andstöðu í borgarstjóm
Morgunblaðið sneri sér í gær til Birgis ísl.
Gunnarssonar, og leitaði álits hans á úrslitum
borgarstjórnarkosninganna og þeim viðhorfum, sem
af þeim leiða. Birgir ísleifur Gunnarsson var í upphafi
spurður, hvað hann vildi segja almennt um kosninga-
úrslitin og tap Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnar-
kosningunum. Hann sagðii
— Kosningaúrslitin hafa
valdið mér vonbrigðum. Ég
gerði mér að vísu ávallt grein
fyrir því, að þetta væri tvísýn
kosning og hamraði mikið á því
í kosningabaráttunni. Þrátt
fyrir það var ég innst inni
vongóður um, að meirihlutinn
mundi haldast, þótt tæpt yrði.
Sú staðreynd, að við höfðum 9
borgarfulltrúa, gerði það að
verkum, að það var erfitt að
sannfæra fólk um að hætta væri
á ferðum ,og þar við bættist
áróður andstæðinganna um að
meirihlutinn væri öruggur og
spurningin væri fyrst og fremst
um að sýna honum aðhald.
Mér hefur fundizt þessi kons-
ingabarátta um margt lík kosn-
ingunum 1966, en þá stóð mjög
svipað á, 9 borgarfulltrúar og
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn-
arforystu. Þá misstum við 9.
manninn og sveiflan niður á við
stöðvaðist rétt fyrir ofan 8.
manninn. Nú vorum við
óheppnir að því leyti, að sveiflan
staðnæmdist rétt fyrir neðan 8.
manninn. Ég er í engum vafa
um, að margt fólk, sem í hjarta
sínu átti erfitt með að hugsa sér
vinstri stjórn í Reykjavík, var
andvaralaust af þessum sökum
og það sést m.a. af því, hve
kjörsókn var miklu minni en
fyrir 4 árum.
— Telur þú, að staðan á
vettvangi landsmála hafi átt
þátt í þessum kosningaúrslit-
um?
— Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, að landsmálin hafa haft
veruleg áhrif í þessum kosning-
um. Þáð er söguleg staðreynd,
að Sjálfstæðisflokknum vegnar
alltaf betur í borgarstjórnar-
kosningum þegar hann er í
stjórnarandstöðu, og ver þegar
hann er í stjórnaraðstöðu. Nú
bættist sérstaklega við þessir
miklu erfiðleikar, sem við hefur
verið að stríða í efnahagsmálum
og kjaramálum. Þessir þættir
hafa haft veruleg áhrif á úrslit
þessara kosninga.
— Fylgisaukning Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík hefur
vakið mikla athygli. Hverjar
telur þú helztu ástæður hennar?
— Þessi mikla fylgisaukning
Alþýðubandalagsins kom mjög
á óvart. Ég var viss um, að þeir
höfðu meðbyr í þessum kosning-
um, en að sveiflan yrði jafn
mikil og raun bar vitni um,
hafði ég ekki gert mér grein
fyrir. Ég held, að persónulegar
vinsældir Guðrúnar Helgadótt-
ur hafi átt verulegan þátt í
þessu, svo og óánægja margra
launþega með afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til kjaramála.
— Nú þarf að mynda nýjan
meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur. Mun Sjálfstæðis-
flokkurinn leita eftir samstarfi
við aðra flokka um myndun nýs
meirihluta?
—• Andstöðuflokkarnir hafa
þegar gefið mjög ákveðnar
yfirlýsingar um það, að þeir ætli
að reyna að mynda meirihluta
og starfa saman þetta kjörtíma-
bil, þannig að ég held, að aðrir
möguleikar séu ekki í myndinni
eins og er. Á það verður að
reyna, hvort þeim tekst að ná
samstöðu í þeim veigamiklu
málum, sem þeir hafa verið
ósammála um til þessa.
— Hvernig mun Sjálfstæðis-
flokkurinn haga stjórnarand-
stöðu sinni í borgarstjórn
Reykjavíkur?
— Við erum að sjálfsögðu
reiðubúnir til samstarfs við
borgarfulltrúa annarra flokka
um öll góð mál, sem til heilla
Framhald á bls. 31