Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
400 þroskaheftir
á dansleik í Stapa
SKEMMTUN fyrir þroskaheft
fólk var haldin sl. laugardag í
félagsheimilinu Stapa í Njarð-
víkum. Alls komu þangað um
400 manns. Starfsfólkið í Stapa
bauð Þroskahjálp á Suðurnesj-
um að halda þessa skemmtun
samtökunum að kostnaðarlausu,
og fékk sér til aðstoðar hljóm-
sveitina Geimstein með Rúnari
Júlíussyni og Maríu Baldurs-
dóttur, Lúðrasveitina í Mosfells-
sveit og krakka í Barnaskólan-
um í Keflavík til að flytja
grínþætti.
Kræsingar voru margbreyti-
legar, því margar velviljaðar
konur af öllum Suðurnesjum
tóku sig til og bökuðu heii býsn
af alls kyns kökum og góðgæti.
Matstofan Þröstur sýndi einnig
örlæti sitt með því að gefa 300
poppkornspoka óumbeðið.
Þarna voru því margar
hendur sem lögðust á eitt enda
tókst skemmtunin sérlega vel að
allra mati.
Á skemmtunina var öllum
þroskaheftum boðið að koma,
sem það vildu og gátu. Komið
var frá átta heimilum af
Reykjavíkursvæðinu í lang-
ferðabílum og einkabílutfi.
Dyraverðirnir voru spurðir að
því hvernig þeim þætti að sjá
svo stóran hóp þroskaheftra
saman kominn á einum stað, og
svöruðu þeir því til að þeir hefðu
að óreyndu aldrei trúað því að
til væru svo margir þroskaheft-
ir, enda ekki oft sem þroskaheft
fólk sæist á götum úti á
Suðurnesjum. Þeim var þá bent
á að þessi hópur væri aðeins sá
hluti þroskaheftra sem þrek
hafði haft til að sækja skemmt-
unina.
Þessi hópur var kominn til að
skemmta sér og það gerði hann
svo sannarlega af hjartans lyst.
Ánægjan og eftirvæntingin
skein úr hverju andliti og
smitaði svo frá sér, að þeir sem
að hátíðinni stóðu eða veittu
henrti lið sitt, gátu ekki uppskor-
ið betri laun en að sjá hversu
innilega þetta fólk naut sín.
Rúnar Júlíusson sagði líka er
hann var spurðúr hver væri
helzti munurinn á því að
skemmta þessum hópi og á
almennum dansleik, að sá
munur væri helzt fólginn í
þakklætinu sem þetta fólk léti í
ljós vegna þess sem fyrir það
væri gert.
I lok skemmtunarinnar var
úthlutað hljómplötum til átta
heimilanna á Reykjavíkursvæð-
inu, en hljómplötuverzlanir í
Keflavík og hljómsveitin Geim-
steinn gáfu þessar plötur til
minningar um eftirminnilega
skemmtun.
Einar Guðberg, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, afhendir
hljómplöturnar.
Dansinn stiginn.
Viö tlytjum hílinn -
lið fljúgið í Mð
Það er fátt skemmtilegra en ferðalag á eigin bíl í út-
löndum, það geta þeir staðfest sem reynt hafa. Við
bjóðum tíðar skipaferðir til fjölmargra hafna í Evrópu,
t.d. Antwerpen, Felixstowe, Gautaborgar, Hamborgar,
Kaupmannahafnar og Rotterdam. Senda má bílinn til
einnar hafnar og heim aftur frá annarri höfn, ef þess er
óskað.
Leitið upplýsinga um áætlanir okkar og hin hagstæðu
farmgjöld.
HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Pósthússtræti2 sími 27100.
Breytingar á starfsemi
Hússtjórnarskóla Suð-
urlands næsta vetur
Með samþykki menntamálaráð-
herra og skólanefndar Hússtjórn-
arskóla Suðurlands hefur verið
ákveðin breyting á starfsemi
skólans, nú þegar á næsta hausti.
Stjórnskipuð nefnd, sem fjallaði
um starfsemi skólanna á Laugar-
vatni, lagði til að stofnuð yrði við
skólann ný tveggja ára hús-
stjórnarbraut, eöa réttara sagt
hússtjórnardeild, í samræmi við
lög nr. 53/1975 um hússtjórnar-
skóla. Áætlað er að veita nemend-
um menntun til að annast forstöðu
smærri mötuneyta og viststofnana
og til að vera aðstoðarráðsmenn í
stórum mötuneytum, að viðbættri
starfsþjálfun, svo og ræstingar-
stjórar á sjúkrahúsum og stærri
stofnunum. Einnig veitir þessi
deild góðan undirbúning til fram-
haldsnáms í Hótel- og veitinga-
skóla Islands og fleiri skólum.
Ákveðið hefur verið að meta til
styttingar nám þeirra um-
sækjenda, sem lokið hafa námi frá
einhverjum hússtjórnarskóla, svo
að þeir geti Iokið umræddu tveggja
ára námi í hússtjórnarfræðum á
styttri tíma en ella. Bóklega námið
í framhaldsdeildinni verður sam-
ræmt og tengt við aðrar nýjar
framhaldsbrautir sem ákveðið er
að stofna við hina skólana að
Laugarvatni.
Þá verða, auk þess sem áður er
getið, haldin styttri námskeið í
almennum heimilisfræðum við
skólann.
1) Á tímabilinu 1,—14. október
verður haldið námskeið, sérstak-
lega ætlað ungu fólki sem hyggst
stofna heimili og verður trúlofuðu
fólki og hjónum gefinn kostur á að
búa saman í herbergi.
Á námskeiðinu verður lögð
sérstök áhersla á fræðslu fyrir
byrjendur í heimilishaldi. Fengnir
verða sérfræðingar til fyrirlestra
um hjúskaparmál og barnauppeldi
o.fl.
2) Tveggja mánaða námskeið
verður hatdið í heimilisfræðum og
handmennt á tímabilinu frá 18.
okt. til 16. desember. Kenndar
verða manneldis-, heilsu- og upp-
eldisfræðigreinar. Jafnhliða al-
mennri matreiðslu verða einnig
kennd hauststörf á þjóðlega vísu,
svo sem sláturstörf, niðursuða og
hraðfrysting matvæla. Sérstök
áhersla verður lögð á jólaundir-
búning á þessu námskeiði.
Framhald á bls. 35