Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 3 Ummæli efstu manna vinstri flokkanna: MORGUNBLAÐIÐ snéri sér í gær til efstu manna hinna þriggja nýju meirihlutaflokka í Reykjavík og innti eftir áliti þeirra á úrslitum kosninganna og hvað nú tæki við í stjórn höfuðborgarinnar. Björgvin Guðmundsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins: „Enginn einn flokkur verdi rádandi afl í hinu nýja samstarfi” — Ég er mjög ánægður með útkomu Alþýðuflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Við stefndum að því að fá tvo borgarfulltrúa kjörna og náðum því marki. Ég tel að ástæðurnar fyrir þessari góðu útkomu séu a.m.k. tvær. í fyrsta lagi hafi Alþýðuflokkur inn notið stefnu sinnar og starfs í borgarstjórn Reykja- víkur og í öðru lagi tel ég að landsmálin hafi mjög blandast inn í þessar kosningar og þar hafi framboð okkar notið stefnu flokksins á Alþingi og þar á meðal gagnrýni á ríkj- andi stjórnarstefnu. Alþýðu- flokkurinn hefur í þessum sveitarstjórnakosningum unn- ið góðan sigur víða um land. f mörgum stærstu kaupstöðum landsins hefur flokkurinn bætt mjög myndarlega við sig og ég tel að þetta. boði fylgisaukn- ingu Alþýðuílokksins í kom- andi þingkosningum og mér virðist að þcssi sigur Alþýðu- flokksins í sveitastjórnarkosn- ingum og sú sókn sem hafin er bendi til þess að Alþýðu- flokkurinn sé ekki aðeins að rétta við eftir þá lægð. sem hann hefur verið í, heldur sé hann að hefja nýja sókn á hinum pólitíska vettvangi. — Hvað vilt þú segja um útkomu annarra flokka? — Ég verð nú að segja eins og er, að ég fagna því einnig að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú hafa misst meirihluta sinn í Reykjavík. Þetta er það tak- mark, sem Alþýðuflokkurinn og aðrir flokkar, sem voru í minni- hluta í Reykjavík, hafa stefnt að. þ.e. að hnekkja meirihluta- valdi Sjálfstæðisflokksins, sem staðið hefur í meira en hálfa öld og því langþráða marki hefur nú verið náð. Ég átti ekki von á því að takmarkið næðist að þessu sinni, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði 9 fulltrúa áður og mér kom það nokkuð á óvart, að sjálfstæðismenn skyldu missa meirihlutann, en ég er mjög ánægður með það. Varð- andi útkomu Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins vil ég segja það, að ég átti ekki von á því að Alþýðubandalagið bætti svona miklu við sig sem raun varð á. Ég vissi að þeir myndu bæta við sig einhverju en ekki mjög miklu. Þá átti ég heldur ekki von á því að Framsóknar- flokkurinn myndi hrapa svona mikið í fylgi í Reykjavík og raun varð á. — Sú spurning skýtur óneitanlega fyrst upp kollinum við hin breyttu viðhorf hvað nú taki við? — Mín skoðun er sú, að þeir flokkar sem fengið hafa meiri- hluta, Alþýðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn, eigi að ganga til samstarfs og mynda nýja stjórn í Reykjavík. Þetta er að vísu mál, sem ekki hefur verið rætt í Alþýðuflokknum í Reykjavík en það verður lagt fyrir full- trúaráðið, sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Endanleg afgreiðsla málsins mun svo að sjálfsögðu fara eftir því hvernig semst um málefnasamning fyrir hinn nýja meirihluta. Þar mun- um við Alþýðuflokksmenn leggja til grundvallar þá stefnu- skrá, sem við lögðum fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar. — Verður hinn nýi meirihluti undir sterku forsæti Alþýðu- bandalagsins, þar sem það er nú langstærsti flokkurinn í nýja meirihlutanum? — Ég er alls ekki sammála því að svo verði. Mín skoðun er sú að það eigi að mynda þriggja flokka stjórn um borgina, sem verði alveg hliðstæð við sam- steypustjórnir þriggja flokka, sem stundum hafa verið myndaðar um stjórn landsins og þar eigi að ríkja sem mest jafnræði milli allra þriggja flokkanna þannig að þar verði enginn einn flokkur ráðandi afl. Ég vænti þess að samkomulag náist um að byggja meirihluta- samstarfið upp í þeirri megin- reglu. — Hvaða óskir hefur Alþýðu- flokkurinn um ráðningu nýs borgarstjóra? Framhald á bls. 30. Kristján Benediktsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins: „Tel líklegt að borgarfull- trúum verði fjölgað í 21” — Það kom mer mjög á óvart að vlð framsóknarmenn skyldum tapa borgarfulltrúa og ég byggi það á því, að mér hefur fundizt að við höfum unnið gott starf á siðasta kjörtímahili í borgarstjórn- inni. Því fannst mér að við verðskulduðum það ekki að tapa einum borgarfulltrúa. Ég lít þannig á að önnur mál en horgarstjórnarmál hafi bland ast inn í þessa kosningabaráttu og haft veruleg áhrif á niður- stöður kosninganna. Við sjáum það ef við lítum á niðurstöður kosninganna að báðir flokk- arnir, scm eiga aðild að ríkis- stjórninni, tapa miklu fylgi hér í Reykjavík þrátt fyrir að annar þeirra hafi verið hér í meirihluta og stjórnað en hinn í minnihluta. Þetta sýnir að það er eitthvað sameiginlegt sem veldur því að báðir þeir, sem voru á öndverðum meiði í valdabaráttunni í borgar- stjórn. tapa. Það gefur auga leið að það eru áhrif frá landsstjórninni. sem á ein- hvern hátt hafa síast inn í fólk á undanförnum vikum og mán- uðum vegna ýmissa ráðstafana. sem þar hafa verið gerðar, þó ég vilji hins vegar segja að margt af því hefur verið nauðsynlegt að gcra. Ég hafði að vísu gert ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir myndu tapa einh’verju hér í Reykjavík og Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur bæta ein- hverju við sig en það kom mér mjög á óvart hvað þessi sveifla varð stór. Ég hygg nú að ýmsir af þeim, sem tóku þátt í því að þessi sveifla varð til, hafi þótt nóg um þegar þeir sáu hversu mikil hún varð og afdrifarík. — Nú þegar sjálfstæðismenn hafa misst meirihluta sinn, er það stefna Framsóknarflokksins að ganga til samstarfs við Alþýðubandalag og Alþýðuflokk um myndun nýs meirihluta? — Það liggur nú alveg ljóst fyrir frá okkar hendi að ganga til þátttöku í slíku samstarfi. Við höfum bæði fyrir þessar kosningar og í undanfarandi 1 kosningum lagt áherzlu á það að meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn yrði hnekkt og það yrði myndaður meirihluti andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins. Það gefur auga leið að þó að við höfum tapað borgarfulltrúa er ég sama sinnis og ég hef verið að þessu leyti. Borgarstjóri hefur líka lýst því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig nú í hlé og hinir fái að spreyta sig þannig að það liggur auðvit- að fyrir að þeir munu gera það. Það verður hins vegar tíminn að leiða í ljós hvernig það samstarf tekst. — Nú er Alþýðubandalagið langstærsti flokkur hins nýja meirihluta. Hvernig mun Fram- sóknarflokkurinn taka því ef Alþýðubandalagið krefst þess að hafa algera forystu fyrir nýja meirihlutanum? — A það hefur ekki reynt og ég vil benda á það að þótt Framsóknarflokkurinn hafi að- eins hlotið einn borgarfulltrúa í Reykjavík verður slíkur meiri- hluti ekki myndaður án hans. Ég er þeirrar skoðunar og byggi þá skoðun á reynslu, sem við höfum úr öðrum bæjarfélögum, að þótt flokkar séu misstórir, sem fara með stjórn, fari það ekki eftir stærð þeirra þegar til framkvæmdanna kemur hvaða forystu og áhrif þeir hafa í samstarfinu. Við sjáum það t.d. þegar myndaðar hafa verið samsteypustjórnir tveggja mis- stórra flokka eins og t.d. Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins hér fyrr á árum hafa þeir oftast sama ráðherrafjölda Framhald á bls. 30. Sigurjón Pétursson, efsti maður Alþýðubandalagsins: „Munum óhjákvæmilega hafa ákveðna forystu” — Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslit þessara borgarstjórnarkosninga og í þeim hefur unnizt ákaflega margt fyrir Alþýðubandalagið. í fyrsta lagi heíur tekizt að reisa stcrkan, stóran flokk til mótvægis við Sjálfstæðisflokk- inn í borginni. I öðru lagi tókst það, sem við bjuggumst tæpast við að myndi takast. þ.e. að fella áratugagamlan meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins. Ég get ckki annað en fagnað þessum úrslitum og ég tel þau ákaflega þýðingarmikil fyrir Alþýðubandalagið ekki sízt mcð tilliti til þess, að eftir mánuð fara fram aðrar kosningar. Ég tel það mjög einkennandi við þessar kosningar að stjórn- arflokkarnir hafa tapað fylgi nánast alls staðar en stjórnar- andstöðuflokkarnir hins vegar unnið á. Að vísu er rétt að vekja athygli á því, að þó að Alþýðu- flokkurinn fái nokkuð góða kosningu núna þá fékk hann óvenju lítið kjörfylgi í borgar- stjórnarkosningunum 1970 og 1974 þannig að ef horft er lengra aftur í tímann hefur hann náð sínu gamla fylgi. Það er líka greinilegt að eitthvað af því fylgi, sem er að yfirgefa Sjálf- stæðisflokkinn hefur kosið A Alþýðuflokkinn. Hins vegar er þetta mesta kjörfylgi sem Alþýðubandalagið og Sósíalista- flokkurinn hafa nokkru sinni fengið og mesti fulltrúafjöldi. Hvað tekur nú við í stjórn Reykjavíkur? — Það er nokkuð greinilegt af þessum úrslitum að þeir flokkar, sem áður voru í minnihluta, myndi nýjan meirihluta. Það gefst ekki tími til þess að ráða miklum ráðum fyrir næsta borgarstjórnarfund, sem er á fimmtudaginn, en ég geri mér vonir um að á þeim fundi verði hægt að kjósa forseta borgar- stjórnar og borgarráð. Hins vegar reikna ég með því að flokkarnir muni taka sér all- nokkurn tíma til þess að gera sér grein fyrir hvernig bezt verði staðið að stjórn þessarar borgar. Á það skal bent, að það kerfi sem er við lýði hjá borginni, er miðað við eins flokks stjórn og það er enginn vafi á því að það þarf að gera á henni ýmsar breytingar og lagfæringar. Ég á ekki von á því að fyrst í stað verði teknar afdrifaríkar ákvarðanir um stjórn borgarinnar, það verður ekki gert fyrr en flokkarnir hafa áttað sig á því hvernig staðan er. — Hefur ákvörðun verið tekin um val borgarstjóra og forseta borgarstjórnar? — Það er yfirlýst stefna nýju meiríhlutaflokkanna, að starfi borgarstjóra eigi að gegna dugmikill maður, sem getur haft með höndum framkvæmda- stjórn þessa mikla fyrirtækis. Hann á ekki að hafa pólitíska leiðsögn, það hlutverk ætlum við okkur, sem kjörin erum af fólkinu til þess og við ætlum honum ekki annað en verk- stjórn og almenna skipu- lagningu. Ég á ekki von a því að valinn verði borgarstjóri úr hópi borgarfulltrúa fyrir næstu fjögur árin. Hins vegar tel ég rétt og það er skoðun hinna flokkanna líka, að rétt sé að auglýsa eftir manni í stöðu borgarstjóra. Engin ákvörðun hefur verið um það tekin hvernig staðið verði að vali fórseta borgarstjórnar og borgarráðs um kjör forseta borgarstjórnar né borgarráðs. Oddvitar þessara þriggja flokka hafa ekki hitzt enn sem komið er og því er alveg óljóst með hvaða hætti samstarfinu verður háttað ef af því verður, sem ég sé ekkert til fyrirstöðu að verði. — Nú er Alþýðubandalagið langstærsti flokkurinn í hinum nýja meirihluta. Munuð þið Alþýðubandalagsmenn krefjast forystuhlutverks í hinu nýja samstarfi? — Við munum ekki beita þessum meirihluta til þess að kúga með neinum hætti okkar samstarfsaðila. Við munum þó óhjákvæmilega hafa ákveðna forystu með höndum, þar sem Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.