Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
39
Guðrún Ólafsdóttir
Ijósmóðir-Minning
Fædd 8. ágúst 1920
Dáin 22. maí 1978
„Dáinn — horfinn — harma-
fregn.“ Þessi orð mælti Jónas
Hallgrímsson er hann frétti and-
lát einkavinar sins, Tómasar
Sæmundssonar. Eitthvað áþekk
urðu viðbrögð okkar, sem litum að
Guðrúnu ljósmóður sem okkar
einkavin. Við áttum þess síst von,
að svo skammt yrði í hennar
endadægur, þótt okkur hefði verið
það fullljóst, að hún átti við
sjúkdómsþjáningar að stríða. Hún
gekkst undir læknisaðgerð 19. maí
s.l. og lést þrem dögum síðar langt
um aldur fram.
Guðrún fæddist á Flateyri við
Önundarfjörð 8. ágúst 1920, dóttir
merkishjónanna Valgerðar Guð-
mundsdóttur og Ólafs hreppstjóra
Sigurðssonar. Valgerður var dóttir
Guðmundar á Bakkaseli, sem er
fremsti bærinn í Langadal við
ísafjörð. Á þann bæ komu æði
margir og leituðu beina, oft
hrjáðir og hraktir af Þorskafjarð-
arheiði, og þar var ferðalöngum
tekið og hlúð að þeim, jafnt sumar
sem vetur. Var Bakkaselsfólkið
annálað dugnaðarfólk. Ólafur
heitinn, faðir hennar, var mikils-
virtur borgari 'á Flateyri, sonur
Sigurðar heitins Þorvarðarsonar
kaupmanns og útgerðarmanns í
Hnífsdal, og Elínar Jóhannesdótt-
ur frá Blámýrum í Ögursveit, síðar
húsfreyðu á Hríshóli i vReykhóla-
sveit.
Að Guðrúnu stóðu því traustir
stofnar, og sór hún sig um margt
í báðar ættir. Hún ólst upp í
foreldrahúsum á Flateyri með
glaðværum systkinahópi, en börn
þeirra Valgerðar og Ólafs voru 6.
Áttu þau einnig hálfbróður, Þor-
stein, sem Ólafur eignaðist áður en
þau giftust. Hefur jafnan verið
kært með hálfbróðurnum og hin-
um systkinunum, en af þeim er
einn bróðir, Guðjón, horfinn yfir
móðuna miklu á undan systur
sinni.
Á þeim árum, sem Guðrún veða
Nann%, eins og hún var jafnan
kölluð í æsku í hópi skyldmenna og
vina, var að alast upp, voru
talsverð umsvif á Flateyri. Þar var
þá sem nú rekin útgerð og
fiskverkun, og þar var Sólbakka-
verksmiðjan í fullum gangi, en
hún var um skeið einskonar tákn
Önundarfjarðar. Allt þetta mótaði
umhverfi hennar, svo og það %ð
gnvl% tæehri var þjónustumiðstöð
sveitarinnar við hinn fagra Ön-
undarfjörð. I þessu umhverfi ólst
hún upp. Barnaskólanám stundaði
hún undir handleiðslu Snorra
heitins Sigfússonar, sem hóf sinn
skólamannsferil að marki á Flat-
eyri, og síðar hjá Sveini Gunn-
laugssyni, sem einnig var merkur
skólamaður á sinni tíð. Ávallt
minntist hún þessara ágætu kenn-
ara sinna með hlýhug og virðingu
og mat mikils það vegarnesti, sem
þeir veittu henni og entist henni
til endadægurs. Þá tók hún virkan
þátt í félagslífi að Flateyri á
æskuárum sínum, var m.a. mjög
áhugasöm innan skátahreyfingar-
innar eftir að hún festi rætur á
þeim slóðum. Oft rifjaði hún upp
ýmislegt úr skátastarfinu og
minntist með gleði þeirra stunda,
er skátastúlkurnar á Flateyri áttu
saman.
Síðan lá leiðin til frekara náms,
fyrst í Reykjanesskóla við Isa-
fjarðardjúp. Á ferðum sínum
þangað að hausti og heim aftur að
vori var heimili foreldra minna á
Isafirði jafnan áningarstaður.
Okkar kynni önnur en þau, sem
leiddu beint af frændsemi, eru því
orðin löng, ná yfir hartnær hálfrar
aldar skeið.
Hún fór síðan á húsmæðraskól-
ann á Laugalandi í Eyjafirði, en
eftir það lærði hún ljósmóður-
fræði. Vann hún í fyrstu um
nokkurra ára skeið ljósmóðurstörf
við Fæðingardeild Landspítalans,
en haustið 1949 réðist hún til
starfa í Vestmannaeyjum, og þar
varð síðan starfsvettvangur henn-
ar allt til dauðadags. Hún ávann
sér fljótt traust og virðingu
samborgara sinna, enda farnaðist
henni einstaklega vel í störfum
sínum. Hún var ein þeirra kvenna,
sem gædd var læknishöndum, og
hæfni sína sýndi hún og sannaði
best, þegar mest reið á, líf barns
og móður í húfi. Hún trúði því, að
henni bærist styrkur æðri máttar-
valda til að líkna og leysa úr
vanda, þegar hann bar að höndum.
Hún lét sér sérlega annt um
ljósubörnin sín, sem voru orðin
nokkuð á annað þúsund á starfs-
tíma hennar. Hún mundi fæðing-
ardaga og ár, svo að hreint
ótrúlegt var, fylgdist með ferli
þeirra og uppvexti og var stál-
minnug á þessa þætti. Henni var
það jafnan mikið gleðiefni, þegar
þeim vegnaði vel.
Hinn 1. desember 1952 gekk hún
að eiga eftirlifandi eiginmann
sinn, Magnús Þ. Ágústsson, bif-
reiðastjóra í Vestmannaeyjum.
Hann var sonur sæmdarhjónanna
Viktoríu Guðmundsdóttur og
Ágústs heitins Þórðarsonar, sem
nær allan sinn búskap bjuggu að
Aðalbóli, en viö það hús voru þau
hjón kennd, svo og Magnús. Hann
er hinn mesti drengskaparmaður,
sem leit með skilningi á störf og
stöðu eiginkonunnar og þær skyld-
ur, sem hún hafði að gegna i
vandasömu starfi. Oft var hún
fjarri heimili sínu við líknarstörf-
in, stundum og jafnvel dögum
saman. Kom það m.a. þó nokkrum
sinnum fyrir, að Guðrún var ekki
heima á jólakvöldi, en hátíðin varð
því ríkarj og gleðin meiri, þegar
hún var komin heim og bjó
fjölskyldunni allt það besta, sem
hún mátti.
Þau Guðrún eignuðust tvö
myndarleg og elskuleg börn, Val-
gerði Ólöfu, sem fetað hefur í
fótspor móður sinnar og er nú
ljósmóðir í Vestmannaeyjum, og
Magnús Rúnar, rafvirkja, sem
starfar í Reykjavík. Hefur þeirfi
hjónum orðið mikil gleði að þeim
og viðgangi þeirra á lísleiðinni.
Valgerður er gift Haraldi
Júlíussyni, og eiga þau einn son,
Magnús Hlyn, sem nú er á 3. ári,
augastein ömmu sinnar og afa.
Heimili þeirra Guðrúnar og
Magnúsar stóð í upphafi að
Hásteinsvegi 9 í Vestmannaeyjum,
en fljótlega fluttu þau í húsið að
Kirkjubæjarbraut 5, sem þau
reistu, og þar undu þau og börn
þeirra sér vel, allt til þeirrar
stundar er þau sem aðrir urðu að
rýma það og sjá það grafast undir
ösku. Var þeim báðum mikil
eftirsjá í þessu húsi, eins og
eðlilegt er, og lengi höfðu þau í
huga að reisa það við á ný eftir að
það var grafið upp, þá stór-
skemmt. Af því varð þó ekki. Þau
keyptu sér 1973 íbúð að Bollagötu
3 í Reykjavík, settust þar að um
hríð, meðan élið dimma gekk yfir
Vestmannaeyjar. Vann Guðrún þá
um skeið á sjúkrahúsi í Reykjavík.
En þeim fór eins og fleirum, að
heim til Eyja fluttu þau aftur.
Settust þau í fyrstu að á Aðalbóli,
foreldrahúsi Magnúsar, en fluttu
síðan að Brímhólabraut 2, sem þau
höfðu keypt og stækkað. Þangað
voru allir jafnvelkomnir og áður
hafði verið, meðan þau bjuggu
annars staðar.
Ég sem þetta rita og fjölskylda
mín áttum allan tímann í Vest-
mannaeyjum, náin og góð sam-
skipti við þau Magnús og Guðrúnu.
Á heimili okkar kom ljósa, eins og
við kölluðum hana alltaf, þegar
hún kom fyrst til Vestmannaeyja.
Við minnumst margra samveru-
stunda, ekki síst jólaheimsókn-
anna, sem voru fastur liður í
tilverunni þar, tíðra heimsókna og
samskipta, jafnt að tilefnislausu
sem af öðrum orsökum. Stundum
var bara farið og barið á dyr.
Ávallt, hvernig sem á stóð, voru
allar dyr opnar, húsráðendur
fögnuðu komumanni af rausn og
hlýleika. Voru þau bæði einhuga í
þessum efnum. Þangað var alltaf
jafngott að koma.
Þeir sem nákomnir voru Guð-
rúnu og vel kunnugir henni, vissu
að margoft átti hún við lasleika að
stríða. Hún hlíföi sjálfri sér
hvergi. Sá sjúkleiki, sem hún átti
við að stríða síðustu mánuðina,
ágerðist því meira sem lengra leið.
Síðustu vikurnar áður en hún
gekkst undir aðgerð, var hún oft
sárþjáð, en harkan og skyldurækn-
in var meiri en svo, að hún léti það
aftra sér frá að gegna skyldum
sínum. Fram á síðasta dag gekk
hún til starfa og lét sem ekkert
væri. Hún gerði ýtrustu kröfurnar
til sjálfrar sín. Þannig var hún að
eðlisfari. Þannig mótaðist allur
hennar lífsferill.
Að leiðarlokum er hennar sárt
saknað af öllum, sem kynntust
henni og nutu starfa hennar og
líknandi handa. Einkum sakna
hennar eftirlifandi eiginmaður
hennar og börnin þeirra, að
ógleymdum litla dóttursyninum,
sem var ljósgeislinn hennar. Móð-
ursystir hennar, Sigurborg, sem
komin er á efri ár, á að bak að sjá
traustum vini og styrkri stoð, en
með þeim voru miklir kærleikar,
svo og stystkinunum öllum.
Ég og fjölskylda mín sendum
þeim öllum innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim blessunar
Guðs.
Einar H. Eiríksson.
Afmælis- og
minningar-
greinar
AF GEFNU tilefni skal það
enn ítrekað. að minningar-
greinar. sem birtast skulu í
Mhl.. og greinarhiifundar óska
að birtist í blaðinu útfarardag.
verða að berast með nægum
fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir
birtingar dag.
Minning:
Kjartan Árnason
héraðskeknir, Höfh
Fæddur 8. des. 1922
Dáinn 21. maí 1978.
Kjartan Árnason héraðslæknir
lést í Skotlandi 21. maí síðast
liðinn, en hann var þar staddur
ásamt eiginkonu sinni og nokkrum
golffélögum.
Foreldrar Kjartans voru hjónin
Árni Vilhjálmsson læknir, sem
lengst af þjónaði Vopnafjarðar-
héraði og kona hans Ágot Rolfs-
dóttir Johansen. Kjartan lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 16. júní 1941, þá
aðeins 19 ára að aldri. Kandidats-
prófi í læknisfræði lauk Kjartan
frá Háskóla íslands 27. maí 1948.
Hann var settur héraðslæknir í
Hafnarhéraði 31. maí 1950 og
skipaður 11. des. sama ár. Frá
þessum tíma starfaði Kjartan sem
héraðslæknir hér í Austur-Skafta-
fellssýslu nær óslitið til dánar-
dægurs eða í 28 ár.
Kjartan var aðeins 28 ára að
aldri, þegar hann tók sér á herðar
hið erfiða hlutverk að vera héraðs-
læknir í Hafnarhéraði, sem nær
yfir alla Austur-Skaftafellssýslu.
Áður hafði hann starfað sem
læknir í Vopnafjarðarhéraði,
Árneshéraði, við Sjúkrahúsið á
Akureyri og á Landspítalanum í
Reykjavík.
Fljótt kom í ljós hér í héraði, að
Kjartan Árnason héraðslæknir
var mörgum fjölþættum hæfileik-
um búinn. Mikilhæfur læknir, sem
vann sér á skömmum tima alveg
einstakt traust. I sínu umfangs-
mikla starfi kom sér einnig vel að
læknirinn var ótrauður ferðamað-
ur. Það er ómetanlegur kostur í
víðlendu læknishéraði. Ar voru
margar óbrúaðar og stórfljót yfir
að fara. Það þurfti því mikið þrek
til að sinna alltaf kalli í hvaða
veðri sem var, oft við ótrúlega
eríið skilyrði. Með árunum urðu
samgöngur smátt og smátt greið-
a'ri. Stórfljót og ár voru hneppt
undir brýr og er nú hægt að aka
greiðlega á bifreiðum um allt
Framhald á bls. 45.
Vterksmióju
útsala
ÁÍafoss
Opid þridjudaga 14-19
fimmtudaga 14—is
á útsölunm:
Vefnaðarbútar
Flækjulopi
Hespulopi
Flækjuband
Endaband
Prjónaband
Bílateppahútar
Teppabútar
Teppamottur
Á
ALAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
Varahlutir
í bíl vélar
Stimplar,
slífar og hringir
Pakknlngar
Vélalegur
Ventlar
Ventllstýringar
Ventilgormar
Undirlyftur
Knastásar
Tímahjól og keðjur
Olíudælur
Rokkerarmar
ÞJÓNSSON&CO
Skeifan 17 s. 84515 — 84516
Lúxus sumarbústaóur
Viö getum boðið sérstaklega vandað og fallegt, danskt sumarhús
til afgreiðslu strax og á sérstöku veröi.
Gísli Jónsson & Co. H.F.
Sundaborg, sími 86644.