Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 47 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra á aukaþingi S.Þ.; Lýðræðið er f orsenda Mðsamlegrar sambúðar New York, 29. maí Frá fréttamanni Morgunblaösins SPENNU MILLI þjóða verður því aðeins eytt að lýðræðislegir stjórnarhættir, mannréttindi og aukin samskipti manna af ólíku þjóðerni fái notið sín, var einn þátturinn í boðskap Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra í ræðu, sem hann flutti á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna hér í New York upp úr hádeginu í dag. Þingið, sem hófst í síðastliðinni viku, f jallar um afvopnunarmál eingöngu og hafa ýmsir áhrifamanna frá ýmsum löndum þegar lagt leið sína hingað til að ávarpa það. Forsætisráðherra kom til New York síðdegis í gaer og heldur til Washington seinna í dag, mánu- dag, þar sem hann verður einn af fimmtán forystumönnum NATO- ríkja, sem mæta til fimmta leiðtogafundar bandalagsins, sem fréttamenn hér vestra fullyrða raunar að geti orðið afdrifaríkast- ur þeirra allra fyrir framtíð þess. Áður en Geir Hallgrímsson flutti ræðu sína í dag, hafði hann átt stuttan fund með forseta Kýpur hér í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna. Sá fundur var haldinn að beiðni þess síðarnefnda og þarf ekki að fara í grafgötur um að tilefnið hafi verið rétt eitt það vandamálið sem NATO-fundurinn í Whasington fær einmitt að spreyta sig á, nefnilega Kýpurdeil- an og sundrungin sem hún hefur valdið innan bandalagsins. Forsætisráðherra kom víða við í ræðu sinni innan þeirra marka sem fundarefni er sett. Hann hét á þjóðirnar að draga úr vígbúnaði og stuðla að félagslegum og efnahagslegum umbótum í heim- inum. Jafnframt lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni að í þess stað að verja takmörkuðum fjármunum í hergögn og vígbúnað bæri að stórauka aðstoðina við þróunar- löndin í því augnamiði að bæta lífskjör íbúa þeirra og raunar alls mannkyns. Um vígbúnaðarkapp- hlaupið hafði forsætisráðherra það meðal annars að segja að munurinn á lýðræði og einræði væri með öðru sá að lýðræðisöflin leituðust við að halda hernaðarút- gjöldum í lágmarki en þar sem einræðisöflin réðu ferðinni hefðu fjárveitingar til vopnabúnaðar forgang. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær, mánudag, en fundir þess um alþjóðlega afvopnun standa nú yfir. Nýr forseti ísraels, Yitzak Navon. Nýr forseti Israels Jerúsalem 29. maí AP. YITZAK Navon, innfæddur ísra- elskur sjórnmálamaður og leik- ritaskáld, sór í dag embættiseið sinn sem næsti forseti ísraels, sá fimmti í röðinni f þrjátfu ára sjálfstæðri sögu ríkisins. Ilann er 57 ára gamall og tekur við af Ephraim Katzir sem ákvað að hætta forsetastörfum og snúa sér að nýju að vísindastörfum sínum við Weizmannstofnunina í Jcrú- salem. Forfeður Navons eru spanskir Gyðingar sem voru fluttir einkum til Arabalanda í ofsóknum kristinna á miðöldum á hendur þeim. Forseti ísraels hefur nánast ekkert pólitískt vald og felst skylda hans einkum og nær einvörðungu í því að koma fram sem fulltrúi þjóðar sinnar inn á Framhald á bls. 31 Ceausescu í Kambódíu Bangkok 29. maí. Reuter. NICOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, kom til Phnom Penh í opinbera heimsókn í boði komm- únistaflokks Kambódíu og stjórn- ar landsins að því er útvarpið í Phnom Penh sagði frá. Var sérstaklega tekið fram að Ceausescu hefði fengið sérstak- lega hlýjar og vinsamlegar mót- tökur er hann kom. Börn fyr- ir borgun New York 29. maí Reuter BANDARÍSKUR lögfræðingur hefur haft upp á um tvö hundruð konum, sem eru til þess búnar að ganga með og ala börn fyrir barnlaust fólk, en aðeins fyrir borgun. Frá þessu segir í síðasta hefti vikuritsins Time. Time segir að lögfræðingurin Noel Keane hafi sett auglýsingu í blöð í Michigan þar sem hann fór þess á leit og fékk hann 200 svör. Konurnar kváðust tilbúnar til að gervifrjógvun yrði beitt ef óskað væri eftir, en þær settu upp frá 200 til tíu þúsund dollara fyrir vikið. Engin kvaðst gera þetta endurgjaldslaust. Konur skotnar Ankara 29. maí AP. TVÆR konur biðu bana og þrír háskólanemar slösuðust alvar- lega þegar óþekktir byssubófar hófu að skjóta á hóp manna sem beið við strætisvagnastöð í tyrk- nesku borginni Gazianttep í suðausturhluta landsins. Sagt var í tilkynningu lögreglu að líklega lægju pólitískar ástæður að baki þessari atlögu og hefði sennilega verið ætlunin að drepa stúdentana en af óheppni hefðu konurnar tvær orðið fórnarlömb byssumanna þessara. Begin lasinn Tol Aviv 29. maí. Routor. SKYNDILEG veikindi hrjá nú Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, og varð því að fresta mjög mikilvægum stjórn- arfundi um frið í Miðausturlönd- um og næstu tillögur þar að lútandi. Talsmaður stjórnarinnar sagði að Begin hefði verið með háan sótthita um helgina og hefði hann fengið fyrirmæli um að vera í rúminu í nokkra daga. Talsmað- urinn sagði þessi veikindi ekkert vera í tengslum við hjartasjúk- dóm þann sem Begin þjáist af og hefur þrívegis brotizt fram á einu ári. Síðdegis var sagt að líðan Begins væri betri og hiti hefði lækkað en nánari skýring var ekki gefin á veikindum hans. I Veður víða um heim Amsterdam 23 sól Apena 28 skýjað Berlín 25 sól Brtissel 25 sól Kairó 37 sól Chicago 33 rigning Kaupmannah. 25 sól Frankfurt 24 bjart Genf 18 sól Helsinki 21 sól Jóhannesarb. 19 sól Lissabon 24 sól London 25 sól Los Angeles 26 bjart Madrid 23 bjart Miami 26 rigning Moskva 25 bjart Nýja Delhi 41 bjart New York 27 skýjað Ósló 25 sól París 24 sól Rómaborg 24 sól San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 24 sól Tel Aviv 28 bjart Tókíó 26 skýjað Vancouver 16 skýjað Vínarborg 22 skýjað Ný loftbrú til Saba til að sækia konur og böm Kínvhuvu M m:»í Reuter Kinshasa. 29. maí Routor. FRAKKAR og Belgar ráðgera brottflutning kvenna og barna írá Shaba-héraði til þess að afstýra skelfingu meðal hvitra manna þar eftir fjöldamorðin í Kolwezi. Tvær franskar herflugvélar og ótiltekinn fjöldi belgískra flugvéla eru við því búnar að sækja 2.000 mæður og börn þeirra í námubæj- um héraðsins að því er áreiðanleg- ar heimildir herma. Frakkar fluttu burtu meginliðs- afla sinn fyrir tveimur dögum en skildu eftir 150 menn úr Utlend- ingahersveitinni í Kolwezi. Það lið hörfaði í dag til höfuðborgar Shaba-héraðs, Lubumbashi, 320 km fyrir suðaustan Kolwezi. Bær- Vodka hækk- ar í Póllandi Varsjá, 29. maí, Reuter. PÓLSKA stjórnin tilkynnti á laugardag að hún hefði í hyggju að hækka verulega verð á áfengi til að stemma stigu við vaxandi drykkju í landinu undanfarin þrjú ár. Verð á vodka hækkaði i dag um 23 til 30%, og hækkað Wyborówa- vodkað mest. Pólverjar drekka í dag allra þjóða mest af sterkum tegundum. inn er þá í höndum um 1.000 Zaire-hermanna. Jafnframt fóru þvir flokkar belgískra fallhlífahermanna í dag til námubæja í Shaba-héraði þar á meðal Likasiakambove, Kipusji og Lubumbashi, til þess að stappa stálinu í hvíta menn og hvetja þá til þess að missa ekki kjarkinn. Nú þegar hafa um 200 hvítar konur og börn þeirra farið frá Shaba, mæður hafa hætt við að senda börn sín í skóla og margir hafa ákveðið að fara fyrr en venjulega í árlegt oflof til Evrópu. Að minnsta kosti 20 Katanga- hermenn voru teknir til fanga í Kakoma í Zambíu skammt frá landamærunum að Zaire þegar þeir voru á flótta frá Shaba-hér- aði. Franskir embættismenn sögðu í dag að 138 hefðu týnt lífi í Kolwezi þegar bærinn var á valdi uppreisnarmanna. Tveir Katangamenn sem voru teknir til fanga í innrásinni í Zaire halda því fram að sögn bandaríska fréttaritsins Newsweek að tveir kúbanskir ráðgjafar hafi verið í fylgd með 4.000 manna innrásar- liði uppreisnarmanna þegar það sótti inn í Shaba frá æfingabúðum í Angola. Sex portúgalskir marx- istar voru einnig með innrásarlið- inu að sögn ritsins. Mobutu Sese Seko forseti kom í dag til Rabat, höfuðborgar Marokkó, þar sem gert er ráð fyrir að hann reyni að tryggja sér hernaðarlegan stuðning Hassans konungs. Marokkómenn hafa þeg- ar sent 50 tæknifræðinga til Kolwezi. Erítreumenn hörfa úr vígi R«m. 29. maí. Reuter. UPPREISNARMENN í Erítreu sögðu í dag að þeir hefðu hörfað frá einu sterkasta vígi sínu vegna mikilla loftárása Eþíópíumanna sem hafa orðið að minnsta kosti 100 manns að bana. Flugher Eþíópíu hefur gert daglegar árásir á bæinn Mande- ferre (einnig kallaður Adi Ugri) og hann er að miklu leyti í rústum að sögn talsmanns Frelsisfylkingar Erítreu (ELF-RC). Bærinn er við aðalveginn milli Addis Abeba og Asmara, höfuðborgar Erítreu, sem uppreisnarmenn hafa haldið í umsátri í marga mánuði. Ef Eþíópiumenn hefja sókn frá grannhéraðinu Tigre kynnu þeir að sækja eftir þessum þjóðvegi í von um að ná sambandi við Asmara. Jafnframt hafa Erítreumenn hrundið sókn Eþíópíumanna norð- vestur af Asmara og hrakið stjórnarhermenn aftur fyrir fyrri stöðvar þeirra. Talsmaður Alþýðufylkingar- innar til frelsunar Erítreu (EPLF) sagði að Eþíópíumenn hefðu sótt til þorpsins Herberti um 30 km vestur af Asmara og tveggja annarra þorpa en EPLF hóf gagnsókn og allt lið Eþíópíumanna var hrakið á flótta. Enn er barizt í þorpi aðeins sex km norðvestur af Asmara, Wekideba. Frá því er einnig skýrt að sameiginlegur liðsafli EPLF og ELF haldi áfram baráttunni um yfirráð yfir bænum Barentu í norðvésturhluta Erítreu og að EPLF hafi teflt fram sovézkum og bandarískum skriðdrekum sem þeir hafi náð af Eþíópíumönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.