Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 34 — Sýnum fulla einbeitni en sanngimi í stjómar- andstöðu í borgarstjóm Framhald af bls. 1 horfa fyrir borgarbúa. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því, að það er grundvallarstefnu- munur í veigamiklum málum, þó einkum á milli Sjálfstæðis- manna og Alþýðubandalags- manna. Við munum óhikað gagnrýna allt, sem okkur þykir miður fara og við munun í stjórnarandstöðu sýna fulla einbeitni en sanngirni. — Hvaða áhrif telur þú, að hin sterka staða Alþýðubanda- lagsins í vinstri stjórn í Reykja- vík muni hafa á þá stefnu, sem borgarmál taka á næstu misser- um? — Ég óttast, að Alþýðu- bandalagið verði sá aðili, sem mótar stefnuna í meginatriðum. Alþýðubandalagið hefur sýnt, að það er grunnt á ofstæki í flokknum og því líklegt, að þeir muni fylgja sínum stóra sigri fast eftir. I því efni reynir þá að sjálfsögðu á þrek Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins. — Það hefur stundum verið sagt, að félli meirihluti sjálf- stæðismanna í Reykjavík yrði ómögulegt að vinna hann aftur. Hver er þín skoðun á því? — Ég tel, að við hljótum að stefna að því, sjálfstæðismenn, að ná meirihluta aftur í borgar- stjórn Reykjavíkur og tel full- kominn möguleika á því, þótt það sé auðvitað fullsnemmt að spá ákveðið um slíkt. í lok viðtalsins við Morgun- blaðið sagði Birgir ísl. Gunnars- son: — Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti okkar hjón- anna til þeirra fjölmörgu Reyk- vtkinga, sem við á rúmlega 5 ára borgarstjóraferli höfum átt ánægjuleg samskipti við og mætt vináttu hjá. — Vinstri stjórn í Reykjavík Framhald af bls. 1 sitt um 7,4%, Alþýðuflokkurinn um 7%, en Framsóknarflokkurinn tapaði fylgi, sem nam 3,6%. Samtök frjálslyndra og vinstri manna töpuðu um 3% og aðrir listar juku fylgi sitt um 0,8%. í sambandi við SFV menn er sam- anburður þó varla marktækur, þar sem flokkurinn bauð fram á mjög fáum stöðum. Töluverð sveifla kom fram á fylgi frá stjórnar- flokkunum til stjórnarandstöðu og nam sú sveifla 12,4% atkvæða. Samkvæmt tölvuspá er fylgi flokkanna nú þannig í kaupstöðum og kauptúnahreppum, að Alþýðu- flokkur á þar 16,5%, Framsóknar- flokkurinn 15,2%, Sjálfstæðis- flokkurinn 39,9%, Alþýðubanda- lagið 24,5% og SFV 1,1%. — Nýr forseti Framhald af bls. 47. við og út á við. Kjör Navons þykir nokkur örlagagletta á Begin, en Navon er fyrsti forseti sem kjörinn er í hans valdatíð og kemur úr friðsamari röðum verka- mannaflokksins, sem stýrði Israel í tuttugu og níu ár. Skoðanir Navons á friði ganga mjög þvert á við skoðanir Begins en hann verður hins vegar að gæta þess að tjá sig ekki opinberlegá um afstöðu sína vegna eðlis forsetaembættisins. Þó hefur aldrei reynt á þessa lagasetningu, þar sem fyrri forsetar hafa allir verið úr röðum þess flokks sem við stjórnvölinn hefur verið. Leit Begins að hlutlausum frambjóðanda leiddi til þess að hann gekk til stuðnings við Yitzak Chavet, óþekktan kjarnorkufræð- ing, sem fljótlega var dæmdur úr leik. Þótti Begin farast óhöndug- lega við málið og varð það enn til að auka gagnrýni á hann. Navon hóf sinn pólitíska feril sem ráðgjafi Ben Gurions. Hann var kosinn foringi á Knesset, árið 1965 af klofningsíista Ben Gurions sem síðar sameinaðist á ný Verkamannaflokknum. í fjögur ár var hann formaður utanríkis- málanefndar þingsins, svo og öryggisnefndar, en þessar nefndir eru mjög mikilvægar. Hann var aðaltalsmaður Verkamanna- flokksins í síðustu kosningum sem þeir töpuðu. Hann þykir maður vitur og snjall, víðlesinn og gæddur persónutöfrum. Hann talar reip- rennandi ensku og arabísku og var einn af fáum Israelum sem ávörpuðu Sadat á arabísku í Jerúsalemferð Egyptalandsfor- seta í nóvember sl. Hann hefur skrifað leikrit og sögur og hlotið viðurkenningu fyrir. Hann er kvæntur fyrrverandi fegurðar- drottningu, Ophiru að nafni, og eiga þau tvö ung börn. Navon kom til Islands í fylgd með Ben Gurion þegar hann kom í opinbera heimsókn hingað fyrir fjórtán árum. — Ragnar Arnalds Framhald af bls. 2 úrslitum verður að hafa í huga að Alþýðuflokkurinn hefur tapað verulegu fylgi í tvennum seinustu kosningum en hins vegar bætti Alþýðubandalagið verulega stöðu sína í seinustu kosningum. Þess vegna er sigur þess nú þeim mun athyglisverðari. Þessar kosningar verður tví- mælalaust að skoða sem aðdrag- anda þeirra átaka sem fram eiga að fara eftir 4 vikur. Það er eftirtektarvert að Alþýðubanda- lagið hefur alltaf fengið talsvert miklu meira fylgi í bæjarstjórnar- kosningum, þegar stutt hefur verið milli kosninga til bæja og þings, og sem dæmi má nefna að Alþýðubandalagið jók atkvæða- hlutfall sitt um 16% frá bæjar- stjórnarkosningum í maímánuði 1974 til alþingiskosninga í júní sama ár. Ég er því ekki í neinum vafa um að Alþýðubandalagið hefur góða möguleika til að vinna umtalsverðan sigur í næstu alþingiskosningum og þarf enginn að láta sér koma það á óvart, þar sem Alþýðubandalagið er tvímælalaust aðalandstöðuaflið gegn núverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur víst áreiðanlega fengið sig fullsadda á verkum hennar." — Minning Þórey Framhald af bls. 45. hugurinn oft hér heima á gamla íslandi þar sem ættstofnar þeirra beggja stóón. Þórey talaði og skrifaði mál feðra sinna og mæðra svo vel, að aðdáun vakti. Hinn hámenntaði eiginmaður hennar, séra Philip, sem numið hafði íslenska tungu af föður sínum og frændum vestra, lét sér það ekki nægja heldur gerði ferð sína til Herdís Guðmunds- dóttir 80 Áttatíu ára er í dag frú Herdís Guðmundsdóttir, sem nú býr að Álfaskeiði 70 í Hafnarfirði. Herdís fluttist ung til Hafnar- fjarðar ásamt manni sínum Guð- bjarti Ásgeirssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þau hjónin eru þekktir áhugaljósmyndarar og hlutu þau á sínum tíma ýmsa viðurkenningu fyrir myndir sínar. Hafa þau únnið ómetanlegt starf á þessu sviði, þar sem ljósmyndir þeirra eru merkar heimildir um liðinn tíma. Sérstaklega eru ljós- myndir þeirra frá sjó og sjávarút- vegi mikilsverðar og sýna þær þróun þess atvinnuvegar á fyrri hluta aldarinnar. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviferil Herdísar, heldur aðeins að nota tækifærið og senda henni hamingjuóskir á þessum tímamótum í lífi hennar. Vinahóp- ur Herdísar er fjölmennur, enda er hún ein af þeim manneskjum, sem ávallt tekur öllum með velvild og bregður hlýju yfir umhverfið, hvar ára sem hún fer. Slíku fólki er gott að kynnast. Það munu því áreiðan- lega margir minnast Herdísar í dag með þakklæti í huga f.vrir góð kynni. Árni Grétar Finnsson íslands árið 1934 og var hér einn vetur við nám í feðratungu sinni, enda heyrist vart betur töluð íslenska en af munni hans. Á efri árum komu þau hjón til Islands þrem sinnum og heimsóttu í öll skiptin ættarslóðir forfeðr- anna en ferðuðust auk þess um mikinn hluta landsins. Voru þau frændum sínum og vinum mikiir aufúsugestir og aðdáunarvert hversu fljótt þau gátu sett sig inn í og skilið allar aðstæður hér. Þeim var mikið áhugamál að sonur þeirra, tengdadóttir og barnabörn fengju að kynnast íslandi og í einni ferðinni hingað kom öll fjölskyldan og ferðaðist saman um landið. Er áreiðanlegt, að sú ferð var miklir hamingjudagar fyrir Þóreyju og þau hjón bæði. Þegar Vestur-íslendingar minntust 100 ára landnáms í Kanada 1975 var ég og kona mín — en Þórey og hún voru bræðra- dætur — gestir þeirra hjóna. Verður okkur sá tími ógleyman- legur, sem við nutum samverunnar við þau og fjölskyldu þeirra. Þar sem svo breitt vik er milli vina og fjörður milli frænda eins og er milli Islands og Kanada og auk þess ævidegi tekið að halla hjá sumum okkar sem kvöddumst á Winnipegflugvelli 1975 þá mátti búast við því eins og mér þá datt í hug, að þeir samfundir gætu orðið hinir síðustu. Ekki tjáir að deila við þann mikla dómara sem örlögunum ræður og engar harma- tölur skulu raktar, en með þakk- læti og söknuði er hin göfuga kona kvödd og manni hennar, sem eftir stendur á ströndinni hérna megin grafar, eru sendar samúðar- kveðjur vestur yfir hinn breiða fjörð sem löndin skilur og frá gamla ættarlandinu yst á Ránar- slóðum, sem nú er einum sinna bestu vina á erlendri grund fátækara þegar Þórey Sigurgríms- dóttir Pétursson er horfin. Ágúst Þorvaldsson. — Nazista- foringi Framhald af bls. 46. á hópmynd í brazilísku blaði af fyrrverandi nazistum hvar þeir voru að halda hátíðlegan 20. apríl — afmælisdag Hitlers — nú í vor. Wiesenthal sagði að Wagner hefði flúið frá Þýzkalandi með hjálp nazistasamtakanna sem kölluðu sig Odessasamtökin. Fyrst hefði hann komist til Ítalíu og síðar til Brazilíu. I Benidorm B Ferðir til Benidorm sumarið 1978 29. maí uppselt 31. júlí laus sæti 11. sept. laus sæti 5. júní örfá sæti laus 7. ágúst örfá sæti laus 18. sept. laus sæti 19. júní uppselt 14. ágúst uppselt 25. sept. laus sæti 26. júní aukaferö 21. ágúst örfá sæti laus 10. júlí uppselt 28. ágúst laus sæti 17. júlí aukaferö 4. sept. laus sæti Vegna mjög mikillar eftirspurnar, er nauösynlegt aö panta sem fyrst. Feróamíðstöóin hf. Aöalstræti 9 Reykjavík. Símar: 11255—12940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.