Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 15
MtfRGUS:BLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 15 kosningunum í gær, og okkar maður var þar að auki kosinn í sýslunefnd, sagði Albert Kemp, efsti maður á lista sjálfstæðismanna á Fáskrúðs- firði, í samtali við Mbl. í gær en sjálfstæðismenn fengu sem fyrr tvo' fulltrúa kjörna í hreppsnefnd Búða- hrepps. Albert kvað engar viðræður hafa farið fram um meirihlutamyndun ennþá en það myndi skýrast á næstu dögum. Þá vildi Albert nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu er unnu fyrir þá og studdu þar í sveit. Vestmannaeyjar: „Við sjálf- stæðismenn erum alls ekkert óhressir með árangurinn“ • „Við sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum erum alls ekki óhressir með þann árangur sem við náðum í þessum bæjarstjórnarkosningum. Við héldum okkar hlut fyllilega þrátt fyrir að uppröðun listans væri þannig að mest var þar um nýtt fólk að ræða, sagði Arnar Sigurmunds- son efsti maður á lista sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum í samtali við Mbl. í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að þessu sinni fjóra fulltrúa eins og í kosningunum 1974. Ég er auðvitað mjög óhress með fram okkar stefnuskrá, sem er rökrétt og skorinort, þannig að fólk sér að þarna er alvara á ferðum. Við unnum vel að þessu verki saman. Þá er það einnig að fólk hefur fundið að okkar fulltrúi í bæjarstjórn á s.l. kjörtímabili var kjölfestan i bæjar- stjórninni. Þá höfðum við marga fulltrúa verkalýðsins á okkar lista, sem veitir okkur mikinn styrk. Nú svo fer ekki hjá því að það hafi áhrif, hversu ríkisvaldið hefur komið illa framvið verkalýðinn hér eins og annars staðar. Og að síðustu hefur það sjálfsagt haft eitthvað að segja að sjálfstæðismenn áttu við vandræði að stríða á s.l. kjörtímabili vegna klofnings, sagði Ragnar að síðustu. Si^lufjörður: Viðræður hafnar um myndun meirihluta • „Ég er þrátt fyrir allt ánægður með það að við Sjálfstæðismenn hér í Siglufirði höfum tapað einna minnst þegar litið er á fylgi Sjálfstæðisflokksins annars staðar á landinu í þessum kosningum, en ég tel samt að fólkið hafi verið að hengja bakara fyrir srnið", sagði Björn Jónasson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði, en flokkurinn fékk nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn en hafði áður þrjá. „Við höfum goldið þess hvernig ríkis- stjórnin hefur verið að haga sér í efnahagsmálum, og þá fyrst og fremst kjaramálunum. Myndun; meirihluta hefur ekki verið rædd neitt enn sem komið er. Síðast hafði setja í bein tengsl við landsmálapóli- tíkina. Annars er hér áberandi að það er Framsóknarflokkurinn, sem bíður mestan ósigur, bæði hvað viðkemur fylgi og eins hinum miklu vonum, sem Framsóknarmenn höfðu gert sér um brautargengi í þessum kosningum. Við Alþýðubandalags- menn lítum á þessa fylgisaukningu sem traustsyfirlýsingu við þá bæjar- málastefnu sem við höfum fylgt, en nú um langt árabil höfum við verið í minnihlutaaðstöðu. Við höfum þegar hafizt handa um myndun meirihluta og höfum forystu þar um. Fyrir kosningar lýstum við því yfir að við hefðum hug á samstarfi við Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn, en það er alls ekki útilokað að sá meirihluti verði myndaður af fleiri flokkum. Þessar viðræður eru á algjöru frumstigi, þannig að meira get ég ekki um þær sagt að svo stöddu,“ sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson í Siglufirði. Seyöisfjörður: „Sveiflan yfir til Alþýðu- flokks“ • „Við sjálfstæðismenn hér á Seyðisfirði erum ekkert óhressir með útkomuna hér,“ sagði Theodór Blöndal, efsti maður á D-listanum þar eystra. „Við settum okkur það markmið ásamt framsóknarmönnum að halda meirihlutanum og við bættum við okkur verulega, svo að við teljum þetta ótvíræða traustsyf- irlýsingu. A hinn bóginn þykir okkur einkennileg sveiflan yfir til Alþýðu- flokks í þessum kosningum, en ég tel einsýnt að atkvæðamagnið sé langt umfram raunverulegt flokksfylgi og Ölafsfjörður: „Enginn átti von á að D-listinn tapaði 3. manni • „Úrslitin hér komu geysilega á óvart — það kom engum í hug að sjálfstæðismenn héldu ekki sínum þremur mönnum, ekki heldur and- stæðingum okkar,“ sagði Gísli M. Gíslason, framkvæmdastjóri og 3. maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Ólafsfirði, en þar vann H-listinn, bræðslulisti hinna flokkanna, mann af sjálfstæðismönnum og hefur 5 menn í bæjarstjórn. „Það er enginn vafi að landsmálin hafa fléttast inn i þessa kosningu og þá ekki sizt kauplagsmálin, þó að það kunni að koma einkennilega fyrir sjónir í svona litlu bæjarfélagi þar sem maður hefði haldið að allt snerist um heimamálin.“ Armann Þórðarson, efsti maður á H-listanum, var hins vegar léttur í lund, þegar Mbl. hafði samband við hann. „Auðvitað voru það heimamál- in sem voru fyrst og fremst á dagskrá," sagði hann. „Við vorum núna með eins framboð og fyrir fjórum árum en þá náðum við meirihlutanum með aðeins 20 atkvæða mun. Við höfum síðan borið einhverja ábyrgð á stjórn bæjarins, að við viljum meina, réðum ungan og dugandi bæjarstjóra, Pétur Má Jónsson, sem unnið hefur mjög gott starf hér. Það var núna tekizt á um það hvort Ólafsfirðingar teldu okkur þess trausts verða að halda áfram á ingu sem Alþýðubandalagið hefur fengið. Er það meðal annars örugg- lega til komið til að refsa núverandi stjórnmálaflokkum. sagði Jóhann Ársælsson efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, sem bætti við sig einum fulltrúa við bæjarstjórn- arkosningar á Akranesi, í samtali við Mbl. í gær. „Þá vil ég segja að framboð okkar hér á Akranesi hafi verið mjög gott og stuðlað öðru fremur að þessum góða árangri og svo hefur sjálfsagt hið mikla umrót sem hér varð í meirihlutamyndun í bæjarstjórn á s.l. kjörtímabili haft sitt að segja," sagði Jóhann að síðustu. Valdimar Indriðason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna var ekki jafn ánægður og sagði hann m.a.: „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með úrslitin hér á Akranesi, því er ekki að neita og mér kemur þetta mikla fylgi , Alþýðubandalagsins mjög spánskt fyrir sjónir," sagði Valdimar Indriðason. Sjálfstæðis- menn töpuðu þar einum fulltrúa til Alþýðubandalags í kosningunum. Valdimar kvaðst ekki hafa neina einhlita skýringu á þessu tapi sjálfstæðismanna á Akranesi en stærstan þáttinn ætti sjálfsagt landsmálapólitíkin sem hefði spilað óeðlilega mikið inn í þessar sveitar- stjórnarkosningar. Þar væri sjálf- sagt verið að mótmæla ýmsum ráðstöfunum ríkisvaldsins að undan- förnu. Um myndun væntanlegs meiri- hluta sagði Valdimar að ekkert hefði verið um það rætt til þessa en það myndi ráðast á næstu dögum. Fyrir kosningar mynduðu fulltrúar sjálf- stæðismanna, alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna meirihluta á Akranesi. Á kjörstað á Akureyri. útkomu flokksins í heild, sem ég tel vera mjög alvarlegt mál, en þar spila landsmálin langstærstan hlut. Næstu dagar munu síðan skera úr um það hverjir komi til með að mynda hér meirihluta í bæjarstjórn- inni næsta kjörtímabil og má í því sambandi nefna að fulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þeir væru reiðubúnir að mynda hér meirihluta fengju þeir til þess umboð, sagði Arnar að síðustu. Þá ræddi Mbl. við Ragnar Óskars- son 2. mann á lista Alþýðubanda- lags, sem að þessu sinni vann einn fulltrúa og hefur nú tvo bæjarfull- trúa. „Þetta er greinilega mikill sigur fyrir okkur, sem sést bezt á því að síðast værum við saman með Fram- sóknarflokknum og fengum þá tvo fulltrúa saman," sagði Ragnar Óskarsson. Þennan mikla sigur vil ég fyrst og fremst þakka því að við höfum sett ?ig tH 8 i Sjálfstæðisflokkurinn forystu um meirihlutamyndun, og ég vil ekki útiloka slíkt samstarf við Alþýðu- flokk og Framsóknarflokk áfram. Þetta hefur verið ágætis meirihluti og samstarfið hefur verið gott. Ég vil taka það fram að við erum tilbúnir til að mynda meirihluta með hverj- um þeim, sem er tilbúinn að taka ábyrga afstöðu í bæjarstjórnarmál- um í Siglufirði." Að lokum sagði Björn: „Ég vil engu spá um alþingiskosningarnar, en við bæjarstjórnarmenn Sjálf- stæðisflokksins munum stefna að kjöri þingmannsefna okkar, þrátt fyrir það að við höfum verið hengdir fyrir þá.“ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson var annar maður á lista Alþýðubanda- lagsins í Siglufirði, en flokkurinn fékk nú þrjá fulltrúa í bæjarstjórn í stað tveggja áður. Gunnar Rafn sagði um kosningaúrslitin: „Það er hér eins og annars staðar, að þessi kosningaúrslit má örugglega þarna séu einnig á ferð leifar gamalla lista, svo sem framboðs- flokksins auk þess sem gífurleg óánægja var með lista Alþýðubanda- lagsins og margir Alþýðubandalags- menn munu hafa kosið Alþýðuflokk- inn. Við munum halda áfram starfi okkar í meirihlutanum hér. Það var að mínum dómi eingöngu tekizt á um staðbundin mál hér á Seyðisfirði og með þessari ágætu útkomu vildu bæjarbúar láta okkur njóta þess.“ Hallsteinn Friðþjófsson, efsti maður á A-listanum, var í sjöunda himni. „Þetta er skínandi útkoma hjá okkur," sagði hann. „Ég held að það sé greinilegt að landsmálin hafi spilað töluvert inn í þessa kosningu en auðvitað er einnig tekizt á um bæjarmál. Ég er á því að þessi úrslit gefi nokkra vísbendingu um að við Alþýðuflokksmenn séum í sókn hér eystra. því að þar sem flokkurinn hefur boðið fram á öðrum stöðum hér á Austurlandi hefur okkur gengið nokkuð vel.“ sömu braut og ég vil þakka Olafs- firðingum fyrir þessa ótvíræðu forustu, sem þeir hafa veitt okkur.“ Akranes: „Refsing fyrir núverandi stjórn- arflokka“ • „Ástæðuna fyrir þessu mikla fylgi sem við fáum hér er fyrst og fremst að þakka hinni almennu fylgisaukn- Ilúsavík: Sjálfstæðis- fylgið að verða nokkuð traust • „Ég held að við sjálfstæðisfólk á Húsavík megum vera ánægð með okkar hlut, þar sem fráhvarf frá Sjálfstæðisflokknum er mikið um allt land en við höldum hinsvegar nokkurn veginn okkar hlut hér. K-listinn, það er að segja Alþýðu- bandalag og óháðir, hefur bætt við yyyyyiJiyyyyyyyyyyyyiyyyyyyyyy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.