Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAI 1978. Meyer og vinkonur innikróuð í Berlín Vestur-Berlín, 28. mal. Reuter. Hryðjuverkamaðurinn Till Meyer og vopnuðu konurnar sem hjálpuðu honum að flýja úr rammjíerðu fangelsi í Vest- ur-Berlín hafa sennilega ekki haft nokkurn mÖRuleika á því að sleppa frá Bcrlín að sö(?n lögrejíl- unnar. Yfirvöld hafa aukið eftirlit á flugvelli borgarinnar og við borg- armörkin án þess að komast á slóð hryðjuverkafólksins. Haft er eftir embættismanni í Baader - Meinhof hryðjuverkamenn teknir í Júgóslavíu Bonn 29. maí AP. TALSMAÐUR vestur-þýzku stjórnarinnar staðfesti í kvöld að fjórir menn, sem grunaðir væru um að vera áhrifamiklir félagar í Baader-Meinhof samtökunum. hefðu verið gripnir í Júgóslavfu og væru þar í haldi unz ákvörðun hcfði verið tekin um það hvort þeir verða framscldir. Meðal fjórmenninganna er kona sem talin cr hafa haft tengsl við mannræningja Aldo Moros. Vest- ur-þýzka stjórnin mun í dag hafa sett fram formlega beiðni um að þeir yrðu framseldir. Óstaðfestar heimildir hennar, Knut Folkerts, var hand- tekinn og dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morð. Hoffmann er sögð hafa fengið þjálfun sína hjá Palestínu- skæruliðunum í æfingabúðum þeirra í S-Jemen. Hafi þar verið með henni Wisnewski sem áður er nefndur og fleiri grunaðir hryðju- verkamenn. WagOer er grunaður um þátt- töku í ráni og morði á Schleyer og fleiri hryðjuverkum og Peter Boock hefur tekið þátt í mörgum grimmúðlegustu glæpaverkum Baader-Meinhofsamtakanna og hefur lengi verið leitað. Vestur-Berlín að flóttinn sé meiri- háttar áfall í baráttunni gegn hryðjuvérkamönnum og Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demó- krata í Vestur-Þýzkalandi, segir flóttann sýna fram á minnkandi vald lýðræðisríkja. Meyer var einn sex vinstri- manna sem hafa verið fyrir rétti vegna ránsins á leiðtoga kristi- legra demókrata í Vestur-Berlín, Peter Lorenz, og morðsins á Gúnter von Drenkmann dómara 1974. Lögreglan segir að allt að fimm konur hafi verið viðriðnar björgun Meyers. Tilraun þeirra til að bjarga fleiri vinstrimönnum úr fangelsinu sem Meyer var í fór út um þýfur. Tíu af 15 öfgamönnum sem lögreglan leitar mest að eru konur. Nokkrar konur eru grunaðar um að hafa tekið þátt í ráninu á Lorenz, morðinu á Drenkmann og þremur árásum á þessu ári, þar á meðal ráninu á Hanns Martin Schleyer. Starfandi borgarstjóri Vest- ur-Berlínar, Dietrich Stobbe, kvaðst í dag hafa beðið dómsmála- og innanríkisráðherra um ná- kvæma skýrslu um öryggi í Moabit-fangelsi þar sem Meyer var hafður í haldi. En hann sagði að ekki mætti búast við að dómsmálaráðherrann segði af sér vegna málsins. Bandaríski gamanleikarinn Bob Hope átti 75 ára afmæli fyrir helgina og var honum haldin mikil veizla í Kennedy Center í Washington. Meðal annars var þessi feiknamikla afmæliskaka gerð í tilefni dagsins og sézt Bob Hope hér skera sér fyrstu sneiðina. AP-fréttastofunnar skýrðu frá því að fólkið hefði verið handsamað í Júgóslavíu fyrir þremur vikum, sama dag og fimmti vestur þýzki hryðjuverkamaðurinn Stefan Wisniewski, var tekinn á Orlyflug- velli er hann ætlaði upp í flugvél er átti að fara til Zagreb. Heimild- irnar sögðu að fólkið hefði verið tekið vegna þess að alþjóðleg samvinna hefði verið höfð við leitina. Talsmaður dómsmálaráðu- neytis Júgóslavíu sagði á blaða- mannafundi í dag að fólkið væri Brigitte Mohnhaupt, 28 ára, Siegl- inde Gutrun Hoffmann, 33 ára, Rolf Clemens Wagner, 33, og Peter Booek, 26 ára. Þazu eru öll á lista yfir hættulegustu hryðjuverka- menn V-Þýzkalands og hefur þeirra verið leitað dyrum og dyngjum í langa hríð. Talið er nokkurn veginn víst að þau hafi öll átt að einhvern hátt aðild að ráninu á Hans Martin Schleyer í Köln í fyrra og síðan morði á honum nokkrum vikum síðar. Þá er og talið að Birgitte Mohnhaupt hafi haft mjög nána samvinnu við Rauðu herdeildina á Italíu, þ.e. mannræningja Aldo Moros. Hún hefur áður setið í fangelsi vegna hryðjuverka. Talið er að hún hafi gengið til samstarfs við Baad- ér-Meinhof fyrir sjö árum. Hún er einnig talin hafa átt aðild að árásinni á Bubek, saksóknara í Karlsruhe. Hún mun hafa komizt naumlega undan í skotbardaga við hollenzku lögregluna í fyrra en þá féll einn lögreglumaður. Félagi NATO-fundur í skugga aukinna umsvifa Rússa Washinjíton, 29. maí. Reuter. CARTER forseti Bandaríkjanna og æðstu menn 14 annarra NATOlanda hefja tveggja daga fund á morgun. staðráðnir í að efla styrk handalagsins í Ijósi vaxandi hernaðarmáttar Sovét- ríkjanna. Leiðtogarnir munu þó sem fyrr vinna að eflingu bættrar sambúð- ar austurs og vesturs og að samningum um að draga úr vígbúnaði. En fundurinn er hald- inn í skugga vaxandi umsvifa Rússa og Kúbumanna í Afríku og meintra mannréttindabrota í Sovétríkjunum með þeim afleið- ingum sem þetta kann að hafa áhrif á slökunarstefnuna í sambúð austurs og vesturs. Herforingjar og stjórnmálasér- fræðingar NATO hafa varað við stöðugri eflingu kjarnorkumáttar og venjulegs herstyrks Varsjár- bandalagsins. Yfirmaður alls her- afla NATO, Alexander Haig hers- höfðingi, hefur áætlað að yfirburð- ir Rússa í vígbúnaði séu um það bil 10 á móti einum. Hann telur að efling landherafla Rússa hafi verið engu minni en efling sjóhers þeirra. Rúmlega 100.000 mönnum hefur verið bætt við sovézka heraflann í Mið-Evrópu einni. Ráðunautur Carters forseta í þjóðaröryggismálum, Zbigniew Brzezinski, sem er nýkominn frá Peking, hefur dregið upp dökka mynd af fyrirætlunum Rússa í sjónvarpsviðtali. Hann sakaði Rússa um tilraun til að umkringja Miðausturlönd og auka ítök sín þar og að kynda undir kynþátta- ólgu í Afríku. Hann sagði svona framkomu ósamrýmanlega leik- reglum slökunarstefnunnar, dé- tente. Vestrænir embættismenn segja Bannað að fara frá Egyptalandi að fyrir fundinum liggi tvær skýrslur sérfræðinga sem Carter forseti fór fram á að yrðu samdar á fyrsta fundi æðstu manna NATO-landanna sem hann sótti í London fyrir ári. Fyrri skýrslan fjallar um langtímastefnu banda- lagsins sem miðar að því að viðhalda styrk bandalagsins og laga herlið þess að þörfum næsta áratugar. Hin skýrslan fjallar um pólitískar og efnahagslegar hliðar samskipta austurs og vesturs. Þetta er fimmti fundur þjóðar- leiðtoga aðildarríkja bandalagsins í 29 ára sögu þess og sá fyrsti sem er haldinn í Washington. Kairó 29. maí. Ap. Reutor. MOHAMED Ilassanein Heikal, fyrrverandi ritstjóra hins áhrifa- ríka dagblaðs A1 Ahram, og fjórum öðrum kunnum blaða- mönnum var á sunnudag bannað að fara frá Egyptalandi. Fimm- menningarnir eru mcðal 60 manna. sem ríkissaksóknari Egyptalands ákærði fyrr í vik- Þetta gerðist 30. maí 1973 — Nixon forseti fer til íslands til viðræðna við Pompidou forseta. 1971 — Bandaríkjamenn skjóta Mariner 9 til Mars. 1968 — De Gaulle neitar að segja af sér, rýfur þing og boðar til kosninga. 1967 — Lýst yfir sjálfstæði Biafra og herútlx)ð í Nígeríu. 1961 — Trujillo, einræðisherra Dóminiska lýðveldisins, veginn. 1913 — Tyrkir og Balkanríkin undirrita friðarsamning í Lond- on. 1904 — Japanir taka Darien af Rússum. 1814 — Fyrri Parísar-friðurinn: Frakkar viðurkenna landamær- in frá 1792 og sjálfstæði Norður- landa og ítölsku og þýzku ríkjanna. 1808 — Napoleon innlimar Toscana á jtaiíu. 1588 — Flotinn ósigrandi sigiir frá Lissabon til Englands. 1539 — Hernando de Soto stígur í land á Fiorida. 1534 — Hinrik VIII kvænist Jane Seymour. 1498 — Kólumbus siglir frá Spáni í þriðju ferðina til Nýja heimsins. 1431 — Jóhanna af Örk brennd á báli í Rúðuborg. Afmæli dagsins: Pétur mikli Rússakeisari (1672 — 1725) — Henry Addington, enskur for- sætisráðherra (1757 — 1844) — Benny Goodman, bandarískur tónlistarmaður (1909 — ...). Innlent: Eggert Ólafsson drukknar 1768 — Fyrsti íslenzki ríkisráðsfundurinn í Fredens- borghöll 1919 — Nixon til íslands 1973. Orð dagsins: Það er mannlegt að skjátlast, það er guðlegt að fyrirgefa — Alexander Pope, enskt skáld (1688 — 1744). unni um að hafa ófrægt Egypta- land erlendis með skrifum sínum um Anwar Sadat Egyptalandsfor- seta og stefnu hans í málefnum Miðausturlanda. í frétt í A1 Alhram segir að þeir fjórir, -sem eins og Heikal eru í ferðabanni séu Ahmed Hamroush, Mohamed Sayed Ahmed, Salah Issa og Ahmed Fuad Nagm. Þá segir að 34 af hinum 60 séu blaðamenn, sem búi erlendis og skrifi fyrir þarlendar fréttastofur. Heikal sagði eftir að hann hafði verið settur í ferðabann að „ákvörðunin væri einkennileg. Eg sé enga ástæðu fyrir henni. Eg er ósammála Sadat hvað varðar það hvernig hægt verður að koma á friði í Miðausturlöndum, en ég hélt það vera sjálfsögð borgararétt- indi,“ sagði Heikal. Ferðabannið fylgir í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu í Egypta- landi, sem haldin var í landinu fyrir rúmri viku. Þjóðaratkvæða- greiðslan fjallaði um rétt stjórn- valda til að banna þeim blaða- mönnum sem skrifa greinar eða útvarpa efni, sem ógnar þjóðarein- ingu Egyptalands og gerir lítið úr stjórnmálaafrekum stjórnarinnar, að taka þátt í stjórnmálum. Nazista- foringi hand- tekinn Vinarborg 29. maí AP. SIMON Wiesenthal, hinn frægi forstöðumaður Heimildasafns Gyðinga í Vínarborg og sá sem haft hefur upp á flestum stríösglæpamönnum nazista, sagði í dag að nazisti sem hefði verið viðriðinn dauða 250 þús- und manns í Sobibor-útrýming- arbúðunum, hefði verið settur í stofufangelsi í Brazilíu. Hann sagði að hann ætti þarna við Gustav Wagner, 66 ára gamlan foringja í SS-sveitunum. Borizt hefðu upplýsingar um að hann væri í Brazilíu og hefði hans verið leitað þar. Sannanir hefðu þó ekki fengizt fyrir veru hans þar fyrr en Wiesenthal sá hann Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.