Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAI 1978.
33
„Fólk úr öllum
flokkum kaus Sjálf-
stæðisflokkinn,,
r __
— segir Arni Emilsson á Grundarfirði
„ÉG ER mjög hamingjusamur og
ánægður mcð úrslitin í kosning-
unum hér, og ég tel að Grundfirð-
ingar hafi tekið ábyrga afstöðu,
fólk úr öllum flokkum kaus
Sjálfstæðisflokkinn. Fólkið mat
góða stöðu bæjarfélagsins og
horfði framhjá landsmálunum,*'
sagði Arni Emilsson efsti maður
á lista Sjálfstæðisflokksins og
sveitarstjóri í Grundarfiri þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær. Á Grundarfirði fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 3 fulltrúa af
fimm og hélt þar með meirihluta
sínum.
„Það gladdi mig mikið þegar
fólk úr öllum flokkum kom til mín
og kvaðst mundu kjósa núverandi
meirihluta. Sjálfur hafði ég sett
það á oddinn fyrir kosningarnar,
að ég myndi víkja úr starfi ef við
misstum meirihlutann og það voru
margir sem studdu mig vegna
þessarar ákvörðunar. Að lokum vil
ég aðeins þakka Grundfirðingum
fyrir veittan stuðning við Sjálf-
stæðisflokkinn og þá ekki sízt
unga fólkinu, sem tók afstöðu með
okkur,“ sagði Arni að lokum.
„Fólkið vildi sýna
meirihlutanum
sitt traust”
— segir Ellert Kristinsson í Stykkishólmi
• „bað er vitað mál, að það hefur
mikið verið framkvæmt í Stykkis-
hólmi á s.l, kjörtimabili og úrslit
kosninganna sýna, að fólk hefur
viljað lýsa trausti yfir starfi
meirihlutans,** sagði Ellert Krist-
insson efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins og óháðra á
Stykkishólmi, en listinn fékk nú
íimm af sjö bæjarfulltrúum en
hafði fjóra áður.
„Það er stefna meirihlutans að
ljúka þeim verkum, sem þegar
hefur verið ráðist í. Ég vil benda
á það, að við sjálfstæðismenn
höfum haft góða samvinnu við
óhátt fólk og þess vegna m.a.
drógust landsmálin ekkert inn í
kosningabaráttuna á Stykkishólmi
og tel ég mjög gott að vera í
samvinnu við óháða aðila. Með
þessu móti er frekar hægt að halda
innansveitarmálum frá landsmál-
unum. Úrslit kosninganna tel ég
einnig vera traustsyfirlýsingu við
okkar ágæta sveitarstjóra, Sturlu
Böðvarsson. Þessar kosningar
voru mjög persónulegar," sagði
Ellert að lokum.
„Túlkum úrslitin
sem stuðning við
okkar stefnu”
— segir Kristinn V. Jóhannsson í Neskaupstað
„Við Alþýðubandalagsmenn
fengum hærri prósentutölu í
þcssum kosningum heldur en við
höfum nokkurn tíma fengið síðan
1950 og höfum við aldrei haft
svona mikinn atkvæðafjölda á
bak við okkur eða 57.2%,“ sagði
Kristinn V. Jóhannsson efsti
maður á lista Alþýðubandalags-
ins í Neskaupstað þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann. Alþýðu-
bandalagið hélt sínum meirihluta
í Neskaupstað, en missti mann,
hafði áður sex bæjarfulltrúa af
níu, en hefur nú fimm.
„Árangur kosninganna þakka ég
góðu starfi á kjörtímabilinu og
erum við afskaplega þakklátir.
Úrslitin túlkum við sem stuðning
við þá stefnu sem við höfum fylgt
og þá stefnu sem við höfum lagt
fram,“ sagði Kristinn.
Felldu bann við
sunnudagsakstri
Gení 28. maí. Reuter.
SVISSNESKA þjóðin felldi í
þjóðaratkva'ðagreiðslu í dag með
miklum meirihluta tillögu þess
efnis. að banna akstur á sunnu-
dögum einu sinni í mánuði,
umhverfisins vegna.
Helmingi fleiri voru á móti
tillögunni en með, en hún var
upphaflega borin fram af níu
háskólanemum. Tillagan fékk síð-
an töluverðan hljómgrunn og
skrifuðu 115.000 kjörgengir Sviss-
lendingar undir tillöguna, og varð
þá að fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um hana.
Samkvæmt tillögunni hefði öll
umferð einkaflugvéla og báta
einnig verið bönnuð einn sunnudag
í mánuði.
Ríkisstjórnin og flestir þing-
manna lögðust á móti tillögunni og
bentu á að hún myndi draga úr
ferðamannastraumnuminum og
skaða efnahag landsins.
RAX