Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. i þessum þætti, sem jafnframt verður sá síðsti, Ijúkum við yfirferð okkar á markverð- inum. Hann er sá leikmaður sem helst verður útundan varðandi þjálfun yngri aldurshópa. — Markverðinum þarf því að sinna vel, svo hægt sé aö krefjast einhvers af honum. Til þess að 8. og 9. grein um markvörðinn kæmi að góðum notum fyrir þig sem markvörð (eða leiðbeinanda), fékk ég mér til aöstoöar Ólaf Magnússon íþróttakennara og markvörð meö meistara- flokksliði Vals, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Við skulum þá halda áfram með hina 4 aðalþætti, er við nefndum í 8. þætti. Knatt- spyrnu- þættir Janus Gu<Maugsson tók saman er að senda knött til samherja og því er sá markvörður sem náð hefur að handsama knöttinn í þeirri aðstöðu að hefja sóknina. Markvörðurinn verður því að vera jafn nákvæmur og allir aðrir leikmenn er hann sendir knöttinn, hvort sem hann gerir það með því að kasta knettinum eða sparka honum út. Grundvallartækni þess að senda knöttinn, hvort sem er með höndum eða fótum verður markmaðurinn að æfa vel. Hann verður aö geta sparkað eða kastað knetti til samherja sem er frír fyrir utan vítateiginn, tekið útspörk og sparkað knetti hátt og langt fram á völlinn úr höndunum eða „kontraboltum" 20—40 m fram á völlinn. Að framansögðu sést að markvörður 4. Fyrirgjafir — hvenær skal grípa pær og hvenær slá frá markinu a) Fjarlægð knattarins frá markinu Sé möguleiki fyrir markmann að fara út í fyrirgjöf og ná henni, ber honum að gera það, því að hann á að vera hæfasti leikmaður liðsins til þeirra aögerða. Þetta getur hann þó einungis gert, komist hann til knattarins með góöu móti. Sé knötturinn hins vegar of langt frá markinu, ætti markmaður undir flestum kringumstæöum heldur að vera kyrr í marki sínu og verja það. Á mynd 91 a. sjáum við hvar markvörður hefur misst af knetti fyrir markið og mótherji hans (02) sendir knött í markið. En á mynd 91 b. er markvörður kyrr og ver skot mótherjans. 3. Vörn liðs okkar aðstoðuð Markverði ber alltaf að staðsetja sig með tilliti til þess hvar knötturinn er á vellinum á hverjum tíma. Á þennan hátt koma þrír hlutir honum til góða: a) Réttri línu náð Markvörður er með þessu móti alltaf í réttri línu og þá ekki síst ef nauðsynlegt væri fyrir hann að hlaupa snögglega út úr markinu. Á mynd 93 a., er markvöröur ekki í réttri línu miðað við það hvar knötturinn er á vellinum. Þess vegna þarf hann áður en hann getur lokað markinu að færa sig fyrst inn í þríhyrninginn sem myndaður er af knettinum og stöngunum. Á mynd 93 b., er markvörður hins vegar í réttri línu og getur með því að koma enn lengra út úr markinu lokað því betur. b) Leiðin til knattarins Við fyrirgjafir upp úr hornspyrnum þar sem andstæðingarnir hafa sent 7—8 leikmanna sinna inn í vítateig okkar, verður vítateigurinn næst markinu þéttskipaður leikmönnum. Séu einhverjar efasemdir í huga markvarðar um að hann nái ekki til knattarins með góðu móti, er betra fyrir hann að velja þann kostinn að vera kyrr og verja markið en að fara í „ævintýraferð" inn í þvöguna sem leikmennirnir orsaka. c) Knöttur gripinn eftir fyrirgjöf Gott er fyrir markvörð að ákveða stráx hvort grípa eigi knöttinn eða slá hann frá eftir fyrirgjöf, því sé ákvörðun tekin um að grípa knöttinn verður það að gerast meðan hann er í hæsta punkti á braut sinni. Á þann hátt notfærir markvörður sér best þá yfirburði sem hann hefur yfir alla aðra leikmenn, þ.e. leyfið til að nota hendurnar, sbr. mynd 92 sýnir okkur. d) Knötturinn sleginn frá markinu eftir fyrirgjöf Áríðandi er að ákvörðun um að kýla knöttinn frá markinu sé tekin strax þannig að markmaður hafi tækifæri til að beita öllum kraftinum sem hreyfiafl líkama hans leyfir í að kýla knöttinn. Reynt skal síðan á slá knöttinn hátt, langt og út til hliðanna frá markinu. b) Svæðið fyrir aftan vörnina varið (valdað) Markvörður getur með því að koma út úr markinu og alveg út undir vítateiginn hjálpað vörninni, því með því minnkar hann svæðið milli aftasta varnarmannsins og marksins. Mynd 94 sýnir okkur hvernig markvörður (M) í liði X, sem er í sókn hefur minnkað svæðið milli sjálfs sín og aftasta varnarmannsins sem er á miðlínunni með því að færa sig alveg út undir vítateig. í þessari stöðu er hann ekki aðeins nær samherjum sínum og minnkar þar með svæðið milli sín og þeirra, heldur á hann einnig auðveldara með að kalla leiðbeining- ar og fyrirskipanir til þeirra. Það að kalla til samherja sinna er eitt af veigamestu þáttum markvörslunnar, en er frámunalega vanvirt af flestum markvörð- um. í rauninni er markvörðurinn undir flestum kringumstæðum í bestri aöstöðu til þess að sjá hreyfingar sóknarmanna andstæðinganna, og getur því hjálpað mikið til með ýmsum ráðleggingum til félaga sinna. c) Einbeitni næst Það að staðsetja sig alltaf með tilliti til hvar knötturinn er á hverjum tíma tryggir það aö markvörðurinn einbeitir sér allan tímann. Skortur á einbeitingu er einn versti óvinur allra markvarða, sérstaklega í leikjum þar sem hann kemur lítið viö knöttinn. Athugið mynd 95 hvað varöar staðsetningu markvarðar eftir því hvar knötturinn er. 4. Knetti komið í leik Mikill munur er á því að koma knetti út af hættusvæði með öllum tiltækum ráðum, eða að senda knött til samherja. Skylda markvarðar sem og allra annarra leikmanna kemur knetti í leik aðallega á þrennan hátt: a) Meö því aö kasta knettinum út, sbr. mynd 96 sýnir. b) Með því að sparka knettinum fram á völlinn úr höndum sér. c) Með því að taka útspörk, sem tekin eru frá markteig. Að lokum Margar eru þær bækur sem skrifaðar hafa veriö um knattspyrnu sem og ýmsa þætti innan hennar. Allar hafa þessar bækur sitt gildi og þjóna hver sínum tilgangi. Þó er það eitt atriði sem er þeim öllum sameiginlegt og flestir um það sammála, að engin þeirra er tæmandi á sviði knattspyrn- unnar — hún er það víðáttumikil. í þessum þáttum hef ég orðið að stikla á stóru en þó reynt að koma víða við og draga fram þýðingarmestu atriðin varðandi grunn- tæknina, sem hver leikmaður þarf aö ná tökum á og búa yfir þegar í efri aldursflokka er komið. Nú er það þitt ungi maður að æfa upp öll þessi tækniatriði sem og önnur er kunna aö verða á vegi þjálfunar þinnar. Tækninefnd KSÍ hefur þegar komið upp sínum skóla varðandi skólun þjálfara á sviöi knattspyrnunnar, og unnið þar mjög öflugt starf. Því vona ég að ég hafi ekki með skrifum þessara greina minna gengið fyrir verksvið þeirra — heldur hitt, að ég hafi frekar létt aðeins á þeirra byrði með þessum þáttum. Að lokum vil ég þakka þeim sem fylgst hafa með þáttum þessum og vona að einhver lærdómur hafi af þeim fengist. Janus Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.