Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. Hvað segja Reykvíkingar um úrslitin? Hermann Kristjánsson og Róbert Bergmann „Geysihörð barátta arnar“ ÞEIR Hermann Kristjánsson og Róbert Bergmann voru meðal þeirra vegfarenda sem við hittum á förnum vegi í gær, og þeir voru sammála um að fylgistap Sjálf- stæðisflokksins hafi verið fyrir- sjáanlegt, en þó hafi það komið á óvart að flokkurinn skyldi tapa meirihlutanum. „Ég var mjög hissa á því hvað fylgisbreytingin virtist vera jöfn um allt land,“ sagði Róbert. „Það er víst óhætt að búast við geysiharðri kosningabar- fyrir alOingiskosning- áttu fyrir alþingiskosningarnar, en ætli fylgishlutfall flokkanna breytist mikið frá því sem það reyndist vera í kosningunum núna um helgina," sagði Hermann. Þeir félagar sögðust ekki búast við miklum breytingum á stjórn borgarinnar þótt aðrir tækju nú við stjórn hennar, — þarfir borgarbúa og leiðir til að ráða fram úr málum þeirra hefðu ekki breytzt með þessum kosningaúr- slitum. Úlfar Hermannsson og Sigrún Eyjólfsdóttir „Úrslitin koma mjög „ÞESSI úrslit koma mjög mikið á óvart,“ sagði Úlfar Hermannsson og Sigrún Eyjólfsdóttir tók í sama streng: „Ég bjóst við að Sjálfstæðisflokkurinn héldi meiri- hlutanum, en nú verður spennandi að sjá hvernig nýja meirihlutan- um gengur að koma sér saman um málin. Mér lízt vel á þá hugmynd að ráða sem borgarstjóra ópóli- tískan mann, það er að segja mann mikiö á óvart“ sem sér um framkvæmdir eins og hjá hverju öðru fyrirtæki." „Það var kannski kominn tími til að breyta til,“ sagði Úlfar og þau bættu því við í lokiu að þau ættu von á því að fylgistap Sjálfstæðis- flokksins í alþingiskosningunum yrði enn meira en varð á sunnu- daginn var, — og sjálf kysu þau ekki sama flokk til Alþingis og borgarstjórnar. „Lofar ekki góðu um Það sem framundan er“ „Ég er ákaflega vonsvikin, mér fannst Sjálfstæðisflokkurinn eiga það skilið að vinna á í borgar- stjórnarkosningunum því að hann hefur stjórnað borginni vel,“ sagði Kristín Axelsdóttir þar sem við hittum hana á strætisvagna- stöðinni i Aðalstræti. „Það eykur auðvitað á vonbrigðin að það skuli geta munað svona litlu á því hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða hinir flokkarnir þrír skuli hafa meiri- hluta. Mér finnst þetta ekki lofa góðu um það sem framundan er, en skýringin á þessum óvæntu og Kristfn Axelsdóttir ómaklegu úrslitum hér í borginni hlýtur að vera það, sem ríkis- stjórnin er búin að gera af sér í launamálum. Já, ég kýs alltaf sama flokkinn, bæði í kosningum til borgarstjórnar og Alþingis." Um það hvort breytingar væru framundan í borginni sagði Kristín: „Ég held að eitthvað hljóti að breytast við þetta, en það er bara eftir að sjá hvort nýi meirihlutinn getur komið sér saman um eitthvað. „Fólkið vill Þetta“ „Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja,“ sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, „fólkið vill þetta. Ég átti nú satt að segja ekki von á svona mikilli breytingu, en um orsakirnar get ég ekkert sagt. Það er ekki gott að spá um úrslit í alþingiskosningunum í framhaldi af þessu, en ég hef nú ekki trú á því að það verði mikil breyting á fylginu. Fólk skiptir ekki svo um Vilhjálmaur Þorsteinsson. skoðun á tæpum mánuði að útlit sé fyrir stórfelldar breytingar. Annars er maður varla búinn að átta sig á þessum úrslitum eða gera sér grein fyrir því hvaða breytingu þau muni hafa í för með sér. Ætli skýringarinnar sé ekki helzt að leita hjá ríkisstjórninni.“ „Finnst gott aö Sjálf- stæðisflokkurinn skyldi tapa“ „Ég er ánægður og mér finnst gott að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi tapa. Það má svo sem segja að hann hafi bæði staðið sig illa Bergsveinn Jóhannson og vel, en það var kominn tími til að láta aðra komast að“, sagði Bergsveinn Jóhannsson. „Ég er viss um að alþingiskosningarnar verða stórsigur fyrir Alþýðuflokk- inn, en ég er viss um að Alþýðu- bandalagið fær ekki nærri eins mikið fylgi í þeim kosningum og hann fékk núna, alla vega ekki hér í Reykjavík". Sveinbjörg Vigfúsdóttir „Til háborinnar skammar fyrir borgarbúa“ „Það er til háborinnar skammar fyrir borgarbúa að þeir skuli hafa fellt borgarstjórnina og mér þykja þetta bölvuð úrslit, þótt það sé kannski ljótt að tala svona," sagði Agústa Vigfúsdóttir þegar við spurðum hana álits á kosningaúr- slitunum, en Sveinbjörg systir Ágústa Vigfúsdóttir hannar var á annarri skoðun: „Mér finnst þetta allt í lagi, þeir voru búnir að vera svo lengi í þessu að þeir mega vel hvíla sig,“ sagði hún. Ágústa sagðist ekki eiga von á góðu frá nýja borgarstjórnar- meirihlutanum, — „Þú getur ímyndað þér hvort þeir rífa ekki niður það sem hinir hafa verið að byggja upp. Ég vona bara að fólk gái að sér og sýni meiri ábyrgð í alþingiskosningunum," sagði Ágústa Vigfúsdóttir að lokum. „Röng stjórnar- stefna í landsmál- um réð úrslitum“ „Ég er óánægður meö að sjálf- stæðismenn skyldu missa meiri- hluta sinn í Reykjavík og það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að það, sem hefur ráðið úrslitum þessara kosninga, er röng stjórn- arstefna í landsmálum. Óánægja fólks með þá stefnu, sem núver- andi ríkisstjórn hefur haldið uppi í efnahagsmálum og þá aðallega óheppilegar aðgerðir, hefur bitnað á þeim sjálfstæðismönnum, sem stjórnað hafa Reykjavík og það að ósekju," sagði Björn Þórarinsson, starfsmaður Skattstofunnar í Björn Þórarinsson Reykjavík. „Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafa alltaf verið ósammála í fjölmörgum málum og það á margt eftir að breytast ef svo verður ekki áfram. Um áhrif þessara úrslita á komandi alþing- iskosningar vil ég segja, að ég tel að stjórnarflokkarnir komi til með að tapa enn og þeir verða að taka þessa áminningu alvarlega, Sjálf- ur er ég sjálfstæðismaður og kaus Sjálfstæðisflokkinn nú sem fyrr,“ sagði Björn að síðustu. „Leið yfir bví að missa Birgi“ „Ég er mjög leið yfir því að við missum Birgi sem borgarstjóra, þó ég fylgi honum ekki að flokki. Landsmálapólitíkin og þá sérstak- lega kjaramálin hafa þarna ráðið úrslitum, þó ekki sé rétt að blanda saman borgarmálum og landsmál- Brynhildur Eggertsdóttir um,“ sagði Brynhildur Eggerts- dóttir, húsmóðir. „Ég hef ekki trú á að það verði mikil breyting á stjórn borgarinnar en vissulega hlýtur maður að koma í manns stað í þessu sem öðru. Það er hins vegar sjálfsagt að láta nýja menn reyna sig við þessi störf en það er líka mín skoðun að borginni hafi ekki verið illa stjórnað af sjálf- stæðismönnum. Um alþingiskosn- ingarnar er það að segja að ég er ekki viss um að Alþýðubandalagið haldi því fylgi, sem það fékk nú en hrædd er ég um að Framsóknar- flokkurinn tapi jafnvel enn meiru. Um Alþýðuflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn er erfiðara að segja," sagði Brynhildur. „Ánægður með fall meirihluta sjálfstæðismanna en óánægður með tap Framsóknar“ „Ég er persónulega mjög ánægð- Kristín Árnadóttir og Bára Halldórsdóttir „Á ekki von á pví að mikið breytist“ „ÉG ER mjög ánægð með þessa útkomu og ég geri mér góðar vonir um áframhaldandi þróun í sömu átt í sambandi við alþingiskosn- ingarnar," sagði Kristín Árnadóttir þegar við spurðum hana og Báru Halldórsdóttur álits á kosningaúrslitunum. „Ég varð satt að segja hálfhissa á þessu, en ég á nú reyndar ekki von á því að mikið breytist t borgarmálunum þótt nýir menn taki við stjórn- inni“, sagði Bára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.