Morgunblaðið - 23.06.1978, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978
Bensínafgreiðsla Skeljungs á Neskaupstað. Að sögn Brynjars Júlíussonar aígreiðslumanns hefur bærinn
staðið í vegi fyrir því að Skeljungur fengi að byggja nýja og betri aðstöðu. „Þeir vilja helzt losna við
Skeljung úr bænum, vegna þess að þar er einstaklingsframtakið að verki.“
Brynjar Júlíusson, afgreiðslumaður Skeljungs í Neskaupstað.
segja um það að þeir ná bara niður
í hlíðarnar, alls ekki til byggða þar
sem fólk býr.
Mér finnst íslendingar ganga allt
of langt í hrósi sínu í garð
kaupfélaganna og formæla gömlu
kaupmönnunum, eins og einhverjum
óbótamönnum. En það voru þessir
gömlu kaupmenn sem voru raun- j
verulegir feður þessara sveita- |
byggðarlaga, t.d. hér á Neskaupstað,
þá varð hér mest fólksfjölgun í tíð
þessara manna, s.s. Konráðs og
Sigfúsar. Síðan drepur Samvinnu-
hreyfingin þá niður. í framhaldi þess
tel ég að við verðum að standa mun
betri vörð um að einstaklingsfram-
takið verði ekki drepið niður. Það er
algert böl fyrir byggðarlög ef allur
atvinnurekstur er í höndum sveitar-
félaganna sjálfra, eins og er hér á
Norðfirði. Hér þrífst nánast ekkert
fyrirtæki, sem ekki er á vegum
bæjarins.
Annars er hér mjög gott fólk í
Norðfirði og ég er alveg viss um að
við gætum útnefnt menn í alla
ráðherrastólana á næsta kjörtíma-
bili. Ég vildi þó gjarnan enda á sögu
sem sögð var þegar Bjarni heitinn
Benediktsson kom eitt sinn í heim-
sókn hingað austur. Þá var hann
spurður að því hvort honum þætti
sveitin ekki fögur. Hann svaraði:
„Það er ekki fögur sveit, þar sem
ekki eru nema einn eða tveir
sjálfstæöismenn," sagði Júlíus áð
síðustu.
Haldið á miðin.
— Bændur fá mjög seint
greitt fyrir sínar afurðir, heldur
Sigurjón áfram, og getur það
jafnvel dregist upp undir hálft
ár að fullnaðarskil séu gerð og
kemur það sér að sjálfsögðu
mjög illa ekki sízt þegar vextir
hafa hækkað svo. Við reynum að
bjarga miklu með lánum, aðal-
lega víxlum og veit ég reyndar
ekki hvernig þetta hefði allt
gengið ef við hefðum ekki svo
góðan bankastjóra í Búnaðar-
bankanum hér, bankastjóra sem
skilur að banki er til þess að
verzla með peninga. Bankinn
tekur eðlilega sína vexti, og þeir
eru að verða mjög mikill út-
gjaldaliður hjá okkur.
— Þetta sem Eyjólfur Konráð
er að leggja til um afurðasölu-
málin, að afurðalánin gengju
beint til bænda er mjög gagn-
legt og hefur satt að segja
fengið furðu lítinn hljómgrunn.
Bændur hafa að vísu tekið þessu
vel, en kaupfélögin miður og
jafnvel bændasamtökin og
strandar það e.t.v. á þeim. Að fá
afurðalán er mun betra en reka
allt á víxlum, kjör þeirra eru
mun betri og ég held að ekki séu
nein sérstök vandamál sem
standa í vegi fyrir því að hægt
sé að koma þessu í kring.
Einnig ræddi Sigurjón um
þann kostnað annan sem fylgir
því að koma afurðunum í sölu,
ýmis kostnaður sem þarf að
greiða strax, áður en greiðsla
fyrir vöruna er innt af hendi:
— Slátur- og dreifingarkostn-
aður bætist alltaf á vöruna og
alls konar kostnaður, sem við
verðum oftast að greiða fyrir
strax og stundum er engu líkara
en að gangur máia sé sá að
þegar allir þessir milliliðir eru
búnir að fá sitt, þá sé fyrst
athugað hvað sé eftir fyrir
bóndann.
— Það eru nokkuð skiptar
skoðanir á þessum kostnaði, t.d.
við flutning fjár í sláturhús.
Vörubílstjórafélagið telur sig
eiga allan rétt á flutningnum, en
margir bændur eiga nægan
bílakost til að annast þessa
flutninga og er því spurningin
um hver eigi að hafa vinnuna.
Svipaða sögu er að segja um
áburðinn. Eg má t.d. aka mínum
áburði sjálfur á mínum vörubíl,
en ég verð að hafa tvo menn á
pallinum til að taka á móti
honum þegar ég sæki hann á
Sauðárkróki — svo mikill er
réttur verkalýðsfélaganna.
Kona Sigurjóns er Heiðbjört
Jóhannesdóttir og þau eru spurð
hvort ekki sé leitað mikið til
þeirra eftir plássi fyrir börn í
sveitina:
— Jú, það er nokkuð um það,
segir Heiðbjört, en segja má að
ekki séu síður hættur í sveitinni
en bæjunum, en auðvitað er
börnum hollt og nauðsynlegt að
komast í kynni við annað en sitt
nánasta umhverfi svo að við
skiljum vel að foreldrar vilji
koma sínum börnum í sveit.
— Annars eru þessir skólar
alltof langir, segir Sigurjón, og
sumarið dugar varla fyrir
unglingana til að vinna fyrir
vetrinum, en hjá okkur er það
þannig að krakkarnir vinna að
mestu fyrir sinni skólagöngu
með þeim skepnum, sem þau
eiga hér í eins konar félagsbúi.
Að lokum eru þau hjón spurð
um félagslíf í sveitinni, en í
Lýtingsstaðahreppi búa um 300
manns:
— Hér er ágætt félagslíf,
segja þau, við höfum félags-
heimilið Ásgarð við Steinsstaða-
skóla og við erum vel sett með
kirkjur og prest, en prestshjónin
á Mælifelli sjá um símaþjónustu
sem okkur þykir mjög góð og
höfum sennilega aldrei haft svo
góða símaþjónustu áður.
32 útskrifast frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands
MYNDLISTA- og handíðaskóla
íslands var slitið 1. júní s.l. Nú
útskrifuðust 32 ncmendur frá
skólanum í hinum ýmsu greinum.
Starfsemi skólans skiptist í
dagskóla og námskeiðaskóla. Ein-
ungis nám í dagskólanum gefur
réttindi til kennslu, aðgang að
fagfélögum listiðnaðarfólks eða
möguleika til framhaldsnáms í
myndlist. I dagskólanum stunduðu
165 nemendur nám í vetur.
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað undanfarið í frjálsri myndlist
og nemendafjöldi aukizt bæði í
olíumálun og nýiist. Fjöldi kenn-
aranema hefur hins vegar staðið í
stað, og er þar vart að vænta
aukningar fyrr en teikni- og
vefnaðarkennaranámið verður
samræmt almennu kennaranámi,
að því er segir í fréttatilkynningu
frá skólanum.
Vörukynning
Komiö í SS Glæsibæ í dag frá kl. 2—10 og
smakkið hinar Ijúffengu smákökur frá Kexverk-
smiöjunni Frón, og renniö þeim niöur meö hollum
og hressandi Tropicana.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Reikningar Dagsbrúnar liggja frammi á skrifstofu
félagsins frá og meö mánudeginum 26. þ.m.
Trúnaðarráðsfundur veröur í lönó, uppi, fimmtudag-
inn 29. þ.m. kl. 20.30 e.h.
Aðalfundur Dagsbrúnar veröur í lönó sunnudaginn 2.
júlí kl. 2 e.h.
Stjórnin.
Sjálfboðaliðar
á kjördag
D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboða-
starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til
starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auk
margvíslegra annarra starfa.
Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö
starfskröftum sínum á kjördag, 25. júní
næstkomandi, hringi vinsamlegast í síma:
86216—82900.
Skráning sjálfboöaliöa fer einnig fram á
skrifstofum hverfafélaganna.
Brúðkaupsgjöf
- er matar- og
kaffisett frá Glit
lQAKKA 9
»413 r