Morgunblaðið - 27.06.1978, Síða 4

Morgunblaðið - 27.06.1978, Síða 4
4 STÖÐVAR Nú er lími Ijósastillinga á bifreiðum. Hafið ávallt Philips bílaperur á boðstólum fyrir viðskiptavini ykkar. Allar stærðir og gerðir. heimilistæki sf Hópferöabílar 8—50 farpega Kjartan Ingimarsson Sími 86155, 32716. Minningarspjöld MINNINGARKORT Sjúkrahús- sjóðs Höfðakaupstaðar, Skaga- strönd, fást á eftirtöldum stöðum: Blindrafél. íslands, Ingólfsstræti 16, Sigríði Ólafsdóttur Reykjavík sími 10915, Birnu Sverrisdóttur, Grindavík, sími 8433, Guðlaugi Óskarssyni, skipstjóra, Túngötu 16, Grindavík, hjá Önnu Aspar, Elísabetu Árnadóttur og Soffíu Lárusdóttur, Skagaströnd. Ráðstefna í Norræna húsinu: „Island í dag og Norður- löndin,, RÁÐSTEFNA á vegum Norræna félagsins hófst í Norræna húsinu mánudaginn 26. júní. Ráðstefnan ber nafnið „ísland í dag og Norðurlöndin" og er henni ætlað að kynna land og þjóð. Þátttak- endur í ráðstefnunni eru 18 frá öllum Norðurlöndum. Stjórnandi ráðstefnunnar er Iljálmar Ólafs- son formaður Norræna félagsins. Á ráðstefnunni verður íjallað um margvísleg málefni og má m.a. nefna: ísienskar bókmenntir, flutt erindí um fjármálastöðu Islands, fulltrúar stjórnmálafiokkanna út- skýra íslensk stjórnmál, erindi um leiklist og tónlist, fjallað um nútíma myndlist og listasöfn heimsótt, erindi um notkun jarð- varma, ýmsir staðir heimsóttir, t.d. Árnagarður, Eldfjallastöðin, Fornminjasafnið, Álafoss, Reykja- lundur og Hitaveita Reykjavíkur. Einnig verður farið í stuttar ferðir um landið, t.d. til Akraness og að Gullfoss og Geysi. í fréttatilkynningu frá Norræna félaginu segir að þeim Islending- um, sem áhuga hafa á að fylgjast með fyrirlestrum á ráðstefnunni, sé þátttaka heimil meðan húsrúm leyfir. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Ulvarp Revkjavfk ÞRIÐJUDAGUR 27. júní MORGUNIMINN_________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Vcðurfr. Forustugr. daghl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagn Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Þórunn Magnea Magnús- dóttir endar lestur sögunnar „Þegar pabbi var lítill" eftir Alexander Raskin í þýðingu Ragnars Þorsteinssonar (13). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. 9.45 Sjávarútvegur og íisk- vinnsla. Umsjónarmenn. Ágúst Einarsson. Jónas Haraldsson og Þórleifur ólafsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- frcgnir. 10.25 Víðsjá. Helgi H. Jónsson fréttamaður stjórnar þættin- um. 10.45 Náttúruminjar í Reykja- vík. Gunnar Kvaran ræðir við Þorleif Einarsson jarð- fra‘ðing um merkilcga staði frá jarðsögulegu sjónarmiði. 11.00 Morguntónleikar. Sin- fóníuhljómsveitin í Vín leik- ur forleik að „Leðurblök- unni" eftir Johann Strauss> Willi Boskovsky stj. Nýja fflharmóníusveitin og kór flytja tónverkið „pláneturn- ar“ eftir Gustav Holst. Sir Adrian Boult stj. SÍÐDEGIÐ 12.00 Ilagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan. „Angelína" eftir Vicki Baum. Málmfríður Sigurð- ardóttir les (11). 15.30 Miðdegistónleikar. Wendelin Gaertner og Richard Laugs leika Sónötu í B-dúr fyrir klarínettu og píanó op. 107 eítir Max Reger. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.20 Sagan. „Trygg ertu, Toppa" eftir Mary O’IIara. Friðgeir H. Berg íslcnzkaði. Jónína H. Jónsdóttir les (16). 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgninum. KVÖLDIÐ__________________ 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Maðurinn og framtíðin Séra Óskar J. Þorláksson fyrrum dómprófastur flytur erindi. 20.00 Píanósónata nr. 32 í c-moll op. 111 eftir Beet- hoven. Ronald Smith leikur. 20.30 Utvarpssagan. „Kaup- gangur" eftir Stefán Júlíus- son. Höfundur les (15). 21.00 íslenzk einsöngslög. Ein- ar Markan syngur 21.20 Sumarvaka a. Þáttur af Þorstcini Jóns- syni í Upphúsunum á Kálfa- felli. Steinþór Þórðarson á Hala flytur síðari hluta frásögu sinnar. b. Úr vísnasafni Útvarpstíð- inda. Jón úr Vör les. c. Með kjörkassann á bakinu um háheiðar Vestfjarða. Páll Hallbjörnsson segir frá fcrð, sem hann fór eftir haustkosningarnar 1923. d. Kórsöngur. Kór Söngskól- ans í Reykjavík syngur. Söngstjóri. Garðar Cortes. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmónikulög Elis Brantd og félagar hans leika. 23.00 Á hljóðbergi. Með kveðju frá Kattegat. Gamansyrpa með sænsku, dönsku og norsku efni, — lesnu , leiknu og sungnu. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIDJUDAGUR 27. júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) Gestur í þessum þatti er Therosa Brewer. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Landsmót UMFÍ 1975 (L) Landsmótið var haldið á Akranesi og þessa kvik- mynd gerðu Þrándur Thor- oddsen og Jón Hormanns- son. V Textahiifundur Ingólfur A. Steindórsson. Þulur Þor- valdur Þorvaldsson. 21.25 Kojak (L) Bandarískur sakamála- myndaflokkur. Ógnvaldurinn Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 22.15 Sjónhending (L) Erlendar myndir og málefni. IJmsjónarmaður Sonja Diego. 22.35 Dagskrárlok Útvarp kl. 10.45: || Útvarp kl. 21.20: Fara hringferð um Reykjavík Með kjör- kassann á bakinu „Náttúruminjar í Reykja- vík“ nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps í dag kl. 10.45. í þættinum ræðir Gunnar Kvaran við Þorleif Einarsson jarðfræðing um merkilega staði frá jarðfræðilegu sjónar- miði. Fara þeir hringferð um Reykjavík og taka út fjóra friðlýsta staði, eða staði sem hafa jarðfræðilegt gildi og eru innan bæjarmarkanna. Að sögn Gunnars Kvaran vita fáir um þessa staði og er ætlunin að kynna þá fyrir fólki. Gunnar sagði að á þessu svæði væru fimmtán einstakir staðir eða landsvæði, sem væru friðlýst eða á náttúru- minjaskrá og ætla þeir að taka út fjóra eins og áður segir. Þorleifur ræðir einnig um staði sem eru í hættu frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Vegna útþenslu byggðar telur hann þurfa að gæta slíkra staða vel, því það sem vélar og tæki skemma verður ekki aftur bætt. Sumarvaka hefst í útvarpi í kvöld kl. 21.20. í þættinum flytur Steinþór Þórðarson á Hala síðari hluta frásögu sinnar af Þorsteini Jónssyni í Upphús- unum á Kálfafelli. Jón úr Vör les úr vísnasafni Útvarpstíð- inda. Einnig segir Páll Hall- björnsson frá ferð sem hann fór eftir haustkosningarnar 1923 og nefnist frásagan „Með kjörkass- ann á bakinu um háheiðar Vestfjarða." Loks stjórnar Garðar Cortes kórsöng, en það er kór Söngskólans í Reykjavík sem syngur. Garðar Cortes stjórnar kór- söng. Athygli skal vakin á því að Prúðu leikararnir eru á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Gestur í þættinum í kvöld verður Theresa Brewer. en þýðandi er Þrándur Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.