Morgunblaðið - 27.06.1978, Side 44
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978
Reynir hef-
ur ekki skor-
aðí5 klst.
REYNIR frá Sandgerði tapaði sínum þriðja leik
í röð með markatölunni 1—0, er þeir fengu Þrótt
frá Neskaupstað í heimsókn. Það er eitthvað
alvarlegt á seyði hjá Sandgerðingum, því að þeir
hafa nú leikið í rúmar 5 klst. án þess að koma
knettinum í mark andstæðinga sinna.
Þetta var jafnteflislegur leikur
frá upphafi til enda, hvorugt liðiö
sýndi neitt að ráði, miðvallarspil
var slakt og allan brodd vantaði í
Helgi seigur
í þrístökki
Á MEISTARAMÓTI
Kópavogs í frjálsum
íþróttum, sem fram fór
á laugardaginn, náðist
þokkalegur árangur í
nokkrum greinum.
I þrístökki stökk
Helgi Hauksson 14,47
metra, Thelma Björns-
dóttir hljóp 400 metra á
64,6 sekúndum og Karl
West Fredriksen stökk
yfir 3,70 metra á stang-
arstökki.
framlínurnar. Reynismenn áttu þó
fleiri færi, en þeir skutu bæði
framhjá og yfir, en einnig varði
markvörður Þróttar nokkrum
sinnum vel. Besta færið, sem
Þróttur fékk ef frá er talið það
sem þeir skoruðu úr, fékk Andrés,
er hann komst inn í sendingu til
markvarðar, en Reynismenn
björguðu af marklínu. Eina mark
leiksins og sigurmark Þróttar
skoraði Helgi Benediktsson, er
hann náði knettinum langt úti á
velli og lék á eina þrjá Sandgerð-
inga áður en hann renndi knettin-
um í netið.
Helgi Benediktsson var einna
frískastur Þróttara, en einnig átti
Guðmundur Yngvason góðan leik,
en hjá Reyni er aðeins ástæða til
að hæla markverðinum, Jóni
Örvari, sem gerði engin mistök og
verður ekki sakaður um markið.
- JJ/gK-
• Eiríkur Eiríksson, markvörður Þórs, var bezti maður
inn í leikinn. er Vilhelm Freðriksen saekir að honum.
S* .
liðsins gegn KR og hér sést hann grípa örugglega
Ljósm. IÍAX.
Þór fékk eitt færi og vann 1 -0!
LÉLEGUR var hann,
leikur KR og Þórs á
■ ■
TVEIR LEIKIRIKVOLD
TVEIR leikir fara fram í 2. deild íslandsmótsins
í knattspyrnu í kvöld. Ármann og Reynir leika
á Laugardalsvelli og Haukar og Fylkir leika á
Hvaleyrarholtsvelli. Báðir leikirnir hefjast
klukkan 20. Á föstudaginn verða svo þrír leikir
á dagskrá í 2. deild.
Laugardalsvellinum á
laugardaginn. Þór sigr-
aði frekar óvænt 1—0
og Þórsarar skoruðu
sigurmarkið úr eina
tækifærinu sem þeir
fengu í leiknum. Ekki
svo að skilja, að KR-ing-
ar hafi átt skilið að
sigra, þvert á móti, þeir
áttu ekki almennilegt
færi fyrr en á 89.
Lánleysi framherja Völsunga algjört
VEÐUR var mjög kalt er leikur
Armanns og VöJsungs fór fram á
Húsavík. Ileimamenn léku ur.dan
hægri golu í fyrri hálfleik og í
Best skoraði
tvö mörk fyr-
ir nýja félagið
GEORGE Best skoraði tvö mörk
fyrir Fort Lauderdale í bandarísku
deildarkeppninni í knattspyrnu
um helgina, þegar lið hans vann
New York Cosmos óvænt 5:3. Þetta
var fyrsti leikur Best fyrir hið
nýja lið sem keypti hann frá Los
Angeles Aztecs á föstudaginn.
14 þúsund áhorfendur horfðu á
leikinn. Mörk Fort Lauderdale
skoruðu áuk Best, David Ioving 2
og Ray Hudson en fyrir Cosmos
skoruðu Gary Etherington,
Georgio Chinaglia og Ron Atana-
sio. Þrátt fyrir tapið er álitið að
Cosmos eigi mesta sigurmöguleika
í bandarísku knattspyrnunni.
upphafi var nokkurt jafnræði
með liðunum, en þegar iíða tók á
leikinn náði Völsúngur betri
tökum á honum. Framherjar
liðsins fengu hvert dauðafærið á
fætur öðru og áttu m.a. stangar-
skot cn þeim virtist algjörlega
fyrirmunað að koma knettinum í
nctið.
Það var svo á 43. mín. að
Armenningum tókst að opna
markareikninginn er Þráinn Ás-
mundsson skoraði glæsilegt mark
með þrumuskoti af 30 m færi.
Síðari hálfleikurinn var nokkuð
jafn, liðin skiptust á að sækja.
Ármenningar héidu áfram að
skora og Völsungar að klúðra.
Egill Steinþórsson skoraði annað
mark Ármanns á 54. mín. með
skoti af stuttu færi og sex
mínútum síðar skoraði Einar
Guðnason svo þriðja mark Ár-
menninganna. Hann fékk send-
ingu yst í teignum, lék á varnar-
mann og skoraði laglega í hornið
fjær. Völsungar fengu líka sín
tækifæri og m.a björguðu Ár-
menningar 3svar á línu í hálfleikn-
um en inn vildi knötturinn ekki.
Gangur leiksins var nokkuð
jafn. Munurinn lá í því að
Ármenningar nýttu sín tækifæri
en Völsungar ekki.
Bestu menn Ármanns voru þeir
Egill Steinþórsson og Gunnar
Andrésson. Hjá Völsungum var
Kristján B. Olgeirsson bestur.
Rafn Hjaltalín dómari komst
ágætlega frá leiknum en leyfði þó
fullmikla hörku.
KAK.
mínútu og höíðu þeir þó
sótt allan leikinn.
KR-ingar sóttu undan stinn-
ings-golu í fyrri hálfleik og var
knötturinn lengst af á vallarhelm-
ingi Þórs. En KR-ingar réðu
ekkert við goluna, né heldur sterka
vörn Þórsara og einu skiptin sem
þeir ógnuðu marki Þórs, var með
langskotum Birgis Guðjónssonar
og Hauks Ottesen, fyrra skotið fór
framhjá, en markvörður Þórs,
Eiríkur Eiríksson, varSi það síðara
mjög vel. Sverrir Herbertsson var
einnig í færi snemma í hálfleikn-
um, en skaut yfir. Um færi var
ekki að ræða hjá Þór, þau skipti
sem þeir komust upp undir víta-
teig KR eru teljandi á fingrum
annarrar handar.
Þegar aðeins 7 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik, kom eina
mark leiksins, Guðjón Hilmars-
son, bakvörður KR færði þá Óskari
Gunnarssyni knöttinn á silfurfati
frá Ottó miðverði KR. KR-ingum
tókst ekki að skapa sér fleiri færi
þrát^ fyrir að leikurinn héldi
áfram drjúga stund fram yfir
venjulegan leiktíma.
Eiríkur Eiríksson var maður
leiksins, hann gerði ekki hina
minnstu vitleysu, greip örugglega
inn í hvað eftir annað og varði
þrívegis meistaralega. Þá stóð
vörnin sig vel hjá Þór.
Hjá KR er ekki ástæða til að
hrósa nokkrum manni, þeir áttu
hver öðrum slakari dag og hljóta
allir að geta gert betur, annars
væri liðið ekki við topp deildarinn-
ar. KR-ingar voru lélegir að þessu
sinni og þeir vita það best sjálfir.
— gg
STAÐAN
STAÐAN í annarri deild að
rétt utan eigin vítateigs og Óskar loknum siðustu Icikjumi
þakkaði fyrir sig með því að senda KR 74 2 1 12-2 10
knöttinn undir Magnús markvörð Armann fi 4 0 2 11-fi 8
og í netið. Næstu mínúturnar tókst Þór 1322 G-fi 8
KR-ingum að senda knöttinn öðru Austri 7313 5-5 7
hvoru til samherja, en það stóð Ilaukar fi 2 2 2 7-6 6
ekki lengi og vörn og markvörður Fylkir fi 3 0 3 6-7 6
Þórs áttu létt með að verja Þróttur 7 223 8-12 G
forskotið. Það var ekki fyrr en ÍBÍ 5 212 4-5 5
einni mínútu fyrir leikslok, að Völsungur 6 213 4-10 5
Stefán Örn Sigurðsson komst í Reynir 7 115 4-8 3
ágætt færi, en Eiríkur markvörður
varði meistaralega og á 90. mínútu
varði hann einnig mjög vel skalla
Markhæstu leikmcnni
Þráinn Á.smund.ss. Ármann 6
Stefán Ö. Sigurðss. KR 4
Austri kom á óvart
isianðsmðtlð 2. delld
»tma * » '
AUSTRI frá Eskifirði krækti í
tvö frckar óvænt stig. er þeir
lögðu ísfirðinga að velii á ísafirði
mcð- marki Bjarna Kristjánsson-
ar. Markið var skorað á 30.
minútu og kom það úr eina
færinu sem Austri fékk í leikn-
um.
Isfirðingar sóttu gegn nokkuð
sterkum vindi í fyrri hálfleik og
var þá leikurinn nokkuð jafn úti á
vellinum. I byrjun voru þeir
, h&isnMUH-Au ■ kkuð > agenKU-
mark Austra, áttu stangarskot og
skalla, sem Benedikt Jóhannsson
varði naumlega. Eina mark leiks-
ins var skorað fljótlega upp úr
miðjum hálfleiknum og var þar
Bjarni Kristjánsson að verki eftir
að hafa fengið sendingu frá hægri
og stungið sér á milli tveggja
varnarmanna.
I síðari hálfleik var urn látlausa
stórsókn að ræða af hálfu ísfirð-
inga og kom þá tvívegis til kasta
Benedikts í markinu, er hann varði
im /«á ÍArnólö*
En inn vildi knötturinn ekki og
úrslit íeiksins urðu því fremur
óvæntur sigur Austra.
Benedikt Jóhannsson, mark-
vörður Austra, var besti maður
liðsins, en einnig áttu þeir Gústaf
Ómarsson og Ágúst Ingi Jónsson
mjög góðan leik. Þykir Gústaf vera
mjög efnilegur bakvörður.
Hjá ísfirðingum var Þórður
Ólarfsson bestur, en enginn átti
beinlínis slakan leik, þetta var
- OÞ/gg