Morgunblaðið - 27.06.1978, Page 20
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978
— Ætlum okkur ekki að
verzla með öryggi...
Framhald af bls. 1
alþingiskosningarnar 1974. Kosn-
ingahlutfali flokksins hefur aldrei
verið meira frá stofnun hans og
hann vann 9 þingmenn, hefur nú
14 og er jafnstór Alþýðubandalag-
inu á þingi. Stjórnarflokkarnir,
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur, misstu mest fylgi eða
10,0% og 8,0% og misstu þeir hvor
5 þingmenn. Alþýðubandalagið
vann 3 þingsæti, en Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
misstu bæði þingsæti sín.
Fylgi þeirra flokka, sem komu
mönnum á þing, er svohljóðandi,
en bent skal á að öll úrslit
kosninganna og hverjir eru upp-
bótarþingmenn eru birt á blaðsíð-
. um 18 og 27 í blaðinu í dag:
• Sjálfstæðisflokkur fékk 39.978
atkvæði á landinu öllu, 32,7%
greiddra atkvæða, 17 kjördæma-
kjörna þingmenn og 3 landskjörna
eða samtals 20.
• Alþýðuflokkur fékk 26.912 at-
kvæði eða 22,0% greiddra at-
kvæða, 9 kjördæmakjörna þing-
menn og 5 landskjörna eða sam-
tals 14 þingmenn.
• Alþýðubandalag fékk 27.962
atkvæði eða 22,9% greiddra at-
kvæða, 11 kjördæmakjörna þing-
menn og 3 landskjörna eða sam-
tals 14.
• Framsóknarflokkur fékk 20.661
atkvæði eða 16,9% greiddra at-
kvæða, 12 kjördæmakjörna þing-
menn og engan landskjörinn.
I Reykjavík tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn 2 þingmönnum, Fram-
sóknarflokkurinn einum og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna
fengu engan þingmann kjörinn.
Brást þar von flokksins í lands-
kjörinn þingmann. Alþýðuflokkur
vann 2 þingmenn í Reykjavík og
Alþýðubandalag einn.
I Reykjaneskjördæmi vann Al-
þýðuflokkur tvo þingmenn, einn af
Sjálfstæðisflokknum og annan af
Framsóknarflokknum, í Vestur-
landskjördæmi varð sú breyting
að Alþýðuflokkur vann mann af
Sjálfstæðisflokki og í Vestfjarða-
kjördæmi vann Alþýðuflokkur
mann af Framsóknarflokki og
Alþýðubandalag mann af SFV.
— Maðurinn og...
Framhald af bls. 16
Norðurlöndum, bæjarstjórn-
armenn og gestir frá vinabæjum
Vestmannaeyja á Norðurlöndum.
Sem fyrr sagði er von á fjölda
erlendra gesta á menningardag-
\na í Eyjum. Auk þess hafa
okkrir hópar úr verkalýðs-
lélögunum tilkynnt þátttöku sína.
í Vestmannaeyjum hefur verið séð
fyrir svefnpokaaðstöðu í skólum
bæjarins, — auk gnótt tjaldstæða
í Herjólfsdal. MFA biður gesti að
tilkynna þátttöku og panta svefn-
pokapláss og aðgöngumiða í tíma
til miðstöðvar menningardaganna
í Eyjum, í síma 2448, eða til
skrifstofu MFA á Grensásvegi 16
í síma 84233.
í norðurlandskjördæmi vestra
varð engin breyting á þingmanna-
liði flokka, en í Norðurlandskjör-
dæmi eystra vann Alþýðuflokkur
mann af Framsóknarflokki. Ein
mesta breytingin varð þó í Austur-
landskjördæmi, sem í áratugi
hefur verið eitthvert harðasta vígi
Framsóknarflokksins og hann
ávallt stærstur í kjördæminu. Nú
fór Alþýðubandalag upp fyrir
Framsóknarflokk að atkvæðis-
magni og vann þar með mann af
Framsókn. í Suðurlandskjördæmi
vann Alþýðuflokkur mann af
Sjálfstæðisflokki.
A kjörskrá á öllu landinu voru
139.267 manns, en atkvæði greiddu
124.263 kjósendur eða 89,2%.
Auðir og ógildir seðlar voru 2.045
að tölu.
Marinó L. Stefánsson:
Um tvær
bækur
Náttúrulækningafélag íslands
hefur gefið út allmargar bækur.
Ég vil minnast á tvær þær síðustu,
sem nú eru komriar út í annað
sinn. Þær eru: íslenzkar lækn-
inga- og drykkjarjurtir eftir
Björn L. Jónsson_ lækni, og
Matreiðslubók NLFÍ.
I fyrri bókinni, sem ég nefndi,
eru ágætar leiðbeiningar um
te-jurtir, sem hægt er að safna á
sumrin og drekka af. Þetta eru
hollir drykkir og bragðgóðir,
misjafnir að vísu, eftir því hvaða ,
jurtir um er að ræða eða hvernig
þeim er blandað saman. Eflaust er
þetta jurtate heilsusamlegri
drykkur en kaffið eða kóla-drykk-
irnir. í bókinni eru myndir af
flestum þeim jurtum, sem getið er
um, og má þekkja þær eftir
myndunum. Þá er nefndur blómg-
unartími og hvenær bezt er að tína
þær.
Þeir, sem vilja skreppa á góð-
viðrisdegi út í óspillta náttúruna,
þar sem hægt er að tína sér tegrös,
gætu sjálfsagt haft gagn af því að
taka litlu bókina hans Björns með
til leiðbeiningar um jurtaval. Svo
þegar heim er komið, eru grösin
þvegin úr köldu vatni, síðan má
hella sjóðandi vatni upp á rétt eins
og venjulegt te. Þesssi ilmandi
drykkur ætti að bragðast ágæt-
lega. Séu grösin þurrkuð vel má
geyma þau lengi.
I bókinni er mikið sagt um
lækningamátt jurtanna. Höfundur
hefur safnað gömlum fróðleik um
þetta efni og fleirá varðandi
jurtirnar. Er mest tekið úr kveri,
sem Alexander Bjarnason gaf út
endur fyrir löngu og nefnist „Um
íslenzkar drykkjurtir". í þessum
gömlu fræðum er sagt á þeirra
tíma máli um hverja jurt, hvaða
kvilla hún bæti helzt. Nú mun
fólki sjálfsagt finnast broslegt
orðalag á þessum leiðbeiningum,
enda er það ekki í samræmi við
læknamál á okkar tímum. Frá
ýmsum öðrum en Alexander hefur
Björn dregið saman efni, m.a. frá
Erlingi Filipussyni, hinum þekkta
grasalækni.
Frágangur á bókinni er í alla
staði hinn bezti.
Þá ætla ég að fara nokkrum
orðum um síðari bókina: Mat-
reiðslubók NLFI. Þessi seinni
útgáfa er aukin og endurbætt.
Lausblaðaformið er hentugt, því
að alltaf má bæta blöðum í síðar.
Bók þessi er samin í anda náttúru-
lækningastefnunnar og er því
fyrst og fremst handa þeim, sem
vilja matreiða mjólkur- og jurta-
fæði. Þeir gerast nú æ fleiri, að ég
hygg, sem telja það fæði heilsu-
samlegt.
Að sjálfsögðu er í bókinni kafli
um efni fæðunnar, meðferð þeirra
og matreiðslu yfirleitt, næringar-
gildi, vítamín og fleira. Myndir og
uppskriftir eru margar og fjöl-
breyttar, ekki sízt hrámetisupp-
skriftir eru margar og fjöibreytt-
ar, ekki sízt hrámetisuppskriftir
alls konar (hrásalöt). Mér kæmi
ekki á óvart, þótt margir vildu eiga
þessa bók og búa við og við til rétti
eftir henni, jafnvel þótt önnur
matreiðsla væri að jafnaði við-
höfð.
Bókin er vandlega frágengin,
verðið er viðráðanlegt, en mest er
um það vert, að hún kennir, að
mínu áliti, matreiðslu hollrar
fræðu.
— Munum ekki skorast und-
an þátttöku í stjórn landsins
SVAR MITT ri
EFTIR BILLY GRAHAM
HvenaT veit maður í raun og veru, að hann sé kristinn?
Er það að verða kristinn að ganga í einhvern söfnuð?
Þaö má segja þetta með einföldum orðum á þann
veg, að maður sé kristinn, þegar hann treystir Kristi
og engu öðru sér til sáluhjálpar.
Orðið kristinn þýðir „líkur Kristi". En það liggur
í augum uppi, að fáir einir hafa náð því að líkjast
Kristi. Þess vegna felur orðið kristinn í sér, að við
trúum á Jesúm Krist og það, sem hann kenndi; við
höfum hugarfar Krists; við lítum sömu augum á lífið
og hann.
Hann leit svo á, að mennirnir væru glataðir, og
hann sagði: „Mannssonurinn er kominn til að leita að
hinu týnda og frelsa það“ (Lúk. 9,10).
Hann leit svo á, að mennirnir gætu orðið börn Guðs,
og hann kenndi þeim að biðja: „Faðir vor.“
Hann sá, að mennirnir þyrftu að breytast eða taka
sinnaskiptum, og hann sagði: „Yður ber að endurfæð-
ast.“
Hann sá, að mennirnir voru hrokafullir, og hann
sagði: „Sælir eru syrgjendur."
Hann sá, að þeir þörfnuðust fyrirgefningar, og hann
sagði: „Faðir, fyrirgef þeim.“
Þegar við lesum um fræðslu Jesú í Nýja
testamentinu, lýkst upp fyrir okkur hver boðskapur-
inn er. Þegar við tökum smám saman á móti þessum
boðskap öðlumst við þá vissu, að við séum „börn
Guðs“, eins og Biblían orðar það.
Þeir einir, sem eru þegar kristnir, eiga að ganga í
söfnuð. Ef við látum taka okkur inn í kirkju, án þess
að veita Kristi viðtöku, er það eins og að slá vindhögg.
Það er eins og að giftast án þess að vera ástfanginn.
— Hélt ekki...
Framhald af bls. 17.
flokksins var fyrir mánuði
23,8%. Á sunnudag féll þetta
fylgi og náði á öllu landinu
Hella:
22,9%. Því hefði það fylgi,
sem Alþýðubandalagið fékk á
sunnudag, þurft að aukast
um rétt rúmlega 4% til þess
að flokkurinn hefði haldið
hlut sínum frá borgar-
stjórnarkosningunum.
Framhald af bls. 1
leika verður að veruleika eða
ekki en á það bent að enn blásir
við vinstri stjórn eða stjórn
Alþýðuflokks eða Alþýðubanda-
lags með hliðhylli og hlutleysi
Framsóknarflokksins, ef marka
má leiðbeiningar Magnúsar
Torfa Ólafssonar. Afstaða Sjálf-
stæðisflokksins er ljós í aðalatr-
iðum þótt miðstjórn og þing-
flokkur þurfi auðvitað að ræða
málin í ljósi nýrra viðhorfa en
til þess hefur verið kvaddur
saman fundur í miðstjórn og
hinum nýja þingflokki á morg-
un.
Þó mun Sjálfstæðisflokkurinn
ekki skorast undan þátttölu í
stjórn landsins hér eftir frekar
en hingað til, þegar við vanda er
að etja, ef unnt verður að leysa
málefnaágreining flokka í milli
þannig að höfuðstefnumál Sjálf-
stæðisflokksins séu virt.
Þótt síðustu vikur hafi á
margan hátt verið andstæðar
okkur Sjálfstæðismönnum,
sagði Geir Hallgrímsson, er það
undravert, hversu mikill bar-
áttuandi hefur komið fram í liði
Sjálfstæðismanna. Einhverjir
kunna að halda að óverðskuld-
aður missir meirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur fjór-
uih vikum fyrir alþingiskosning-
ar hefði orðið til þess, að
baráttulið flokksins léti hugfall-
ast en það var öðru nær. Menn
hófsust handa á ný ótrauðir og
gerðu það sem í þeirra valdi
stóð. Fyrir það ber að þakka.
Hugsjónir og flokkur, sem á
slíka liðsmenn, munu eflast á
ný, Við Sjálfstæðismenn erum
þakklátir stuðningsmönnum
okkar í þessum kosningum og-
erum sannfærðir um, að þótt
leiðir hafi skilið um sinn með
sumum fyrri stuðningsmönnum
okkar, þá munum við ná saman
aftur og sameiginlega efla
frjálshyggju á Islandi með vexti
og viðgangi Sjálfstæðisflokks-
ins.
H-listinn fékk
3 menn kjörna
Hellu, 26. júní
Hreppsnefndarkosning fór fram í
Rangárvallahreppi i gær. Á kjör-
skrá voru 427 og greiddu 391
atkvæði.
H-listi óháðra kjósenda hlaut
212 atkvæði og þrjá menn kjörna;
Pál G. Björnsson, Sigurð Haralds-
son og Árna Hannesson. I-listi
frjálslyndra kjósenda hlaut 82
atkvæði og einn mann kjörinn;
Bjarna Jónsson.
S-listi sjálfstæðismanna hlaut
89 atkvæði og einn mann kjörinn:
Jón Thorarensen. Fréttaritari.