Morgunblaðið - 27.06.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 27.06.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 33 það er að standa einn undir blaði viku eftir viku og ár eftir ár. En hvers konar blað var Storm- ur? Að sögn Magnúsar sjálfs var hann frjálslynt, pólitiskt ádeilu- blað, sem fjallaði um flest stórmál þjóðarinnar í fullri alvöru. Hins vegar beitti Magnús aldrei gífur- eða skammaryrðum, heldur kímni og hæðni, af því að honum féll sá stílsháttur bezt og áleit hann áhrifamestan. Af einstökum mönnum beindi hann oftast spjótum sínum að Jónasi frá Hriflu, enda aðsóps- mestur og umdeildastur stjórn- málamanna á þessum tíma. Þegar Jónas varð fimmtugur 1. maí 1935 kom út aukablað af Stormi, átta síður, rautt að lit og efnið allt helgað Jónasi. Einna mesta at- hygli vakti svohljóðandi skeyti frá Hitler: „Du bist wie eine Blume", sem Magnús útlagði svo meistara- lega: „Þú ert eins og hver önnur planta." Upplag Storms var að jafnaði 1500 eintök, en af Jónasarblaðinu seldust 500o eintök. Rúmum áratug síðar töluðust þeir við í fyrsta sinn Magnús Stormur og Hriflu-Jónas. Þeir hittust í bæjarþingsalnum á Þor- láksmessu. Jónas kallaði til hans, heilsaði honum með handabandi og sagði: „Öhö, þú græddir vel á mér, Magnús, á meðan Stormur var upp á sitt bezta. Þu hefur aldrei þakkað mér fyrir það.“ Síðustu áratugina gegndi Magnús bókavarðarstarfi við eitt af útibúum Borgarbókasafnsins, en stundaði mest ritstörf. Eftir hann liggja alls 29 bækur, 8 frumsamdar og 21 þýdd — og þrítugasta bókin kemur í haust. Af frumsömdum bókum hans verður sjálfsævisagan „Syndugur maður segir frá“ ugglaust talin merkust, er fram líða stundir. Hún hefur dágott heimildargildi um horfna tíð, en þyngst er þó á metaskálum hreinskilni höfundar, skopskyn hans og ritleikni. Af þýðingum sínum hafði Magnús sjálfur mest- ar mætur á bókum Stefans Zweigs, Maríu Antoinettu, Maríu Stuart og Lögreglustjóra Napóleons. Vert er einnig að nefna Einkalíf Napó- leons og Eugeníu keisaradrottn- ingu eftir Oktave Aubry, Pétur mikla eftir Alexej Tolstoj og hina vinsælu sögu Porsytana eftir John Galsworthy. Á öðru ári sínu í háskólanum kvæntist Magnús Sigríði Helga- dóttur, mikilli myndar- og merkis- konu. Þau eignuðust fjögur börn, og eru þau þessi: Gerður kennari, fædd 1919, gift Tómasi Gíslasyni rafvirkja; Sverrir, fæddur 1921, en hann lézt úr lungnabólgu rúmlega eins árs gamall; Ásgeir, fæddur 1923, en hann lézt 1975; Helgi Birgir loftskeytamaður, fæddur 1926, en kona hans er Guðrún Sveinsdóttir. Fyrir hjónaband eignaðist Magnús dóttur, Maríu deildarhjúkrunarkonu, sem búsett er í Lundúnum. Ég vil ljúka þessu stutta ævi- ágripi með niðurlagsorðum ævi- sögunnar, en þau eru á þessa leið: „Nú þegar þessu rabbi er lokið og ég var að enda við að líta yfir það, þá flugu mér í hug þessi orð, sem Sigurður minn Berndsen sagði einu sinni við mig: „Það hefur nú orðið heldur lítið úr gáfunum þínum, Magnús minn. Þú hefur ekki orðið sýslumaður og ekki lagaprófessor, og þú hefur ekki heldur orðið alþingismaður né ráðherra, og ekki er heldur orðinn neinn verulegur krumur í því sem þú skrifar." Vafalaust eru margir Sigurði sammála um þetta, en samt er það nú svo, að einhvernveginn sætti ég mig betur við þann litla árangur ævistarfs míns að hafa íslenzkað nokkur erlend úrvalsrit, en þótt ég hefði gerzt einkennisklæddur inn- heimtumaður ríkissjóðs eða orðið klafabundin þingmannstuska eða úrræðalítið ráðherratötur." - • - Ég kynntist Magnúsi Magnús- syni fyrir þrettán árum, þegar ég kom fyrst á bernskuheimili konu minnar. Hann lá þar á dívan í herbergi sínu umkringdur bókum og blöðum, hæglátur og ljúflyndur, viðræðugóður og ísmeygilega spur- ull við þá, sem sátu á eintali við hann. Ef mannmargt var í her- bergi hans og fjör færðist í umræður, lék hann á als oddi, dinglaði annarri löppinni i sífellu og hló dátt. Smátt og smátt tókst með okkur vinátta og trúnaðartraust, sem varð mér til ómetanlegrar uppörv- unar. Herbergið hans varð mér tryggur staður, þar sem ég átti vísar næðisstundir. Þeirra mun ég ætíð sakna. Lífslöngun hans var ótrúlega sterk og forvitnin óseðjandi. Hann las bækur og blöð og fylgdist með atburðum líðandi stundar, bæði innanlands og utan. Að auki vildi hann skyggnast á bak við tjöldin, ef þess var kostur; hringdi þá gjarnan og spurði eitthvað á þessa leið: „Þessi nýi maður þarna, mér þykir hann kúnstugur. Þekkirðu hann? Hverra manna er hann? Er hann gáfaður? Er hann mikill vexti og sterkur? Þykir honum gott í staupinu? Er hann kvenna- maður?" Allt þetta og ótalmargt fleira vildi hann vita um nýjan mann, sem hafði vakið athygli hans, einkum á sviði stjórnmála eða bókmennta. Manrilýsingar voru snar þáttur, bæði í lífi hans og verkum. Palladómarnir um alþingismenn, sem komu út í tveim bindum 1925 og 1930 og verða endurprentaðir í haust, teljast listræn blaða- mennska af bezta tagi. Þeir eru afburðavel skrifaðir hvað mál og stíl snertir, meinlega hæðnir margir hverjir og sumir snjallar mannlýsingar í örfáum dráttum. Auk sjálfslýsingarinnar í ævisög- unni verða lýsingar Magnúsar á samferðamönnum sínum, til dæm- is Jóni Þorlákssyni, Ólafi Thors, Páli Eggert Ólasyni og Magnúsi Ásgeirssyni, að öllum líkindum mestur fengur komandi kynslóð- um. Magnús hafði yndi af ferðalög- um. Skemmtilegast þótti honum að aka um sveitir landsins og virða fyrir sér blómleg stórbýli og rifja upp sögu þeirra um leið. Landslag bar hann jafnan saman við Vatns- dalinn; ekkert jafnaðist á við hann. Við hjónin skruppum með honum norður í Húnavatnssýslu sumarið 1975. Þá leit hann bernskuslóðirnar í síðasta sinn. Sumarið 1960 kom hann heim með Gullfossi úr siglingu; sá landið rísa úr sæ og datt í hug sem oftar erindi eftir Einar Benedikts- son. Hann var þeirrar skoðunar, að þær ellefu aldir frá því að skáldskapur hófst á landi hér hafi ekki komið fram nema 10—12 stórskáld. Og ekkert þeirra reis hærra að hans dómi en Einar Benediktsson. Erindið var úr Sóley, einu fegursta kvæði, sem ort hefur verið um ættjörð vora. Með því lýk ég þessum orðum og flyt Magpúsi Magnússyni hinztu kveðju ásamt þakklæti fyrir ógleymanleg kynni: — I>ar rís hún. vot drottninK. djúpsins mær, mcð drifbjart men yfir KÖfuKum hvarmi ok framtfma-daKÍnn ungan á armi, eins og guft þanki hrein og skær. Frá henni andar ilmviðsins blær, en cldhjartað slær i fannhvítum barmi. Jökulsvip ber hún harðan og heiðan. en hæðafaðm á hún víðan og breiðan ok blávatna augun blíð og tær. Gylfi Gröndal. Nú þegar dægramóta sér vart skil hefur afi minn, Magnús Magnússon, horfið inn í nóttina. Ég hafði fyrir örfáum dögum setið við rúmstokk hans og við höfðum spjallað saman um „höbdingja" Islendinga sagna. I huga hans voru þeir ekki söguhetjur í bókum; þeir voru raunverulegir menn, ipálvinir hans og á athafnir þeirra lagði hann dóm, rétt eins og þegar hann skrifaði palladóma um þingmenn fyrir hartnær hálfri öld. Og öll skrif hans um samtíðarmenn voru að vissu marki mannjafnaður að hætti fornra sagnamanna. Hann hafði ungur drukkið í sig róman- tíska lífsskoðun á Islendinga sögum; hann dáði vitsmuni og undirhyggju; honum fannst fátt eðlilegra en hinn glæsilegi, vel viti borni höfðingi deildi valdinu með jafningjum sínum. Þessi lífssýn skýrir m.a. hvers vegna hann , fátækur bóndasonur norðan úr Húnaþingi gerðist íhaldsmaður og námi loknu í lögfræðum. Hannes Hafstein var t.a.m. fyrir honum ímynd hins fullkomna stjórnmála- manns. Hann kemst svo að orði um Hannes í ráðherrasögu sinni: „Honum var flest lánað: gáfurnar, hugsjónirnar, glæsimennskan, drenglyndið, framtaksþorið og starfsorkan. Hann var afreksmað- ur.“ — Þessi dýrkun heillar kynslóðar á Hannesi Hafstein finnst okkur skilningssljóum tutt- ugustu aldar mönnum jaðra oft við ergi. Honum fannst einnig mikið til um örlæti og fyndni Ólafs Thors og hin kalda rökhyggja Jóns Þorlákssonar var honum mjög að skapi. En hann gekk aldrei í Sjálfstæðisflokkinn. Hann gat aldrei sætt sig við neinn aga. Þess vegna varð hann aldrei virkur þátttakandi í íslenskum stjórn- málum. Þau urðu fyrir honum sögusvið, þar sem hann skýrði athafnir og persónur frá írónsku sjónarhorni. Eins og hann hafði drukkið í sig rómantíska höfðingjadýrkun forn- sagna, þá hafði stíll þeirra og frásagnaraðferð mótandi áhr:f á rithátt hans sjálfs, þó að þar kæmu fleiri þættir til. Hann hafði óbeit á íburði og skrauti í máli; hann kallaði það bólstrarastíl og fussaði við. Það er því nokkuð þversagnarkennt, að hann skyldi hafa valið sér bækur Stephans Zweigs til þýðingar. Það voru mannlýsingar Zweigs sem einkum heilluðu hann, en hann kunni einnig að meta retóriskan stíl þessa austurríska snillings. Báðir áttu enda sameiginlegt að þeir gátu skrifað langt mál og skemmtilegt um lítilfjörleg viðvik. — Afi minn gerði aldrei uppkast að neinu þvi sem hann samdi eða þýddi. Ef hann bætti um, þá gerði hann það í próförk. Mér er það minnisstætt, þegar ég las yfir fyrir hann þýðingu hans á Auðmannin- um eftir John Galsworthy í próförk og hafði gert við þá þýðingu margar og smásmyglis- legar athugasemdir, hversu fljótur hann var að finna rétt orð og líkingar sem hæfðu stílnum. Hon- um var líka óvenju létt um mál; var næmur fyrir sérkennilegu málfari og hafði tilsvör manna að jafnaði rétt eftir og færði þau sjaldan í stílinn. Þessi frásagnar- gáfa nýtur sín vel í ævisögum hans. Hann þóttist sjálfur vera bersögull; í ævisögum sínum drægi hann ekkert undan. Þetta er rétt að vissu marki. Honum fannst t.a.m. að hann hefði gert alþjóð skilmerkilega grein fyrir drykkju- skap sínum, enda nefndi hann þá fyrri, Setið hefi ég að sumbli. Hann lýsti þó aldrei sjálfum sér við drykkjuna. Hugur hans hló við mörgum klukkustundum áður en tappinn var dreginn úr flöskunni. Það færðist roði í kinnarnar, skjálftinn hvarf úr höndunum á honum og frásagnargleðin átti sér engin takmörk; gamlir vinir, sem löngu voru komnir undir græna torfu, flykktust inn í herbergið hans og honum urðu vísur á munni. Þetta ástand varaði þó aðeins skamma hríð, þegar leið á drykkjuna skipti hann hömum. Þá varð hann „höbdingi". Á auga- bragði var hann kominn til Yalta: Stalin, Rosewelt og Churchill fengu að vita hvernig þeir ættu að stjórna heiminum. Og smámenn- in„ fjölskylda hans, fékk að heyra hvernig hún skyldi haga sér; fundvísi hans á snögga og við- kvæma bletti var dæmalaus. Þegar leið á ævina fækkaði hamförunum og síðustu árin sem hann lifði lét hann vart vín inn fyrir sínar varir. Heilsa hans leyfði það ekki og hann átti bágt með að fyrirgefa líkama sínum þetta veiklyndi. Viðhorf hans til kynferðismála voru 19. aldar mannsins. Hann vildi aldrei nefna kynfæri mann- eskjunnar réttum nöfnum held- ur brá fyrir sig skrauthvörfum. Að þessu leyti svipaði hon- um til móðurbróður síns, Helga Guðmundssonar mal- ara, sem Sigurður Nordal skráði Bassa sögu eftir Samt gat hann brugðið fyrir sig skondnum og ótvíræðum kenningum um völsa, ef svo bar undir. Honum þótti vímna kenningin buxnaspjót t.d. ákaflega smellin. Allt til æviloka fylgdist hann vel með umræðu um samlífi kynjanna. Hann hafði fjóra um sjötugt, þegar hann keypti sér Kærlighed- ens Billedbog í fjórum bindum. Framhald á ibls. 41 eo o°á:» o°00. f|o I ... . l! I 1 1 1 ^O. o:- g O; fataskápar Skáparnir eru smíáaáir úr stöáluáum einingum sem raáaá er saman eftir því rými sem skápunum er œtlaá.Dýpt eininganna er 60 cm, breidd 40, 50,60 og 80,100 og 120 cm. Meá skápunum eru framleiddar aáfellingar til aá bka bili sem kann aá myndast þegar þeir eru notaáir milli veggja eáa viá loft. I skápunum eru vandaáar spónaplötur klœddar PVC plastdúk sem límdur er á þœr í sérbyggáum vélum hjá Haga hf. Glerárgötu 26, Akureyri. Sími (96)21507.-Suóurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími (91)84585

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.