Morgunblaðið - 23.07.1978, Page 1

Morgunblaðið - 23.07.1978, Page 1
48 SÍÐUR 156. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hershöfdingi tek- ur völdin í Bólivíu La l*az. Bólivíu 22. júlí. AP. Router. FORSETI Bólivíu. Ilugo Benzer. saKÖi af sér á föstudagskvöld og við embætti hans tók Juan Pereda Asbun hershöfðingi. Asbun var einn frambjóðendanna til forseta- kosninganna, sem haldnar voru fyrr í mánuðinum og studdi herinn hann. Sólarhring áður en Pereda sór embættiseið, hafði hann hrifsað völdin 1' sínar hendur. með dyggilegri aðstoð hersins. Pereda krafðist þess að úrslit forsetakosninganna yrðu látin gilda, en kosningarnar voru ógilt- ar er í ljós kom að fjöldi talinna atkvæða var meiri en fjöldi kjósenda. Þá sökuðu vinstrisinnar Pereda og menn hans um að hafa falsað mörg atkvæði. Skoðana- könnunum, sem gerðar voru fyrir kosningarnar, bar saman um að Pereda mundi hljóta öruggan meirihluta og verða kjörinn næsti forseti Bólivíu. í krafti þessara skoðanakannana stóð Pereda fyrir uppreisn í borginni Santa Cruz og krafðist þess að vilji kjósenda yrði ekki virtur að vettugi. Valdataka Pereda fór átaka- laust fram og sór hann embættis- eið sinn rúmri klukkustund eftir að Banzer hafði afhent herráði Bólivíu afsagnarbeiðni sína. Per- eda sagði rétt áður en hann tók við embætti forseta að „þetta væri Framhald á bls. 47 Rhódesíuher fell- ir 106 skæruliða Salishury 22. júlí. Rculor. AP. STJÓRNARIIERINN í Rhódesíu felldi 106 skæruliða blökku- manna þar á meðal nokkra. sem stóðu fyrir morðum á 39 borgur- um er felldir voru fyrir tveimur Beirút: Bardagar blossa upp Boirút 22. júlí Routor. SNÖRP ÁTÖK urðu í suð- austurhluta Beirút 1 morgun milli sýrlenzka gæzluliðsins og hægri sinnaðra öfgamanna. í fyrstu var beitt stórskotaliði, en vélbyssuskothríð stóð sfðan á þessu svæði í nokkrar klukkustundir. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum er nú í Beirút og ræðir þar við stjórn landsins um samvinnu milli gæzluliðs SÞ og hers Líbanons- stjórnar syðst í landinu með það fyrir augum að samþykkt Öryggisráðs SÞ um brottflutn- ing ísraelska innrásarliðsins og yfirráð Líbanonsstjórnar yfir landamærasvæðunum komist í framkvæmd. Ekkert hefur enn verið látið uppi um viðræðurn- ar, en líbanskir og sýrlenzkir herforingjar þinga nú um það hvort líbanskt herlið skuli sent til Suður-Líbanons. vikum, að því er tilkynnt var í gær. Heimildir herma að hinir 39 hafi allir verið fylgismenn Ndabaningi Sithole, en hann er einn blökkumannaleiðtoganna þriggja í bráðabirgðastjórn Rhó- desíu. Hinir myrtu voru skotnir til bana er þeir sóttu fund, sem stuðningsmenn Sitholes boðuðu til. Mannfall skæruliðanna er hið mesta sem vitað er til að hafi orðið í einum bardaga, frá því stríðið milli hvítra manna og blökku- Framhald á bls. 47 Ljósm. öl. K.M. Sadat ætlar að stofna jafnaðarmannafLokk — segir landvinningastefnu Begins einu hindrunina í vegi fyrir friðarsamningum Kaírú. 22. júlí. AP. Reuter. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti boðaði f dag grundvallar- breytingar á stjórn landsins, um leið og hann íýsti því yfir að sjálfur hygðist hann takast á hendur forystu nýs stjórnmála- flokks. sem stofnaður yrði innan tíðar. Sadat greindi ekki frá því í smáatriðum í hverju helztu brcytingar á stjórnarfarinu yrðu fólgnar. en áreiðanlegir heimildarmenn innan stjórnar- innar segja, að hin nýju stjórn- málasamtök verði sósíal-demókratískur flokkur og að forsætisráðherraembætti verði afnumið. en í þess stað verði Spánn: ETA stóð að morðunum — fyrsti glæpur samtakanna utan Baskalands í fimm ár Madríd, 22. júlí. AP. Reutcr. AÐSKILNAÐARSAMTÖK Baska. ETA, hafa iýst sig ábyrg fyrir morðunum á Ramos hers- höfðingja og Rodriguez sam- starfsmanni hans í Madríd í gær, og telur lögreglan ekki ástæðu til að efast um að orðsending þess efnis, sem barst í morgun, sé frá ETA komin. ETA-hreyfingin, scm berst fyrir fullu sjálfstæði Baska- lands og marxísku stjórnskipu- lagi þar, hefur ekki látið til sfn taka utan Baskalands frá þvi' að þau myrtu Carrero Blanco for- sætisráðherra Francos í Madríd fyrir fimm árum. í orðsendingu ETA um morðin segir, að verknaðurinn hafi verið framinn til að vekja athygli á því að herinn í landinu sé helzta orsök fasískrar kúgunar þar. ETA hefur jafnt og þétt herjað í Baskalandi, en óttazt er að samtökin láti á næstunni til sín taka víðar í landinu. Leitin að morðingjum herfor- ingjanna hefur enn engan árangur borið, en konu og tveggja karla er nú ákaft leitað í fjalllendinu norður af Madríd. Vegatálmunum hefur verið komið fyrir á leitar- svæðinu og víðar í landinu, en einn hinna grunuðu er særður á öxl. Herforingjarnir tveir voru jarð- settir í morgun að viðstöddu miklu fjölmenni. Að útförinni lokinni efndu nokkur þúsund hægri öfga- menn til göngu, og klæddust margir hinni táknrænu, dökkbláu skyrtu falangista. Göngumenn létu ófriðlega og hrópuðu slagorð- in „herinn til valda" og kyrjuðu hvatningarljóð falangista. Öryggislögregla fylgdist með göngunni, sem fór átakalaust fram. valdsvið forseta sambærilegt við það. sem ti'ðkist í Bandarikjun- um. Sadat sagði þetta í ræðu, sem hann hélt á 26 ára afmæli byltingarinnar, þegar Farúk kon- ungi var steypt af stóli og landið varð lýðveldi. Sadat minntist á friðarviðræður við ísrael í ra“ðu sinni og sagði meðal annars að eina hindrunin í vegi fyrir friðarsamningum væri landvinn- ingastcfna Begins forsætisráð- herra ísraels. Sadat fór ekki mörgum orðum um friðarhorfur. en tók skýrt fram að Egyptar mundu aldrei fallast á að gefa eftir þumlung af landi. Um stofnun hins nýja flokks sagði Sadat að tilgangurinn væri Nýr forseti frá Tógó Kartúm, 22. júlí. Reuter. EDEM Kodjo, utanríkisráðherra Tógó, var í dag kjörinn forseti Einingarsamtaka Afríkuríkja til næstu fjögurra ára. Kodjo var kjörinn einróma á leiðtogafundi 39 ríkja, en það var fyrst í sjöundu atrennu, sem tókst að fá forseta Framhald á bls. 17 að auðga stjórnmálalífið í landinu. Hann minntist ekki á þingkosn- ingar, en sagði að sjálfur mundi hann leggja fram tillögu um stofnun flokksins og yrði stefnu- Framhald á bls. 17 Jafntefli í þriðju skákinni Sjá hls 2. ÞRIÐJU einvi'gisskák þeirra Karpovs og Korchonis. sem tefld var í ga>r lauk með jafntefli eftir 30 leiki. Korchnoi hafði hvítt og gaf hann Karpov fa'ri á að hcita Nimzo indverskri vörn í fyrsta skipti í viðureignum þeirra. Karpov notaði mikinn tíma í hyrjunina en Korchnoi fékk engu að síður allgóð sóknar- færi. Karpov varðist nákvæm- lega og undir lokin lentu kapparnir í tímahraki og þraléku til jafnteflis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.