Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 7 HUG- VEKJA eftir séra Jón Auðuns Ég er enn með húsin tvö í huga, lesandi minn, bjargið og sandinn. Við spyrjum um vest- ræna menningu og fram- tíö hennar, þá menningu, sem við búum enn viö, hinn hvíti kynstofn. Hann er í miklum minnihluta meðal þjóða heims og er meö hverju ári, sem líöur, minni og minni hundraðs- hluti mannkyns. Hvert stefnir? Hvar endar? Hús vestrænnar menn- ingar er orðiö svo hátt, að slíkt hefur aldrei áður risið á jöröu, svo hátt að turnar þess teygja sig nú til annarra hnatta. Jörðin sjálf og daglegt líf þorra þeirra, sem hana byggja, hefur tekið ótrúlegum breytingum á fáum ára- tugum, en eftir því sem húsið er hærra veröur að hugsa betur fyrir undir- stöðunum, en nú gerist það, aö við hugsum minna um grunninn en látum húsið hækka og hækka. Jafnhliða því að bygging þesarar glæsilegu vísinda- aldar veröur hærri, færist byggingin af grunni guös- trúar og siögæðis, sem Kristur boðaði sem fyrstu nauösyn farsældar og yfir á sand, sem ekkert hús stendur á til frambúðar. þenslu skólakerfisins og skilar sú þensla árangri, sem krefjast má með sanngirni? Hvað er um heilbrigðismálin, þjónustu margs konar á kostnað ríkissjóðs við borgara, sem fátækur almenningur á ekki aö standa straum af, eftirlitsleysi valdhaf- anna um meðferð marg- víslega á almannafé? Otal fleiri spurnir vaka með almenningi. Það er auð- velt aö sakast viö valdhaf- ana eina, þótt vitanlega sé ábyrgð þeirra mest, sem bjóöast til aö stjórna landinu, en veröur hægt að fara svo fram, sem nú er? Þola undirstööurnar yfirbygginguna? Um efnalega afkomu og svonefndan „hagvöxt“ heyrast flestar raddir, en þarf ekki aö fleiru aö hyggja. Nægir þaö eitt, sem öllum árum er róið að, raunar oft meö klaufa- legu áralagi, aö efla efna- haginn, eins og hann einn geti öllu bjargað? Dæmi eru vitanlega þess, að þjóðir hafi farizt úr hungri, og er okkur dæmið nærtækast af ör- lögum ísl. þjóðarbrotsins á Grænlandi. En dæmin eru miklu fleiri hins, aö menningarþjóöum hafi sandi nautnasýki og guð- leysis, er húsi hennar hætt. Kristur nefndi boöskap sinn fagnaðarerindi. Hann kenndi aö Guö heföi gefið okkur til stundardvalar jörð, sem er full af erfiði, áhættum og ábyrgð, sem enginn kaupir sig undan. Hann kenndi að á vegum sorga og synda, yfirsjóna og iðrunar er Guð að leiða okkur að fjarlægum mark- miðum fyrir handan heim og hel, en að á valdi okkar sé, hvort við þiggjum þá handleiðslu eða höfnum henni. Hann kenndi að leiðin er opin aftur heim, hversu langt sem við kunnum að villast, jafnvel þótt týndur sonur falli svo djúpt, að hann girnist að næra sig á drafi svínanna. En eftir því sem lengra er farið að heiman, verður leiðin auðvitað lengri aftur heim. Og hann áréttaði þá kenningu sína í lokaorðum Fjallræðunnar með líking- unni af húsunum tveim, sem á bjargi og sandi voru byggð. í dag iifir þú í þínum reiti í ró. Það geri ég líka. En þú veizt jafnlítið og ég um þaö, hve langur frestur er gefinn, hvenær óveðurs- skýin kunna að hrannast YFIRB YGGING — UNDIRSTÖÐUR Hvað er um hag okkar fámennu þjóðar? Um það var spurt, spurt og deilt fyrir kosningarnar, sem fyrir skömmu voru háöar, svo verður enn spurt á valdaferli nýrrar stjórnar og þá kemur að venju til kasta þeirra, sem stóru loforðin gáfu, að efna þau! Mun svo fara enn, aö kostaö veröi kapps um að hækka húsiö meir og meir, án þess aö gefa aö því gætur, hvaö þjóðfélagið þolir, hvað undirstöðurnar geta borið? Munu ekki flestallir þegnar þjóðfélagsins á einu máli um að yfirbygg- ingin er orðin of há fyrir efnahag þjóðarinnar? Þol- ir hann taumlausa út- gullið orðið að bana. Hinar fornu og stórmiklu menn- ingarþjóðir fæddust hungraðar en dóu ofsadd- ar auös og nautna. Auö- lindir skattlandanna voru látnar streyma til Rómar, þær urðu loks hinu mikla og merkilega menningar- ríki að fjörtjóni. Þegar óhemjulegir gullstraumar frá Suöur-Ameríku höföu flætt yfir Spán, hófst hnignun og stórveldi Spánar leið undir lok. Enginn skyldi efa, að sömu lögmálum lúta menningarríki enn í dag. Meöan þjóö er heilbrigð og byggir hús sitt á bjargi er henni óhætt þótt storm- ar skelli á húsinu og steypiregn. En byggi hún á upp þótt himinn sé heiður og blár í dag. Hann, sem þessa al- kunnu líkingu skóp, byggði sitt hús svo, aö ekki hrundi. Um hann stóðu stormarnir sterkari en alla aöra. Steypiregnið hefur engu húsi riðiö harðar en húsi hans. Og það stóð. Á Golgata stóð það storminn mikla af sér. I Ijóma páskamorgunsins stóð það óhaggað, sterk- ara en fyrr. Hús Kaifasar hrundi. Höll Pílatusar féll í rúst þegar stormurinn hristi hana. Svo hrynur okkar hús, mitt og þitt, og þeim mun fyrr sem húsið er hærra, ef ekki er á bjarg- inu byggt, og byggt í Jesú nafni. FLÖRLAMPARf Helluhrauni 14 HAFNARFIRÐI Nýtt símanúmer: 54060 SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fþlskyldu- Ijósmyndir AJSÍURSTR€TI 6 SÍMI12644 Verkstæði okkar í Reykjavík verða lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks. eftirtalda daga: Vörubifreiðaverkstæði 17.júlí — 14.ágúst Fólksbifreiðaverkstæði 17.júlí — 14.ágúst Réttinga- & málningaverkstæði 10.júlí — 7.ágúst Jafnframt vekjum við athygli á þjónustuaðilum Volvo um land allt: Jón Þorgrimsson. Husavik Þórshamar. Akureyri Sauðarkroki Brynjólfur Vigmsson Egilsstoðum Bitreióa- og trésmiðja fBorgarness . VIÐGERÐA OG VARAHLUTAUMBOÐ K L Þórshofn . / Velsmiðja Talknaf|aróar \ Bilaverkstæöi lsaf|aröar \ \ Velsmiðja Bolungavikur \ \\ Stykkisholmur Bilaver hf Akranes Bila- og vélaverkst Gests Friöjonssonar Veltir hf, Reykjavik Kambur, Kópavogi K* i \jONUSf K A Selfossi ' — Velsmiöja Hornatjarða Biia- og buvelaverkstæði hf Vik i Myrdai K R . Hvolsvelli og Rauðalæk <# Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.