Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 15 Hermann þeim sjálfur í skóla í Hveragerði. Þau fluttu sig því á öðru hausti nær skólanum og bjuggu í eitt ár í sumarhúsi í túnjaðrinum á Kotströnd, en fengu þá leigt í Grímsnesinu Öndverðarnesið, sem Ragnar Jóns- son átti. Þar bjuggu þau í mörg ár eða þar til Múrarfélagið keypti jörðina undir sumardvalarstað. Þá fengu þau kirkjujörðina Arnar- bæli, sem þá var laus, fyrir forgöngu og velvild Ingólfs Jóns- sonar þáverandi landbúnaðarráð- herra. — Það var ekki svo gott að koma sér fyrir með þennan stóra barnahóp í borginni og ala hann þar upp, sagði Hermann, er spurt var hvort þau hefðu heldur viljað vera i sveit. En Elínborg gat þess að þau hefðu nú raunar verið farin að velja sveitina, áður en hópurinn varð svona stór. Svo þetta hljóti þau að hafa kosið. • Fyrstu flug- freyjur Loftleiða Þetta hafa samt verið mikil viðbrigði fyrir flugfreyjuna og „tízkudömuna" úr Reykjavík. Þeg- ar við erum búin að neyta veizlumatar og Hermann er að hita handa okkur kaffið eftir matinn, rifjum við upp þá tíma. Elínborg var að ljúka námi í Kvennaskólanum, þegar hún fór beint í flugið, eins og hún orðaði það. Loftleiðir voru þá að fara fyrstu farþegaferðina með Hekl- unni árið 1947 til Kaupmanna- hafnar og drifnar voru upp tvær flugfreyjur, hún og Málfríður Ólafsdóttir. Jakkar voru saumaðir á þær í snatri hjá Andrési Andréssyni klæðskera., Hattabúð Reykjavíkur saumaði bátana og sjálfar saumuðu þær pilsin. En búningurinn var úr svo slæmu efni, að hann var alltaf kryplaður. Seinna fengu þær betri búninga. — Ég man að þetta var 17. júní og við fórum á Islendingamót í Kaupmannahöfn, segir Elínborg. Þá þurfti alltaf að gista, því við vorum 7 tíma til Hafnar og 9 til London, og viðdvöl var í Prestwick á öllum leiðum. Kapteinn Moore var með vélina, en hann var fenginn til að vera með hana fyrst, þar til Alfreð og Kristinn Olsen tóku við. Það var ákaflega elsku- legur maður, og einnig kona hans, sem kom aðeins síðar. Hún gat þá leiðbeint okkur eitthvað. Sjálf hafði ég aldrei verið í farþegaflug- vél. Við urðum að vinna störfin eins og okkur fannst bezt fara. Þetta eru í raun þjónustustörf. Þá var engin matarþjónusta á flug- völlunum. Áður en lagt var af stað, sóttum við matinn í hitadunkum í matstofuna Heitt og kalt, og smurt brauð til konu úti í bæ. I vélunum urðum við svo að laga kaffið og raða á bakkana. Það er hægt að ímynda sér að ekki var alltaf létt að ausa súpunni á diskana, þegar ókyrrt var í lofti. Elínborg var flugfreyja í eitt ár, en fór svo í flugfreyjuskóla í Boston og flaug svolítið með Eastern Airlines, sem var verkleg þjálfun í náminu. Hjálmar Finns- son var þá úti fyrir Loftleiðir og ætlunin var að komið yrði upp einhvers* konar skóla, til að leiðbeina nýjum flugfreyjum, þeg- ar Elínborg kæmi heim. En af því varð ekki. Af hverju? — Þetta var ákaflega eftirsótt og kominn upp rígur, svaraði Elínborg og hló við. — Og þó að pabbi skipti sér aidrei af því, þá hafði ég auðvitað fyrst hreppt starfið fyrir velvild vina hans, Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar í Kassagerðinni og Eggerts Kristjánssonar, sem ásamt honum stofnuðu Loftleiðir með þeim Alfreð og Kristni Ólsen, þegar þeir komu heim með flugvél- ina. Nú og svo fór ég að eiga börnin. Adda Hörn, sú elzta, er fædd 1949. — En það var mjög gaman að vera í fluginu þarna í upphafi, og maður fór víða. Flogið var leigu- flug með innflytjendur frá Dan- mörku til Bandaríkjanna. Og einnig frá Ítalíu til Suð- ur-Ameríku. Þetta fólk var mjög fátækt, kom um borð með eigur Bærinn í Arnarbæli er fornfrægt og virðulegt hús, þó gamalt sé, byggt 1904—05. Þar gisti kóngurinn, Friðrik 8, ásamt Hannesi Hafstein á ferðinni um Suðurland 1907. Helgi. Gunnar og Örn standa hér framan við Arnarbælisbæinn, ásamt foreldrum sínum Hermanni og Glínborgu. Ölfusá í baksýn. sínar bundnar í klút. Átti ekki mikið meira. Og sat með talna- böndin sín alla leiðina. • Kindur í túni Aðstæður eru býsna ólíkar og öllu meiri ró þarna sem við sitjum í stofunni í Arnarbæli 30 árum síðar. í kring um bæinn er lítið tún, þó landið sé 500 ha. að stærð. Ölfusá liggur með því á 7 km kafla. Þegar þarna var stórbú, stóð fólkið við heyskap í vatni á engjum. En Arnarbælisforir eru erfiðar og taka sinn toll. I flóðunum í hitteðfyrra misstu þau Hermann og Elínborg 40 kindur og alltaf fer eitthvað í vatnið. Þau hafa 40—50 kindur og hross. Auk þess hafa þau svolítið af hænum og holda- kjúklingum og garðrækt. Enda ljúffengi kjúklingurinn og græn- metið, sem borið er á borð, heimaræktað. — Vegna foranna höfum við kindurnar lengi vors á túninu. Það er svo gaman að því að hafa þær svona nálægt þegar lömbin eru að fæðast, segir Elínborg. — Ég man þegar Hermann kom með fyrstu 30 ærnar og kallaði á mig út til að velja mér kind. Mér sýndust þær allar eins og gætti þess að velja kind með horn og einhver sér- kenni, svo ég gæti þekkt hana aftur. En þegar maður fer að umgangast kindurnar og vappa út til þeirra til að gæta að þeim þá kemur í ljós að þær hafa sinn svip eins og fólkið. — Það er ákaflega gott fyrir unglingana að hafa viðfangsefni, eins og þeir hafa hér, segir Elínborg af þessu tilefni. Ég er viss um að athafnaleysi bagar unga fólkið — og fullorðna jafnvel líka mest. Unglingar missa áreiðanlega mikið ef alltaf er verið að mata þá á öllu og ekkert þarf að hafa fyrir lífinu. Nú eru strákarnir komnir í hlað með hestana, þar á meðal nýkast- aða hryssu, og kalla blaðamanninn út til að sýna folaldið. Við notum tækifærið til að smella nokkrum myndum. Breið og lygn Ölfusá er í baksýn og talið berst að veiði. Fyrir landi Arnarbælis er ekki hægt að veiða lax á stöng, því sandbakkar eru og lygnur og áin erfið. En net má leggja frá 20. júní til 10. ágúst og svo aftur eftir 20. ágúst. Én þá er engin veiði, svo neðarlega. Hermann kvaðst venju- lega hafa tekið sér sumarfri á fyrri veiðitímanum til að geta farið á bát og lagt netin. En nú háfði læknir bannað honum erfið- isvinnu um sinn, svo net voru ekki lögð í sumar. Þetta er mikið erfiðisverk, enda áin alltaf á ferðinni og sandurinn breytir sér í sífellu. • Strákarnir baka og elda Strákarnir höfðu verið beðnir um að þvo upp eftir matinn, og fengið, frest þar til þeir kæmu inn frá tamningum, sem var auðsótt mál. Það vakti upp spurningu um uppeldið á strákum, þegar stelp- urnar væru ekki nema tvær í 11 barna hópi. — Strákarnir geta bjargað sér engu síður en stelpurnar. Eins og þú sérð þá geta þeir stoppað í sokkana sína, eldað, bakað og búið til mayonnaise, svo eitthvað sé nefnd, segir Elínborg. Þeir eru að vísu misjafnlega áhugasamir, eins og stelpurnar. Ég var svo heppin að Adda mín, sem er elzt, hefur gaman af húsverkum, en Katrín er eiginlega hvað það snertir „mesti strákurinn“. Hún vildi heldur moka undan merunum, þegar við vorum í Kaldaðarnesi, meðan Hermann vildi hjálpa til inni. Og Snorri er t.d. snillingur í að baka kökur. Strákarnir þættust lítið geta, ef þeir gætu ekki bakað pönnukökur, þegar á liggur. Það er mesta vitleysa að ala upp stráka, sem ekki geta bjargað sér. Mínir geta þessvegna kvænzt hvaða rauðsokkum sem er, án þess að verða óvinsælir. Maður á heldur ekki að gera sig ómissandi á heimilinu með því að gera allt sjálfur. Bæði Hermann og strák- arnir bjarga sér, þó éa skreppi frá. Allir hafa hjálpað til á þessu heimili. — Ég er mjög’ ánægð með það, að börnin hafa alltaf komið sér vel og verið eftirsótt í vinnu, hvar sem þau hafa verið. Þau hafa gjarnan tekið hvert við af öðru á sömu stöðunum, svo sem í Skíðaskálan- um, í Eden og víðar, þar sem þau fá alltaf vinnu í ígripum. Þau eru öll dugleg og fljót til, og þykir gott að vinna sér eitthvað inn, ef tækifæri býðst. Stóru krakkarnir hafa jafnan unnið fyrir því sem þau þurfa með, eftir að skyldu- námi lauk. Og þau hafa staðið saman og hjálpað hvert öðru. Eldri börnin hafa verið í iðnnámi og með tengdasonunum eru nú komnir í fjölskylduna tveir bíla- viðgerðarmenn, húsgagnasmiður, húsasmiður, rafmagnsmaður og skósmiður, þó ekki hafi allir alveg lokið námi. Tveir strákarnir, sem eru í framhaldsskólum, eru í sumar í vinnu á Suðureyri. Þrír eru heima. Stelpurnar eru báðar giftar og búa í Reykjavík og Hveragerði. Þegar við ræðum um börnin, sem farin eru að heiman, kemur fram að þau eru ekki farin meira en svo, að stundum koma þau öll með fjölskyldur um helgar og alltaf á jólunum. Og skreppa sum í miðri viku. Á gamlárskvöld eru allir heima í Arnarbæli fram yfir kl. 12 á miðnætti. — . Ég er ákaflega ánægð með að þau skuli sækja svona heim, segir Elínborg. Þegar allir eru komnir, börn, tengdabörn og barnabörn eru þetta 27 hausar. Að vísu þarfdað setja meira í pottinn, en ég er ákaflega ánægð þegar þau koma öll. Athugasemdinni um að ekki sé gott að skipuleggja innkaup og tíma á heimili, þar sem geti fjölgað svona og fækkað á víxl svarar Elínborg: — Að sumu leyti getur verið gott að skipuleggja. En við höfum alltaf látið ganga fyrir og gefið okkur tíma til að vera með börnunum og verða vinir þeirra. í i i amhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.