Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 — „Undanfarin ár hef ég verið að undirbúa útgáfuna á þessum átta bindum í ritsafn- inu, en ég á efni í fjögur til viðbótar og ég er núna að þýða sumt af því úr norsku og ganga frá því. Maður þorir ekki annað en drífa sig við þetta. Það er aldrei að vita hvað maður hefur mikinn tírna." Það var dautt í rauðu pípunni og Kristmann gekk að eldhús- króknum til að ná sér í „fýrspýt- ur“, eins og hann nefndi þær. — En ertu ekki að skrifa sögu? — „Ojú, ég er með sögu í smíðum. Eg er nú búinn að vera með hana í gangi í tvö ár og veit ekki almennilega hvort ég hef þrek til að klára hana. Hún er um gamlan mann sem kemur á æskustöðvar sínar eftir fimmtíu ára fjarveru og þar er þá allt í eyði. Hann segir síðan sögu sína og lifir þarna í náttúrunni í I „Það er skáldskap- urinn einn sem lifir” nokkra sumarmánuði ... ætli það sé nú vert að segja meira um hana en þetta.“ — Hvernig vinnurðu bækurn- ar þínar? — „Nú orðið nota ég fyrst segulband og vélrita síðan eftir því nokkrum sinnum og snurf- usa þetta til. Þetta er góð aðferð finnst mér, því penninn er svo asskoti seinn, en hugurinn fljótur." Við héldum áfram að spjalla langt fram á kvöld um lífið og tilveruna, ástina, eilífðina og skáldskapinn og eftir því sem við töluðum lengur varð mér sífellt betur ljóst hvers vegna íslenskum öfundarmönnum þessa manns tókst aldrei að buga hann. Hann er einfaldlega of stór manneskja til þess. Jafnvel Elli kerlingu hefur ekki tekist að setja mark sitt á hann svo nokkru nemi. Það var farið að rökkva þegar ég kvaddi þetta skáld, sem hefur skrifað bækur sem fólk í öllum heimshornum hefur lesið, en er hægt að finna á dvalarheimili fyrir aldraðra hér uppi á Islandi sem „Kristmann Guðmundsson 305 A“. -SIB maður er orðinn gamall. Þetta er ágætur staður." Mér varð í þessu litið á bókaskáp Kristmanns, þar sem gat að líta kynstur af bókum hans á fjölda tungumála og ég hugsaði að það væri merkilegt að maður sem heði skrifað svona frægar sögur byggi á stað þar sem nafn hans er skráð á stórar töflur innan um fjölda annarra án frekari auðkenningar en „Kristmann Guðmundsson 305 A“ Hann kveikti í rauðri pípu og ég spurði hann hvenær hann hefði byrjað að skrifa. — „Eg byrjaði nú að yrkja fimm ára, en ef við tölum um alvöru skriftir, þá gaf ég út fyrstu bókina árið 1922. Það var Ijóðabók sem hét „Rökkursöngv- ar“. Henni var svo sem tekið engan veginn, ég man samt að Jakob Smári skrifaði vel um hana. En það var nú þá, eins og raunar vill brenna við enn, að skáld voru ekki vel séð, — ekki lifandi skáld — og allra síst ung skáld.“ — Hvers vegna heldurðu að þú hafir byrjað á þessu? — „Það er nú einfalt mál að svara því. — Ég gat ekkert annað. Ég reyndi eitt og annað og árið eftir kom Brúðarkyrtill- inn út og vakti geysilega hrifn- ingu og eftir það gaf ég yfirleitt út eina bók á ári, nema hvað ég þurfti tvö ár tií að Ijúka við Gyðjuna og nautið.“ Ég svalt hér heima — Hvers vegna fórstu til ■. Noregs? — „Tja, ég varð að reyna annars staðar, vegna þess að ég svalt hér heima og ég vildi ekki elta hina, sem skrifuðu á dönsku, svo ég valdi Noreg. Það var nú reyndar fjandi erfitt að vera rithöfundur í Noregi á þessum tíma. Þeir áttu svo stóra karla á þessu sviði og krítíkin var hörð, en hún var réttlát. Það var ekki eins og hér að menn þurftu bara að tilheyra ákveðn- um flokki til að fá góða krítík. Maður varð að skrifa vel, eða láta það vera.“ — Hvað heldurðu að hafi valdið því að Norðmenn hrifust svo mjög að sögum þínum? — „Þeim hefir sennilega fundist ég kunna að skrifa. Þeir voru annars að hrósa mér fyrir mál og stíl, frásagnargáfu og Aö vera maður Við fórum síðan að spjalla vítt og breytt um skáldskap, hvað þurfi til að vera skáld. — „Talentið er náttúlega gott, en það er ekki nóg. Maður verður að læra íþróttina. Maður er alla ævina að læra þennan skratta. Það er líka mikils vert að vera ekki grundvallarlaus í lífinu. Ég er nú ekki að meina að menn þurfi að hafa einhverja sérstaka trúarjátningu. Heldur verða menn að hafa einhvern grundvöll til að standa á svo þeir geti axlað ábyrgðina gagn- vart lesendum þeirra verka sem þeir skapa og einnig gagnvart þeim sem hafa skapað þá sjálfa." „Að vera skáld er fyrst og fremst í því fólgið að vera maður. — Ekki fullkominn maður, því slíkur maður á ekkert erindi á jörðina, — heldur sannur maður. Við erum hérna á jörðinni að mínu áliti einmitt vegna þess að við erum ekki fullkominn." „Það er líka margt sem skáld verða að varast eins og pestina. Skáld má ekki láta gárurnar á yfirborði tímans hafa of mikil áhrif á það sem það skrifar. Þessar gárur lifa ekki. Það er skáldskapurinn einn sem lifir.“ — Ef það kæmi til þín maður og bæði þig að benda sér á einhverja eina bók eftir þig til að lesa, hverja myndirðu nefna? — „Það er nú eiginlega ómögulegt fyrir mig að gera upp á milli þeirra, en ef ég yrði að gera þetta, þá hugsa ég að ég myndi benda honum á að lesa Smiðinn mikla sem kom út 1969.“ — Hvert sýnist þér stefna í íslenskum bókmenntum um þessar mundir? — „Hvert stefnir? — Ekkert, held ég. Það er engin stefna, menn eru margir svo fastir í pólitíkinni, en við eigum nú engu að síður nokkur ágæt skáld eins og til dæmis Ólaf Jóhann, Indriða G., Jóhannes Helga, Gunnar Dal, Matthías Johann- essen o.fl. Menn hafa bara svo lítinn tíma, þeir þurfa að stunda aðra vinnu og það er mjög bagalegt, einkum fyrir sagna- skáld.“ Penninn er svo asskoti seinn — Hvað ert þú sjálfur að fást við núna? rithöfund „Kristmann Guömundsson 305 A“ Kristmann var hress í bragði þegar ég hringdi i hann um daginn, þeirra erinda að ákveða stað og stund fyrir viðtai við hann í' tilefni af útgáfu átta binda ritsafns hans nú fyrir skömmu. Hann vísaði mér leiðina til aðseturs síns, en hann býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. — „Húsið stendur við Skjólvang, sem sumir vilja reyndar kalla Rokvang,“ sagði hann og hló. Þegar ég knúði dyra hjá skáldinu um kvöldið tók hann á móti mér glaðbeittur og við spjölluðum svolítið um daginn og veginn og ég spurði hvernig hann kynni við sig á Hrafnistu. — „Hér er gott að vera þegar til að hamla gegn þessu, gerðist verzlunarmaður og fór á sjó, en það breytti engu. Ég átti enga möguleika á að losna undan þessu. Þótt ég væri oft að drepast úr hungri." „Ég fór til Noregs 1924 og þá var ég eins og hver annar Belsen-fangi. Héraðslæknirinn þar sem ég kom að landi sagði að það vantaði í mig allt sem héldi manneskju lifandi." „Ég fékkst við ýmislegt þarna úti til að byrja með en árið 1925 sendi ég smásagnasafn til forlags þarna og fékk góða umsögn, en þeir báðu mig um að gera dálitlar endurbætur. Ég gerði það og bókin var svo gefin út árið eftir undir nafninu „Is- landsk Kærlighed". Forlagið valdi þennan titil, sjálfur vildi ég láta bókina bera nafn helztu smásögunnar, „Fattige Barn“ eða Fátæk börn.“ „Þessari bók var ansi vel tekið skilning á sálfræði persónanna og fleira." — Hverjar bóka þinna urðu vinsælastar? — „Mesti „söksessinn" var nú Morgunn lifsins. Sú bók var strax þýdd á þýzku og síðan fjölda nnnarra mála, en veiga- meiri bækur sem „slógu i gegn“ voru til dæmis Fjallið helga og Gyðjan og nautið.Norðmenn voru líka mjög hrifnir af lítilli bók sem hét Góugróður. Ég man eftir því að Sigrid Undset kom til mín og hrósaði mér sérstak- lega fyrir þá bók.“ „Það var töluvert mikið látið með skáld í Noregi á þessum tíma og það þótti heiður að þekkja skáld. Kannski stafaði þetta eitthvað af því að Björn- son og Ibsen voru nú ekki löngu horfnir og þeim hafði ekki verið sérlega vel tekið, þannig að þetta hefur verið einhvers konar samviskubit." Rætt við Kristmann Guðmundsson KR SUMARHÚS Af sérstökum ástæðum get ég afgreitt eitt sumarhús nú Þegar. Kristinn Ragnarsson húsgagna og húsasmíðameistari Melgeröi 29, Kópavogi sími 44777 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Vatnsslökkvitæki úr ryöfríu stáli fró U.S.A. Magnafsláttur. Þjónusta á flestum tegundum slökkvitækja. KOISÝRUHLEÐSLAN S.F. — Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381. Þurrduftsslökkvitæki frá V-Þýska- landi 6 og 12 kg. Magnafsláttur. Þjónusta á flestum tegundum slökkvitækja. t KOLSÝRUHLEÐSLAN S.F. -i Seljavegi 12, Reykjavik, •imi 13381. Halon 1301 Slökkvikerfi frá Ginge, Danmörku. Sýningarkerfi á staðnum. Fyrir skip, báta, tölvu- sali, söfn o.fl. Eldvarnarteppi frá Englandi í stærðunum 3’«3' og 4’x4’. Gerð úr ofnu trefja- gleri. í eldhús, hjólhýsi, báta o.fl. Magnafsláttur. KDLSVRtlHLEBGtAH S.F. Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381. KOUÍIHLEIMSF. Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.