Morgunblaðið - 23.07.1978, Page 19

Morgunblaðið - 23.07.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 19 Hunt: „Ég hitti John Hunt fyrst í Kathmandy og fannst mér strax mikið til hans koma, þótt ég hafi verið haldinn nokkrum hleypidóm- um í hans garð áður. Hann heilsaði mér mjög hlýlega, kvaðst vænta mikils af mér og hann vildi, að við Sharles Evans yrðum ráðgjafar, framkvæmdastjórar hans. Síðan lýsti hann því hvernig hann hefði í hyggju að stjórna leiðangrinum úr fremstu víglínu. John bjó yfir miklu þreki og kappi og hann lét í ljós óbilandi sannfæringu um það, að leiðangur okkar næði tindinum, — en ég hafði alltaf rætt það af gætni. Hann sýndi mikil hyggindi í skiptum sínum við okkur, — við vorum allir einstaklingshyggju- menn með óbeit á herstjórnarvenj- um, en við fengum engar skipanir, aðeins tillögur eða tilmæli, sem voru venjulega rökstudd af slíkri skynsemi, að við samþykktum þau fúslega og störfuðum af fullkom- inni trúmennsku", Einn var sá maður sem flestum í hópnum lék hugur á að kynnast, en það var Nepalmaðurinn Ten- zing, sem hafði tekið þátt í öllum tilraunum Svisslendinga árið áður og getið sér mjög gott orð. — Menn urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tenz- ing bar það með sér að hann væri í afbragðs þjálfun og tilbúinn í baráttuna. Hann var stærri en sherpar almennt, en sherpar eru nepalskir aðstoðarmenn fjall- göngumanna. Þá kom það á óvart hversu ótrúlega þolinmóður og Sir George Evérest. hjálpsamur hann var í sambandi við allar spurningar og óskir sem fram komu. Mönnum þótti mjög ánægjulegt og í senn heillandi að snúa aftur til Thyanboche-dalsins. Þar var tjaldað í snjónum í þeirri vissu að nú höfðu þeir bæði búnað og menn til þess að ná settu marki. Akveðið var að fara í tveggja vikna ferð upp jöklana og klífa lægri tinda, meðan menn reyndu að venjast þunnu háfjallaloftinu og komast í sem bezta þjálfun. Lengst af var hinn þríhyrndi tindur Everest í augsýn, með síðan snjótoppinn sem sífellt skóf af. Menn vissu að brátt myndu þeir þurfa að glima við þetta mikla vandamál. Þótti þeim þetta í senn skelfilegt og æsilegt. — Allur hópurinn snéri síðan aftur til Thyangboche-dalsins eftir margar árangursríkar ferðir til æfinga. Þá var ákveðið að senda Hillaru Lowe með flokk manna upp hinn svonefnda Khumbujökul, til að koma upp aðalstöðvum(basecamp) og kanna síðan leiðina áfram upp jökulinn. Stefnt var upp miðjan jökulinn með 38 burðarmenn. — Þann 12. apríl var slegið upp tjöldum í neðri hluta jökulsins og aðalstöðvar settar upp. Næstu dagar voru notaðir til að finna beztu leiðirnar upp helztu sprung- ursvæði jökulsins og sóttist það verk fremur seint. Enda segir Hillary í bók sinni um leiðangur- inn að þetta sé langhættulegasta svæðið, sem hann hafi augum litið. — Næstu dögum var varið til þess að bæta leiðina og koma upp brúm á ýmsum stöðum með furuplönk- um og einnig voru settir upp stigar þar sem þurfti. Tíu dögum síðar settu svo leiðangursmenn upp búðir 3 (camp 3) fyrir ofan mestu ísfpssana í jöklinum. Afram var haldið. Tenzing og Hillary námu staðar rétt fyrir ofan búðir 3 til að kanna vista- forða þann er Svisslendingarnir höfðu skilið eftir árið árið áður. Voru þar vistir fyrir fjóra í a.m.k. 2 daga. — I búðum 4 fundu þeir síðan þó nokkuð svissneskra vista í kössum og öðrum umbúðum. Þegar lokið hafði verið uppsetn- Ilér er farið vfir eina af hinum risastóru sprungum jökulsins. en svhlið f jallsins hlasir við ... Cris Bonnington, sem stjórnaði leiðangri upp sv-hlið fjalisins 1975 ... Klifið upp Khumbujökulinn. ingu búða 4 var snúið til baka til búða 2 og varð sú ferð allsöguleg. Hillary segir m.a. svo frá því: „Við Tenzing héldum áfram með mikl- um hraða, en ferð okkar stöðvaðist þó snögglega, þegar stór ísbrún, sem ég stökk niður á, brotnaði undan þunga mínum svo að ég hrapaði. Ég gat rétt haldið jafn- væginu á mannbroddunum þangað til Tenzing gat með snarræði sínu kastað til mín línu, áður en ég féll alveg niður í sprunguna. — Tenzing er aðdáunarverður félagi, hraustur, þrekmikill, dugandi og fær með fjallalínu". Næstu dagar fóru í að bera birgðir upp í efri búðirnar, en það var gífurlegt magn ýmiss konar vista sem þurfti að koma þangað, s.s. súrefni, matarbirgðir, tjöld og margt fleira. Afram var brotizt og settar upp búðir. — búðir 7 voru settar upp 19. maí í um 7300 m hæð, eftir töluverðan barning. Það var því komið að því að gera aðför að hinu svokallaða Lhotsefjalli (Lhotse face), en það tengist beint við Everest og þarf að klífa nokkurn veg í því áður en komizt er í hið svonefnda Suðurskarð á Everest. ferðin sóttist seint bæði vegna þess að veður var leiðangursmönn- um óhagstætt, svo og að nokkurrar þreytu var farið að gæta hjá mönnum. Eftir að miklar umræður höfðu farið fram um þann óskemmtilega möguleika að enginn kæmist upp Suðurskarð daginn eftir var loks samþykkt að láta Hillary og Tenzing gera lokatilraun til þess. Þeir skiptust á að marka og hvöggva þrep í ísilagðar brekkurn- ar og í kjölfar þeirra komu svo nokkrir burðarmenn (sherpar) sem höfðu ekkert’ súrefni. Þeir t'ramhald á bls. 39 Hvíld í Suðurskarði. Klifið í mesta bratt- anum. Tenzing á tindi Mount Everest. hæsta fjalls heims. 8848 m hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.