Morgunblaðið - 23.07.1978, Side 20

Morgunblaðið - 23.07.1978, Side 20
20 MORGUNBLAblÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 „Ekki vilja allir leikarar vinna hjá sömu stofnuninni" Karl GuAmundsson. Kristín Magnús og Björg Árnadóttir á æfingu á „Arriettu“. (Ljósm. Mbl. Kristinn). Nú í sumar mun Ferðaleik- húsið sýna „Light Nights“ í níunda árið í röð að Hótel Loftleiðum. en þar er um að ræða kvöldvökur sérstaklega færðar upp fyrir enskumæl- andi ferðamenn hér á landi. Allt efnið, sem er þjóðlegt efni af ýmsu tagi, er flutt á ensku nema þjóðlög og lausavísur. Leikmyndin er gömul íslensk baðstofa. Aðaldriffjöðrin íFerðaleik- húsinu er Kristín Magnús ieikkona en hún flytur allt talað efni á ensku í sýningunni, en auk hennar koma fram f „Light Nights“ kvæðamenn og söngvarar. Eins og ýmsum er kunnugt var Ferðaleikhúsinu boðið að sýna „Light Nights“ í Bandarikjunum í febrúar sl. og hefur leikhúsinu nú verið boðið að koma þangað aftur með Miðstæða sýningu að ári, en það sem ber hæst í framtíðar- áætlunum leikhússins er þó það, að því hefur verið boðið að taka þátt f hinni þekktu Edinborgar-hátíð nú í septem- ber. Blaðamaður Mbi. leit inn á æfingu hjá Ferðaieikhúsinu um daginn og ræddi þá við Kristínu Magnús. „Við erum að æfa fyrir Edinborgarhátíðina. Sýningin sem við ætlum að færa upp þar heitir „Oddities" og er samsett af þremur einþáttungum eftir Odd Björnsson. þ.e. Jóðlíf, Euphmia, sem hét áður Amalía, og svo einn alveg nýr einþátt- ungur, sem heitir Arrietta. Auk mín koma fram í þessari sýn- ingu leikararnir Jón Júlíusson, Steinvör Hermannsdóttir, Karl Guðmundsson og Björg Arna- dóttir. Þetta er afskaplega spennandi, því þetta verður í Svipmynd úr „Light Nights“. Frá vinstrii Guðmundur Eirfksson, Örnólfur I. Ólafsson, Kristín Magnús og Elísabet Waage. fyrsta skipti sem íslendingar t'aka þátt í þessari frægu listahátíð í Edinborg, en hún er haldin á hverju ári og vekur alltaf mikla athygli. Við munum sýna fimm sinn- um í litlu leikhúsi sem heitir „Traverse Theatre Club“ og er eitthvert þekktasta smáleikhús- ið í borginni, þar sem mikið er sýnt af nútímaleiklist." — Fáið þið einhverja styrki til fararinnar? „Svona leikferðir eru afskap- lega dýrt fyrirtæki og algerlega óframkvæmanlegar nema með góðum styrkjum, en þeir styrkir sem við fáum eru ekki frá hinu opinbera nema að litlu leyti. Menntamálaráðuneytið styrkir okkur með 200 þús. krónum. Það sem gerir okkur kleyft að fara þetta, er að allir sem taka þátt í þessu gefa vinnu sína, bæði við æfingar og sýningar og enn- fremur veita Flugleiðir okkur umtalsverðan afslátt. Leikhús eins og þetta, sem eru rekin af einstaklingum, eru ekki til hér á landi. Þetta viðgengst hins vegar alls staðar erlendis þar sem ég þekki til, enda finnst mér að það hljóti að liggja í hlutarins eðli að ekki vilja allir leikarar vinna á sömu stofnun- inni. Það hlýtur nú að koma að því að svona leikhópar verði viðurkenndir og styrktir af hinu opinbera, en ekki veit ég hvenær það verður. Spjallað irið Kristínu Magnús leikkonuum Ferdaleikhdsið, Amerikuferð, Edinborgarhátíð og fíeira Það er náttúrulega enginn að tala um að það verði að styrkja einhverjar „loftbólur“. Fyrst verður fólk að sýna að því sé alvara með það sem það er að gera. En þegar leikhópur hefur starfað í 13 ár, eins og Ferða- leikhúsið, finnst manni eðlilegt að það sé talið með, þegar fé er veitt til leiklistarmála, en það er því miður ekkert útlit fyrir að nokkur breyting verði þar á í bráð. Allir sem vinna að sýning- unni á „Light Nights" eru upp á hlut, þannig að þetta er áhættu- fyrirtæki í fjárhagslegum skiln- ingi.“ Þátttakendur í Edinborgarferðinni bera saman bækur sinar. Frá vinstrii Oddur Björnsson, Halldór Snorrason, Kristín Magnús. Björg Árnadóttir, Karl Guðmundsson og Magnús S. Halldórsson. (Ljósm. Mbl. Kristinn). „Flytja ísland til Minneapolis” Eftirfarandi grein skrifaði Valdimar Björnsson í blaðið, Lögberg-IIeimskringla að lok- inni leikför Ferðaieikhússins um Bandaríkin nú í vetur( undir fyrirsögninnii „Light Nights flytja fsiand til Minnea- polis“. „Svipmyndum af íslandi fyrri tíma var brugðið upp í Háskól- anum í Minneapolis, þegar „Light Nights" dagskráin var flutt þar af íslenska Ferðaleik- húsinu 20. febrúar. Þar gat að líta ísland baðstofunnar og kvöldvökunnar, en ekki núver- andi miðstöð á alþjóðlegum flugleiðum, afkastamikinn fiski- skipaflota eða jarðhitanýtingu. Rúmlega 150 hrifnir áhorf- endur nutu dagskrárinnar, eins og aðrir í Mið-vestur fylkjunum sem sáu sýninguna, sem sýnd var á 10 stöðum á svæðinu. Helstu sýningarstaðirnir voru í Madison, Wisconsin, Evanston, Ulinois og Minneapolis í Minne- sota auk nokkurra í Iowa. Þessi enskumælandi leikhóp- ur kallar sig The Icelandic Summer Theatre, sem í ár stendur fyrir einkar vinsælum sumarsýningum fyrir erlenda ferðamenn í níunda sinn, að Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Kristín Guðbjartsdóttir Magnús er helsta driffjöðrin og helsti miðpunkturinn í hinni vönduðu sýningu á gamalli/hefðbundinni íslenskri skemmtun. Kristín, sem lærði leiklist í London og hefur starfað í íslenskum leik- húsum er leikari með mikla kunnáttu og fjölhæfni til að bera. Eiginmaður hennar, Hall- dór Snorrason, fer ekki með neitt hlutverk á sviðinu, en hlutur hans í sýningunni er mjög mikilvægur, sem stjórn- anda ljósa- og sviðsbúnaðar. Má þar sérstaklega nefna frábæra meðferð ljóskastara í þeim þáttum verksins, þegar sagðar eru þjóðsögur og lesið úr forn- sögunum. Auk flutnings þjóðsagna eru sungin þjóðlög og fluttar hinar þjóðlegu rímur. Tveir ungir menn, Sverrir Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson gerðu þeim þætti góð skil og léku undir á gítar og langspil, sem er þriggja strengja hljóðfæri, sem var algengt á Islandi til forna. Norðurlandadeild Minne- sota-háskóla stóð fyrir þessari sýningu auk Heklu, félags ís- lenskra kvenna í borginni, sem sáu um veitingar." "LIGHT NIGHTS TRANSPLANTS ICELAND TO MÍNNEAPOLIS Glimpses o£ early-day Ice- land were brought to the University ot MinnesoU campus in Minneapolis as "Ught Nights” was períorm- ed by Iceland’s Summer Theatre Group Februry 20. It was the Iceland of the "baðstofa” and the "kvöld- vaka” that was portrayed, not the modem hub of intcr- national air traffic or the land of large-seaie fishing and hydro electric develop- menta. An appreciative audience of more than 150 from the Twin Cities enjoyed the event, as did others in the midwest during a 15-day tour that included ten ap- pearances. The major "one- night stands” were in Madi- «on, Wisconsin, Evanston, II- linois, and Minneapolis, Min- nesota, with several per- formances in Iowa. The Icelandic Summer Theatre is the name bome by t h i s English-speaking dramatic ensemble, and this year they begin their ninth summer of performances at the Loftleiðir Hotel in Reyk- javík, where the entertain- L ments have been a favorite I with tourists. Kristin Guð- bjartsdóttir Magnús is the I central fígure and moving spirit in the well balanced portrayals of the old, tradi- , tionaJ form of Icelandic en- tertainment. Trainéd in dra- ' matics in London and ex- perienced on the Icelandic ! stage, she is a performer of genuine skill and versatility. Lðgberg-Heimsloringla, föwtudsguM4^iprtl978| 1 Her husband, Halldór Snor- rason, plays no role on the stage, but his share in the porformance is an important one, in charge of scenery and lighting effects. Excel- lent use of the spotlights is a significant factor in scenes t h a t bring story - telling, readings from the Sagas and ghost stories. Legends are presented and there is folk - singing, the recitation of poetry and "rímur,” with the chanted cadence of the ancient rhymes. Handling such fea- tures most effectively were 'two young men, Sverrir Guöjónsson and Thóroddur Thóroddsson, playing t he guitar and the “langspil,” a ; fhree - stringed instrument coramon to early-^ay Ice- land. The Scandinavian Depart- ment of the University of Minnesota sponsored the event, along with the Hekla Club, Twin Cities organaa- tion of Icelandic women, who served refreshments. Valdimar Björasson — Þið fóruð í leikför um Bandaríkin nú seinni part vetr- ar, hvernig tókst sú ferð? „Hún tókst í alla staði mjög vel og okkur var alls staðar feykivel tekið. Það er sérlega skemmtilegt að sýna fyrir út- lendinga, þeir eru mun opnari en landinn. Okkur hefur verið boðið að koma aftur nú í september, en ef við fáum enga verulega styrki til þess, getur ekki orðið af því. Við fengum styrk frá Menntamálaráðuneyt- inu upp á 100 þús. fyrir Ameríkuferðina í vetur, svo ekki er útlitið sérstaklega glæsilegt hvað varðar veglyndi ríkisins." — Njótið þið einhverra styrkja frá Ferðamálaráði vegna sýninganna á „Light Nights", sem eru ætlaðar ferða- mönnum? „Nei, Ferðamálaráð gerir ná- kvæmlega ekki neitt fyrir okkur. Reyndar er mér ekki kunnugt um að þetta ráð geri neitt, sem ekki væri hægt að gera við eitt eða tvö skrifborð í samgöngu- málaráðuneytinu, en það er nú önnur saga.“ Að loknu spjallinu héldu þau Kristín, Karl og Björg áfram að æfa „Oddities" undir stjórn Odds Björnssonar sjálfs, en eiginmaður Kristínar, Halldór Snorrason, sem sér um sviðs- búnað og ljós ásamt syni þeirra Magnúsi, sýslaði við rafmagns- snúrur og annan tæknibúnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.