Morgunblaðið - 23.07.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 23.07.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 21 — Höfum alltaf hafttíma fyrir börnin Framhald af bls. 15 eltingaleiknum við Mammon, sem svo víða er ríkjandi, vilja börnin gleymast. Og unglingar vilja i rauninni heldur tíma manns og samveru. Maður sér til dæmis að börn og félagar krakkanna okkar sækja í að koma og vilja vera hér — og ekki er það af því að hér sé svo fínt eða allt til. — Annars vil ég taka það fram, að mér sýnist vera töggur í unga fólkinu, hélt Elínborg áfram. Ekkert þarf að vera að kvarta undan því. Það vill bara bera mest á óróaseggjunum. • Auðlegð að eiga vel sköpuð börn Hermann er heima í sumarleyfi um þessar mundir, en annars hefur hann lengst af unnið að heiman. Starfar nú við verðlags- I eftirlitið í Reykjavík. Kemur heim á föstudagskvöldum og oft í ! vikunni, síðan nýi vegurinn kom. ! Strákarnir, sem heima eru, fara í skóla í Hveragerði með skólabíln- j um á vetrum. — Þegar allir eru í j burtu, segir Elínborg, þá finnst mér orðið leiðinlegt að vera ein. i Svo ég tók að mér að hafa til mat og kaffi í barnaskólanum í Hvera- gerði í vetur. Vann þar frá kl. 9.30 til 1. Sveitabörnin, sem koma lengra að, fá súpu og eitthvert snarl í hádeginu og kennarar kaffi. Við vorum með tvo bíla í vetur. Eg gat notað gamlan fólksvagn til ferða, þegar færi var gott, svo ég þyrfti ekki að bíða eftir skólabíln- um. Ég hafði líka barn í fóstri í vetur, lítinn sonarson Hermanns, son Guðmundar sonar hans af fyrra hjónabandi. Hann þurfti talkennslu og gat fengið hana hér í skólanum í Hveragerði. Fór þangað með mér. — Það er mikil blessun að eiga vel gerð og vel sköpuð börn, segir Elínborg í lok samtalsins. Það er vissulega mikil auðlegð. Og hún bregður á léttara hjal og bætir við: Það er betra að eiga að góð börn í ellinni en peninga í banka. Við þurfum sjálfsagt ekki að hafa áhyggjur af því að verða einmana í ellinni. — Það finnst mér mestur ljóður á ráði okkar kynslóðar, bætir hún við, hvernig gamalt fólk er sett til hliðar í lífinu. Það er út af fyrir sig gott að hafa lífeyri og eitthvað fyrir sig að leggja. En þegar maður sér hvernig gamalt fólk og taugasjúklingar eru ekki einu sinni heimsóttir af sínum, eftir að þeir eru komnir á elliheimili eða hæli, þá finnst manni það óskap- legt. Það má t.d. ekki einu sinni hafa myndirnar af sínum uppi á vegg nema takmarkað. Ut í þetta hugsar maður ekki, fyrr en maður sér það. Ég held að mikilvægast sé að gefa sér tíma til mannlegra samskipta — hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. - E.Pá. Stórkostleg myndgæði og þægindi fjarstýringar. Þróaður SHARP „LINYTRON PLUSM MYNDLAMPI, stórkostleg myndgæði, orkusparandi rafmagnsverk, „elektrónískur tónstillari með LED stöðvarveljara og „sjáandi myndstilling“ (OPC) Hinn |>róaöi SHARP „Linytron Plus“ litmyndalampi Hinn sérlega hannaöi útbúnaö- ur í geislamóttakaranum notar svartar lóöréttar línur sem gefa skýrari, skarpari og eölilegri lit sem aldrei virkar „upplitaöur". Micro móttakararnir eru sam- settir úr sem fæstum hlutum til aö tryggja minnst mögulegt viöhald, en eru jafnframt orku- sparandi og þurfa minni hitun. Næmur „elektrónískur“ tónstillir með LED stöðvarveljara Þetta áreiöanlega endingar- góöa elektróníska stykki er tengt átta næmum plötum, sem þú forstillir inn á þína • Aknl/j«MXA /CTI/l/i i irv\ rmn Ujjpanaiuogiv/v/. \i—r\r\i um unir aö aö velja en Ríkisútvarpiö — Sjónvarp). Pægileg ffjarstýring Fjórfalt fjarstýringakerfi fyrir tón og myndstillingar og skipt- ingar á stöövum. Sjáandi myndstillir Skýrleiki, litur og skarpleiki aölaga sig aö birtu herbergis- ins sjálfvirkt. 10 cm breiöur hljómmikill hátalari Hin nýja hönnun SHARP á hátalarakerfi á engan sinn iíka, hvað varöar skýran tón. 10 cm breiöur hátalari gefur aukna möguleika á betri hljóm- burði. Mynd og tal birtast á fjórum sekúndum og þar meö sparast dýrmæt orka. Tækiö er í mjög vej geröum viöarlíkiskassa. Innbyggö AFT, ADC og AGC stjórntæki. Handhægt fjarstýritæki „Sjáandi“ skynjari sér um stillingarnar sjálfvirkt. Nú ertu laus viö þreytandi og tímafrekar stillingar. Litur, skarpleiki og skýr mynd stillast sjálfvirkt þrátt fyrir breytingar á birtu í herberginu. Umframorka eyöist ekki lengur í myndsjána (picture tube) og þegar bjart er í herberginu (hverfur) máist myndin ekki. Nú veröur alltaf ánægjulegt aö horfa á myndina og allt sem þú þarft aö gera er aö sitja kyrr og njóta ánægj- unnar. Þróuð tækni SHARP er aug- Ijóst í þessu einstaka tæki þar sem notaðir eru mjög áreiðan- legir „ICs“ til aö fækka stórlega einingum í samsetningu. Þetta tæki þarf því lítiö viöhald og má notast lengur. Hin einfalda samsetningar- tækni sparar einnig orkunotk- un SHARP. TV chassis notar þessa þróuöu samsetningartækni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.