Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 FÆÐING fyrsta harnsins sem „getið“ er í tilraunaglasi vekur örlitla von hjá ófrjóum konum annars staðar. að því er fram kemur hjá virtum breskum kvensjúkdómafræðinjfi. „bessi aðferð er svo flókin að það er ekki haegt að nota hana aimennt.“ sagði Charles Dougl- as, yfirmaður kvensjúkdóma- og fæðingadeildar Cam- bridge-háskóla. „Og því þarf margar fæðingar f viðbót til þess að sanna gildi aðferðar- innar.“ Lesley Brown, 32 ára gömul, á von á barni fyrst f ágúst en í niu ár hefur hún ekki getað Hin verðandi móðir, Lesley Brown. Litlar líknr á að „tilranBaglasaaðíerðin” komi að gap almennt átt barn vegna stíflunar I eggjaleiðurum. Þessi mikla aðgerð var gerð af Patrick Steptoe, kvensjúk- dómafræðingi f Oldham f norðurhluta Englands, en þar á barnið að fæðast, og Robert Edwards, lífeðlisfræðingi frá Cambridge. Brown-hjónin hafa selt út- gáfufyrirtæki réttinn til að birta sögu sína en læknarnir vilja ekki tjá sig í fjölmiðlum. Samt útskýrði Douglas erfið- leikana við að frjóvga egg utan líkamans en sumir vilja kalla það að „geta“ barn í tilrauna- glasi, en það hljómar eins og verið sé að búa til líf á rannsóknastofu, sagði Douglas. Lesley Brown voru gefnir hormónar til þess að hún hefði egglos á sérstökum tíma. Stept- oe notaði tæki, sem líkist hringsjá með hola nál, til þess að ná egginu úr líkamanum. Síðan kom að hinu erfiða verki, sem Edwards sá um, að halda egginu lifandi í þá 12 tíma sem það tæki venjulega að fara niður úr eggjakerfinu að ytri Frjóvgað egg úr konu. enda eggjaleiðarans. Edwards blandaði síðan egginu við sæði úr eiginmanninum á þann hátt að það gengi í gegnum nauðsyn- legar breytingar til að frjóvga eggið. Venjulega eru 6 dagar á milli eggloss og þess að fóstrið festist í leginu svo að Edwards varð að geyma hið frjóvgaða egg við aðstæður sem svipar til þess sem er í eggjaleiðaranum, þar til hægt var að koma því fyrir í leginu. Lesley Brown fékk sérstaka hormónagjöf til þess að legið tæki við fóstrinu. Læknar um allan heim bíöa nú eftir því að fá svör við mikilvægum spurningum í þessu sambandi í læknaritum. Hvaða efni var notað til þess að halda lífi í egginu? Hvernig gátu þeir komið frjóvguninni af stað? Hvernig gat Edwards hitt á réttan tíma? Þegar Douglas var spurður að því hvort það væri ekki hættu- legt fyrir barnið að frjóvgun færi fram utan líkamans, svar- aði hann því til, að kýr og kindur væru oft frjóvguð með svipaðri aðferð. Egg geta verið tekin úr kú í Skotlandi, frjóvguð með sæði úr nauti frá Texas og sett í ástralska kú án teljandi hættu á vansköpun. En þar sem aðstæður eru ekki þær sömu hjá dýrum og mönnum geta orðið breytingar á þróuninni, svaraði hann. Það sést best hversu erfitt verk læknarnir tveir hafa unnið að það hefur tekið þá 12 ár að undirbúa þessa fæðingu. Þeir hafa nokkrum sinnum áður sett frjóvguð egg í leg en án árangurs. Edwards og Steptoe hafa orðið fyrir árásum vegna rann- sóknanna. Meðal annars sagði bandaríski Nóbelsverðlaunahaf- inn James Watson: „Þið getið aðeins haldið áfram ef þið viljið , taka áhættuna á barnadrápi." Annar Nóbelsverðlaunahafi í ' efnafræði, Max Perutz, sagði að aðgerðin fæli í sér of mikla áhættu. „Ef aðeins eitt óeðlilegt ' barn fæddist og yrði sjúklingur allt sitt líf, myndi Edwards bera hræðilega sekt.“ ; Douglas sagði að læknar í Kaliforníu og Ástralíu hefðu verið að keppa að sama marki en hætt því nýlega til þess að íhuga málið betur. Árið 1974 tilkynnti Douglas Bevis prófessor að þrjú börn sem frjóvguð höfðu verið í tilraunaglösum væru á lífi en hann tilgreindi þau aldrei og vísindamenn hafa dregið orð hans í efa. Vísindamennirnir Patrick Steptoe og Robert Edwards, sem standa fyrir aðgerðunum. Sextugur á morgun Magnús Guðbjörnsson Gamall vinur minn og fjölskyldu minnar, Magnús Guðbjörnsson, Sólvallagötu 27, verður sextugur á morgun. í tilefni af því langar mig til að senda honum afmæliskveðju frá okkur með þakklæti fyrir góða vináttu um árabil. Magnús Guð- björnsson er fæddur í Reykjavík 31. júlí 1918. Foreldrar hans eru heiðurshjónin frú Júlía Magnús- dóttir og Guðbjörn Guðmundsson prentari. Þau eru gamlir og góðir Reykvíkingar og eru nú komin á níræðisaldurinn. Magnús stundaði framhaldsnám við Menntaskólann í Reykjavík og Samvinnuskólann, því að snemma beindist hugur hans að verzlunar- störfum. Þegar Magnús haðfi lokið skólanámi ríkti mikið atvinnuleysi á Islandi. Var mest um íhlaupa- vinnu að ræða og fór svo að Magnús ákvað að reyna að fá atvinnu erlendis. Lagði hann því af stað út í óvissuna með því að sigla til Danmerkur í febrúar 1940 í atvinnuleit. Heimsstríðið var skollið á og tóku brezk herskip skipið, sem Magnús sigldi með, m.s. „Bergenhus" hét það, miðja vegu milli Islands og Færeyja og fluttu það til Kirkwall í Orkneyj- um, þar sem þeir héldu því í tíu daga, en slepptu því síðan og tók ferðin um hálfan mánuð til Kaupmannahafnar, með fyrr- greindum töfum. Leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman í Hamborg vorið 1940, en þá störfuðum við báðir hjá Howaldwerke, sem var ein af stærstu skipasmíðastöðvum Þjóð- verja. Urðu strax góð kynni með okkur Magnúsi og konu minni og hefur hann síðan verið traustur vinur okkar gegnum þykkt og þunnt. Skömmu eftir að Magnús kom til Danmerkur hernámu Þjóðverjar landið og nokkru síðar, 10. maí 1940, var ísland hernumið af Bretum. Það voru því ekki hæg heimatökin að komast heim til íslands aftur, enda urðu flestir Islendingar, sem dvöldu á megin- landi Evrópu, að dúsa þar til stríðsloka. Magnús vann ýms störf á stríðsárunum, m.a. var hann þýðandi og þulur við fréttasend- ingar á íslenzku hjá Berlínarút- varpinu. Þetta voru erfiðir og hættulegir tímar. En þrátt fyrir það eigum við margar skemmtileg- ar endurminningar frá þessum árum. Eftir að stríðinu lauk komumst við öll heim aftur til ættjarðarinn- ar og síðan hefur Magnús að mestu leyti unnið við verzlunar- og skrifstofustörf. S.l. tólf ár hefur Magnús unnið sem skrifstofumað- ur hjá Innflytjendasambandinu. Það er margt, sem vinur minn Magnús Guðbjörnsson hefur upp- lifað um dagana og gæti það hæglega verið efni í heila bók, ef fara ætti út í það í einstökum atriðum. Magnús hefur alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum. Hann átti lengi sæti í stjórn Sálarrann- sóknafélags íslands. Hann hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum svið- um og hefur skrifað blaðagreinar um áhugamál sín. Magnús er bókelskur mjög og notar tóm- stundir mikið til að lesa góðar bækur. Eina dóttur á Magnús, sem fæddist í Hamborg 1941, og er hún gift kona þar í borg. Dóttursonur- inn heitir í höfuðið á afa sínum. Hugsjónamaður hefur Magnús ávallt verið. Hann er greiðvikinn þegar hann getur komið því við og eins og ég hefi áður sagt einn sá bezti og traustasti vinur, sem við hjónin höfum eignazt. Viljum við því nota tækifærið og þakka honum alla hans traustu vináttu og sendum honum okkar hjartan- legustu hamingjuóskir. Sverrir Matthiasson. Þessa dagana, eða 16,—23. júlí. er haldið norrænt kirkjutónlistarnám- skeið í Skálholtsskóla. Formaður undirbúningsnefndar námskeiðsins er Haukur Guðlaugsson. söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. en námskeiðsstjóri er Dr. phil. prófessor Hallgrfmur Helgason og samstarfsmaður hans er Ileimir Steinsson skólastjóri í Skálholti. Á sunnudag hófst námskeiðið með guðsþjónustu á Þingvöllum, þar sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup þjónaði fyrir altari. Námskeiðinu lýkur á sunnudag á Skálholtshátíð, og þá mun m.a. dr. Finn Videro, þekktur orgelleikari á Norðurlöndum, flytja orgel- konsert f kirkjunni. Á myndinni eru þátttakendur á norræna námskeiðinu f kirkjutónlist. 3 buxur í pakka kr. 5000 Margar tegundir af buxum kr. 1000, 2000, 3000 og 3600. Barnaúlpur fyrir 7—12 ára kr. 3000. Flauels og nankinsjakkar kr. 3000. Skyndisala á morgun mánudag og þriðjudag aöeins. Fataaalan Tryggvagötu 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.