Morgunblaðið - 23.07.1978, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978
33
Ríkur er í okkur öllum draum-
urinn um gullið — þennan
óvænta fjársjóð, sem einhvers
staðar liggur falinn og bíður
þess að áræðinn garpur komi og
sæki það. Ekki gull í mund, sem
morgunstundirnar flytja, ef
maður tekur daginn snemma og
aflar þeirra sem umbunar erfið-
is. Nei, það er æfintýrið í Falda
fjársjóðnum og Gulleyjunni frá
bernskuárunum, sem er draum-
ur allra kynslóða á öllum öldum.
Hann blundar í hugskotum æði
margra. Dagdraumarnir ljúfu
létta mörgum lífið, ef þeir þurfa
ekki að treysta á þá til að lifa
af.
Við vonina um falda fjársjóð-
inn una sér börnin — og margir
fullorðnir líka, stjórnmálamenn
ekki síður en aðrir eins og
berlega kemur fram um þessar
mundir. Trúa því sýnilega að
einhvers staðar séu faldir sjóðir,
sem bíði þess að hinn snjalli
garpur komi og taki þá til
handargagns. Og svo lifi allir „í
vellystingum praktuglega" upp
frá því, ef mér leyfist að nota
vont mál. Allir geti fengið
lofuðu gullin sín. Bara á eftir að
finna sjóðinn — sem búið er að
lofa úr. Þeir sem verið hafa við
stjórnvölinn treysta ekki á
slíkan gullfund, vita að hann er
ekki auðfundinn og eru bara
leiðinlegir. Aðrir, sem lofað
hafa gulli og grænum skógum,
hika líka þegar á hólminn er
komið, við að fara af stað í
gullleitina sína og gera trúna á
fjársjóðinn falda að veruleika.
Ovíst að Gulleyjan þeirra í líki
fyrirtækja og verkstæða lumi á
gersemunum góðu, sem dreymt
er um, og kunni þá jafnvel að
hætta að vera vinnustaðir ef
hart er að gengið.
Ef svo illa skyldi nú fara, að
ekki finnist fjársjóðurinn? Þá er
líklega ekki um annað að gera
en að vakna, eins og maður gerir
í lífinu, upp af dagdraumunum
og reyna að lifa á meðan af
tekjunum, þessum margumtöl-
uðu þjóðartekjum, sem ekki fást
til að vaxa meira, enda ekki
meiri fiskaflaukningu eða verð-
hækkun að fá, og skuldirnar
komnar upp fyrir 600 þúsund á
hvert mannsbarn. Þar erum við
víst öll á sama bátnum — þótt
sumir sitji við stýrið meðan
hinir róa. Og nú er að velja þann
sem getur stýrt. Margir eru
fúsir. Aðrir tregir til ábyrgðar
meðan gefur á — vilja fremur
bíða með að leggjast á árar, þar
til kemur í lygnan sjó. Spurning
augnabliksins er: Hver á að
stjórna? Ámóta spurningu svar-
aði Henry Ford einhvern tíma
með annarri spurningu: — Hver
á að vera tenórinn í kvartettin-
um? Og svaraði henni sjálfur: —
Auðvitað sá sem getur sungið
tenór! Ekki leysir þetta víst
stjórnarkreppuna, þó skynsaA-
legt sé. Enda virðist þjóðin hafa
nokkuð misjafnt músíkeyra.
Margir eru kallaðir, en fáir
útvaldir. Úrvalið er dálítið
strembið. Sjálf mundi ég frekar
veðja á þá sem ráku landhelgis-
málið af þvílíkri útsjónarsemi
að aðdáun vekur um allan heim
en þá sem hlupu frá 1974 þegar
verðbólguhjólið var komið á
óstöðvandi ferð, það er að segja,
ef viðunandi fylgd fæst. En hver
hefur sitt músíkeyra og sinn
smekk.
Kannski við snúum okkur að
þeim sem skipta þar mestu máli
— þeim sem róa. Þeir eru í raun
búnir að segja sitt um það
hvernig þeir vilja skipta hlutun-
úm í næstu lotu. Vinnandi fólk
vill fá meira af sínum skammti
í launaumslaginu til ráðstöfun-
ar að eigin vild, án þess að svo
mikið sé af þeim tekið til
sameiginlegra þarfa, þ.e. sam-
neyzluna, sem ríkisvaldið
skammtar og ráðstafar í allra
þágu. Sami aurinn, sem inn
kemur fyrir trosið, er við seljum
til útlanda fyrir aðrar nauðsynj-
ar, verður ekki notaður tvisvar
sinnum — ekki bæði til sam-
neyzlu og einkaþarfa. Ekki þýðir
að segja eins og karlinn: —
Hesturinn ber ekki það sem ég
ber — um leið og hann stakk
öllu sem hann vildi hafa
meðferðis í poka, snaraði honum
á bakið og vippaði sér á bak
hestinum. Með kjarasamning-
unum í vetur og áherzlunni, sem
almenningur lagði á þá í tvenn-
um kosningum, er teningnum í
raun kastað — búið að velja og
segja væntanlegum stýrimönn-
um fyrir verkum.
Það hafa a.m.k. margir haldið.
En það er svolítið skondið, að til
þess að láta þennan vilja í ljós,
var veðjað á þá sem í raun vilja
meiri samneyzlu og hafa í hita
bardagans lofað hvorutveggja.
Líka einkaráðstöfun á stórum
hluta launa. Og sitja nú uppi
með erfittt reikningsdæmi, sem
ekki gengur upp.
Þegar þetta er orðið að
fagmáli í munni efnahagsspek-
inga og stjórnmálamanna, svo
að almenningur skilur ekki, þá
heita úrræðin hugsanlegu niður-
færsluleið, — sem felst í því að
lækka kaup og verðlag til að fá
fé í reksturinn á þjóðarbúinu —
eða millifærsluleið — sem felst
í því að afla fjárins með beinum
eða óbeinum sköttum, til að geta
greitt útflutningsstyrki til at-
vinnuveganna. Með báðum að-
ferðunum er féð tekið af kaup-
inu, annað hvort með því að
lækka það eða með því að hirða
af því í sköttum. Og um leið að
ná því eftirsótta markmiði að
draga úr eftirspurn, af því að
fólk hefur minna handa á milli
til að kaupa fyrir. Eftir er þá
aðeins uppfærsluleiðin, sem
framkvæmd er með gengisfell-
ingu eða hliðstæðum ráðstöfun-
um og hækkar allt verðlag, eins
og við þekkjum af fyrri reynslu.
Um þetta er fjallað á fundunum
góðu, sem blöðin tíunda daglega.
Þ.e. fyrir utan „viltu vera með
mér leikinn", sem allir þekkja úr
banraleikjunum sem ganga út á:
„Ég skal verða með þér, ef hann
má vera með“ — eða „Ég vil ekki
véra með, ef hann fær að vera
með. Hann er svo leiðinlegur“.
„Hann var vondur við mig í gær,
ég vil ekki vera með honum en
þú mátt vera með mér.“
Er það furða þótt þeir, sem
uppi standa með loforðin um
fullt kaup og mikla samneyzlu
um leið láti sig dreyma um falda
fjársjóðinn einhvers staðar og
þyki vissara að fara ekkert að
leita að honum. Leiki bara
leikinn „hver vill leika- með
hverjum."
Hvað skal gera á þjóðarskút-
unni. Skipshöfnin hefur sagt sitt
og vill ekki róa. Ekki verður róið
í andstöðu við hana, þótt skipp-
erinn eigi eitthvert lag. sem
hann vill sæta til að ná höfn.
Á meðan situr verðhólgupúk-
inn uppi á fjósveggnum og
tútnar út eftir því sem við —
mannabörn — gerum meira
ljótt eða hegðum okkur óskyn-
samlega. Eyðum meira en við
öflum, stöðvum atvinnutækin og
söfnum skuldum — og rífumst
með ljótu orðbragði í ofanálag.
— Sá sem getur, framkvæm-
ir. En sá sem ekki getur, kennir
og predikar, sagði Bernhard
gamli Shaw. Og hann vissi hvað
hann söng, karlinn sá. Nógir eru
spekingarnir, sem predikað hafa
að undaförnu í kosningahrin-
unni og vita alveg hvernig á að
gera það. En hver getur?
Og hvernig á svo að enda
þessar gárur, sem eru að renna
út í sandinn og hjaðna, svo sem
gárum er títt? Enda enginn
endir sjáanlegur. Líklega verður
bara að enda þær eins og Káinn
í bréfinu til Jónasar Hall:
Mér er erfitt brag að byrja
og brag að enda.
E g veit ei. hvar það kann að
lenda.
AUGLYStNGASTOFA KRISTINAR ■—15.28
Enn eykur Olíufélagið þjónustu sína.
Nú í Nesti í
Olíufélagið hefur endurbyggt bensínstöð sína og verslun
Fossvoginum og býður þar upp á fyrsta flokks þjónustu.
IRAÐVIRKAR RAFEINDADÆLUR
Eitt ár er síðan Olíufélagið tók að nota hraðvirkar
afeindadælur á bensínsölustöðum sínum. Þeim fjölgar stöðugtog
ú bætist Nesti í Fossvogi í hóp þeirra.
IÚMGÓÐ VERSLUN
I versluninni, sem er helmingi stærri og rúmbetri en áður,
ýðst nú fjölbreytilegt vöruúrval.
VOTTAAÐSTAÐA
Og þvottaplanið, stendur sem fyrr, fyrir sínu.
TIRTU VELKOMINN í FOSSVOGINN
Olíufélagið hf