Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 15

Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 15 Brussel, 24. júlí. — AP. FULLTRÚAR ríkja Efna- hagsbandalagsins hófu 1 morgun viðræður við full- trúa 53 þróunarlanda við Kyrrahaf, Karabíska haf og í Afríku um aðstoð EBE-landanna og viðskipti þjóðanna. Aðalverkefni fundarins verður þó eflaust umræða um viðbót við sér stakan stuðnings- og við- skiptasamning sem gerður var 1975, en samkvæmt honum skuldbinda þjóðir EBE sig til að veita þróunar- löndunum 5 milljarða doll- ara í aðstoð fram til 1980, eða 1300 milljarða íslenzkra króna. P.J. Patterson, utanríkis- ráðherra Jamaica, sem er í forsvari fyrir þróunarlöndin, sagði við komuna til Brussel, að þeir kæmu alls ekki til þessara viðræðna „hjálpar- vana, tómhentir og aflvana". Það væri ljóst að hinar miklu hráefnaauðlindir þróunar- landanna og aukin markaðs- hlutdeild þeirra á flestum mörkuðum kailaði á algera endurskoðun á viðskipta- og lánasamningi þjóðanna. N oregur-Grænland eitt meginland? VORU Noregur, Svalbarði og Grænland í eina tíð hluti af sama meginlandi? — Þetta er spurning sem land- fræðingar hafa mikið velt fyrir sér hin síðari ár og samkvæmt síðustu rann- sóknum sem gerðar hafa verið í norskum háskóla í samvinnu við Kólumbíahá- skóla í Bandaríkjunum eru miklar líkur taldar til þess að þessi lönd hafi verið eitt og sama meginlandið fyrir 55—60 milljónum ára. Undir þessa kenningu renna einnig stoðum rann- sóknir sem gerðar hafa verið á landgrunni Noregs á und- anförnum árum, en sam- kvæmt þeim voru Noregur, Svalbarði, Grænland og Norður-Ameríka eitt og sama meginlandið fyrir um 60 milljónum ára. Rannsóknir við Island og Jan Mayen á undanförnum árum styðja einnig þessar kenningar. Sérstaklega benda vísindamenn á að enn sé mikil spenna í landgrunn- inu við þessi ríki sem um- brotin í Vestmannaeyjum sanni óyggjandi. Sagði hann að raddir heyrð- ust jafnvel í sumum þróunar- löndum um að nú væri kominn tími til að stíga skref í þá átt að endurskipuleggja hagkerfi heimsins með auk- inni þátttöku þróunarland- anna. Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýzkalands, var á nokkuð annarri skoðun og sagði að þessar viðræður ættu aðeins að leiða til þess að samningur þjóðanna yrði nákvæmari og aðgengilegri, og ekki yrðu neinar stórbrfcytingar gerðar. Einnig sagði Genscher að eðlilegt væi^i að vestrænar þjóðir færu fram á meiri tryggingu fyrir því að fjár- festingar þeirra í höndum þriðja heimsins gæfu af sér eðlilegan arð. — Patterson hafnaði þessum hugmyndum Genschers og sagði þróunar- löndin alls ekki geta gefið Evrópuríkjum neina frekari tryggingu fyrir eðlilegri arð- semi fjárfestinga þeirra, fremur en öðrum sem fjár- festa vildu í löndum þeirra. Þetta gerðist 1977 — Vopnahlé í stríði Egypta og Líbýumanna. 1975 — Tyrkir ákveða að loka bandarískum hernaðarmann- virkjum vegna vopnabanns Bandaríkjanianna. 1971 — Christiaan Barnaard græðir lungu og hjarta í deyj- andi mann í Höfðaborg. 1%3 Tilraunabannssamningur Bandaríkjamanna, Rússa og Breta gerður. 1956 — „Andrea Doria" rekst á farþegaskip undan strönd Nýja Englands. 1952 — Kola- og Stálsamband Evrópu hefur göngu sína. 1943 — Mussolini neyddur til að segja af sér. 1934 — Dollfuss kanzlari Austurríkis ráðinn af dögum. 1898 — Bandaríkjamenn gera innrás í Puerto Rico. 1848 — Uppreisn í Tipperary undir forystu Smith 0‘Brien. 1792 — Tilkynning hertogans af Brúnsvík með hótun hans um að leggja París í rúst ef konungsfjölskyldunni verði gert mein. 1689 — Loðvík XIV segir Bretum stríð á hendur. 1593 - Hinrik IV af Frakk- landi gerist kaþólskur („París er einnar messu virði“). 1564 — Maximilian II verður keisari. 1554 — María I af Englandi giftist Filippusi af Spáni. Brezki hnefaleikarinn Alan Minter greiðir keppinaut sínum, Italanum Angelo Jacopucci, högg í keppni þeirra um Evrópumeistaratitilinn í hnefaleik í síðustu viku. — Svo mikið var höggið að það leiddi Jacopucci til dauða á sjúkrahúsi skömmu síðar. Þessi atburður hefur vakið mikla athygli og hafa t.d. tvö brezku dagblaðanna tekið það upp í leiðara og er þar ýjað að því hvort ekki beri að banna þessa íþrótt í Bretlandi. Skothríð í 36 tíma í Beirút Þróunarlönd krefjast aukinna áhrifa Beirút, 24. júlí. AP. Reuter. SÍÐUSTU bardagar Sýrlendinga og kristinna manna í Beirút fjöruðu út í morgun eftir um 36 klukkustunda skothríð. Kristnir menn segja. að níu úr liði þeirra hafi fallið og 62 særzt á undanförnum tveimur sólar- hringum. Skothríðin kom af stað nokkr- um eldum í furuskógi milli forsetahallarinnar og bústaðar handaríska sendiherrans en þeir voru fljótlega slökktir og hvorki höllin né sendiherrabústaðurinn urðu fyrir tjóni. Bardagarnir hófust á laugar- dagskvöld í kristna hverfinu Hadass í Suður-Beirút, rénuðu í dögun en blossuðu aftur upp af fullum krafti síðdegis. Skömmu eftir myrkur breiddust þeir út til hverfanna Ashrafiyeh og Ein Rummaneh og hafnarhverfisins. Sýrlenzka herstjórnin tilkynnti í morgun, að haldið væri upp skotárásum á hverfi kristinna manna þar sem leyniskyttuF úr varnarsveitum þeirra létu á sér kræla. Sýrlendingar saka kristna menn um að hafa átt upptökin að bardögunum á laugardag þegar þeir hafi skotið tvo sýrlenzka hermenn í eftirlitsferð. Kristnir menn segja að Sýrlendingar hafi átt upptökin. Sýrlendingar saka einnig stjórn- málaflokka kristinna manna um vísvitandi ögrun í garð Sýrlend- inga og segja að hún sé liður í fyrirætlunum hægrimanna um að skipta Líbanon í kristið ríki og ríki múhameðstrúarmanna. Gundelach varar vid Briissel 14. júlí. AP. FINN Olav Gundelach. fiskimála- fulltrúi Efnahagshandalagsins. varaði í dag Breta. Frakka og VesturÞjóðverja við því að fiski- menn þeirra ættu það á hættu að verða útilokaðir frá veiðum á Afmæli dagsins. Henry Knox bandarískur hershöfðingi (1750-1806) - A.J.Balfour brezkur stjórnmálamaður (1848-1930). Innlent. Heklugos hefst 1510 — D. Síra Þorkell Bjarnason 1902 — Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) 1942. Orð dagsins. Það tekur mig venjulega meira en þrjár vikur að undirbúa góða óundirbúna ræðu — Mark Twain bandarisk- ur rithöfundur (1835-1910). ntiðum við Noreg og Fa'revjar ef þeir kæmu sér ekki saman um skiptingu aflans. Málið var ra'tt á lokuðum ráðherrafundi í dag. Einn ráðherr- ann sagði að síldveiðibann Breta fyrir vestan Skotland gerði ntálið flóknara en ella. Vegna bannsins sagði hann að norskum og f;er- eyskunt fiskimönnum fyndist að þeir hefðu ekki getað veitt allan fisk sem þeir ættu rétt á og vildu skerða afla EBE-sjóntanna í hefndarskyni. Thomaz aftur til Portúgals Lissabon 21. júli'. AP — Reuter. LEIÐTOGAR kommúnista og vinstrimanna fordæmdu í dag heimkomu Americo Thomaz. fyrrverandi forseta. sem hefur verið í útlegð undanfarin fjög- ur ár í Brazilfu og sögðu að heimkoman gæti ýtt undir undirróður hægrimanna. Haft er eftir ónefndum vini Thomaz að hann sé hættur öllum stjórnmálaafskiptum enda sé hann orðinn 83 ára gamall. Vinur hans sagði, að hann hefði viljað koma aftur til Portúgals til að sjá barnabörn sín. Eanes forseti leyfði Thomaz að koma heim fyrir tveimur mánuðum. Thomaz dvelst hjá dóttur sinni í Restelo, einni útborg Lissabon, og neitar að ræða við blaðamenn. Vinur hans segir að hann fari fljótlega út á land í sumarfrí en kveðst efast um að hann fari til ferðamannabæjar- ins Bucaco í Norður-Portúgal þar sem auðugir Portúgalar af gamla skólanum dveljast oft. Thomaz var flotaforingi og flotamálaráðherra áður en hann var kjörinn forseti 1958. Fréttir herma að hann hafi haft uppi áform um að reka Antonio Salazar forsætirráðherra, sem réð lögum og lofum í Portúgal, frá árið 1926 en Salazar orðið f.vrri til og rekið Thomaz. Thomaz var náinn vinur Sala- zars og fékk orð fyrir að vera litlaus leikbrúða einræðisherr- ans. En þegar Salazar fékk heilablóðfall 1968 jukust völd Thontaz sem kom fram í hlut- verki hægriöfgamanns og beitti neitunarvaldi gegn hófsömum breytingum Marcello Caetano forsætisráðherra í frjálsræði- sátt. Bæði Thomaz og Caetano voru handteknir eftir byltinguna 1974 og þeir voru fluttir flug- leiðis til Madeira og seinna flæmdir til Brazilíu. Thomaz bjó á hóteli í Rio de Janeiro og barst lítið á. Hann mun hafa lifað á rúmlega hálfri milljón íslenzkra króna á mánuði og fengið féð frá portúgölskum stuðningsmönn- um í Brazilíu. Heimkoma Thomaz vekur úlfaþyt vegna yfirstandandi stjórnarkreppu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.