Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 I lnr®* Útgefandi inliTaínfo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Nú æsist leikurinn, eða eins og segir í Grettis sögu: Sló Þá í heitan meó öeim. Gera má ráó fyrir, að senn dragi til mikilla tíóinda og eftirmáli „rannsóknarblaóamennskunnar" verði jafnvel öllu hrikalegri en Þau illindi, sem hún hefur komið af staó milli síðdegisblaðanna og forystu- sveitar Framsóknarflokksins. Ástæðan er sú, að nú hefur einn af Þingmönnum Framsóknarflokksins, oddviti hans í einu sterkasta vígi flokksins og Því aðili að flokksfor- ystunni, Ingvar Gíslason, alÞingis- maður, skrifað tvær greinar í Tímann og krafizt Þess, að alÞingis- mennirnir Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson gefi upp heimildir sínar í sambandi við árásirnar á Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráöherra, og fullyrðir jafnvel, að „frá Þessum blöðum (Þ-e. síðdegisblöðunum) hafa legið Þræðir til ríkisfjölmiðlanna, Þræl- pólitískir ..." En Það sem vekur mesta athygli er sú staðreynd, að Þingmaðurinn spyr, hvort ekki nái nein „lög yfir svona menn“, eins og hann kemst að oröi og ymtir aö Því, að hann muni krefjast Þess, aö hafin verði rannsókn á fullyrðingum og baráttuaöferðum „blaðaauð- valds og lýðskrumara" eins og hann segir. Fréttastjórar ríkisfjölmiðlanna hafa báðir tekið fullyrðingar Ingvars Gislasonar óstinnt upp og frétta- stjóri útvarps hefur lýst yfir Því, að Þær séu „atvinnurógur af grófasta tagi“, ef Þingmaöurinn finni ekki orðum sínum stað og sé Því ástæöa til að láta slíkan atvinnuróg „fara fyrir dómstóla". Ingvar Gíslason sagði í samtali við Morgunblaoið, að hann sé tilbúinn að mæta fréttastjóranum fyrir dómstólum, ef hann kjósi, en fréttastjórar ríkisfjölmiðlanna Þurfi ekki að taka Þetta til sín meö Þeim hætti, sem Þarna er gert, Því aö „Það sem ég á viö meö fréttamafíu eru hópar í Þjóðfélaginu, sem rotta sig saman og reyna að búa til umræðuefni, sem svo gengur mis- jafnlega lengi í blööum og ríkisfjöl- miðlum", eins og Ingvar Gíslason segir í samtali við Morgunblaöið. Þriðji aðilinn hefur talað um, aö ástæöa sé til að menn standi viö orð sín, Þ-e. Vilmundur Gylfason, sem sagði í samtali við Morgunblaðið í tilefni af grein Ingvars Gíslasonar: „Hann skal bara standa við Þessi orö sín og Þær fullyröingar, sem hann setur fram ...“ Ummæli Ingvars Gíslasonar í síðari grein hans í Tímanum voru m.a. Þessi: „Kunnar baráttuaðferðir blaðaauðvalds og lýðskrumara hafa verið hagnýttar til fullnustu á síöum Dagblaðsins og Vísis og að nokkru Þjóðviljans og eiga ekkert skylt við opna og frjálsa blaöamennsku. Frá Þessum blöðum hafa legiö Þræðir til ríkisfjölmiölanna, Þrælpólitískir, gjörhugsaðir í starfspágu frétta- mafíunnar og til framdráttar Þeim öflum, sem hún ber fyrir brjósti...“ Hann segir ennfremur „aö „sakir“ Þær, sem bornar voru á forystu Framsóknarflokksins voru tröllalyg- ar, heilaspuni og rógur pólitískra ofsóknarmanna. Mátti Því ætla, að ofsóknarmennirnir yrðu afhjúpaðir rækilega frammi fyrir alÞjóð og almenningur sem lagt hafi trúnað á orö Þeirra yrði upplýstur um allan peírra verknaö og starfsaðferðir í ófrægingarherferöinni ...“ En hann segir, aö Þeir framsóknarmenn hafi „látiö Þetta mál danka í Þeirri trú, að sannleikurinn væri nægilega upplýstur og öllum almenningi kunnur. En svo er ekki. Enn eru Þúsundir manna, sem alls ekki Þekkja endalok ófrægingarherferð- ar Vilmundar Gylfasonar og frétta- mafíunnar, sem hann styðst viö. Þaö hefur t.d. ekki verið gerður reki að því að upplýsa almenning um frumheimildir Vilmundar Gylfason- ar fyrir árásum hans á Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra, Þá ægilegu ásökun, að dómsmála- ráðherra hafi hylmað yfir stórafbrot og torveldað rannsókn morðmála". Hann bætir Því við, að Vilmundur Gylfason hafi sloppiö með skrekk- inn eins og hann kemst að orði, en hann eigi eftir að segja frá Því „skýrt og skorinort, hverjir voru heimildarmenn hans og hverjir voru Þeirra heimildarmenn. Og Það er raunar brýnasta spurningin. Voru e.t.v. bein eða milliliðalítil tengsl milli Vilmundar Gylfasonar og glæpalýðsins sjálfs? Margt bendir til slíkra tengsla, Það mál Þarf að rannsaka. Ýmsar líkur benda til Þess, aö morðingjar Geirfinns Einarssonar hafi haft beint eða milliliðalítið samband við Vilmund Gylfason og Sighvat Björgvinsson og trúlega fleiri AlÞýöuflokksmenn og látiö Þá trúa álygum sínum á aöra menn, Þ-á m. dómsmálaráð- herra, gert Þá Vilmund og Sighvat að talsmönnum sínum í fjölmiðlum og í sölum AlÞingis ...“ Sighvatur Björgvinsson hefur sagt í samtali við Morgunblaðið í tilefni af Þessum ummælum: „Ég kannast ekki við Þetta og hef aldrei fengið hvorki skilaboð né eitt eða annaö frá Þessu fólki...“ Vilmund- ur Gylfason segir í samtali við Morgunblaðið að skrif Ingvars séu afleiöing vanstillingar sem stafaði af Því, að hann væri óánægður með kosningaúrslitin". Niðurstaða Vil- mundar er Þessi: Ingvar Gylfason er bara yfirspenntur, eins og hann kemst að orði. Ummæli Þau, sem Ingvar Gísla- son gagnrýnir mest voru í fimm- dálka risa forsíöufrétt í Vísi 30. jan. 1976, en Þar stóð — og var byggt á grein eftir Viimund Gylfason í sama blaði: „Alvarlegar ásakanir á hendur dómsmálaráðuneytinu: Sakað um að hefta rannsókn í Geirfinnsmálínu." í inngangi aö Þessari hrikalegu frétt segir Vísir m.a. „að tvisvar sinnum hafi ráðu- neytið haft óeölileg afskipti af slíkum málum“. Árni Gunnarsson, Þáverandi fréttastjóri Vísis en núverandi alÞingismaður AlÞýðu- flokksins, setti stafina sína við Þessa frétt, Þeir veröa nú sam- Þingsmenn Vilmundar Gylfasonar Árni Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson. Eftir aö grein Ingvars Gíslasonar birtist lýsti hann Því yfir, einnig hér í blaðinu, að hann stæði við orð sín: „Það sem ég skrifaöi í Tímann stend ég viö og Þessi orð eiga kannski eftir að sýna sig betur síðar. Það er sterklega til orða tekiö að nota orðið „fréttamafía", en ég stend við Það,“ sagöi hann. Hann sagði ennfremur, að á síödegisblöð- unum lékju menn sér aö Því að búa til fréttir og klekkja á ákveðnum mönnum og málefnum, eins og hann kemst að orði. Hann segir ennfremur, að menn hafi lítið gefið „fréttamafíusamtökunum“ gaum „en Þau eru sterk. Ég held nauðsyn- legt fyrir frjálshuga menn að hyggja að Því, hvað er að gerast,“ segir Þingmaðurinn og talar ennfremur um „hina samvirku fréttamafíu ríkisfjölmiðlanna og síödegisblað- anna“. Þá hefur Ingvar Gíslason einnig skýrt frá Því, aö hann muni svara ummæium tveggja Þing- manna AlÞýðuflokksins, Sighvats Björgvinssonar og Vilmundar Gylfa- sonar í blaðagrein á næstunni — og Þá Itklega í Tímanum. Morgunblaðinu Þykir ástæða til að benda á Þessi slagsmál í fjölmiðlum milli svo virðulegra Þíngmanna, sem hér eiga í hlut. Þegar málið um „yfirhylmingar" Ólafs Jóhannessonar var tekið fyrir á AlÞingi veturinn 1976 var sjón- varpið mætt, Þó að fæstir Þingmenn — og allra sízt Ólafur Jóhannesson — hefðu haft hugmynd um til hverra tíðinda Þar ætti að draga. Má vera aö Þetta sé eitt af Þeim atriðum, sem Ingvar Gíslason hefur fest hugann við, Þegar hann talar um samstarf milli síðdegisblaða og ríkisfjölmiöla. Þó er Morgunblaöinu ekki kunnugt um Það, en skýtur Þessu Þó fram sem spurningu. Eitt er augljóst: ef orð fyrrnefndra Þingmanna eru marktæk, hlýtur aö draga til stórtíðinda hér á landi. Og ef allir Þeir, sem hafa hótað aö láta aöra standa viö orö sín fyrir rétti, standa við yfirlýsingar sínar, mun ekki skorta á umræðuefni hér á næstunni(l) Morgunblaðið mun fylgjast rækilega með framvindu Þessara mála, en Þó virðist ýmislegt benda til Þess að svo gæti farið, aö Þeir rétti upp hendurnar samtímis til stuðnings nýrri vinstri stjórn, Árni Gunnarsson, Ingvar Gíslason, Ólafur Jóhannesson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfa- son. Það yröi mikiö sjónarspil — ekki síður en ef Þeir færu í hár saman fyrir dómstólum. Það gæti orðið upphaf nýrrar Grettis sögu, meö nútímaleiktjöldum og brögöum, sem hæfa Þeim pólitíska skollaleik, sem er ívaf pessarar harmsögulegu neðanmálsgreinar viö íslandssög- una. Þetta hafa Þó verið mikið af innantómum vígorðum og vopnin veimiltítulegri en pegar Þau tíðkuð- ust hin breiðu spjótin. Skollaleikur með alvarlegu ívafi Korchnoi hefði get- að tryggt sérvinn- ing í þriðju skákinni Frá féttaritara Mbl.. Ilarry Golombek. Leikar standa jafnir að lokinni vikukeppni í heims- meistaraeinvíginu í skák. Hvorugur keppendanna hefur unnið skák, og ein- hverrar óánægju og óþolin- mæði virðist tekið að gæta í 200 manna hópi frétta- manna hér. Á þessu stigi málsins er óttast, að keppnin geti vel dregizt fram í október og þannig rekizt á byrjun Olympíu- skákmótsins, sem hefjast á í Buenos Aires 25. október. Ef svo fer, hefur það í för með sér að tveir úr liði Sovétmanna og tveir úr hinu brezka geta ekki tekið þátt í Ólympíumótinu. So- vézka liðið þar verður skipað þeim Karpov, Spassky, Petrosian, Polugaievsky, Tal og Bala- shov, í þessari röð, og líklega með Gulko sem varamann. Balashov er að- stoðarmaður Karpovs hér í einvíginu ásamt Saitzev, og e.t.v. yrði Tal heldur ekki leyfL að fara héðan; hann er hér á vegum skáktímarits- ins„64“, en hlýtur í raun einnig að vera Karpov til aðstoðar. Keene og Stean eiga að tefla á 2. og 3. borði fyrir England,og einnig er sagt að Korchnoi muni tefla fyrir Sviss. En svo snúið sé aftur að skákinni, þá hlýtur Karpov að teljast hafa nokkru betri stöðu fræðilega séð, því að Korchnoi hefur haft hvítt í tveimur af þremur tefldum skákum. Hann kann og að hafa undirtökin á hinum sálfræðilega bardagavelli, en um það er erfitt að fullyrða nokkuð. Vissulega hefur heimsmeistarinn hrundið öllum sóknartil- raunum Korchnois, og sá síðarnefndi hlýtur að vera ósáttur við það. Honum kann að vera svo brugðið, eftir að hafa mistekizt að knýja fram vinning úr stöðu, sem öllum virtist geta leitt til sigurs í 3. skákinni, að brestir séu komnir í sjálfstraust hans. Allt er þetta Karpov í hag. Hins vegar er honum andsnúin sú óumflýjanlega staðreynd, að hann hefur verið í varnarstöðu alla vikuna. Það er ekki heigl- um hent að snúa vörn í sókn í slíku einvígi sem þessu. Ef hann heldur áfram að verjast og líta á þann hálfa vinning, sem engu breytir í einvíginu, sem eðlilegt takmark, hver mun þá njóta góðs af þeirri neikvæðu aðferð? Ég býst við að þar sigri sá sem hefur meira líkam- legt úthald. Og þó að Karpov sé tuttugu árum yngri og Korchnoi hafi í fyrradag haldið upp á 47 ára afmæli sitt, sem ætti að öllu jöfnu að setja hann í hóp eldri skákmanna, verð- ur að játa, að af andstæð- ingunum tveimur er Karp- ov öllu þreytulegri. Ég bý á sama hóteli og Korchnoi, og er hann kom niður í matsalinn í dag virtist hann mjög úthvíldur og ekki hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut. Úrslit skákarinnar á þriðjudag munu ráða miklu, því að það væri afar þýðingarmikið fyrir hvorn keppandann um sig, ef honum tækist þá að láta til skarar skríða. Það virðist nokkuð ljóst, að Karpov muni byrja á 1. E4, en óvíst er um svar Korchnois. Leyfir hann aftur spánska leikinn eins og hann gerði í 2. skákinni með þokkaleg- um árangri, eða snýr hann sér aftur að uppáhaldi sínu, frönsku vörninni, sem reyndist honum svo vel í áskorendakeppninni? Fyrir aðeins hálfri stundu heyrði ég Raymond Keene veðja um það við Miguel Najdorf, argentínska stórmeistar- ann, sem hér er fyrir argentínsku dagblöðin, að Korchnoi myndi ekki verj- Framhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.