Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 27

Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 27 í upphafi hlaupsins aö hann ætlaði ekki að láta það sama koma fyrir og í 1500 metra hlaupinu, þegar Björn Skúlason stal sigrinum á síðustu metrunum. Ágúst tók þegar í upphafi örugga forystu, sem hann hélt allt til loka hlaupsins. Áhorfendur gáfu Ágústi gott klapp þegar hann hljóp beinu brautina í átt að markinu og hann þakkaði fyrir sig með því að hneigja sig virðulega. ÚRSLITt mín 1. Ágúst Þorsteinss. UMSB X6i51.9 2. Brynjóllur Hilmarss. UlA 17.03-1 3. Jón Illugas. HSÞ 17.06.3 1. Gunnar Snorras. UMSK 17i06.7 5. Björn Halldórss. UNÞ 17.10.9 6. Pétur Eiðsson UÍA 17.26.6 7. Jóhann Sveinss. UMSK 17.34,9 8. Einar Óskarss. UMSK 17.35,8 9. Bjarni Ingibergss. UMSB 17.52.0 10. Guðni Einarss. USVS 17,53.3 11. Þoriákur Karlss. HSK 184)4.7 12. Hrólfur ólverss. HSK 18.33.6 13. P&lmi Frímannss. HSH 18.53.6 14. Guðmundur Magnúss. HVÍ 20.25.4 110 METRA GRINDAHLAUP í þessari grein fauk landsmóts- metið eins og í öllum styttri hlaupagreinunum vegna hins mikla meðvinds sem var bæði á laugardag og sunnudag. Hafsteinn Jóhannesson var hinn öruggi sigurvegari eins og á landsmótinu á Akranesi. Hafsteinn hljóp mjög vel og hefði váfalaust bætt lands- mótsmetið, sem var 16,5 sekúndur, ef aðstæður hefðu verið löglegar. Þorsteinn Þórsson, hinn ungi og efnilegi Skagfirðingur var ekki í essinu sínu í þessu hlaupi. Hann felldi flestar grindurnar og til að kóróna hrakfarirnar missti hann af sér annan skóinn 20 metra frá markinu. Hann var fyrirfram álitinn einn skæðasti keppinautur Hafsteins. ÚRSLIT. sek 1. Hafsteinn Jóhanness. UMSK 15.5 2. Jason fvarss. HSK 15.8 3. Þorsteinn Þórss. UMSS 15.8 4. Jón Benónýss. HSÞ 15.9 5. Trausti Sveinbjörnss. UMSK 16.5 6. Sigurður Hjörleifss. HSH 16.5 7. Unnar Vilhjálmss. UMSB 16.5 8. Hjörtur Einarss. HSÞ 17.0 9. Kári Jónsson HSK 17.4 10. Jens Hólm HVÍ 19.1 4x100 METRA BOÐHLAUP Sveit HVÍ hljóp boðhlaupið sérdeilis vel og jafnaði landsmóts- metið, sem sveit UMSK setti á Akranesi. ÚRSLIT. 1. Sveit 2. Sveit 3. Sveit 4. Sveit 5. Sveit 6. Sveit 7. Sveit Sveit 9. Sveit 10. Sveit 11. Sveit HVÍ HSK UMSK HSÞ UÍA UMSB UMSS UMSE HSH UMÞ usvs sek 44.3 46.0 46.1 46.8 47.1 47.3 47.4 47.8 48.3 48.8 50.8 1000 METRA BOÐHLAUP Þingeyingarnir voru sterkastir í þessarri grein og kom það nokkuð á óvart. Sveitir HVÍ og UÍ A veittu Þingeyingum mikla keppni en sigurinn var öruggur hjá HSÞ. ÚRSLIT. 1. Sveit 2. Sveit 3. Sveit 4. Sveit 5. Sveit 6. Sveit 7. Sveit 8. Sveit 9. Sveit HSÞ HVÍ UlA HSK UMSK UMSE UMSS UMSB UNÞ mín. 24)7.2 2.08.2 2.08.9 2.09.8 2.11.9 2.12.7 2.12.8 2.13.3 2.15.2 Sveit USVS gerði ógilt í 2. skiptingu. HÁSTÖKK Hástökkskeppnin var einstak- lega spennandi og skemmtileg og árangur hefur aldrei verið jafn góður á landsmóti. Til marks um það má nefna að fjorir keppendur stukku yfir 1,91 metra og sigurveg- arinn, Karl West Frederiksen setti nýtt glæsilegt landsmótsmet, stökk 1,97 metra. Fyrirfram var við því búizt að keppnin myndi standa milli þeirra Karls West, Jóns Oddssonar og hins nýbakaða Islandsmeistara Stefáns Friðleifssonar. Sú varð líka raunin en þeir Hafsteinn Jóhannesson og Þorsteinn Þórsson blönduðu sér báðir í baráttuna. Stefán, Karl, Þorsteinn og Jón stukku allir yfir 1,91 metra en Hafsteinn felldi. Var þá hækkað í 1,94 metra og fór þá Karl yfir í fyrstu tilraun, Jón fór yfir hæðina í þriðju tilraun en þeir Stefán og Þorsteinn felldu báðir. Nú var hækkað í 1,97 metra og gerði Karl sér þá lítið fyrir og fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun og tryggði sér sigurinn. Jón felldi í öllum þremur tilraunum sínum. Karl lét nú hækka í 2,02 metra en mistókst að fara þá hæð. Árangur hástökkvar- anna er merkilega góður þegar haft er í huga að aðstæður voru iSilKl Sex fyrstu stúlkurnar í kúluvarpi, talið fram vinstri Sigurh'na Hreiðarsdóttir, sigurvegarinn Guðrún Ingólfsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir, Ilalldóra Ingólfsdóttir systir Guðrúnar, Helga Jónsdóttir og Guðný Sigurðardóttir. riÁ að geta kastað lengra" „ÉG hef aldrei æft jafnvel og núna og þótt ég hafi verið að bæta mig að undanförnu tel ég að ég eigi að geta kastað enn lengra," sagði Guðrún Ingólfs- dóttir frá Hornafirði, sem hafði ótrúlega yfirburði í kringlukasti og kúluvarpi á landsmótinu og í síðarnefndu greininni setti hún glæsilegt Islandsmet, kastaði 13 metra slétta. Guðrún hefur nú fluzt til Reykjavíkur, þar sem hún æfir með Ármanni. „Ég byrjaði að æfa af fullum krafti í fyrra- haust og að undanförnu hef ég miðað æfingarnar við það að vera í toppforni á landsmótinu og Kalottkeppninni um næstu helgi. Vonandi bæti ég árangur minn þar ytra.“ Guðrún er tvítug að aldri og hún hefur keppt í þessum tveimur greinum frjálsra íþrótta s.l. tvö ár. Áhugi á frjálsum íþróttum er sáralítill á Hornafirði að því er Guðrún segir og því hefur hún dvalið í Reykjávík á sumrin við störf og keppni. Nú er hún byrjuð að æfa markvisst í fyrsta skipti og kvaðst stefna að því að æfa af fullum krafti nokkur ár ennþá. Aðspurð um mótið svaraði Guðrún: „Mér hefur fundizt þetta mót ákaflega skemmtilegt og vel heppnað. Veðrið hefði að vísu mátt vera betra en að öllu öðru leyti finnst mér mótið hafa heppnazt vel.“ • Synir Viihjálms Einarssonar, fyrrum frjálsíþróttakappa bræðurnir Rúnar og Einar, köstuðu báðir yíir 60 metra í spjótkastkeppninni. Einar sigraði, en Rúnar varð öllum á óvart í öðru sæti. Bræðurnir starfa sem hótelstjórar Hótcl Eddu í Reykholti í sumar. Faðir þeirra Vilhjálmur leysti þá af í vinnunni og gat því ekki komið með þeim á iandsmótið og séð þá keppa. hinar verstu til hástökksiðkunar á laugardaginn, hávaðarok og vallaraðstæður ekki upp á það bezta. Atrennan var grasblettur en stokkið var upp af mjóum plastdúk. ÚRSLIT: 1. Karl West UMSK 1,97 2. Jón Oddsson HVÍ 1,94 3. Þorsteinn Þórss. UMSS 1,91 4. Stefán Friðleifss. ÚÍA 1,91 5. Hafsteinn Jóhanness. UMSK 1,88 6. Jón Benónýsson HSÞ 1,80 7. Hjörtur Einarsson HSÞ 1,80 8. Unnar Vilhjálmsson UMSB 1,75 9. Hrafnkell Stefánss. HSK 1,75 10.-11. Sigurður Matthíass. UMSE 1,70 10.-11. Einar B. Indriðas. UMSK 1,70 12.-14. Jens Hólm HVÍ 1,60 12.-14. Magnús Guðmundsson ÚÍA 1,60 12.-14. Sigurður Árnason UNÞ 1,60 15.-18. Salómon Jónsson USVS 1,60 15.-18. Ólafur Knútsson UMSS 1,60 15.-18. Jón Víking8Son UMSE 1,60 15.-18. Stefán Magnússon UMSE 1,60 LANGSTÖKK Langsstökkskeppnin var ein sú skemmtilegasta, sem fram hefur farið á landsmóti. Alls voru 26 keppendur mættir til leiks og fyrstu til að stökkva var ísfirð- ingurinn Jón Oddsson. Hann stökk ágætlega og stökkið mældist 6,42 metrar. í fyrstu umferðinni bættu tveir keppendur um betur. Helgi Hauksson, sem stökk 6,54 metra og Rúnar Vilhjálmsson, sem stökk 6,43 metra. í fyrstu umferðinni stukku 11 keppendur yfir 6 metra svo að sú umferð lofaði góðu um skemmtilega keppni. Önnur um- ferð langstökksins var slök en í þriðju umferð dró til tíðinda. Jón Oddsson stökk þá 6,73 metra og Sigurður Hjörleifsson, sem hafði gert ógilt í tveimur fyrstu stökkunum, gerði sér lítið fyrir og stökk 6,69 metra í þriðju umferð- inni. Eftir þrjár umferðir var keppendum fækkað í 8 og fékk hv^r þeirra þrjár tilraunir. Kom þá greinilega í ljós hver var sterkastur. Jón Oddsson stökk 6,55 metra í fyrstu tilraun sinni, 6,87 metra í annarri tilraun og í þriðju og síðustu tilrauninni kom sigur- stökkið. 6,91 metri. Úr þessu var aðeins einn maður, sem virtist geta ógnað sigri Jóns, en það var nýbakaður íslandsmeistari Sig- urður Hjörleifsson. Honum tókst mjög vel upp í síðasta stökkinu og mikil eftirvænting ríkti meðan mælt var hvort honum hefði tekizt að stökkva lengra en Jón. Svo reyndist ekki vera en engu að síður tókst honum að stökkva 6,84 metra, sem var jafnt hans persónulega meti. En það voru fleiri sem geymdu púðrið til síðasta stökks. Jón Benónýsson Þingeyingur laumaði sér í þriðja sætið með 6,58 metra stökki í síðustu tilraun. Jón hitti plankann svo vel að dómararnir voru í vafa um það hvort stökkið væri löglegt eða ekki en að lokum var stökkið dæmt löglegt og Úlfar Teitsson stökkstjóri kvað upp þann úrskurð að héðan í frá ætti að kalla Jón Benónýsson „Jón hárnákvæma“. ÚRSLIT. m 1. Jón Oddsson HVÍ 6.91 2. Sigurður Hjörleifsson HSH 6,84 3. Jón Benónýsson HSÞ 6.58 4. Rúnar Vilhjáimsson UMSB 6,55 5. Ililmar Pálsson HVÍ 6.54 6. Helgi Hauksson UMSK 6,54 7. Kári Jónsson HSK 6,43 8. Hreinn Jónasson UMSK 6,41 9. Pétur Pétursson UÍA 6.40 10. Karl West UMSK 6.29 11. Hermann Nieisson UÍA 6,26 12. Angantýr Jónasson HVf 6.20 13. Sigurður Jónsson HSK 6,20 14. Jason ívarsson HSK 6,15 15. Kristján Þráinsson HSÞ 6.15 16. Friðjón Bjarnason UMSB 6,13 17. Dagbjartur Halldórss. UNÞ 5,92 18. Rúnar Hjartarsson UMSB 5.85 19. Árni Snorrason UMSE 5,82 20. Erling Jóhannesson HSH 5.55 21. Guðmundur Jensson UMSS 5,54 22. Gísli Sveinsson USVS 5,53 23. ólafur Indriðason UMSE 5.45 24. Gísli Sigurðsson UMSS 5,40 25. Gunnar Guðmundss. UMSS 5.40 26. Þorsteinn Jensson UMSS 4,89 ÞRÍSTÖKK I þrístökkinu gerðist það að Helgi Hauksson náði mjög góðu stökki strax í 2. umferð, stökk 14,28 metra. Eftir það var aldrei nein spurning um sigurvegarann, Helgi hafði tryggt sér sigur með þessu góða stökki. Baráttan stóð því um 2. sætið og þar varð hlutskarpastur sá fjölhæfi íþrótta- maður Rúnar Vilhjálmsson. Jason ívarsson krækti í 3. sætið með síðasta stökki keppninnar. Úrslit. 1. Helgi Hauksson UMSK 14.24 2. Rúnar Vilhjáimss. UMSB 13.95 3. Jason fvarsson IISK 13.91 4. Pétur Pétursson HSS 13.84 5. Kristján Þráinsson HSÞ 13.80 6. Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 13,74 7. Kári Jónsson HSK 13,72 8. Jón Oddsson HVI 13,56 9. Unnar Vilhjálmss. UMSB 12.78 10. Valgeir Skúlason UIA 12.66 11. Helgi Benediktsson HSK 12.38 12. .Vrni Snorrason UMSE 12.25 13. ólafur Indriðason UMSE 12.20 14. Bjarki Bjarnason UMSK 11.92 15. Dagbjartur Halidórss. UNÞ 11.87 16. Gísli Sveinsson USVS 11.64 Framhald á næstu opnu UMF’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.