Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 28

Morgunblaðið - 25.07.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978 Framhald aí íyrri opnu STANGARSTÖKK Síðasta frjálsíþróttagreinin var stangarstökk. Lengi vel leit út fyrir að ekki yrði hægt að stökkva sökum hvassviðris. En svo fór þó ekki sem betur fer. Að vísu gerði mikla sviftibylji annað slagið og gerði það stökkvurunum mjög erfitt fyrir. Sigurvegari varð Karl West Fredriksen, stökk 4,10. Var hann vel að sigrinum kominn, sló hann út nýbakaðan íslandsmeist- ara Guðmund Jóhannsson sem varð í öðru sæti. Árangur Karls er landsmótsmet. ÚRSLIT. 1. Karl West Fredriksen UMSK 4.10 2. Guðmundur Jðhannss. UMSK 4.00 3. Eggert Guðmundsson HSK 3.90 4. Þorsteinn Þórsson UMSS 3.60 5. Hafsteinn Jóhanness. UMSK 3.50 6. Benedikt Bragason HSÞ 3.30 KÚLUVARP Hinn ungi og stórefnilegi kúlu- varpari Óskar Reykdalsson sigraði örugglega við mikinn fögnuð heimamanna. Óskar hafði umtals- verða yfirburði í greininni. Sigur- þór Hjörleifsson krækti í önnur verðlaun og köm það ekki á óvart en hins vegar kom það mjög á óvart að Hrafnkell Stefánsson yrði hlutskarpari Pétri Péturssyni í baráttunni um þriðja sætiö: ÚRSLIT. 1. Óskar Reykdalsson HSK 15,09 2. SÍKurþór Hjörleifss. HSH 13.96 3. Hrafnkell Stefánss. HSK 13,84 4. Pétur Pétursson UIA 13,42 5. Páll Dagbjartss. UMSS 13,40 6. Erlin^ Jóhanness. HSH 13,13 7. Vésteinn Hafsteinss. HSK 12,80 8. Ari Arason USAH 12,38 9. Þóroddur Jóhannss. UMSE 12,15 10. Einar Vilhjálmss. UMSB 11,66 11. Ragnar Sigurjónss. UIA 11,58 12. Jónas Helgason UMFD 10,30 KRINGLUKAST Þessi grein var skemmtilegt einvígi ungra og efnilegra íþrótta- manna og gamalkunnra kappa frá fyrri landsmótum. Segja má að æskan hafi ekki borið hærri hlut frá borði jafnvel þótt sigurvegar- inn hafi verið einn af æskumönn- unum því í tveimur næstu sætum komu tveir „gamlir og góðir" kappar frá Snæfellsnesi og í sjötta sæti kom annar „gamall" kappi úr Þingeyjarsýslu, þó hann hafi í þetta skipti keppt fyrir Skagfirð- inga, enda skólastjóri þar í sveit. Æskan átti svo fulltrúa í 4. og 5. sætinu. Það var ekki fyrr en í næst síðustu umferðinni að Pétur Pétursson úr Breiðdal náði sigur- kastinu en litlu munaði að gamla kempan Erling Jóhannesson stæli sigrinum í síðustu umferðinni er hann kastaði kringlunni aðeins 30 sentimetrum skemur en sigurveg- arinn. Til skýringar skal þess getið hér að fulltrúar æskunnar voru Pétur Pétursson og Selfyssingarn- ir Óskar Reykdalsson og Vésteinn Hafsteinsson en fulltrúar gamla tímans voru Snæfellingarnir Erling Jóhannesson og Sigurþór Hjörleifsson og Þingeyingurinn/ Skagfirðingurinn Páll Dagbjartsson. ÚRSLIT. m 1. Pétur Pétursson ÚÍA 42.50 2. ErJing Jóhanness. HSH 42.20 3. Sigurþór Hjörleifss. HSH 41.58 4. Óskar Reykdalss. HSK 41,56 5. Vésteinn Hafsteinss. HSK 41.52 6. Páll Dagbjartss. UMSS 40.24 7. Smári Láruss. HSK 39.36 8. Einar Vilhjálmss. UMSB 37.20 9. Axel Björnsson UÍA 30.98 SPJÖTKAST Spjótkastararnir máttu glíma við hinar verstu aðstæður þegar spjótkastið fór fram, hávaðarok var og þurftu kastararnir að henda spjótinu beint upp í vind- inn. En skemmst er frá því að segja að þeir létu aðstæðurnar ekki á sig fá og spjótkastkeppnin var sú bezta, sem nokkru sinni hefur átt sér stað á landsmóti. Landsmótsmetið var bætt um hvorki meira né minna en 5 metra og fjórir kastarar köstuðu lengra en fyrra landsmótsmet. Eins og reiknað var með var hinn ungi og efnilegi Borgfirðing- ur Einar Vilhjálmsson áberandi beztur, kastaði 62,86 metra og eignaðist þar með landsmótsmetið. Bróðir hans Rúnar kom einnig á mjög á óvart. Hann stórbætti árangur sinn og kastaði 60,78 metra. Þá bættu þeir Hreinn Jónasson og Vésteinn Hafsteins- son sig verulega og köstuðu báðir yfir 58 metra. ÚRSLIT. 1. Einar Vilhjálmss. UMSB 62.86 2. Rúnar Vilhjálmss. UMSB 60.78 3. Hreinn Jónass. UMSK 58.68 4. Vésteinn Hafsteinss. HSK 52.15 5. Sigfús Haraldss. HSÞ 53.25 6. Ingribergur GuAmundss. USAH 53.30 7. Óli Danfelss. UMSK 50.68 8. Guðmundur Sigurjónss. USVS 50.15 9. Jóhannes ÁsIauKss. UMSE 47.10 10. Gunnar Árnas. UNÞ 45.04 11. Sigurður Einarss. HSK 44.98 12. Axel Björnss. UÍA 44.86 13. Jón Júlíuss. USVS 42.15 14. Liljar Hreiðarss. HVÍ 41.24 15. Páll Péturss. USVS 39.22 16. Helgi Björnss. UDN 32.76 Stigaskiptin í frjálsum íþróttum: stig UMSK 90 HSÞ 86‘A UÍA 86 HSK 69 UMSE 46 UMSB 44 HSH 42 HVf 34 usú 15 UMSS 14 UNÞ 12 HSS 5 USAH 1 usvs 1 • Þær stóðu íyrir sínu í hlaupagreinunum þessar austfirzku stúlkur, frá v. Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Sveinsdóttir sigurvegari í 800 og 1500 m hlaupum, og Anna Sigurlaug Hannesdóttir. „VAR AÐ HUGSA UM AÐ HÆTTA ÆFINGUM" — Þetta hefur verið skemmtilegt landsmót, sagði Guðrún Sveinsdóttir UÍA sem sigraði í 800 m og 1500 m hlaupunum á landsmótinu. — Ég var að hugsa úm að hætta að æfa um áramótin en metnaðurinn, sem er svo ríkur í mér, rak mig áfram. Ég hef æft í vetur í Reykjavík, fyrir utan þrjár vikur sem ég var í æfingabúðum á Spáni í Los Pacos, sem er á Costa del Sol. Þar var alveg yndislegt að æfa og vera og fékk ég mikið út úr þeirri dvöl. — Ég reiknaði með sigri í báðum hlaupagreinunum eftir að hafa sigrað í þeim á meist- aramóti íslands. Þó var ég slæm af beinhimnubólgu í fótleggnum og átti um tíma von á að það setti strik í reikninginn en svo varð nú ekki sem betur fer. Fyrir hlaupið var Aðalbjörg Hafsteinsdóttir úr HSK sú eina sem ég óttaðist, en allt tókst þetta. Fyrir landsmótið æfði ég ekkert sérlega mikið, svona einu sinni til tvisvar í viku og svo hef ég keppt um helgar. Nú stefni ég að góðum árangri í Kalott keppninni í Svíþjóð. Áfram æfi ég af fullum krafti, sá góði árangur sem UÍA hefur náð hér hefur hleypt í mig miklum eldmóð, sagði Guðrún að lokum. eini sem æfir frjálsar íþróttir í Breiðdalsvík ' '' ' J 'JB’’ / ~ ■ ‘ • Hörkukeppni í 1000 metra boðhlaupi. Pétur Pétursson UÍA kemur íyrstur í mark í sínum riðli. PÉTUR Pétursson er einn þeirra mörgu Austfirðinga, sem vöktu óskipta athygli á iandsmótinu á Selfossi. Pétur er 20 ára gamall og á heima á Breiödalsvík. Hann er sá eini þar í plássinu, scm æfir frjáisar íþróttir af einhverri alvöru. Aðspurður sagði Pétur að auk- inn íþróttaáhugi á Austfjörðum væri fyrst of fremst Stefáni Hallgrímssyni að þakka. „Það er St.efáni sð |)skks sð éj snéri mér alveg að frjálsum íþróttum því áður var ég aðallega í fótbolta," sagði Pétúr. „Stefán er 'amall Norðfirðingur og hann keppti með UIA áður en hann flutti tii Reykjavíkur. Hann gekk aftur í UÍA í fyrra og það er fyrst og fremst honum að þakka að breidd- in er orðin svona mikil í frjálsum íþróttum á Austfjörðum núna. Hann hefur drifið fólkið áfram við æfingar og vakið áhuga á íþrótt- inni hjá mjög mörgum." Pétur sagði að tiltölulega mestur áhugi væri á frjálsum íþróttum í Borgarfirði eystri og þaðan kæmi mesta afreksfólkið en einnig kvað hann mikinn áhuga á íþróttinni á Egilsstöðum. Um sjálfan sig sagði Pétur: Ég æfi fyrst og fremst með tugþraut í huga. Ég hef dvalið í Reykjavík 9 mánuði ársins og þá getað stundað æfingar vel en heima hef ég verið 3 mánuði og þá hef ég að mestu orðið að æfa einn á grasi. Nú hef ég hug á því að byrja æfingar allt árið í Reykjavík hjá rússneska þjálfaranum hjá KR.“ Pétur byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 18 ára gamall haustið 1976 og í fyrrahaust byrjaði hann að æfa tugþrautina sérstaklega. Hann hefur tekið stórstígum framförum og hefur náð bezt 6593 stigum í tugþraut og 3381 stigi í fimmtarþraut, sem er unglinga- met. Pétur á bezt rúma 47 metra í kringlukasti svo sigur hans í kringlukastinu kom ekki á óvart. i>lovpimbInt>ifr mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.