Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
35
Norskur bifreiða-
innflutningur á
barmi glötunar?
ALGERT hrun hlasir nú við í norskum bflainnflutningi. Á þessu ári hefur
innflutningur þegar minnkað um 4.5% og í síðasta mánuði var
innflutningurinn 75% minni en í sama mánuði á sl. ári. — Að sögn
bflainnflytjenda blasir alger upplausn við ef ríkisvaldið breytir ekki stefnu
sinni í þessum málum. Samkva>mt nýsettum reglum cr bflakaupcndum gert
að greiða a.m.k. 80% af andvirði bifreiða. en þurftu samkvæmt eldri
reglugerðum aðeins að greiða um 30% andvirðisins við móttöku og til að
„kóróna" ástandið er búið að leggja blátt bann við því að bankar láni
almenningi til bifreiðakaupa. bá er vert að geta þess að Norðmenn
framleiða enga hfla sjálfir.
Fyrstu sex mánuði þessa árs er
talið að sala á bifreiðum hafi
minnkað um 2 milljarða norskra
króna, eða sem næst 96 milljarða
íslenzkra króna, sé tekið mið af sex
fyrstu mánuðum síðasta árs. —
Þetta gífurlega hrun hefur leitt til
þess að mjög mörg bifreiðainnflutn-
ingsfyrirtæki hafa neyðzt til þess að
endursenda mikið af bifreiðum, sem
þegar höfðu verið fluttar inn í
iandið. Nauðsynlegt hefur þó.tt að
fækka starfsliði allnokkuð og starfs-
tími hefur verið styttur víða, og nú
er svo komið að þegar hafa nokkur
fyrirtæki tilkynnt að þau muni
hætta rekstri innan skamms. Þá eru
bifreiðaverkstæðin einnig farin að
finna fyrir ástandinu.
í norskum dagblöðum á undan-
förnum dögum hefur því verið slegið
fram að þegar hafi yfir 10.000 manns
misst vinnuna vegna þessa ástands
og fyrirsjáanlegt sé að a.m.k. 150
fyrirtæki hætti starfsrækslu áður en
árið er liðið.
Að sögn talsmanns bifreiðainn-
flytjenda er alls ekki verið að sverta
útlitið með því að segja að algert
hrun blasi viö, þvert á móti, og tali
tölurnar sínu máli. Á þessu ári hefur
innflutningur minnkað úr 79157
bifreiðum á sama tíma i fyrra niður
í „aðeins“ 44157, það sem af er þessu
ári, en heildarsalan í fyrra var
145247 bifreiðar. í júnímánuöi féll
salan úr 16415 á sama tíma í fyrra
niður í 6736 og segir það sína sögu,
Vörunýjung;
Efnablöndun tendrar neydarljós
FYRIRTÆKIÐ Akarn h.f. í Hafnar-
firöi hefur nú hafið innflutning á
nýrri gerð neyðarljósa, sem víða
hefur rutt sér til rúms á síðustu
árum. en það eru svonefnd „efna-
Ijós". sem kvikna þegar viss efni
koma saman og blandast. Fer hér á
eftir stutt lýsing á þessari nýjung.
Cyanamid fyrirtækið í Banda-
ríkjunum hefur framleitt slík ljós í
formi lítilla plasthólka sem inni-
halda tvo vökva sem lýsa við
blöndun. Yfirburðir slíkra ljósgjafa
fram yfir aðra eru til við aðstæður
þar sem ríkir eldhætta eða sprengi-
hætta vegna notkunar á eldfimum
efnum, svo sem gasi og benzíni.
Til að „kveikja" á ljósinu þarf
aðeins að sveigja hólkinn þangað til
innra rörið brotnar og vökvarnir
renna saman. Birtan af hólknum er
grænleit og er næg til þess að menn
geti að fullu athafnað sig, hvort
heldur við að skipta um dekk á bíl
í myrkri og rigningu eða við leit í
simaskrá. Ljósið lýsir á fullum styrk
í 2—3 tíma, en hægt er að nota það
í um 8 tíma t.d. til að merkja
vegatálma þar sem ljósiö sjálft þarf
aðeins að sjást. Ljósið er ekki hægt
að slökkva eftir að kveikt hefur verið
á því, en hins vegar er hægt að
geyma það tilbúið til notkunar í
minnst 3 ár, sem er mun lengri
geymslutími en t.d. á rafhlöðum.
Notkunarmöguleikar hér á landi
eru miklir. í fyrsta lagi á þeim
vinnustöðum þar sem eldfimar
lofttegundir eru notaðar, því ljósið
er kalt og má vera í nánd við hita.
Ljósiö er algerlega vatnshelt og því
hentugt til sjós og á vötnum.
í bæklingi frá bandarísku strand-
gæzlunni um neyðarmerki á sjó (CG
— 152 sept. 1977) er mælt með
slíkum Ijósum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá framleiðanda sést ljósið
úr um 2 km fjarlægð eða úr 3000
metra hæð í góðu skyggni. Hólkur-
inn vegur aðeins 25 gr og er 15 em
á lengd.
Dr. Guðmundur Magnússon um yfirfærslur til ferðamanna;
„Dauðahald í gamlar reglur
af vana fremur en skilningi”
Dr. Guómundur Magnússon
prófessor ritaói nýverið pistil í
Frjálsa verzlun. þar sem hann
fjallar um þann hátt sem hafóur
er á um gjaldeyrisyfirfærslur til
ferðamanna og segir hann m.a.i
„Talsverð umræða hefur að
undanförnu átt sér stað um
yfirfærslur til ferðamanna og rétt
til að eiga gjaldeyri. Það merka
nýmæli að heimila gjaldeyris-
reikninga einstaklinga í íslenzkum
bönkum ber vott um viðleitni til að
auka frjálsræði í kaupum og sölu
gjaldeyris. Þessi nýbreytni auð-
veldar einnig frjálsari yfirfærslur
til ferðamanna. — Kveikjan að
þessum greinarstúf var þó ekki
opnun nefndra reikninga heldur
þau svör sem fyrirmenn gjald-
eyrismála hafa gefið við ýmsum
spurningum fréttamanna.
Glöggt hefur komið í ljós að
enginn treystir sér til að svara því
hvaða áhrif aukið frelsi í gjald-
eyrismálum hefði. Ef þær ábend-
ingar sem hér fara á eftir eru
réttar er haldið dauðahaldi í
gamlar reglur af vana fremur en
skilningi.
Hinn yfirlýsti tilgangur með
skömmtun ferðamannagjaldeyris
er eflaust sá að spara gjaldeyri.
Nú er mismikið til af gjaldeyri og
skömmtunin orðin til í hallæri á
tímum haftabúskapar og fjölgeng-
is. Eftir viðreisnina 1960 var um
skeið hægt að skipta íslenzkum
krónum að vild í erlendum bönk-
um. Því miður stóð það aðeins
skamma hríð þar sem verðbólga
hérlendis var veruleg á vestræna
vísu. Síðan hefur skömmtun ríkt
til ferðalaga þótt heimilt sé að
flytja inn jafnt stórvirk tæki sem
hvers konar glingur. Svo virðist
sem æðri stjórnvöld hafi ekki
spurt sig hvað sparaðist af gjald-
eyri í reynd og hvaða annarra
atriða þyrfti að taka tillit til.
Það hefur hvergi komið fram að
fyrsti dollarinn eða markið kostar
um hundrað þúsund krónur með
venjulegu áætlunarfargjaldi,
(minna með afslætti eða hópferð-
um, en meira ef langt er ferðazt).
Sá þröskuldur sem er á því að
komast út fyrir pollinn hlýtur að
vera gífurlegur farartálmi og
jafnframt hemill á eftirspurn eftir
farareyri. Einnig virðist gengið að
því vísu að ferðalangurinn eyði
engum gjaldeyri heima fyrir. Hins
vegar vita allir að sá varningur
sem keyptur er í stað ferðalaga er
að talsverðu leyti innfluttur,
jafnvel hluti matvæia. Þá vita allir
um gjaldeyri sem gengur kaupum
og sölum utan gjaldeyrisbank-
anna. Því spyr ég, hvert rynni
hann ef yfirfærslur yrðufrjálsar?
Sú fáránlega staða er komin
upp, að unnt er að flytja inn hvers
konar glingur eins og áður sagði.
Einnig má ferðast í kringum
hnöttinn í flugvél, járnbrautalest,
ferju, langferðabíl og allt hvað er,
ef ferðin er keypt hjá innlendri
ferðaskrifstofu eða flugfélagi.
Mönnum er hins vegar óbeinlínis
segja bifreiðainnflytjendur, sérstak-
lega þegar mið er tekið af því að
júnímánuður er jafnan mjög góður
sölumánuður því þá eru menn að fá
sér bíla fyrir sumarleyfin.
Harald A. Möller, forstjóri inn-
flutningsfyrirtækis þess sem flytur
inn Volkswagenbifreiðar í Noregi,
segir að engin atvinnugrein hafi fyrr
né síðar þurft að þola aðrar eins
hörmungar eins og norskur bílainn-
flutningur að þessu sinni.
Þá má geta þess að venjuleg 5
manna bifreið kostar á innflutnings-
verði til Noregs á bilinu 1 milljón til
1.2 milljónir en það verð sem
neytandinn þarf að greiða er á bilinu
3.7 milljónir króna til 5 milljónir
króna. — Á þessu sézt að „skattpín-
ing“ yfirvalda á bifreiðaeigendum er
jafnvel enn meiri, en hér á íslandi,
þar sem hlutfallið er töluvert skárra.
Sykurverð
í lágmarki
SYKURVERÐ á heimsmark-
aði lækkar enn. í síðustu viku
lækkaði sykurverð um nær
1500 krónur tonnið niður í
tæplega 42.000 krónur tonnið
og er það jafnframt lægsta
verð á sykri á þessu ári. —
Verð á sykri hefur verið mjög
óstöðugt á þessu ári og því
síðasta og komst verð á tonni
sykurs í allt að 55.000 krónur
í janúar s.l.
Aukið at-
vinnuleysi
í FINNLANDI eru nú
168000 manns á atvinnuleys-
isskrá, eða um 7% aí vinn-
andi fólki í landinu, segir í
frétt frá verkalýðsmálaráðu-
neytinu finnska. — Fjöldi
atvinnulausra jókst um 1000
manns í júnímánuði og var
þá tala atvinnulausra um
35% hærri en á sama tíma
fyrir ári.
refsað fyrir að fara styttra til
lengri dvalar.
Þá er mönnum bannað að jafna
fargjaldinu á lengri tíma og geta
þannig ferðazt helmingi lengri
tíma annað hvert ár heldur en að
fyrir sams konar yfirfærslur á
hverju ári. Bæði þetta og svarti
markaðurinn gera utanlandsferðir
dýrari fyrir heildina en ástæða er
til. Sjómaður sem aflar milljóna-
tuga í gjaldeyri fær ekki yfir-
færslu nema til nokkurra daga,
þótt hann hleypi ekki heimdragan-
um nema einu sinni á ævinni.
Þá hefur réttilega verið bent á
að takmörkun á yfirfærslu til
þeirra sem vilja flytjast búferlum
jafngilda átthagafjötrum. Væri
fróðlegt að vita hve miklar fjár-
hæðir væru í húfi og þá á báða
bóga, þ.e. bæði hjá þeim sem
flytjast héðan og þeim sem hingað
koma.“
I lokaorðum sínum segir Guð-
mundur: „það má ekki rífa niður
girðingu fyrr en vitað er af hverju
hún var sett upp. En jafnskylt er
að taka hana niður þegar hún er
eingöngu orðin svefngöngur van-
ans. Þeir sem ráða ferðinni í
gjaldeyrismálum virðast lifa í
þeirri góðu trú að menn leggi
andvirði þeirrar yfirfærslu, sem
þeir ekki fá, beint inn á sparisjóðs-
bók. Þetta er álíka hyggilegt og
þegar menn héldu að unglingar
færu heim að lesa íslendingasög-
urnar, þegar sjoppunni var lokað.“