Morgunblaðið - 25.07.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
39
Jón Þ.Árnason:
Lífríki og lífshættir XVIII
Verkalýðsspekúlantar hala „frelsi“ til að banna og leyfa.
Öllu eru tak-
mörk sett,
nema einu
Þolir rétt-
arríkið
fantafrelsi?
Ionesco
er ótta-
sleginn
Hráefna- og orkuhörgull,
matvælaskortur og umhverfis-
spjöll eru fyrir alllöngu orðin
veruleg vandamál. Að öllum
öfgum slepptum — sæluríki hér,
heimsendir þar — hlýtur allt
vitiborið fólk hiklaust að viður-
kenna, eftir samvizkusamlega
íhugun, að þverrandi hráefna-
lindir og minnkandi matvæla-
framleiðsla muni vaida þung-
bærum erfiðleikum í náinni
framtíð. Aftur á móti getur af
ýmsum ástæðum vel átt sér
stað, að hægt verði að bæta úr
orkuskorti um sinn, en um-
hverfisspjöll og mengun, aðal-
lega vegna geislavirkni, munu
þá valda þeim mun alvarlegri
háska.
Og að því er hungursneyð
varðar, er vert að gefa því gaum,
að fram að þessu hefur hún ekki
með öllu farið fram hjá öðrum
en þjóðum kapítalismans.
Verkefnin verður
að leysa í
réttri röð
Þrátt fyrir að þessi vandamál
verði að líkindum geigvænleg
innan tíðar, séu á allra vitorði
og þoli ekki bið, þá kalla þó
stjórn- og þjóðfélagsmálin á
ennþá skjótari úrlausnir m.a.
sökum þess, að ef ekki tekst að
bylta þeim upp úr þeirri vinstri-
vilpu, sem þau nú engjast í, er
vonlaust að svo mikið sem að
hugsa til atlögu gegn hinum
fyrrnefndu.
Almenn siðspilling og siðleysi,
hryðjuverk og hrottaskapur af
ógeðslegasta tagi eru orðnir
hversdagsviðburðir, sem tæp-
lega eiga sér nema skammtíma-
bundin fordæmi í mannkynssög-
unni, er þó væri synd um að
segja að væri nízk á blæbrigða-
rík dæmi í þeim efnum.
Þegar yfir okkur ganga fréttir
um 4 og 6 ára stráka, er murka
lífið úr 84 ára gamalli, lasburða
og rúmliggjandi konu, með því
„Við ölum æskulýð okkar upp í að gera kröfur
án þess að gera honum ljöst að hann hefir
skyldum að gegna." — Heimut schmidt.
að lemja hana um allan líkam-
ann með múrsteinum, ræna
líkið og íbúðina örfáum spari-
skildingum, eins og gerðist í
Wolverhampton, Mið-Englandi,
hinn 14. maí þ.á., er ekki nema
eðlilegt, að sú spurning vakni,
hvers konar foreldrar ali slík
afkvæmi upp.
I október sl. gaf að lesa
frásögn um einstaklega. athygl-
isvert viðskiptaframtak nem-
enda í barnaskóla nokkrum í
Hannover, Vestur-Þýzkalandi,
þar sem börnin höfðu uppgötvað
aðferð til að kaupa sér tveggja
daga frí úr skóla: Lúsaverzlun
undir skólaborðunum. Lúsables-
arnir höfðu tekið upp á að selja
lúsfríum bekkjarsystkinum sín-
um afurðir sínar í eldspýtna-
stokkum eða beint af framleið-
anda á 30—50 pfenniga stykkið.
Kennslumálaráðuneytið í
Neðra-Saxlandi hafði nefnilega
lagt svo fyrir, að lúsugir nem-
endur skyldu sitja heima í tvo
daga til aflúsunar til þess að hið
trygga bitgjarna fylgifé næði
síður að auka kyn sitt yfir allan
bekkinn. Af þessu tilefni hlýtur
sú spurning að vakna, hvaða
gróðasjónarmið séu rkjandi á
heimilum þessara væntanlegu
velferðarborgara.
Þegar ennfremur berast
áreiðanlegar heimildir fyrir því,
að í skólaumdæminu Wandsbek
í Hamborg, „sem er í alla staði
talið mjög venjulegt", eins og
segir í „Neue Revue“ (16. maí
þ.á.), hafi þurft að snara út DM
500.000,00 á einu og sama árinu
í viðgerðir á húsi og húsmunum
vegna skemmdarverka, er fram-
in höfðu verið af einskærum
prakkaraskap, vaknar þessi
spurning af sjálfu sér:
Hvers konar „kennurum" hef-
ir hin frjálslynda borgarastétt
Vestur-Þýzkalands og annars
staðar, þar sem líkt er komið,
falið uppeldi barna sinna, vænt-
anlegra kjósenda? Og í beinu
framhaldi af henni: Er nokkur
furða þó að þjóðfélög Vestur-
landa hrekist til vinstri?
Þegar loks lög eru sett með
verkföllum og níu árum síðar
með hótunum um verkföll (á
íslandi árin 1955 og 1964), og
síðan líða aðeins 14 ár þar
þangað til hrokafullir verka-
lýðsspekúlantar komast upp
með að taka sér vald til að
„leyfa“ útflutning framleiðslu-
vara og innflutning nauðsynja-
varnings, finnst mér ekki seinna
vænna að spyrja:
Hvað er orðið eftir af æru
réttarríkisins og er ekki fyrir
löngu orðið tímabært að hug-
leiða fleira en takmörk hagvaxt-
ar, t.d. takmörk „frelsisins"? Og
í beinu framhaldi af því: Gæti
það á nokkurn hátt skaðað, ef
„Frjálshyggjufólk" beitti kjarki
meira en koki til varnar hugsjón
sinni, sem að því er til raunveru-
legs frelsis tekur, er bæði göfug
og háleit, norræn og konungleg,
m.a.s. dýrmætari en lífið sjálft?
Því myndu a.m.k. milljóna-
hundruð þrælstjórnarríkjanna
sennilega ekki mótmæla, ef þau
hefðu tækifæri til að láta
sannfæringu sína í ljós.
Vel mætti og vera, að þeim
væri engin vanþægð að, ef vinir
þeirra á Vesturlöndum, í „vel-
ferðarríkjunum", lærðu og færu
eftir hinu fornkveðna heilræði,
sem ég veit því miður ekki hver
hefir gefið, en finnst að ekki
hefði sómt sér illa í Hávamál-
um,- og hljóðar þannig:
„Um ást þína orð hafðu fá,
aldrei þau fáu lát bregðast
rýkur minnst bál, sem er bjart,
blaðrar minnst ást, sem er heit.
„Hvar eru
leiðtogarnir?44
Hvað svo sem þessu heilræði
líður, Vesturlandabúar komast
ekki öllu lengur harmkvæla-
Framhald á bls. 37.
Alræði tómlætisins
Maðurinn getur
margt, en ekki
allt
Aðeins tólf árum eftir að
fyrsti gervihnötturinn hóf
hringsnúninga sína í kringum
jörðina, steig fyrsti jarðarbúinn
fæti sínum á annan himinhnött.
Maðurinn hafði náð fótfestu á
tunglinu.
Tæpum 40 árum áður hafði
dr. Isaac Asimov, lífefnafræð-
ingur í Boston, kunnur höfundur
alþýðlegra fræðibóka og
vísindaskáldsagna, birt hugleið-
ingar um svipuð geimafrek. „En,
ef ég á að vera hreinskilinn",
viðurkenndi hann 30 árum
síðar,„ hafði ég eiginlega aldrei
neina trú á, að ég myndi lifa
veruleika þeirra."
Þegar hins vegar draumurinn
hafði rætzt og sigurvíman orðin
alráð í hugum og hjörtum
mannkynsins, féllu flestir í þá
freistni að ímynda sér, að það
væri alls megnugt, ef það hefði
aðeins vilja til. Því var haldið
fram í fullri alvöru, m.a.s. af
mönnum, sem á engan hátt gátu
talizt neinir aukvisar í anda, að
ef mannkynið temdi sér bara
nægilega einbeittan ásetning,
gæfi sér nægilega langan tíma
og þroskaði með sér þá sköp-
unarhæfileika, er því væru
áskapaðir, væri því allt kleift og
ekkert ómögulegt.
Þannig gat það í fljótu bragði
virzt.
En þetta er rangt. Nánast
ekkert getur verið fjær sanni.
Við erum háð takmörkunum,
hindranir eru á alla vegu;
múrveggur, sem enginn fær
rofið eða yfirstigið; fjötrar, er
^ekkert getur leyst eða slitið.
Það, sem við höfum komizt
hingað til, er vissulega enn mjög
langt frá þessum landamærum.
Um langa framtíð enn verður
yfrið svigrúm fyrir sífellt ævin-
týralegri áform. Með sérhverj-
um líðandi degi munu mennirnir
nálgast þessi landamæri, ef allt
gengur skaplega, en í fyllingu
tímans, einhvern góð- eða ill-
viðrisdag, hlýtur mannkynið að
ná leiðarenda, verður að nema
staðar. Þekkingarleit lífs og
liðinna kynslóða hefir þegar
borið þann árangur, að augljóst
er orðið, að yfir landamærin
verður aídrei farið. Alheimslög-
málin bjóða: Hingað — en ekki
lengra.
Þótt leiðin að þessum landa-
mærum sé sums staðar ennþá
óralöng, eins og að framan er
sagt, t.d. á vettvangi stjörnu- og
• geimfræða, eðlis- og efnafræði,
sálar- og erfðafræði, þá blasir
sú staðreynd við með tilfinna-
legum hætti nú þegar, að á
öðrum sviðum eru endamörkin í
augsýn. Við þann sannleika
hrökk heimsbyggðin þá fyrst, þó
að ótrúlega seint væri, þegar
„The Club of Rome“ kunngerði
niðurstöður sínar af
vísindarannsóknum Dennis L.
Meadows og samstarfsmanna
hans með útgáfu bókar þeirra,
„The Limits to Growth", árið
1972, sem að meginefni fjallaði
um, hversu nærri hráefnaforða
jarðar hefði verið gengið, tví-
sýnu þá, er orkuöflun stefndi í,
fyrirsjánalegt andlát hag-
vaxtargoðsins og þar af leiðandi
uppgufun „velferðarríkisins".
Siðan eru ekki liðin nema sex
ár, og þó að það sé of stuttur
tími til þess að unnt sé að fella
endanlegan dóm um allar niður-
Vinstrikennarar framleiða vinstriatkvæði.
stöður og ályktanir hinna vand-
virku vísindamanna, bendir
reynsla og þróun á þessum fáu
árum ótvírætt til þess, að þær
muni í höfuðatriðum hljóta
staðfestingu í raun.
Tvennt er a.m.k. alveg víst: (1)
Hráefnaforði jarðar ER tak-
markaður, og (2) orkuöflun
verður sífellt fyrirhafnarmeiri
og orkunotkun því dýrari. Enn
kemur og til, að endurnýjunar-
mætti jurta- og dýraríkisins eru
einnig takmörk sett, kjarabóta-
delerium múgkynsins hins vegar
engin.
Þetta hefir, þótt skammarlegt
sé frá að segja, þurft að
endurtaka í þrábylju, og að því
er bezt verður séð, er árangur-
inn fremur fátæklegur enn sem
komið er. Huggunin felst hins
vegar í því, að máttur endur-
tekningarinnar er gífurlegur
eins og greinilega sést af því, að
heilaspuni Karls Marx hefir náð
frillutökum á hundruðum
milljóna manna um allan heim.
En í því sambandi ber þess
náttúrulega að gæta, að lýðnum
er betur gefið að gleypa en
gaumgæfa.
Kjarni málsins
Ekki verður á móti því borið,
að ýmsir málsmetandi menn
hafa komið auga á veilur í
röksemdum vísindamanna „The
Club of Rome“, enda hefir
reynslan sýnt, að fá, ef nokkur,
mannverk væru óaðfinnanleg,
allra sízt brautryðjendaverk.
Mótbárurnar hafa þó einkum
snúizt um aukaatriði, kjarni
málsins hefir að mestu verið
látinn ósnortinn. Vangaveltur
um, hvort eitthvert tilgreint
hráefni verði þrotið eftir 10 eða
100 ár, hvort uppgötvaður kunni
að vera forði, sem reynast muni
5 eða 50% meiri en vonazt hafði
verið til, getur engu breytt í því
efni, að í framtíðinni, og sum-
part nú strax, stendur mann-
kynið andspænis tvenns konar
viðfangsefnum: Efnislegum og
mannlegum, þ.e. hvernig sam-
búðarháttum manns og náttúru
annars vegar og lífsháttum
manna innbyrðis og sín á
millum hins vegar skuli skipað
með heilbrigðustum og viturleg-
ustum hætti.